Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI HAGUR nemenda er ekki borinn fyrir brjósti í ráðuneyti menntamála þegar áformað er að skera heilt ár af framhaldsskólanum, en hitt er ljóst að hægt er að spara stórar fjárhæðir með því að draga úr menntun og skólarekstri. Miðað við fjárframlög ríkisins nú nemur niðurskurðurinn um 1,7 milljörðum króna á ári. „Þau eru því ekki trúverðug orð ráðherra, sem heldur því fram að niðurskurð- urinn sé ekki sparnaðaraðgerð held- ur til að stuðla að aukinni framlegð í menntamálum hér á landi.“ Þetta sagði Ottó Elíasson sem sæti á í stjórn Hugins, skólafélagi Menntaskólans á Akureyri, á mót- mælafundi á Ráðhústorgi í gær. Þeir fengu storminn í fangið, MA-ingarn- ir þegar þeir þustu úr tíma í gær- morgun, allir sem einn og örkuðu sem leið lá niður á torg. Nemendur MA fella niður nám í einn dag, mæta aftur í dag, fimmtu- dag, eftir sólarhringsvinnustöðvun og segja það í samræmi við áætlanir um að skerða nám til stúdentsprófs um 20%. „Stytting náms til stúdentsprófs er eitt en skerðing á námi, eins og stefnt er að, er allt annað mál,“ sagði Ottó. Hugmyndin væri einkum rök- studd með samanburði við skóla- kerfi í Danmörku og Svíþjóð, en Ottó nefndi að mikil afföll væru í námi í Svíþjóð, margir tækju langan tíma til að ljúka því og eins að sænskir atvinnurekendur hefðu beð- ið ríkið um að mennta nemendur betur áður en þeir kæmu út á vinnu- markað. „Er það svona sem stjórn- völd vilja fara með okkur, nemend- ur, æsku landsins?,“ spurði Ottó og kvað það staðreynd að íslenskir stúdentar þættu almennt standa sig vel í háskólanámi, heima og í útlönd- um. Hann sagði nemendur vilja vera með í að þróa nýtt kerfi, þeir vildu leggja sitt af mörkum svo það gæti orðið sem best. „Skólinn er nú einu sinni fyrir okkur og það erum við sem erum að búa okkur undir frek- ara nám. Við ætlumst til þess að það sé hlustað á okkur og tekið mark á orðum okkar,“ sagði hann ennfrem- ur og bætti við að nemum þætti ráð- herra virða sjónarmið þeirra að vett- ugi. Fulltrúar ráðuneytis hefðu ekki séð sér fært að hlýða á mál MA- nema á fundinum, það bæri skeyt- ingarleysi vitni, það að skoðunum nema væri sýnd slík lítilsvirðing væri til skammar í lýðræðisþjóð- félagi. MA-ingar mótmæla skerðingu náms til stúdentsprófs Stytting náms er eitt, skerðing á námi annað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mótmæla Nemendur MA fjölmenntu á Ráðhústorg í gær til að mótmæla áformum um skerðingu náms til stúdentsprófs. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Harðorður Ottó Elíasson, í stjórn Hugins, skólafélags MA, flutti ávarp og var harðorður: Nemendur vilja fá að vera með í þróun nýs kerfis. PLASTEYRI er heiti á nýju fyrir- tæki sem Hrafn Stefánsson, Upphaf ehf. og Tækifæri ehf. hafa stofnað en mun hefja starfsemi á vordögum. Um er að ræða nýja verksmiðju um framleiðslu á plastumbúðum sem verður til húsa við Þórsstíg 4. Fyrstu afurðirnar verða frauðplastkassar undir fiskútflutning og ýmiskonar plastílát undir matvæli. Bjarni Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Upphafs, sagði að um væri að ræða fjárfestingu upp á 125 milljónir króna og áætlanir gerðu ráð fyrir að veltan yrði á annað hundrað milljónir króna á ári. „Von- andi verður svo hagnaður af rekstr- inum innan þriggja ára,“ sagði hann. Upphaf mun eiga um helming í hinu nýja félagi, Tækifæri um þriðjung og Hrafn Stefánsson vélfræðingur, sem verður framkvæmdastjóri, mun einnig eiga hlut. Fyrstu tækin eru þegar komin norður, en önnur vænt- anleg á næstu vikum. Starfsmenn verða í fyrstu 5–6 talsins, en með tímanum er að sögn Bjarna Hafþórs ætlunin að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn, bjóða upp á fleiri afurðir á sviði plastframleiðslu og fjölga störfum. Ýmis tækifæri væru í plast- iðnaði og margar hugmyndir í gangi. „Það er hlutfallslega ódýrara að bæta við vörutegundum eftir að framleiðslan er komin í gang.