Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GunnþóraBjörgvinsdóttir fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 11. nóvember 1916. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 12. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru þau Björgvin Þor- steinsson kaupmað- ur á Búðum, f. 19. okt. 1889, d. 11. feb. 1964, og Oddný Sveinsdóttir húsmóðir, f. 3. okt. 1897, d. 2. ág. 1977. Gunnþóra var elst fjögurra systra. Hinar eru: Ragnheiður, f. 6. mars 1921, Valborg, f. 16. mars 1925, d. 1. feb. 1996, og Ása, f. 25. júlí 1928. Seinna ættleiddu foreldrar hennar tvö börn Ragnheiðar; Oddnýju, f. 1940, og Björgvin, f. 1945. Gunnþóra giftist 8. október 1938 Óskari Björnssyni fyrrver- andi deildarstjóra á Skattstofu Reykjavíkur, f. 19. apríl 1913 á Berunesi við Reyðarfjörð. d. 15. júlí 1995. Foreldrar hans voru Björn Oddsson, bóndi á Berunesi við Reyðarfjörð, f. 6. des. 1882, d. 31. maí 1961, og Guðlaug Þor- steinsdóttir húsmóðir, f. 29. jan. 1880, d. 18. sept. 1967. Hann var einn átta systkina, sem öll eru látin. Börn Gunnþóru og Óskars eru: 1) Edda, f. 1940, gift Hall- dóri Hannessyni, þau eiga sex börn; Gunnþóru f. 1963, Arnar Hannes, f. 1966, Jósef, f. 1969, Katrínu, f. 1972, Guðlaugu Ósk, f. 1974, og Jónu Björgu, f. 1974. 2) Iðunn, f. 1945, gift Hafsteini Hafliða- syni, þau eiga þrjár dætur; Ragnheiði Gróu, f. 1967, Gunnþóru, f. 1969, og Sigríði, f. 1977. 3) Oddný, f. 1948, gift Helga Guð- mundssyni, þau eiga tvo syni, Óskar, f. 1968, og Guðmund, f. 1975. 4) Óskar, f. 1952, kvæntur Ragnheiði Bald- ursdóttur, þau eiga þrjú börn; Sigríði Stefaníu, f. 1971, Óskar Björn, f. 1973, og Baldur Örn, f. 1980. Gunnþóra átti sín bernskuár á Fáskrúðsfirði en fór ung til Reykjavíkur þar sem hún gekk í Verslunarskólann og vann að námi loknu ýmis störf þar til hún gekk í hjónaband. Lengstan hluta starfsævi sinnar vann hún við saumaskap, fyrst á eigin vegum en síðar á saumastofunni Sólídó og loks á saumastofu Landakotsspítala. Gunnþóra var mikil hannyrðakona og eftir hana liggur fjöldi fallegra muna. Þau Óskar bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst í húsi sínu í Hvammsgerði 2. Útför Gunnþóru verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ég hafði komið mér upp hár- greiðslu og klæðnaði í takt við tím- ann, kom akandi á fjölskyldubílnum og reyndi auk þess að sýnast töff, en bæði orðið og hugtakið var nýtt á Ís- landi þá, en allt þetta taldi ég væn- legt til að ganga í augun á stúlkunni, sem ætlaði með mér á ball. En það var ekki hún, sem kom til móts við mig, heldur rauðhærð kona á miðjum aldri. Hún hafði hratt á hæli, brosti með öllu andlitinu og hafði prakkaralegt blik í augum. Yf- ir handlegg hennar hékk kjóll. Heyrðu, strákur, farðu með þennan kjól fyrir mig til kellingar inni í Langagerði. Þegar þú kemur aftur færðu pönnukökur í eldhúsinu, með- an ég rimpa saman kjólinn hennar Eddu. Röddin var dálítið hás, full af kátínu og glettni. Mér hvarf allur töffaraskapur fyrir lífstíð, gerði eins og mér var sagt og ekki löngu seinna komu þær mæðgur niður í eldhúsið, kjóllinn