Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 53. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Lundir og
slatti af rjóma
Róbert Wessmann kaupir inn í hæfi-
lega hollan veislumat | Daglegt líf
Viðskiptablað | Sam-bíóin fjárfesta í Danmörku Dagblöðin
halda velli Lággjaldaflugfélög í Evrópu Íþróttir | HSÍ ræðir
við Alfreð Gíslason Auðun úr leik hjá FH-ingum
Bagdad. AP, AFP. | Ævareiðir sjítar réðust í
gær á moskur súnníta víðs vegar um Írak til
að hefna þess, að Gullna moskan, einn mesti
helgistaður sjíta, hafði að hluta verið sprengd
í loft upp. Skoruðu stjórnvöld og trúarleið-
togar á fólk að halda ró sinni en litið er á
skemmdarverkið sem tilraun öfgamanna til
að koma af stað borgarastyrjöld í landinu.
Í Bagdad varð æstur múgur súnnítaklerki
og þremur öðrum mönnum að bana í einni
moskunni og í Basra í Suður-Írak réðust sjít-
ar inn á skrifstofu eins stjórnmálaflokka
súnníta, drápu þar einn mann, og brutust síð-
an inn í fangelsi borgarinnar. Þar tóku þeir
11 útlendinga, súnníta, sem eru sagðir hafa
barist með skæruliðum, og hengdu 10 þeirra.
Sagt er, að ráðist hafi verið á 27 moskur
súnníta en sumir nefna enn hærri tölu.
Þriggja daga þjóðarsorg
Ali al-Sistani, æðsti kennimaður sjíta,
skoraði í gær á trúbræður sína að sýna still-
ingu og Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra
lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg. Sagði
hann, að þrír menn hefðu verið handteknir,
grunaðir um aðild að spengingunni.
Líklegt er talið, að liðsmenn al-Qaeda í
Írak hafi staðið að árásinni á moskuna og til-
gangurinn sá að kynda undir átökum milli
sjíta og súnníta og spilla fyrir myndun rík-
isstjórnar í landinu.
Bandaríkjastjórn fordæmdi í gær árásina
sem „glæp gegn mannkyni“ og aðrir þjóð-
arleiðtogar hafa harmað hana og hvatt Íraka
til að verða ekki leiksoppur í höndum hryðju-
verkamanna.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands,
fordæmdi árásina í gær og hét því jafnframt,
að Bretar myndu leggja fram fé til að byggja
Gullnu moskuna upp aftur.
AP
Sjítar efndu til mikilla mótmæla vegna
eyðileggingar Gullnu moskunnar í Sam-
arra, meðal annars í Bagdad. Þar voru
bornar myndir af hinum róttæka klerki
Muqtada al-Sadr og byssum brugðið á loft
til marks um, að menn væru við öllu búnir.
Ólga
meðal
sjíta
Borgarastyrjöld | 18
GENGISFALL íslensku krónunn-
ar í gær og í fyrradag hefur haft
mun víðtækari áhrif en nokkurn
gat órað fyrir. Þannig er veiking
gjaldmiðla nokkurra svokallaðra
nýmarkaðslanda á mörkuðum í
gær rakin til gengisfalls íslensku
krónunnar. Áhrifin af veikingu ís-
lensku krónunnar eru þannig talin
hafa teygt sig alla leið til Suður-
Ameríku, Afríku, Asíu og Austur-
Evrópu.
„Hrun á Íslandi hefur neikvæð
áhrif á gjaldmiðla nýmarkaðs-
landa,“ sagði í fyrirsögn á frétt á
vef Financial Times í gær en fjöl-
margir fjölmiðlar víða um heim
fjölluðu um veikingu íslensku
krónunnar og áhrif hennar á mynt-
ir annarra nýmarkaðslanda, svo og
um hættuna á hruni eða brotlend-
ingu í íslensku efnahagslífi.
„Fjármálaævintýri Íslendinga
gæti endað með tárum“, sagði í fyr-
irsögn danska blaðsins Berlingske
Tidende, „Stefnir í brotlendingu á
Íslandi“, sagði í fyrirsögn Dagens
Næringsliv í Noregi og orð eins og
skellur, hrun og þrot komu víða
fyrir þótt raunar hefði gjarnan oft
fylgt að hætta væri á, að það
stefndi í o.s.frv.
Í umræddri frétt Financial Tim-
es sagði að veiking krónunnar
hefði orðið til þess að gengi reals-
ins í Brasilíu hefði um tíma lækkað
um 3%, tyrkneska líran, randið í
Suður-Afríku, mexíkóski pesóinn
og rúpían í Indónesíu hefðu lækkað
um að minnsta kosti 1% þótt sumar
myntirnar hefðu síðan rétt úr
kútnum.
Vita núna að Ísland er til
Sabrina Jacobs, sérfræðingur
hjá Dresdner, Kleinwort, Wasser-
stein, staðfesti í samtali við Morg-
unblaðið að menn teldu að veikingu
umræddra gjaldmiðla mætti rekja
til veikingar íslensku krónunnar,
fjárfestar hefðu kosið að draga úr
gengisáhættu sinni almennt og því
hefðu áhrif af falli krónunnar verið
afar víðtæk.
