Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR
Heillandi. Vekjandi. Þaðeru orðin sem komafyrst upp í hugann þeg-ar horft er á Guyom og
Sabah dansa, en þau verða sér-
stakir gestir á árlegri dansveislu
Kramhússins á Nasa í kvöld, sem er
liður í Vetrarhátíð í Reykjavík. Þó
þau séu vissulega á mjög ólíkum
sviðum dansins, dansa þau bæði af
mikilli ástríðu og þekkingu. Hennar
sérsvið er magadansinn en hans er
„house“-dans, sem er einhverskon-
ar bræðingur af djass fönki, free-
style, hipp hoppi og breikdansi.
Dansinn kom með blóðinu
Guyom kemur frá Frakklandi en
hann er fæddur og uppalinn í Afr-
íku. „Dans er mér í blóð borinn, ég
byrjaði eiginlega að dansa í móð-
urkviði. Heima í Afríku dansa flest-
ir frá barnsaldri, það er partur af
lífinu þar. Þegar ég var unglingur
fór ég og afríski danshópurinn minn
til Frakklands og við unnum þar
stóra danskeppni og þá byrjaði
dansferill minn fyrir alvöru. Ég hef
sýnt dans um víða veröld síðan þá,
ýmist með hópum eða einsamall,“
segir Guyom sem leggur mikið upp
úr því að kynnast sem fjölbreytt-
ustum danshefðum og ólíkum lönd-
um og menningu, til að spinna inn í
dansinn sinn.
Dansar magadans í táskóm
Magadansmærin Rachel Kuhr
kemur frá Bandaríkjunum og notar
listamannsnafnið Sabah vegna þess
að þegar hún bjó í Egyptalandi þá
gat enginn borið nafnið hennar rétt
fram svo hún fékk þetta egypska
nafn sem merkir dögun. „Ég hef
dansað ballett frá því ég var pínu-
lítil en þegar ég var átján ára
meiddist ég og varð að taka mér hlé
frá ballettinum. Þá fór ég að velta
fyrir mér hverskonar dans ég gæti
dansað sem reyndi ekki eins mikið á
líkamann og magadansinn varð fyr-
ir valinu. Ég sé ekki eftir því, enda
er ég alveg heilluð af honum og ég
fór í dansskóla í eitt ár til Egypta-
lands til að læra magadans al-
mennilega og þar komst ég í dans-
hóp og fór með honum um heiminn
og dansaði í allskonar sýningum.
Ballettreynslan nýtist mér mjög vel
og ég dansa stundum magadans í
táskóm, sem er mín sérstaka út-
færsla. Magadansinn er svo frábær
að því leyti að það er hægt að
spinna sjálfur og gera sínar eigin
útfærslar.“
Gaman að kenna Íslendingum
Þau eru bæði gestakennarar í
Kramhúsinu um þessar mundir og
eru sammála um að íslenskir dans-
nemendur séu í uppáhaldi hjá þeim
af því þeir séu svo opnir fyrir því að
læra eitthvað nýtt og fljótir að til-
einka sér sporin. „Íslendingar hafa
góðan takt, eru einbeittir en líka
svo afslappaðir og gaman að kenna
þeim.“
Dansveislan á Nasa verður mikill
suðupottur og fyrir utan maga-
dansinn og housedansinn verður
sýndur afródans, þjóðdansar frá
Balkanskaga, bollywood og
flamenco og að sýningu lokinni
verður opið dansgólf.
Guyom og Sabah verða sann-
arlega þjóðnýtt á Vetrarhátíðinni
því áður en þau sýna í dansveislunni
munu þau dansa í gjörningnum
mikla sem opnunaratriðið mun
verða á Austurvelli og eins taka þau
þátt í Þjóðhátíð Alþjóðahússins á
sunnudag í Blómavalshúsinu.
VETRARHÁTÍÐ | Guyom og Sabah sveigja kroppinn í dansveislu á Nasa í kvöld
Munúð mjaðma og fettur fóta
Morgunblaðið/Ásdís
Íslenskir dansnemendur eru í uppáhaldi því þeir eru opnir fyrir því að læra eitthvað nýtt.
Dansveislan á Nasa hefst kl. 21
í kvöld.
