Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Króatía Frá 45.895kr. frá 45.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjónmeð 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða sept. Diamant íbúðahótelið. Heitasti staðurinn í fyrra. Brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Bókaðu núna á www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 20 62 5 MATAR- og skemmtihátíðin Food & fun hófst með formlegum hætti þeg- ar Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, og Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra, skáru sér bita af tveggja metra langri ostaköku, sem bökuð var í tilefni af hátíðinni, á Hót- el Nordica í gærdag. Voru þar saman komnir þeir tólf erlendu mat- reiðslumeistarar, sem elda munu á jafnmörgum stöðum meðan á hátíð- inni stendur, auk íslenskra starfs- bræðra. Landbúnaðarráðherra kvaddi sér hljóðs við setninguna og lofaði ein- stakt samstarf Icelandair og íslensks landbúnaðar. Ráðherra sagði að nú væri gaman að borða í höfuðborginni sem ilma mun af góðri matarlykt meistarakokkanna: „Á bakvið hátíð- ina er svo Ísland sem er að verða við- urkennt matvælaland af bestu kokk- um heimsins. Eyjan milli Ameríku og Evrópu sem vekur svo mikla at- hygli sem raun ber vitni.“ Baldvin Jónsson, einn aðstand- enda hátíðarinnar, segist gera ráð fyrir að allt að tuttugu þúsund manns muni geta nýtt sér tækifærið í ár, en margir þurftu frá að hverfa í fyrra. Hann segir að uppselt sé á flestum stöðum á föstudag og laug- ardag, og mikið sé bókað í dag og á sunnudag. Hátíðin er liður í markaðsstarfi Icelandair en með henni er stefnt að því að kynni gæði íslenskra matvæla og veitingamennsku á nýstárlegan hátt. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að það sé trú fyr- irtækisins að hún muni skapa eftir- spurn frá ferðamönnum sem vilja ferðast hingað og prófa íslenska matargerð. Matar- og skemmtihátíðin Food & fun hófst formlega í gær Reykjavík ilmar af mat- arlykt meistarakokka Morgunblaðið/ÞÖK Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, og Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra opnuðu matar- og skemmtihátíðina með formlegum hætti. Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞRÁTT fyrir að aðeins tólf veit- ingastaðir bjóði upp á eiginlega Food & fun-hátíðarmatseðla hafa veitingamenn á fleiri stöðum sett saman sérstaka matseðla sem boðið verður upp á um helgina, í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík eða aðeins til að fá sinn bita af sneiðinni, en talið er að á milli fjórtán og sextán þúsund manns hafi farið út að borða á þeim fjórum dögum sem hátíðin stóð yfir á síðasta ári. Einn þeirra er Tveir fiskar við Geirsgötu, sem tók þátt í Food & fun í fyrra. Þar verður boðið upp á fjögurra rétta máltíð – aðeins úr ís- lensku hráefni – á 4.900 krónur ásamt því að tilboð verður á völdum vínum. Gissur Guðmundsson, veit- ingamaður á Tveim fiskum og for- seti Klúbbs matreiðslumanna á Ís- landi, segir hátíðina vera frábæra hvatningu fyrir fólk að fara út að borða og njóta þess sem veitinga- húsin hafa upp á að bjóða. Hann myndi hins vegar vilja sjá annað fyrirkomulag á hátíðinni þannig að allir veitingastaðir gætu verið með. „Ég hefði viljað sjá menn hugsa þetta eins og Eat & joy-hátíðina í Finnlandi þar sem mun fleiri staðir fá að vera með. Hátíðin hér mætti vera opnari og ekki ætti að vera á hendi örfárra manna að ákveða hvaða veitingastaðir fá að taka þátt,“ segir Gissur sem staddur er í Istanbúl í Tyrklandi að dæma mat- reiðslukeppni. Gissur segir það gott framtak að veitingastaðir séu farnir að bjóða upp á sérstaka matseðla þrátt fyrir að þeir séu ekki innan hátíðarinnar. Það kosti ekkert aukalega og yfir- leitt er nóg að gera á flestum veit- ingastöðum þrátt fyrir að þeir séu ekki með erlenda gestakokka. Tilboð í tilefni Vetrarhátíðar FORSVARSMENN Samtaka sunnlenskra sveit- arfélaga kynntu í gær skýrslu og niðurstöður nefndar um stóriðju á Suðurlandi en í henni kemur fram einróma álit nefndarinnar um að Suðurland uppfylli öll þau helstu skilyrði sem svæði fyrir stóriðju þarf