Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TUGIR þúsunda sjíta streymdu út á götur borga í Írak í gær til að mótmæla sprengjuárás sem varð til þess að gullhvelfing Askariya- moskunnar í borginni Samarra eyðilagðist. Moskan er ein af helstu helgidómum íraskra sjíta og óttast er að árásin leiði til blóðugra átaka milli þeirra og súnníta. Trúarleiðtogar sjíta hvöttu þá til að halda ró sinni. Fregnir hermdu þó að ráðist hefði verið á margar moskur súnníta og til skotbardaga hefði komið milli sjíta og súnníta í borginni Basra í sunnanverðu land- inu. Engin hreyfing lýsti sprengjutil- ræðinu á hendur sér. Yfirvöld sögðu að böndin bærust að trúarof- stækismönnum í hreyfingum á borð við al-Qaeda í Írak, hreyfingu hryðjuverkaforingjans Abu Musab al-Zarqawi. Þjóðaröryggisráðgjafi Íraks, Mouwafak al-Rubaie, sagði í sjónvarpsviðtali að markmið til- ræðismannanna væri að „koma af stað borgarastyrjöld“. Forsætisráðuneytið í Bagdad til- kynnti að þrír menn hefðu verið handteknir vegna árásarinnar. Sjónvarpsstöðvar rufu dagskrá sína til að skýra strax frá þeim tíð- indum, að því er virðist til að draga úr spennunni og milda reiði sjíta. Sistani bannaði árásir á moskur Þúsundir sjíta gengu um götur Samarra til að mótmæla sprengju- árásinni og hétu að refsa þeim sem bæru ábyrgð á henni. Tugir þús- unda manna tóku þátt í sams konar götumótmælum í Bagdad og Karb- ala, helgri borg sjíta í sunnanverðu landinu. Ali al-Sistani, æðsti klerkur ír- askra sjíta, bannaði fylgismönnum sínum að ráðast á moskur súnníta. Hann hvatti til sjö daga sorgar- tímabils en Ibrahim Jaafari for- sætisráðherra lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna árásarinn- ar. Helstu hreyfingar íraskra súnní- araba fordæmdu sprenguárásina. Ráð íslamskra fræðimanna úr röð- um súnníta lýsti henni sem „glæp- samlegu athæfi“. Stærsti stjórn- málaflokkur súnní-araba sagði að „illmenni“ hefðu staðið fyrir árás- inni til að reyna að etja sjítum og súnnítum saman. Grafir tveggja ímama Í Askariya-moskunni í Samarra eru grafir tíunda og ellefta ímama sjíta, þeirra Ali al-Hadi, sem dó ár- ið 868, og sonar hans, Hassans al- Askari, sem dó 874. Hjá sjítum er ímam syndlaus, óskeikull leiðtogi íslams, afkomandi Alís, hins fyrsta ímams og bræðrungs og tengda- sonar Múhameðs spámanns. Moskan er einnig nálægt stað þar sem tólfti og síðasti ímam sjíta, Mohammed al-Mahdi, hvarf árið 878. Sjítar trúa því að hann sé enn á lífi og snúi aftur til að koma á rétt- læti meðal manna. Markmiðið að hindra myndun þjóðstjórnar? Jalal Talabani, forseti Íraks, sagði að markmiðið með árásinni hefði verið að spilla fyrir viðræðum um myndun þjóðstjórnar eftir þing- kosningarnar 15. desember. Leiðtogi eins af stjórnmálaflokk- um sjíta, Æðsta ráðs íslömsku bylt- ingarinnar í Írak, kenndi sendi- herra Bandaríkjanna að nokkru leyti um árásina vegna gagnrýni hans á öryggissveitir undir stjórn sjíta. Hann skírskotaði til þeirra ummæla sendiherrans á mánudag að hætta væri á að Bandaríkja- stjórn hætti öllum stuðningi við Íraka vegna þess að það mætti aldrei verða að herinn og lögreglan yrðu undir stjórn eins trúarhóps. Jaafari forsætisráðherra var hálfstyggur í fyrradag þegar hann svaraði ummælum sendiherrans og sagði að Írakar vissu sjálfir hvað væri þeim fyrir bestu. „Værum við spurðir, væri svarið þetta: Vissulega viljum við þjóð- stjórn. Ekki þó vegna tilmæla Bandaríkjamanna. Við þurfum eng- ar slíkar ráðleggingar, þakka ykk- ur fyrir,“ sagði al-Jaafari. Bandaríkjamenn og Bretar telja að stjórn á breiðum grundvelli sé eitt helsta skilyrðið fyrir því að þeir geti flutt her sinn frá Írak. Að minnsta kosti 22 menn létu lífið og nærri 30 slösuðust þegar bíll var sprengdur upp í einu hverfi sjíta í Bagdad í fyrradag. Er hverf- ið eitt það hættulegasta í höfuð- borginni og hryðjuverk af þessu tagi næstum því daglegt brauð. Óttast borgarastyrjöld eftir árás á helgidóm AP Sjítar þustu út á götur Sadr City- borgarhverfisins í Bagdad í gær til að lýsa reiði sinni með atburðinn í Samarra. Margir voru vopnaðir. Askariya-moskan í Samarra áður en gullhvelfing hennar eyðilagðist í sprengjuárásinni í gær. Írakar virða fyrir sér skemmdir á Askariya-moskunni í Samarra eftir sprengjutilræðið í gær. $                       #% (#$' )   $#&  %#% * %$(#++   &(#% , '-$ )%)$ . +/  #%0$ "*' 0& %#%$%  )% &1 )%(  .