Þeir sem hafa áhuga á að læra
eitthvað af Guyom og Sabah geta
kynnt sér tíma hjá þeim á
www.kramhusid.is
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
8$6 )%
H I + #
H
C12DEFFF&C
450 (
5
05 .5
161772
42 #
& #
1#
-$ & $
42
+
42#
7
$#
A&J&
I K
L# #%M
:
5#
$
(#
8 # *% 42 %
& A#N$
0
! #&3- &
F 3- &N $
8
$O #& N $
A- -
F%
$O& -
8
#
;D$0-
0 $0-
:0-$
$
8- ) %
8 -
<
$)
8$0
7 +#
& #%
0- %
/AF!%
744$O0 #0 %
P(##
)
%
5 #+
%
?
%(# &%
5#
QL(
- %
E +
)%
<)
)) + % %
A0*
% 2%
+#
%
4& %* %
8
&
6#%% +!
%
"
+%
;# L)).) #+
8!3!78
8 <48
57;
49
5
;4
59
<G;
;9
7G
G9
<45
79
44
9;
8G
G:
89
9:
7;
G8
4;7
G58
<:
45
;4
<9<
44
G;
4:
45
77
:7
<44
H:44
H478
<;9
G;7
9H4G8
)
<8:
57:
84
G
;8
G4
<G:
:4
7:
<4
<84
;4
74
9:
8<
G5
74
97
77
G4
4;7
G57
<5
4G
;8
<9
48
:<
45
4G
7;
:;
<G4
H<74
H478
<:4
G;;
9H:7
KRÓNAN er með lægra verð en
fram kom í verðkönnuninni sem birt-
ist í Morgunblaðinu í gær. Karfan í
Bónus kostar 10.517 krónur en ekki
4.277 krónur eins og kom fram í
blaðinu í gær og í Krónunni 10.938
krónur en ekki 4.660 krónur. Vöru-
karfan er því 3,8% ódýrari í Bónus en
Krónunni en ekki 8,2%.
Tvær skýringar eru á þessum mis-
mun. Samtalan í lok töflunnar var
ekki rétt og var því prósentumun-
urinn á vörukörfunni rangur. Þá var
ákveðið að taka út kanilsnúðana sem
voru með í könnuninni í gær. Snúð-
arnir sem fást í Krónunni og Bónus
eru frá sama framleiðanda, Pagen, en
pokarnir sem seldir eru nú í Krón-
unni innihalda 40 g meira en í Bónus.
Snúðarnir vega 260 g í Bónus og
kosta 137 krónur en 300 g í Krónunni
og kosta 199 krónur. Það hefur verið
vinnuregla í verðkönnunum Morg-
unblaðsins að taka einungis með
vörur í matvörukörfuna sem eru af
sömu stærð. Þessu til stuðnings má
benda á að Filipo Berio ólífuolía
fékkst t.d. í ólíkum stærðareiningum í
verslununum þegar könnunin var
gerð í fyrradag svo og morgunkornið
Special K og voru þessar vörur fyrir
bragðið þá ekki teknar með. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
VERÐKÖNNUN
Morgunblaðið/Ásdís
gudbjorg@mbl.is
Verðmunur á Bónus
og Krónunni er 3,8%
SÚKKULAÐI þykir mörgum mjög gott en það er þó ekki hollt frek-
ar en önnur sætindi. Sumir réttlæta þó súkkulaðiát með því að það
sé gott fyrir hjartað að því er sumar rannsóknir hafi sýnt fram á og
þá réttlætingu ætlar nú súkkulaðiframleiðandinn Mars Inc. að gera
að sinni, að því er m.a. kemur fram í Svenska Dagbladet.
Fyrirtækið framleiðir samnefnt súkkulaði og einnig Snickers
súkkulaðið, M&M kúlurnar, auk fleiri tegunda. Fyrirtækið hefur nú
sett á markað „heilsusamlegt“ súkkulaði sem á að vera gott fyrir
hjartað. Markhópurinn er neytendur sem hugsa um heilsuna en
vörunum hefur verið tekið misjafnlega af vísindamönnum sem telja
erfitt að sanna jákvæð áhrif súkkulaðis á heilsuna.
Keppinautur Mars, Hershey, hefur einnig lagt áherslu á hollustu
súkkulaðis og undirstrikar nú innihaldið í dökka súkkulaðinu sem
fyrirtækið framleiðir, þ. á m. andoxunarefnin, en þau er reyndar
einnig að finna í meira mæli í ávöxtum og grænmeti. Morgunblaðið/Ásdís
Hæpin hollusta
HEILSA