Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 33
UMRÆÐAN
ÉG BYRJA á því að þakka Jó-
hanni T. Ingjaldssyni, fv. aðalbók-
ara Seðlabankans, fyrir efnismikla
og réttframsetta grein sem birtist
í Morgunblaðinu 20. janúar sl. um
aðdraganda þess að sjóður okkar
var jarðaður af for-
sprökkum og mál-
pípum ráðstjórnar
lýðveldisins. Einnig
get ég góðrar greinar
Kjartans Jóhannes-
sonar hjá Rb um mál-
efni þetta sem birtist
í sama blaði 4. febr-
úar 2006.
Aðild mín að
greindum eftir-
launasjóði varð að
veruleika þegar ég
var fastráðinn starfs-
maður Seðlabankans
1. janúar1966. Starfsmenn fengu
ekki aðild að sjóðnum í þá daga
nema þeir væru fastráðnir. Þegar
það gerðist var starfsfólki gjarnan
tjáð af skrifstofu- og starfs-
mannastjóra hvers konar lukk-
unnar pamfílar þeir væru að öðl-
ast aðild að sjóðnum, sem færði
þeim þegar og ef að því kæmi að
taka eftirlauna hæfist, starfs-
kjaratengd eftirlaun (eftir-
mannsreglan) og ábyrgð Seðla-
bankans (lesist: ríkissjóður) sem
tryggja átti fullar efndir á
greiðslu eftirlaunanna. Þetta var
gulrót bankans til að réttlæta
lægri laun, laun sem verð-
bréfaguttar nútímans gæfu langt
nef. Ég komst að því að eigin raun
þegar ég var í stjórn Sambands
íslenskra bankamanna og jafn-
framt í samninganefnd banka-
manna um kaup og kjör. Þá var
viðkvæði fulltrúa bankanna:
Strákar, þessar kaupkröfur ganga
ekki. Gerið ykkur grein fyrir því
að eftirlaunasjóðskjörin ykkar eru
á við margra prósenta kaupauka!
Þetta var nú þá, fyrir meira og
hartnær 30 árum og allan tímann
fram að því að við vorum á sví-
virðilega lævísan hátt rændir
áunnum réttindum, þreyttust
bankastjórar og bankaráðsmenn
ekki á því að mæra eftir-
launaréttindi okkar. Hljóðið í
þessum aðilum hefur verið heldur
þunnt undanfarin ár. Ekki hefi ég
orðið var við að
nokkrir þeirra, sem
enn geta haldið á
penna, hafi þakkað
framangreind grein-
arskrif eða andmælt
þeim.
Ein meginástæðan
fyrir því að ég skrifa
þetta greinarkorn er
að fyrr í þessum mán-
uði, febrúar 2006,
hitti ég á förnum vegi
einn fyrrverandi
bankastjóra Seðla-
bankans. Við tókum
tal saman eins og oft áður. Kom
þá að því að hann segir eitthvað á
þá leið að við fyrrverandi starfs-
menn bankans höfum lent í mikl-
um hremmingum með lífeyrisrétt-
indin. Ég spurði að bragði hvort
hann hefði þá lesið grein Jóhanns.
Hann kvað svo vera og bætti við
að efni hennar hefði komið sér á
óvart þar sem hann hefði ekki
haft hugmynd um hvernig ástatt
væri í lífeyrismálum starfsmanna.
Ég hváði af undrun og sagði að
þetta allt hefði gerst þegar hann
var bankastjóri Seðlabankans! (Til
skýringar fyrir lesendur var um-
ræddur maður bankastjóri Seðla-
bankans frá því vorið 1994 til miðs
árs 1998, þ.e. þann tíma er mál
þessi voru í brennidepli.)
Síðan bætir fv. bankastjórinn
því við að þessi mál hafi aldrei
komið til umræðu í bankastjórn-
inni eða yfirleitt á sitt borð! Að
þessu sögðu kvaddi hann og hélt
sína leið.