var tilbúinn. Þetta tók ótrúlega stuttan tíma, því seinna sögðust þær ennþá hafa verið að velta fyrir sér sniðinu, þegar ég kom. Ég hafði kynnst verðandi tengdamóður minni. Hún tók þess- um 17 ára strák strax eins og hún hefði beðið eftir að einmitt hann kæmi inn í fjölskylduna. Við urðum mestu mátar frá fyrstu kynnum og Gunnþóra varð einn minn besti vin- ur. Gunnþóra var fædd og upp alin á Fáskrúðsfirði, elst fjögurra systra. Faðir hennar, Björgvin, var um- svifamikill kaupmaður og athafna- maður, afar vel látinn, greiðvikinn og sífellt með spaugsyrði á vörum. Frá honum kann Gunnþóra að hafa erft sína listrænu æð, en Björgvin var ágætur myndlistarmaður. Móðir hennar, Oddný Sveinsdóttir var af alkunnu dugnaðar- og tónlistarfólki komin, hún stóð af miklum mynd- arskap fyrir heimilinu svo orð fór af. Alla bestu eiginleika foreldra sinna hafði Gunnþóra í vegarnesti, þegar hún fór til framhaldsnáms í Verzl- unarskólanum. Best gæti ég trúað að ýmsir piltarnir í Reykjavík hafi litið þessa fallegu og skemmtilegu stúlku að austan hýru auga. En hug- ur hennar og hjarta voru annars staðar. Þau Óskar Björnsson, pilt- urinn frá Berunesi í Reyðarfirði, voru, að ég held, lofuð hvort öðru allt frá blábernsku. Hann tók sitt framhaldsnám í Reykholti og síðan settust þau að í Reykjavík eins og svo margt ungt fólk af landsbyggð- inni á 4. áratugnum. Þau Gunnþóra og Óskar giftu sig árið 1938 heima hjá séra Bjarna, dómkirkjupresti, í Lækjargötunni, og gengu svo sam- an hönd í hönd út í sólskinið og áttu ekkert nema hvort annað og hófu síðan búskapinn í lítilli kjallaraíbúð í Vesturbænum. Þetta voru kreppu- tímar og fólk hafði lítið umleikis. Margir ættingjar og vinir að austan fluttu í bæinn, en það gat verið erfitt að fá atvinnu og húsnæði. Litla íbúð- in þeirra Gunnþóru og Óskars var samt aldrei svo lítil, að ekki væri pláss til að skjóta skjólshúsi yfir ættingja eða vini í vanda. Eldhús- gólfið var hvort sem er ekkert notað á nóttunni, svo ef þú vilt þá … Alltaf þessi sama rausn og gestrisni, hvort sem var af litlu eða stóru að taka. Heimilið varð líka snemma sam- komustaður þessa fólks og reyndar seinna allra mögulegra annarra. Meðan heimurinn barst á bana- spjót, bjuggu þau Óskar og Gunn- þóra sig undir æviveginn samferða framundan og loks, þegar börnin voru orðin fjögur, réðust þau í það stórvirki að byggja sér hús, voru meðal frumbýlinganna í Smáíbúða- hverfinu. Startkapítalið var ein skófla, bjartsýni og dugnaður. Sveitapilturinn og fyrrum vega- vinnumaðurinn Óskar kunni þar vel til verka en Gunnþóra fór að taka að sér saumaskap. Hún var einstaklega flink og smekkleg saumakona, auk þess að vera bæði fljót og vandvirk. Saumaskap stundaði hún meðfram húsmóðurstörfum í mörg ár, seinna vann hún við saumaskap utan heim- ilis. Í mörg ár hafði hún einnig um- sjón með fermingarkirtlum Grens- ássóknar, að gamni sínu, eins og hún sagði. Gamanið fólst í að þvo og strauja, máta, stytta, síkka og gera við og allt það annað, sem með þarf til að vel fari. Auk þess að sauma fatnað heklaði Gunnþóra af ótrú- legri snilld, langt fram á