að uppfylla. Nefnd þessi var sett saman í kjölfar fundar um möguleika Þorlákshafn- ar sem haldinn var á vegum sveitarfélagsins Ölf- uss og Atvinnuþróunarsjóðs haustið 2004 en meg- inmarkmiðið var að koma Suðurlandi á kortið sem raunhæfum valmöguleika til uppbyggingar orku- freks iðnaðar ásamt því að kanna möguleika upp- byggingar stórskipahafnar í Þorlákshöfn. Stórskipahöfn mikilvæg Kjartan Ólafsson, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður nefndarinnar, sagði að aðilar á Suð- urlandi hefðu lengi haft áhuga á því að nýta þá orku sem væri framleidd á svæðinu en um 70% raforku landsins eru framleidd þar. Ljóst hefur verið um skeið að hafnaraðstaðan á svæðinu væri því til fyrirstöðu að uppbygging á orkufrekum iðn- aði gæti orðið að veruleika. Því hefði nefndin gert líkan af stórskipahöfn sem Siglingastofnun hefur hannað og gera áætlanir ráð fyrir að höfnin kosti á milli 4 og 5 milljarða króna. Kjartan benti einnig á að nálægðin við orkuver- in væri mikill kostur því að þá yrði orkutap mun minna en þegar orkan væri flutt lengra að. Auk þess sagði Kjartan að sveitarfélagið væri vel í stakk búið til að taka á móti slíkri stóriðju. Það hefði yfir að ráða miklu landsvæði fyrir verksmiðj- ur sem og fyrir uppbyggingu á íbúðarsvæðum. Einnig benti hann á að vinnuafl væri nægt í Ölfusi og nærliggjandi sveitarfélögum. Stutt væri í alla þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og með tilkomu Suðurstrandarvegar myndi leiðin til Keflavíkur- flugvallar styttast til muna. Fram kom að með stækkun hafnarinnar gæti hún reynst góður kost- ur fyrir fragtflutninga en Faxaflóahafnir ráðgera að byggja upp framtíðarsvæði sitt á Grundar- tanga. Stytting siglingaleiðarinnar frá Evrópu gæti reynst flutningsaðilum vel auk þess sem möguleikar á ferjusiglingum á milli Þorlákshafnar og Skotlands væru mjög spennandi. En ný stór- skipahöfn yrði ekki byggð nema næg verkefni yrðu til staðar og því væri leitað leiða til að laða að starfsemi. Spurður hvort ekki væri úr takti að kynna svæðið sem fýsilegan kost fyrir stóriðju, þegar ný- legar kannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti álverum sem og nokkrir af forsvars- mönnum atvinnulífsins, sagði Kjartan að nefndin hefði ekki rætt sérstaklega um álver sem slík heldur orkufrekan iðnað og stóriðju og það hefði ekki verið skilgreint nánar. Því væri hvorki sveitarfélagið né Suðurland að blanda sér í kapphlaup um álver, þó svo að vissu- lega kæmi það til greina. Segja Ölfus fýsilegan kost fyrir orkufrekan iðnað Morgunblaðið/RAX Þeir kynntu skýrsluna, frá vinstri: Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, Kjartan Ólafsson, al- þingismaður og formaður stóriðjunefndar, og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is ÆÐARDÚNN er sótthreinsaður við yfir 100°C í langan tíma í hreins- unarferlinu og því engin hætta á að fuglaflensuveiran leynist í honum, berist hún hingað til lands. Jónas Helgason, formaður Æðarrækt- arfélags Íslands, segir æðarbændur lítið hafa rætt hættuna á fugla- flensufaraldri í fuglum á Íslandi og segir erfitt að spá fyrir um hvort fuglaflensan gæti haft áhrif á sölu á æðardúni. „Í sjálfu sér er óskaplega lítið sem við getum gert. Æðarfuglinn er fuglastofn sem er staðbundinn hér við land. Svo koma farfuglarnir í vor en það er ekkert sem við get- um gert. Þetta er hlutur sem nátt- úran verður að sjá um.“ Æðardúnninn sótthreinsaður VERÐ á greiðslumarki mjólkur hefur lækkað um 20% á síðustu átta mánuðum þegar það var í hámarki. Verðið lækkaði mest í síðasta mánuði eða um 8%. Verð á mjólk- urkvóta hækkaði mjög mikið á síð- asta verðlagsári, fór úr 263 kr/l í 405 kr/l. Síðan hefur verðið verið að þokast niður á við, mest þó í jan- úar. Nú er kvótinn seldur á 323 kr/l samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Verðið er þó enn hærra en það var fyrir einu ári þegar kvóti kostaði 315 kr/l. Viðskipti með kvóta eru heldur meiri það sem af er þessu verðlags- ári, sem hófst 1. september, en á sama tíma í fyrra. Verð á mjólkur- kvóta lækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.