“ Hrafn sagði stofnun félagsins hafa átt sér nokkurn aðdraganda, hann hefði rætt við marga, m.a. forsvars- menn stórra matvælaframleiðslufyr- irtækja á Akureyri og það orðið til að verkefninu var hrundið af stað. „Við- brögðin hafa verið óvenju góð og það er mjög gott að sjá þetta verða að veruleika nú, þetta er spennandi,“ sagði Hrafn, en tækjabúnaður allur er öflugur og dýr, enda yrðu vörurn- ar að öðrum kosti ekki samkeppn- ishæfar í verði og gæðum. Framleiðir plastílát fyrir matvælaiðnað Morgunblaðið/Margrét Þóra Nýtt fyrirtæki Nú á vordögum hefst starfsemi á vegum fyrirtækisins Plast- eyrar, fyrstu afurðirnar verða frauðplastkassar og plastílát undir matvæli. Guðmundur B. Guðmundsson, Helgi Aðalsteinsson, Bjarni Hafþór Helga- son og Hrafn Stefánsson kynntu áformin en þeir eru í stjórn félagsins. Gott að sjá þetta verða að veruleika VÍGÐIR voru 80 skátar í Skátafé- lagið Kópa í Kópavogi á sunnudag- inn síðasta. Að sögn félagsforingj- ans, Þorvaldar Sigmarssonar, er starfið mjög öflugt og í félaginu eru starfandi um 300 skátar en Kópar fögnuðu 60 ára afmæli sínu í gær. Er 22. febrúar líka fæðingardagur Sir Robert Baden-Powell, stofn- anda skátahreyfingarinnar og voru því hátíðarhöld um allan heim í gær. Skátafélagið Kópar bauð vel- unnurum sínum og bæjarbúum að koma í hátíðarkaffi og fylgjast með skátastarfinu, en ljósálfar, ylfingar, skátar og dróttskátar sýndu hinar ýmsu hliðar starfsins. Þorvaldur segir skátafélagið Kópa eiga marga velunnara og Kópavogsbær styðji vel við bakið á félaginu. Þessi góði stuðningur og hið nýja húsnæði sem er á áberandi stað hefur ýtt undir fjölgun í skátafélaginu. Nýja húsnæðið var hannað sérstaklega með starfsemina í huga en frá 1946 hefur skátafélagið verið í nokkrum húsum sem hafa hentað misvel. Foreldrafélag er ekki starfandi inn- an skátafélagsins en samstarf hefur alltaf verið mikið og koma for- eldrar mikið að skátastarfi barna sinna. Að mati Þorvaldar á skátastarfið fullt erindi til barna í dag og þau gildi sem skátarnir standa fyrir. Það er ákveðinn lífstíll að vera skáti segir Þorvaldur og ein- staklingarnir læra að rækta sjálfa sig og gera heiminn betri heldur en hann var þegar þeir komu í hann. Í gegnum starfið læra skátarnir að þekkja eigin getu og bera virðingu fyrir náttúru og öðrum ein- staklingum. Sú aukning sem hefur orðið innan félagsins sýnir að skátahugsjónin á upp á pallborðið hjá ákveðnum hópi í þjóðfélaginu í dag að mati Þorvaldar. Ákveðinn lífsstíll að vera skáti Morgunblaðið/Sverrir Fjölbreytt þjálfun Hluti af þjálfun skáta er að læra að fást við hin fjölbreytilegustu verkefni. „VIÐ bjóðum til veislu“ er yfir- skrift Breiðholts- hátíðar, sérlegrar menningar- og listahátíðar eldri borgara, sem hefst í dag og stendur næstu þrjá daga, en þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin er hluti af Vetr- arhátíð Reykja- víkurborgar sem stendur sömu daga og haldin er í borginni í fimmta sinn. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, forstöðukonu fé- lagsstarfsins í Gerðubergi, er há- tíðin haldin fyrir forgöngu þjón- ustumiðstöðvar Breiðholts sem tók til starfa 1. október sl. Segir hún þjónustumiðstöðina vera líf- æð fyrir hverfið og fagnar því framtaki að hún skyldi taka til starfa og standa fyrir hátíðinni. Aðspurð segir Guðrún mark- mið hátíðarinnar að skapa vett- vang fyrir eldri borgara til að koma saman, sýna verk sín, þ.e. list, handverk, ritverk og íþróttir, auk þess að ræða málefni eldri borgara og skemmta sér saman. Einnig sé mikið lagt upp úr því að skapa vettvang fyrir hinar ólíku kynslóðir til að hittast og kynnast, en þess má geta að há- tíðin er öllum opin. Dagskrá hennar má nálgast á vef Reykja- víkurborgar á Netinu sem hluta af dagskrá Vetrarhátíðar, auk þess sem kynningarbæklingur um hátíðina var borinn í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í gær. Boðið í kaffi í Þjóðleikhúsinu Eldri borgurum úr Breiðholt- inu var í gær boðið í Þjóðleik- húsið, þar sem þeir drukku kaffi og glöddust saman. Heimsóknin í Þjóðleikhúsið er samstarfsverk- efni forvarnardeildar lögregl- unnar í Reykjavík og Gerðu- bergs, en hér má einmitt sjá Eið Eiðsson, yfirmann forvarn- ardeildar lögreglunnar, og Guð- rúnu Jónsdóttur, forstöðukonu félagsstarfsins í Gerðubergi, heilsa nokkrum heldri gestum. Þetta framtak lögreglunnar mæltist afar vel fyrir og þáðu alls hátt í 90 eldri borgarar boð henn- ar um að kíkja í heimsókn í Þjóð- leikhúsið. Með í för voru einnig tveir fulltrúar yngri kynslóð- arinnar, en í félagsstarfi aldraðra í Gerðubergi er lögð talsverð áhersla á að brúa kynslóðabilið og skapa aðstæður þar sem ungir og gamlir geta átt ánægjulegar samverustundir. Segja má að dagskrá Breiðholtshátíðar, sem hefst í dag, beri þessa einmitt glöggt merki. Morgunblaðið/Júlíus Kátt í Breiðholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.