efri ár. Allir afkomendur skyldu sofa við rúm- fatnað með hekluðum bekk, gjarnan með upphafsstöfum sínum. Einnig heklaði hún stórar myndir, glugga- prýði, allt var þetta handverk henn- ar hreinustu listaverk, enda lék allt í höndum hennar. Þegar ég kynntist fjölskyldunni, voru elstu dæturnar á unglingsaldri og mikill gestagangur, bæði af því krakka- og unglingastóði, sem börn- unum fylgdi, en einnig af vinum þeirra hjóna og ættingjum. Það fór ekki fram hjá neinum, sem þarna kom, að auk barnanna voru bæði ást og hamingja til heimilis hjá Gunn- þóru og Óskari. Gunnþóra hafði glatt, skemmtilegt og dálítið stríðið viðmót, græskulaust gaman í dags- ins önn. Gestrisni og rausn voru henni í blóð borin. Enda dróst fólk að heimilinu, fólki leið vel með þeim Óskari og Gunnþóru. Fyrrum skóla- félagar barnanna komu þangað í heimsókn, þótt gamli skólafélaginn væri fluttur að heiman og víðs fjarri. Óskar var á yfirborðinu þyngri á bárunni, en gamla æskuástin hans gat samt fengið hann til að taka snúning við dansmúsíkina í útvarp- inu, ef hún vildi. Og stundum gátu þau hagað sér eins og krakkar, sem fá skyndilega hugdettu, á kolómögu- legum tíma. Breyta uppröðuninni á mublunum í stofunni upp úr mið- nætti, nú eða bara að skipta um lit á veggjunum, líka eftir miðnætti. Þau voru einhverjir mestu vökugaurar, sem ég hef kynnst. Óskar fór oft að vinna í garðinum seint á kvöldin eft- ir svo langan vinnudag, að nú á tím- um bryti það í bága við lög. Gunn- þóra lá heldur ekki á liði sínu, hún sat kannski við að sauma, klára eitt- hvað, áður en hún kom svo út í beðin til Óskars. Var þá kannski líka með kaffi og nýbakaðar vöfflur, sem þau gæddu sér á úti í garðinum. Var klukkan orðin tvö, eða meira? Það getur vel verið, en hvenær spyr ást- fangið fólk hvað klukkan sé orðin, þegar það vill vera saman? Þegar þau eignuðust bíl, þá komin um fimmtugt, urðu þau eins og ungviði á vori. Með tjald, svefnpoka og prím- us var farið um landið þvert og endi- langt. Við brostum stundum að því, börnin og tengdabörnin, að aldrei var Gunnþóra í gallabuxum, síðbux- um, hvað þá heldur sportgalla í þessum ferðum. Um það voru þau hjónin alveg sammála. Gunnþóra hafði gaman af tónlist og lék sjálf á píanó. Hún var mjög smekkvís á tónlist og mér er nær að halda að góður vinur þeirra hjóna, Sigfús Halldórsson, tónskáld, sem oft kom á heimilið, hafi stundum prufukeyrt nýju lögin sín þar til að heyra og sjá viðbrögð Gunnþóru, hafi treyst dómgreind hennar. Gunnþóra hafði einstakt lag á að láta fólki líða vel nálægt sér. Það átti til dæmis aldrei neinn í stórfjöl- skyldunni svo ómerkilegt afmæli að Gunnþóra myndi ekki eftir því. Ef þetta var einhver á heimilinu, þá var a.m.k. smá tilhald í mat, afmælis- kaffi og einhver gjöf. Sama var, ef einhver átti einhverju að fagna, það þurfti ekki endilega að vera svo mik- ið eða merkilegt, en sá var látinn fá þá notalegu tilfinningu að hann ætti daginn eins og stundum er sagt. Öll- um þykir vænt um þetta og það vissi Gunnþóra. Þetta var hluti af þeirri rausn og myndarskap, sem ein- kenndi Gunnþóru alla tíð. Barna- börnin