Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú bjóðum við síðustu sætin til Kanarí 7. mars í 2 vikur á frábærum kjörum.
Bókaðu strax og tryggðu þér sæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra
okkar á Kanarí allan tímann.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Kanarí
7. mars
frá kr. 39.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
2 vikur - síðustu sætin
kr.54.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó
í 2 vikur, stökktu tilboð 7. mars.
Innifalið: Flug,skattar, gisting og íslensk
fararstjórn.
kr.39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára
í íbúð í 2 vikur, stökktu tilboð 7. mars.
Innifalið: Flug, skattar, gisting og íslensk
fararstjórn.
ÞAÐ verður mikill handagangur í
öskjunni hjá bökurum landsins síð-
ustu stundirnar fyrir bolludaginn á
mánudag enda þarf að metta bollu-
neytendur í tuga og hundraða þús-
unda tali.
Hjá bakarameistaranum í Suð-
urveri verða bakaðar allt að 50 þús-
und bollur af ýmsum gerðum, mest
vatnsdeigsbollum sem hafa verið að
ýta gerbollunum út af markaðnum
hægt og bítandi. Að sögn Óttars B.
Sveinssonar framleiðslustjóra hefst
undirbúningurinn viku fyrir bollu-
dag með því að bakarar sanka að sér
hráefni og auknum mannskap. Síðan
er hafinn mikill bakstur og gerir
Óttar ráð fyrir hörku vinnulotu um
helgina. „Vinsælasta bollan er þessi
hefðbundna, vatnsdeigsbolla með
rjóma og súkkulaði,“ segir hann, en
því er við að bæta að hægt er að fá
mikið af öðruvísi bollum, allt eftir
smekk og áhuga neytenda.
Snáðanum á myndinni, Loga Sig-
urðarsyni, fannst rétt að gera gæða-
könnun á bollunum í tæka tíð, svona
til gagns og gamans. Guðný Gests-
dóttur afgreiðslukona í Bakara-
meistaranum fylgist vel með.
Morgunblaðið/Ásdís
Bollur í
tuga þús-
unda tali
KJARADEILA Landssambands
slökkviliðsmanna og Launanefndar
sveitarfélaga (LN) var rædd hjá rík-
issáttasemjara í gær í fyrsta sinn
eftir að deilunni var formlega vísað
til sáttasemjara og verður annar
fundur haldinn kl. 10 í dag.
Það var að ósk LN sem kjaradeil-
unni var vísað til ríkissáttasemjara
en ekki Landssambands slökkviliðs-
manna eins og fram kom í frétt
Morgunblaðsins í gær og er beðist
velvirðingar á mistökunum.
Að sögn Braga Mikaelssonar, for-
manns samninganefndar sveitarfé-
laganna, þótti ljóst að vísa yrði deil-
unni til sáttasemjara þegar allt of
mikið bar í milli deiluaðila.
„Fundurinn hjá sáttasemjara var í
sjálfu sér ágætur,“ sagði Bragi. „Við
fórum vel yfir hlutina og sáttasemj-
ari gerði tilraun til að greina ágrein-
inginn sem á milli okkar er. Ég tel að
hann hafi gert það mjög vel.“
Boðað hefur verið til annars fund-
ar í dag eins og fyrr segir.
Kjaradeilan rædd
aftur í dag hjá
sáttasemjara
ÞJÓÐAHÁTÍÐ Alþjóðahússins
verður haldin í þriðja sinn á
sunnudag, en vinsældir hennar
hafa aukist ár frá ári. Að þessu
sinni fer hátíðin fram í gamla
Blómavalshúsinu við Sigtún en hún
er hlut af Vetrarhátíð í Reykjavík.
Lóa Auðunsdóttir, verk-
efnastjóri hátíðarinnar, segir
markmið hátíðarinnar að kynna
fjölmenningarlegt samfélag á Ís-
landi og vekja athygli á því hvern-
ig það auðgar menningu og stuðl-
ar að fjölbreyttara mannlífi. Lóa
bendir á að í Reykjavík búi um
5.000 erlendir ríkisborgarar af 116
þjóðernum. „Því finnst okkur við
hæfi að halda hátíðina hér í borg,“
segir hún. Innflytjendur frá yfir 30
löndum verða með bása á hátíðinni
þar sem þeir kynna þjóð sína og
menningu og býðst gestum að
bragða á þjóðarréttum þeirra, að
sögn Lóu.
