Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 2

Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 2
2 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MARGIR FÁ NEITUN Vinnumálastofnun hefur á síðustu fimm mánuðum hafnað um 350 um- sóknum um atvinnuleyfi. Nær allar umsóknir eru frá fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá hafa félagsmálaráðuneytinu bor- ist 55 kærur á síðustu mánuðum frá fólki sem sættir sig ekki við nið- urstöðu Vinnumálastofnunar. Finnur ekki loðnu Rannsóknarskip Hafrann- sóknastofnunar Árni Friðriksson hefur ekki fundið neina loðnu við Vesturland eða á Vestfjarðamiðum, en skipið hefur þar verið að leita að hugsanlegri vestangöngu. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir óábyrgt að mæla með auknum kvóta við þessar aðstæður. Jákvæð gengisþróun Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra segir lækkun á gengi krón- unnar jákvæða og hún muni hjálpa íslenska fjármálamarkaðnum að ná jafnvægi. Hann sagði þetta í samtali við fréttaritstjóra Financial Times. Halldór hefur ekki trú á að gengis- fallið gangi til baka. Smit í kalkúnum Fuglaflensa er komin upp í kalkúnabúi í Frakklandi en ekki verður ljóst fyrr en í dag hvort um er að ræða það afbrigðið, H5N1, sem er hættulegt mönnum. Engu að síð- ur er þetta mikið áfall en búið var innan svokallaðs öryggissvæðis. Getur þetta haft veruleg áhrif á varnarbúnaðinn og ekki síst vegna þess, að kalkúnarnir voru hafðir inn- anhúss. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 39 Fréttaskýring 8 Minningar 44/47 Úr verinu 14 Kirkjustarf 48/49 Viðskipti 18 Skák 53 Erlent 20 Myndasögur 54 Minn staður 24 Dagbók 54/57 Akureyri 25 Víkverji 54 Árborg 26 Staður og stund 56 Landið 27 Velvakandi 55 Daglegt líf 28/31 Bíó 62/65 Menning 32, 58/65 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 32 Staksteinar 67 Umræðan 36/40 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                   „ÉG er náttúrlega sleginn. Starfs- frami minn er í uppnámi enda kynnti ég nautið fyrir þjóðinni sem þarfasta þarfanautið. Þó hef ég ekki fundið fyrir reiði hjá þjóðinni heldur hef ég fengið talsvert af upphringingum þar sem fólk vott- ar mér samúð sína,“ segir Gísli Einarsson fréttamaður á Vestur- landi um snögg endalok nautsins Elds frá Laugabóli sem var fellt nýlega í Húsdýragarðinum vegna óláta og illsku. Nautið var útnefnt þarfanaut Húsdýragarðsins í Kastljósi síðast- liðið haust en geðslag þess var með þeim hætti að gestum Hús- dýragarðsins stafaði sífellt meiri hætta af skepnunni eftir því sem hún efldist. Aldrei reyndist unnt að hleypa nautinu í nálægð við gesti Húsdýragarðsins af þessum sök- um. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig persónulega,“ áréttar Gísli. „Þetta er hið versta mál því þetta gat maður ekki séð fyrir. Á hinn bóginn var ekki um annað að ræða en fella nautið úr því það var eins og naut í flagi. Fordæmin eru til staðar, hvað kom ekki fyrir Herra Ísland? Hann var felldur. Þá er Bachelorinn skilinn og þetta segir allt sína sögu um raunveruleika- þætti og fegurðarsamkeppnir. Það er svo mikil hætta á að menn of- metnist af frægðinni og ég held að það hafi hent hann Eld. Hann fyllt- ist hroka og frægðin steig honum til höfuðs. En svona er lífið.“ Því má svo bæta við að sam- kvæmt upplýsingum Húsdýra- garðsins verður nú traustið sett á heimaalinn kálf til að verða þarf- asta nautið en þar er um að ræða 25. afkvæmi nautsins Guttorms sál- uga sem fæddist í Húsdýragarð- inum. Guttormur var sem kunnugt er annálað gæðablóð og bundnar eru vonir við að góða skapið erfist til sonarins. Gísli Einarsson sleginn yfir endalokum þarfasta nautsins en hefur skýringar á málinu Morgunblaðið/Ómar Bolinn Eldur átti sínar góðu stundir en honum var samt aldrei treystandi til að standa utan stíunnar þegar gestir Húsdýragarðsins voru á ferli. Morgunblaðið/Golli Gísli Einarsson: „Sleginn, en svona er lífið.“ „Ofmetn- aðist af frægðinni“ SAMÞYKKT var á fundi ríkisstjórn- arinnar í gær að hefja undirbúning þess að styrkja fólk sem ættleiðir börn frá útlöndum frá og með næstu áramótum. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra kynnti málið á fundinum og fór yfir það hvernig þessum málum er háttað annars staðar á Norðurlönd- unum, en þau styrkja öll kjörforeldra vegna þessa með nokkuð mismunandi hætti, en styrkirnir eru á bilinu frá tæpum 200 þúsund kr. og upp í um 500 þúsund eftir löndum. Árni sagði að samkvæmt þeim upp- lýsingum sem hann hefði aflað sér gæti kostnaður vegna ættleiðingar barns frá útlönd- um farið upp í rúma eina milljón króna. Samstaða hefði verið um það í ríkisstjórninni að það væri réttlæt- ismál að koma að stuðningi við þennan hóp, eins og raunverulega væri gert vegna fæðinga og tækni- frjóvgana. Nú yrði farið í að móta reglur í þessum efnum og niðurstaðan myndi birtast í fjárlagafrumvarpi næsta árs og í sérstökum reglum um þessa aðstoð. Ekki lægi fyrir að svo komnu hversu mikill þessi stuðningur yrði, en honum fyndist sjálfum eðli- legt að styrkurinn næmi einhverju til- teknu hlutfalli af sannanlegum kostn- aði að tilteknu hámarki. Fram kom að um 20 pör hafi að meðaltali ættleitt barn á ári sé litið til síðustu tíu ára, en ekki væri ólíklegt að þessi hópur ætti eftir að stækka eitthvað næstu árin. Þingsályktunartillaga Þingsályktunartillaga frá Guðrúnu Ögmundsdóttur, þingmanni Samfylk- ingarinnar, sama efnis, þ.e. um styrki til handa foreldrum barna sem ætt- leiða frá útlöndum, liggur fyrir Al- þingi. Er þar lagt til að Trygginga- stofnun ríkisins hafi milligöngu um greiðslu styrkjanna, eins og um ann- an kostnað við meðgöngu og fæðingu sé að ræða, og sjái jafnframt um nán- ari útfærslu á styrkjum þessum. Styrkir vegna ætt- leiðinga samþykktir Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Árni Magnússon MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur ákveðið að fella niður samræmd stúdentspróf í framhaldsskóla í nú- verandi mynd. Í frétt frá ráðuneyt- inu kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra stefni að því að leggja á vorþingi fram frumvarp sem fella myndi þau úr gildi. Er þessi ákvörðun tekin í framhaldi af þeirri niðurstöðu starfs- hóps um námsmat á framhaldsskóla- stigi sem var sammála um að leggja bæri af núverandi fyrirkomulag samræmdra prófa eins og þau hafa tíðkast undanfarin tvö ár. Í frétt menntamálaráðuneytisins kemur fram að ýmsir annmarkar hafi komið fram á framkvæmd sam- ræmdra stúd- entsprófa vorið 2005, m.a. að nemendur hafi séð lítinn tilgang með prófunum, lítil merki hafi sést um að skólar á háskólastigi hafi kallað eftir því að nemendur hefðu lokið slíkum prófum og að þau hentuðu misvel einstökum nemendum og ólíkum skólum. Starfshópurinn leggur einnig til að kannaður verði möguleiki á að tekin verði upp einstaklingsmiðuð tölvuvædd könnunarpróf. Þau gefi möguleika á að koma til móts við þarfir einstakra nemenda og skóla ásamt því að geta nýst viðtökuskól- um og fræðsluyfirvöldum. Þá kemur fram í frétt mennta- málaráðuneytisins að samhliða því að samræmdu stúdentsprófin verði felld niður verði unnið að framhaldi málsins í tengslum við tíu punkta samkomulag menntamálaráðuneyt- isins og Kennarasambands Íslands um bætt skólakerfi og væntanlega heildarendurskoðun á lögum um framhaldsskóla. Samræmd stúdents- próf verða felld niður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir STÚLKAN sem lést eftir bíl- slys á Bæjarbraut í Garðabæ 15. febrúar sl. hét Halla Mar- grét Ásgeirsdóttir, til heimilis að Hólmatúni 24 á Álftanesi. Hún var fædd 20. október 1990, dóttir hjónanna Ásgeirs Þórs Ingasonar og Margrétar Elínar Þórðardóttur. Halla Margrét var nemandi í 10. bekk Garða- skóla í Garðabæ. Nemendur skólans, ættingjar og vinir, minntust hennar á kyrrðar- stund í Vídalínskirkju í gær- kvöldi. Lést eftir bílslys á Bæjarbraut HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað tvo Litháa í áfram- haldandi gæsluvarðhald vegna rann- sóknar lögreglunnar í Reykjavík á tilraun til smygls á amfetamínvökva á flöskum til landsins hinn 4. febr- úar. Annar sakborninganna situr í gæslu til 7. apríl en hinn til 2. mars. Að auki hefur þriðji Litháinn, sem talinn er tengjast málinu, verið úr- skurðaður í farbann til 24. mars. Gæsluvarð- hald framlengt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.