gerðu stundum góðlátlegt grín að ofrausn hennar í mat og drykk, þegar þau heimsóttu hana, en samt fannst þeim svo gott að láta ömmu dekra við sig. Já, og nú hefur amma Gunn, eins og barnabörnin kölluðu hana, kvatt. Hún var búin með lífið sitt, segir yngsta kynslóðin í fjölskyldunni. Stuttu eftir að Óskar dó, fyrir 11 ár- um, fór heilsan að gefa sig, en fram eftir öllum aldri var Gunnþóra mjög heilsuhraust. Hún fékk nokkur áföll en stóð jafnan upp aftur, þótt bæði sjón og heyrn væru farin að gefa sig. En uppgjöf var ekki til í orðasafni Gunnþóru og hún vissi að líklegast yrðu áföllin fleiri en það fyrsta. Hún skipulagði allt mjög nákvæmlega í kringum sig. Hver hlutur átti sinn stað og hver hlutur var hafður á sín- um stað. Dætur og tengdadóttir tóku sína helgina hver til að aðstoða Gunnþóru heima fyrir. Byrjað var á að fara með henni í verslunarferð, þar sem allt, sem kaupa átti var fyr- ir fram ákveðið. Eins var um annað, allt var þrautskipulagt. Þótt sjónin væri orðin döpur, sást það varla á hreyfingum hennar heima fyrir. Á þennan hátt gat hún búið í sinni eig- in íbúð allt til æviloka. Svo kom þetta seinasta áfall rétt fyrir ára- mót. Allt til dauðadags barðist hún hetjulega fyrir því að ná heilsu á ný. En nú var ekki stætt lengur. Það GUNNÞÓRA BJÖRGVINSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN ÞORVALDSSON, Skagfirðingabraut 49, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstu- daginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardag- inn 25. febrúar kl. 14.00. Guðrún Þrúður Vagnsdóttir, Þorvaldur Leifur Hreinsson, Liz Hreinsson, Birgir Örn Hreinsson, Auður Sigríður Hreinsdóttir, Bjarni Már Bjarnason, Halldís Hulda Hreinsdóttir, Rúnar Þór Jónsson, Friðrik Hreinn Hreinsson, Ástrós Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Bróðir minn, PÁLL K. TÓMASSON, er látinn. Gréta Tómasdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLI VIKTORSSON (OLE WILLESEN) garðyrkjumaður, Æsufelli 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landakots mánudagskvöldið 20. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Hrefna Gunnlaugsdóttir, Valbjörk Ösp Óladóttir, Magnús Gauti Hauksson, Dagbjartur Eiður Ólason, Erla Inga Hilmarsdóttir, Viktor Ólason, Inga Eiríksdóttir, Sigurður Axel Ólason, Carlotta Tate Ólason og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN M. LOFTSSON, Drápuhlíð 42, Reykjavík, lést þriðjudaginn 21. febrúar. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 6. mars kl. 13.00. Kristín Þ. Jónsdóttir, Jón Loftur Björnsson, Guðni Björnsson, Helena Hákonardóttir, Yngvi Björnsson, Guðrún A. Sigurðardóttir, Daníel B. Yngvason. Okkar ástkæri ÓMAR STEINDÓRSSON, Ægissíðu 15, Grenivík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 21. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra ástvina, Marsibil Kristjánsdóttir, Regína Sigrún Ómarsdóttir, Jósep Grímsson, Valgerður Ósk Ómarsdóttir, Óli Grétar Skarphéðinsson, Ellen Ósk Ingvarsdóttir, Þorgeir Ingvarsson, Ómar Már Ólason, Sigrún Ragnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.