Dansatriði frá Perú
Þá verður opnað markaðstorg,
þar sem hægt verður að kaupa
framandi matvæli og handverk og
einnig verður starfrækt kaffihús
fyrir gesti hátíðarinnar. Fjölbreytt
skemmtiatriði á sviði allan daginn.
Meðal annars verður boðið upp á
dansatriði frá Taílandi, Perú og
Búlgaríu og kynningu á jap-
önskum fatnaði.
Ekkert kostar inn á hátíðina en
hún hefst klukkan 12 með opn-
unarathöfn og stendur til klukkan
17.
Heiðursgestir hátíðarinnar
verða listamennirnir Baltasar
Samper og Alexandra Kuregej
Argunova, sem bæði eru fædd og
uppalin erlendis en hafa búið hér
um langt skeið. Hægt verður að
skoða sýnishorn af verkum þeirra
á hátíðinni.
Þjóðahátíð haldin í þriðja sinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í fyrra var Þjóðahátíðin haldin í Perlunni og var vel sótt.
ENGIN banaslys hafa orðið í flugi ís-
lenskra loftfara síðustu fimm árin,
þ.e. árin 2001 til 2005. Árið 2001 lét-
ust tveir erlendir flugmenn þegar
flugvél þeirra fórst við Þrídranga
skammt frá Vestmannaeyjum. Síð-
asta banaslys í íslensku flugi var þeg-
ar sex létust af völdum slyss í Skerja-
firði 7. ágúst árið 2000.
Þorkell Ágústsson, rannsókna-
stjóri Rannsóknarnefndar flugslysa,
og Bragi Baldursson aðstoðarrann-
sóknarstjóri fóru yfir atvik í flugi síð-
asta árs á flugöryggisfundi sem
haldnir eru reglulega en að þeim
standa auk Flugmálafélags Íslands,
RNF, öryggisnefnd FÍA, Flugbjörg-
unarsveitin og Flugmálastjórn. Einn-
ig greindu þeir frá skipulagi RNF
sem nánar er fjallað um í reglugerð
um RNF sem tekur gildi 1. mars.
Fagnaðarefni
að slysum fækkar
Þorkell Ágústsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að það hefði ekki
áður gerst að engin banaslys í ís-
lensku flugi hefðu orðið í fimm ár.
Nefndi hann sem dæmi að árin 1942
til 1997, í 55 ár, hefði að meðalali orðið
1,2 banaslys á ári eða 6 slys á hverj-
um fimm árum að meðaltali. Hann
sagði það fagnaðarefni að slysunum
hefði fækkað. Það sýndi að menn
vönduðu sig og gerðu hlutina á réttan
hátt.
Þá upplýstu þeir Þorkell og Bragi
að mun færri mál hefðu verið tekin til
rannsóknar á síðasta ári miðað við
þrjú ár þar á undan. Í fyrra tók
nefndin 22 mál til formlegrar rann-
sóknar en árin 2002 til 2004 voru þau
að meðaltali 40 á ári.
Samkvæmt yfirliti yfir banaslys í
íslenskum loftförum frá upphafi flugs
og fylgir ársskýrslum RNF létust 7
manns í þremur flugslysum á fimm
ára tímabilinu á undan, þ.e. 1996 til
2000, 10 manns í sjö slysum árin 1991
til 1995, en eitt slysanna varð þegar
maður gekk í skrúfu flugvélar, og 5
manns í jafnmörgum slysum árin
1986 til 1990.
Úttekt í undirbúningi
Þorkell sagði að ætlunin væri að
rannsaka nánar og meta þróun í slys-
um og flugatvikum á Íslandi frá upp-
hafi. Væri nú í undirbúningi sameig-
inleg úttekt sérfræðinga RNF,
Háskóla Íslands og Flugmálastjórn-
ar Íslands og fyrstu skrefin væru að
gera sér grein fyrir því úr hvaða upp-
lýsingum yrði lesið og hvaða atriði
yrðu tekin til skoðunar.
Mun færri flugslys og flugatvik til rannsóknar á síðasta ári en þrjú árin á undan
Engin banaslys í íslensku
flugi síðustu fimm ár
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is