Eitthvað er minni mitt og ann-
arra sem stóðu framarlega í bar-
áttu fyrir réttindum starfsmanna
þessi ár á annan veg en þessa fv.
bankastjóra. Þetta vekur margar
spurningar, m.a., fyrst einn
bankastjóranna var og er utan-
gátta í þessu efni, voru og eru
hinir tveir jafn utangátta? Nú hef-
ur nýlega verið skipaður nýr for-
maður bankastjórnar í stað þess
sem gegndi því embætti á um-
ræddum hremmingartímum
starfsmanna. Það hlýtur að vera
krafa starfsmanna sem hagsmuna
eiga að gæta í þessum efnum að
honum sé kynnt tilurð og staða
þessara mála án undanbragða.
Eða er þörf á því? Hann ætti að
þekkja málið þar sem einn af hans
nánustu samstarfsmönnum, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins
þá og nú, fór fremstur í flokki til
að níða á ódrengilegan hátt af
starfsmönnum Seðlabankans og
fleirum áunnin réttindi sem ekki
virðast njóta réttarverndar hér-
lendis, sbr. niðurstöður dómstóla.
Nú er að sjá hvort Lífeyrissjóði
bankamanna verði ágengt að ná
fram leiðréttingu mála í málaferl-
um gegn Landsbankanum, sem nú
standa yfir. Verði sú niðurstaðan
að engar bætur fáist má segja að
einkavæðingin hafi verið gerð á
kostnað okkar starfsmanna, sem
lögðu sig fram við að byggja upp
á óeigingjarnan hátt það samfélag
sem núverandi kynslóð tekur í arf.
In memoriam: Eftirlauna-
sjóður starfsmanna Lands-
banka og Seðlabanka Íslands
Sveinbjörn Hafliðason fjallar
um lífeyrisréttindi starfsmanna
Landsbanka Íslands og Seðla-
banka Íslands
’Nú er að sjá hvort Lífeyrissjóði banka-
manna verði ágengt að
ná fram leiðréttingu
mála í málaferlum gegn
Landsbankanum, sem
nú standa yfir.‘
Sveinbjörn Hafliðason
Höfundur er fv. aðallögfræðingur
Seðlabanka Íslands.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Fellsás - Frábært útsýni
Einbýlishús á miklum útsýnisstað í Mos-
fellsbæ. Húsið stendur ofarlega í Ása-
hverfinu. Húsið skiptist á þrjá palla og er
skipting sem hér segir, fimm svefnher-
bergi, þrjár stofur, eldhús, baðherbergi,
gestasnyrting, þvottahús og bílskúr.
V. 55,0 m. 5412
Leiðhamrar - Frábær staðsetning
Stórglæsilegt og vel skipulagt 281 fm
einbýlishús, staðsett innst í botnlanga á
frábærum útsýnisstað við óbyggt svæði.
Húsið er á tveimur hæðum með inn-
byggðum tvöföldum 61 fm bílskúr. Stór
afgirt verönd með heitum potti og svöl-
um meðfram húsinu. 4-5 svefnherbergi,
vandaðar innréttingar, háalofthæð og
stórar og bjartar stofur. V. 80,0 m. 5616
Kristnibraut
Glæsileg 3ja herb. íbúð á jarðhæð í litlu
fjölbýlishúsi í Grafarholti. 6 íbúðir eru í
stigagangi. Íbúðin skiptist þannig: Stofa,
eldhús, baðherbergi, tvö herbergi,
þvottahús og forstofa. Vönduð, björt og
vel umgengin íbúð í litlu fjölbýlishúsi á
besta stað í Grafarholtinu. V. 23,5 m.
4793
Skólabraut - Með glæsilegu útsýni
Falleg efri sérhæð og ris ásamt bílskúr.
Hæðin skiptist í forstofu, hol, stofu, 3
stór herbergi, eldhús, þvottahús og bað-
herbergi. Risið er eitt mjög stórt rými
með geymsluplássi undir súðinni.
