Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MARGIR FÁ NEITUN Vinnumálastofnun hefur á síðustu fimm mánuðum hafnað um 350 um- sóknum um atvinnuleyfi. Nær allar umsóknir eru frá fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá hafa félagsmálaráðuneytinu bor- ist 55 kærur á síðustu mánuðum frá fólki sem sættir sig ekki við nið- urstöðu Vinnumálastofnunar. Finnur ekki loðnu Rannsóknarskip Hafrann- sóknastofnunar Árni Friðriksson hefur ekki fundið neina loðnu við Vesturland eða á Vestfjarðamiðum, en skipið hefur þar verið að leita að hugsanlegri vestangöngu. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir óábyrgt að mæla með auknum kvóta við þessar aðstæður. Jákvæð gengisþróun Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra segir lækkun á gengi krón- unnar jákvæða og hún muni hjálpa íslenska fjármálamarkaðnum að ná jafnvægi. Hann sagði þetta í samtali við fréttaritstjóra Financial Times. Halldór hefur ekki trú á að gengis- fallið gangi til baka. Smit í kalkúnum Fuglaflensa er komin upp í kalkúnabúi í Frakklandi en ekki verður ljóst fyrr en í dag hvort um er að ræða það afbrigðið, H5N1, sem er hættulegt mönnum. Engu að síð- ur er þetta mikið áfall en búið var innan svokallaðs öryggissvæðis. Getur þetta haft veruleg áhrif á varnarbúnaðinn og ekki síst vegna þess, að kalkúnarnir voru hafðir inn- anhúss. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 39 Fréttaskýring 8 Minningar 44/47 Úr verinu 14 Kirkjustarf 48/49 Viðskipti 18 Skák 53 Erlent 20 Myndasögur 54 Minn staður 24 Dagbók 54/57 Akureyri 25 Víkverji 54 Árborg 26 Staður og stund 56 Landið 27 Velvakandi 55 Daglegt líf 28/31 Bíó 62/65 Menning 32, 58/65 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 32 Staksteinar 67 Umræðan 36/40 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                   „ÉG er náttúrlega sleginn. Starfs- frami minn er í uppnámi enda kynnti ég nautið fyrir þjóðinni sem þarfasta þarfanautið. Þó hef ég ekki fundið fyrir reiði hjá þjóðinni heldur hef ég fengið talsvert af upphringingum þar sem fólk vott- ar mér samúð sína,“ segir Gísli Einarsson fréttamaður á Vestur- landi um snögg endalok nautsins Elds frá Laugabóli sem var fellt nýlega í Húsdýragarðinum vegna óláta og illsku. Nautið var útnefnt þarfanaut Húsdýragarðsins í Kastljósi síðast- liðið haust en geðslag þess var með þeim hætti að gestum Hús- dýragarðsins stafaði sífellt meiri hætta af skepnunni eftir því sem hún efldist. Aldrei reyndist unnt að hleypa nautinu í nálægð við gesti Húsdýragarðsins af þessum sök- um. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig persónulega,“ áréttar Gísli. „Þetta er hið versta mál því þetta gat maður ekki séð fyrir. Á hinn bóginn var ekki um annað að ræða en fella nautið úr því það var eins og naut í flagi. Fordæmin eru til staðar, hvað kom ekki fyrir Herra Ísland? Hann var felldur. Þá er Bachelorinn skilinn og þetta segir allt sína sögu um raunveruleika- þætti og fegurðarsamkeppnir. Það er svo mikil hætta á að menn of- metnist af frægðinni og ég held að það hafi hent hann Eld. Hann fyllt- ist hroka og frægðin steig honum til höfuðs. En svona er lífið.“ Því má svo bæta við að sam- kvæmt upplýsingum Húsdýra- garðsins verður nú traustið sett á heimaalinn kálf til að verða þarf- asta nautið en þar er um að ræða 25. afkvæmi nautsins Guttorms sál- uga sem fæddist í Húsdýragarð- inum. Guttormur var sem kunnugt er annálað gæðablóð og bundnar eru vonir við að góða skapið erfist til sonarins. Gísli Einarsson sleginn yfir endalokum þarfasta nautsins en hefur skýringar á málinu Morgunblaðið/Ómar Bolinn Eldur átti sínar góðu stundir en honum var samt aldrei treystandi til að standa utan stíunnar þegar gestir Húsdýragarðsins voru á ferli. Morgunblaðið/Golli Gísli Einarsson: „Sleginn, en svona er lífið.“ „Ofmetn- aðist af frægðinni“ SAMÞYKKT var á fundi ríkisstjórn- arinnar í gær að hefja undirbúning þess að styrkja fólk sem ættleiðir börn frá útlöndum frá og með næstu áramótum. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra kynnti málið á fundinum og fór yfir það hvernig þessum málum er háttað annars staðar á Norðurlönd- unum, en þau styrkja öll kjörforeldra vegna þessa með nokkuð mismunandi hætti, en styrkirnir eru á bilinu frá tæpum 200 þúsund kr. og upp í um 500 þúsund eftir löndum. Árni sagði að samkvæmt þeim upp- lýsingum sem hann hefði aflað sér gæti kostnaður vegna ættleiðingar barns frá útlönd- um farið upp í rúma eina milljón króna. Samstaða hefði verið um það í ríkisstjórninni að það væri réttlæt- ismál að koma að stuðningi við þennan hóp, eins og raunverulega væri gert vegna fæðinga og tækni- frjóvgana. Nú yrði farið í að móta reglur í þessum efnum og niðurstaðan myndi birtast í fjárlagafrumvarpi næsta árs og í sérstökum reglum um þessa aðstoð. Ekki lægi fyrir að svo komnu hversu mikill þessi stuðningur yrði, en honum fyndist sjálfum eðli- legt að styrkurinn næmi einhverju til- teknu hlutfalli af sannanlegum kostn- aði að tilteknu hámarki. Fram kom að um 20 pör hafi að meðaltali ættleitt barn á ári sé litið til síðustu tíu ára, en ekki væri ólíklegt að þessi hópur ætti eftir að stækka eitthvað næstu árin. Þingsályktunartillaga Þingsályktunartillaga frá Guðrúnu Ögmundsdóttur, þingmanni Samfylk- ingarinnar, sama efnis, þ.e. um styrki til handa foreldrum barna sem ætt- leiða frá útlöndum, liggur fyrir Al- þingi. Er þar lagt til að Trygginga- stofnun ríkisins hafi milligöngu um greiðslu styrkjanna, eins og um ann- an kostnað við meðgöngu og fæðingu sé að ræða, og sjái jafnframt um nán- ari útfærslu á styrkjum þessum. Styrkir vegna ætt- leiðinga samþykktir Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Árni Magnússon MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur ákveðið að fella niður samræmd stúdentspróf í framhaldsskóla í nú- verandi mynd. Í frétt frá ráðuneyt- inu kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra stefni að því að leggja á vorþingi fram frumvarp sem fella myndi þau úr gildi. Er þessi ákvörðun tekin í framhaldi af þeirri niðurstöðu starfs- hóps um námsmat á framhaldsskóla- stigi sem var sammála um að leggja bæri af núverandi fyrirkomulag samræmdra prófa eins og þau hafa tíðkast undanfarin tvö ár. Í frétt menntamálaráðuneytisins kemur fram að ýmsir annmarkar hafi komið fram á framkvæmd sam- ræmdra stúd- entsprófa vorið 2005, m.a. að nemendur hafi séð lítinn tilgang með prófunum, lítil merki hafi sést um að skólar á háskólastigi hafi kallað eftir því að nemendur hefðu lokið slíkum prófum og að þau hentuðu misvel einstökum nemendum og ólíkum skólum. Starfshópurinn leggur einnig til að kannaður verði möguleiki á að tekin verði upp einstaklingsmiðuð tölvuvædd könnunarpróf. Þau gefi möguleika á að koma til móts við þarfir einstakra nemenda og skóla ásamt því að geta nýst viðtökuskól- um og fræðsluyfirvöldum. Þá kemur fram í frétt mennta- málaráðuneytisins að samhliða því að samræmdu stúdentsprófin verði felld niður verði unnið að framhaldi málsins í tengslum við tíu punkta samkomulag menntamálaráðuneyt- isins og Kennarasambands Íslands um bætt skólakerfi og væntanlega heildarendurskoðun á lögum um framhaldsskóla. Samræmd stúdents- próf verða felld niður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir STÚLKAN sem lést eftir bíl- slys á Bæjarbraut í Garðabæ 15. febrúar sl. hét Halla Mar- grét Ásgeirsdóttir, til heimilis að Hólmatúni 24 á Álftanesi. Hún var fædd 20. október 1990, dóttir hjónanna Ásgeirs Þórs Ingasonar og Margrétar Elínar Þórðardóttur. Halla Margrét var nemandi í 10. bekk Garða- skóla í Garðabæ. Nemendur skólans, ættingjar og vinir, minntust hennar á kyrrðar- stund í Vídalínskirkju í gær- kvöldi. Lést eftir bílslys á Bæjarbraut HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað tvo Litháa í áfram- haldandi gæsluvarðhald vegna rann- sóknar lögreglunnar í Reykjavík á tilraun til smygls á amfetamínvökva á flöskum til landsins hinn 4. febr- úar. Annar sakborninganna situr í gæslu til 7. apríl en hinn til 2. mars. Að auki hefur þriðji Litháinn, sem talinn er tengjast málinu, verið úr- skurðaður í farbann til 24. mars. Gæsluvarð- hald framlengt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.