#  #%0, 2  / (#+  3# &$ $ 0& )% +  &(#% '-$$ 4(#+ % (#% '-$  (' #+   #% %  5  !!  ##+ &$ $0& '-6  )%  % + &(#% '-$$ " ##  %& $# +  + ( ! !5 '  7)    (#+ %  )%(*#.   % /0$ !  "#$%&'( 89:, 7!;< 8=< > ,!:!? 1! 1:!;  3@:A7!;<     Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Teheran, Gaza-borg. AP, AFP. | Stjórnvöld í Íran hafa formlega boðist til að fjármagna palestínsku heimastjórnina en sem kunnugt er hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að frysta alla fjárhagsaðstoð við stjórnvöld í Ramallah nú þegar Hamas-samtökin hafa þar tekið við stjórnartaumum. Ali Larijani, ritari þjóðarörygg- isráðs Írans, tilkynnti um ákvörð- un íranskra stjórnvalda eftir fund með Khaled Mashaal, einum af forystumönnum Hamas, í Teheran. Sagði Larijani að ákvörðunin hefði verið tekin í kjölfar þess að banda- rísk stjórnvöld greindu frá því að frysta ætti fé til palestínsku stjórnarinnar. „Bandaríkin sönn- uðu að þau myndu ekki styðja lýð- ræðið er þau skrúfuðu fyrir aðstoð sína eftir að Hamas sigraði í kosn- ingunum [í Palestínu]. En við munum sannarlega hjálpa Palest- ínumönnum,“ sagði hann. Bandaríkjamenn eru þó ekki einir um títtnefnda afstöðu: Evr- ópusambandið hefur sömuleiðis sagt að Hamas verði að lýsa því yfir að samtökin hafni ofbeldi sem aðferð í baráttunni fyrir réttindum Palestínumanna. Jafnframt að Hamas viðurkenni tilverurétt Ísr- aelsríkis en samtökin hafa frá upp- hafi haft það sem meginmarkmið að Ísraelsríki yrði eytt. Fatah í stjórn með Hamas? Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínumanna, fól Ismail Haniyeh, hóf- sömum leiðtoga Hamas, formlega stjórnarmyndunarumboðið í fyrra- kvöld en eins og áður sagði vann Hamas stórsigur í þingkosningum í Palestínu í síðasta mánuði. Fatah-hreyfing Abbas beið þar af- hroð en í gær var haft eftir fulltrú- um Fatah að hreyfingin myndi hugsanlega eiga aðild að stjórn Hamas-samtakanna. Ef samkomu- lag næðist ekki þar um þá myndi Fatah leggja áherslu á að standa fyrir „uppbyggilegri stjórnarand- stöðu“. Íran heitir því að fjár- magna stjórn Hamas Reuters Ismail Haniyeh verður forsætisráð- herra í stjórn Hamas-samtakanna. STÓR hluti umsækjenda á banda- ríska vinnumarkaðnum fegrar starfsumsóknir sínar, lýgur til um fyrri störf og ýkir til um upplýs- ingar um menntunarferil sinn. Þetta kemur fram í frétt AFP um bandaríska vinnumarkaðinn, en dæmi eru um að hátt settir yf- irmenn vestra hafi þurft að láta af störfum eftir að hafa verið staðnir að því að leggja fram ferilskrár með röngum upplýsingum. „Samkvæmt hinum ýmsu könn- unum og gögnum sem haldið er til haga er áætlað að allt að þriðj- ungur til 40 prósent starfsumsókna innihaldi falsaðar upplýsingar,“ sagði Lester Rosen, yfirmaður ráðningarskrifstofunnar Employ- ment Screening Resources í Kali- forníu. Nokkur umræða hefur verið um þetta vestra nýverið en meðal þeirra sem hafa þurft að láta af störfum vegna rangra ferilupplýs- inga er George C. Deutsch, sem var fyrr í mánuðinum rekinn úr starfi ritstjóra almannatengsla- deildar geimferðastofnunarinnar NASA í Washington, eftir að A&M háskólinn í Texas upplýsti að hann hefði aldrei útskrifast þaðan. En það var George W. Bush Banda- ríkjaforseti sem skipaði Deutsch í embætti eftir að hann hafði unnið við kosningaframboð forsetans haustið 2004. Hátíðlegt orðalag Katrín S. Óladóttir, fram- kvæmdastjóri íslensku ráðning- arskrifstofunnar Hagvangs, sagði í samtali við Morgunblaðið að al- mennt leggi íslenskir umsækjendur ekki fram ferilskrár með röngum upplýsingum, þótt ýmsir klæði eig- in feril í betri búning en efni standa til. „Borið hefur á því að fólk noti hátíðlegt orðalag og velji starfsheiti um fyrri stör sem gefa til kynna að þau hafi falið í sér meiri ábyrgð og verið vandasamari en raunin er,“ sagði Katrín. Stór hluti umsækjenda fegrar starfsumsóknir Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.