„Við teljum að það hafi verið Ís-
land sem hleypti þessu öllu af stað.
Það voru verðbréfamiðlarar í Asíu
sem vissu ekki einu sinni að Ísland
væri til. En það er alveg öruggt að
þeir vita það núna,“ segir Jacobs.
Á símafundi sem Fitch Ratings
hélt í gær kom fram að sérfræð-
ingar félagsins telji að hættan á
harðri lendingu í efnahagsmálum á
Íslandi hafi aukist og þeir hafa
áhyggjur af því hvort fjármála-
kerfið hafi getu til þess að þola
slíka lendingu. Eins benda þeir á
að skuldir heimila og fyrirtækja
séu mjög háar sem hlutfall af
landsframleiðslu og það valdi þeim
áhyggjum að stærstur hluti þess-
ara skulda sé gjaldeyris- eða vísi-
tölutengdur.
Lækkun krónunnar
hafði víðtæk áhrif
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Mat Fitch | Miðopna
Viðskiptablað
Gjaldmiðlar í Afríku, Suður-Ameríku, Austur-Evrópu og Asíu veiktust
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra átti fund
með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í
Downingstræti 10 í gær. Þetta var fyrsti fundur
forsætisráðherra landanna frá því Geir Hall-
grímsson hitti Harold Wilson fyrir þrjátíu árum.
Ráðherrarnir ræddu m.a. Evrópumálin, Atlants-
hafsbandalagið og góða samvinnu landanna á al-
þjóðavettvangi og á viðskiptasviðinu. | Miðopna
Reuters
Halldór fundaði með Blair
London. AFP. | Vopnaðir menn, dul-
búnir sem lögreglumenn, rændu í
gær meira en 25 milljónum punda,
meira en 2,8 milljörðum ísl. kr., á
einni miðstöð Securitas í bænum
Tonbridge í Kent á Englandi.
Ránið hófst með því, að menn-
irnir stöðvuðu bíl framkvæmda-
stjóra miðstöðvarinnar og sögðu
við hann, að hefði hann ekki sam-
starf við þá, yrði fjölskyldu hans
unnið mein. Á sama tíma komu
tveir menn á heimili hans, leiddu
burt konu hans og son og höfðu í
gíslingu um stund.
Þegar á miðstöðina kom voru 15
starfsmenn hennar bundnir og
fénu rænt. Óstaðfestar fréttir eru
um, að ránsféð hafi verið allt upp í
40 millj. punda, nærri 4,5 milljarð-
ar kr., og þá um leið mesta rán á
Bretlandseyjum fyrr og síðar.
Stórrán á
Bretlandi
ÁÆTLAÐ er, að tilkoma ýmissa
samheitalyfja muni spara Dönum,
ríki og neytendum, tæplega 33
milljarða íslenskra króna á þessu
ári. Kom það fram í dagblaðinu
Børsen í fyrradag.
Frá árinu 2001 hafa runnið út
einkaleyfi fyrir 46 lyfjum og hefur
það hleypt miklu lífi í fyrirtæki, sem
framleiða samheitalyf, og stóraukið
samkeppni á milli þeirra. Miðað við
fyrra verð á einkaleyfislyfjunum,
nemur verðlækkunin með tilkomu
samheitalyfjanna um 70% til jafn-
aðar.
Af þessu hafa danska ríkið og
neytendur notið góðs og sparnaður
á þessu ári er áætlaður tæpir 33
milljarðar kr. Mun hann síðan
aukast er fleiri einkaleyfi renna út
og notkun á samheitalyfjum eykst.
Það hefur ýtt mjög undir sparn-
aðinn, að 1. apríl á síðasta ári var
reglum breytt þannig, að nú niður-
greiðir ríkið aðeins þau samheitalyf,
sem eru ódýrust hverju sinni. Er
það kannað hálfsmánaðarlega.
Spara á samheitalyfjum
Viðskipti og Íþróttir í dag
Berlín. AFP. | Formaður þýska
knattspyrnusambandsins lýsti í
gær áhyggjum af viðbúnaði þýska
hersins vegna heimsmeistaramóts-
ins í knattspyrnu í júní og sagði, að
hann hryllti við tilhugsuninni um
leikvanga umkringda skrið-
drekum.
Theo Zwanziger sagði í viðtali
við vikublaðið Die Zeit, að skrið-
drekar og leikar færu illa saman
auk þess sem Þjóðverjar hefðu lagt
á það áherslu er þeir fengu heims-
meistarakeppnina, að þeir yrðu
haldnir í afslöppuðu andrúmslofti.
„Við viljum, að fólk verði í hátíð-
arskapi en með skriðdreka á
hverju strái mun fara lítið fyrir
því,“ sagði Zwanziger.
Vill enga
skriðdreka
♦♦♦