V. 37 m. 5561
Freyjugata - Frábær staðsetning
Í einu af glæsilegu húsunum í Þingholt-
unum er til sölu 4ra herbergja miðhæð í
þríbýlishúsi. Eignin skiptist í gang, stofu,
borðstofu, eldhús, baðherbergi og tvö
herbergi. Geymsla undir stiga. Stór og
gróinn lóð með fallegum trjám. Falleg
eign. Sérbílastæði á lóð. V. 29,0 m. 5632
Öldugata
Falleg, björt 82 fm 4ra-5 herbergja ris-
íbúð með svölum og fallegu útsýni.
Eignin skiptist í gang, baðherbergi,
svefnherbergi, eldhús með borðkrók,
borðstofu og dagstofu, stórt herbergi
(voru áður tvö herbergi). Góð íbúð í
vesturbænum. V. 22,7 m. 5625
Frostafold - M. bílageymslu
3ja herb. 96 fm björt og falleg íbúð á 2.
hæð með sérinngang af svölum og stæði
í bílageymslu. Fallegt útsýni. V. 18,5 m.
5628
Bröndukvísl - Hús á einni hæð
Mjög fallegt 233,5 fm einlyft einbýlishús í
Kvíslunum í Árbænum með stórri og
grónni lóð. Eignin skiptist í forstofu,
snyrtingu, hol, stofu, betri stofu, eldhús,
geymslu, baðherbergi og fjögur herbergi.
Milliloft hjá holinu. Garðurinn er með
hellulagðri verönd, heitum potti og
sturtuaðstöðu. Garðurinn er afgirtur með
hárri girðingu. V. 48,0 m. 5538
Straumsalir - Glæsileg
Mjög 120 fm falleg íbúð á 1. hæð (jarð-
hæð). Íbúðin skiptist í: Forstofu,
barnaherb., stofur, sjónvarpshol,eldhús
með borðkrók, gangur, geymsla, þvotta-
herbergi innaf geymslu, barnaherb.,
hjónaherbergi og baðherbergi. Í sameign
er sameiginleg hjólageymsla. Stutt er í
alla helstu þjónustu. 5623
Bragagata
Glæsileg 2ja herbergja íbúð með sérinn-
gangi í Þingholtunum. Eignin skiptist í
hol, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi
og herbergi. Húsið er nýlega viðgert að
utan, þak yfirfarið og skipt um glugga og
gler. Rafmagn hefur verið endurnýjað.
Sérgeymsla í garði. Húsið lítur mjög vel
út að utan. 5554
Skýrsla stjórnar um starfsemi SPRON á árinu 2005.
Endurskoðaður ársreikningur SPRON fyrir árið 2005 lagður fram til
staðfestingar.
Tillaga um ársarð af stofnfé.
Tillaga um að nýta heimild í lögum til að auka stofnfé um 5% með ráðstöfun
hluta hagnaðar.
Tillaga til breytinga á samþykktum. Hún gerir ráð fyrir heimild til stjórnar til
hækkunar á stofnfé SPRON úr 2.172.000.000 kr. í allt að 5.000.000.000 kr.
og gildi í fimm ár. Þá verði nafnverð hvers hlutar ein króna eða það margfeldi
af einni krónu sem hver stofnfjáreigandi á, í stað 25.000 kr.
Kosning stjórnar.
Kosning endurskoðanda.
Ákvörðun stjórnarlauna.
Önnur mál.
Samkvæmt ákvæðum 23. gr. samþykkta SPRON skulu framboð til stjórnar
og varastjórnar tilkynnt stjórn eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn.
Kröfu um hlutbundna kosningu þarf að gera skriflega og hún að berast
stjórn eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn.
H
im
in
n
o
g
h
a
f / SÍA
Aðalfundur Sparisjóðs
Reykjavíkur og
nágrennis 2006
FUNDARBOÐ
Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis verður haldinn á Nordica-
hóteli við Suðurlandsbraut í Reykjavík,
mánudaginn 6. mars 2006 og hefst
hann kl. 16.30.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar
verða afhentir á fundarstað
í fundarbyrjun.
Reykjavík 23. febrúar 2006
Sparisjóðsstjórnin
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
Dagskrá