Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 11
hafi verið lögð fram umsókn um at-
vinnuleyfi. Vinnumálastofnun hefur
litið svo á að með þessu sé fólk, með
aðstoð ættingja eða vina, að reyna að
komast bakdyramegin inn í landið og
þessum umsóknum hefur verið hafn-
að.
Von um nýtt líf
og betur launað starf
Goran Lazarevic, frá Serbíu, hefur
verið búsettur hér á landi í 5 ár, en
hann kom hingað í kjölfar þess að
konan hans var fengin til að spila
handbolta með íslensku liði. Goran
segist í eitt og hálft ár hafa reynt að
fá atvinnuleyfi fyrir systur sína.
Hann segir að hún sé með vinnu í
Serbíu og fái um 100 evrur í laun á
mánuði, eða innan við 10.000 krónur.
Hann segir að hún hafi bundið miklar
vonir við að henni tækist að skapa
sér nýtt líf á Íslandi í betur launaðri
vinnu, en umsókn frá vinnuveitanda,
sem hafi verið tilbúinn til að ráða
hana í vinnu, hafi verið hafnað. Þetta
hafi valdið henni miklum von-
brigðum.
Goran er óánægður með afgreiðslu
Vinnumálastofnunar og segir að ekki
sé samræmi í hvernig stofnunin af-
greiðir umsóknir. Hann segist hafa
upplýsingar um umsóknir frá Serbíu
sem nýlega hafi verið afgreiddar já-
kvætt, á sama tíma og umsókn frá
systur hans sé hafnað.
Starfsmenn Vinnumálastofnunar
vísa því á bug að ósamræmi sé í því
hvernig stofnunin afgreiðir umsókn-
ir. Það sé hins vegar rétt að stofn-
unin hafi nýlega samþykkt umsókn
frá manni frá Serbíu, en ástæðan hafi
verið sú að hann var í sambúð með
konu sem búið hefur hér á landi.
Stofnunin miði við að makar/
sambýlisfólk, foreldrar og börn frá
þriðja ríki geti fengið atvinnuleyfi
hér á landi. Umsóknum frá systk-
inum fólks sem hér býr sé hins vegar
hafnað.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 11
FRÉTTIR
HÁSKÓLI Íslands kynnir á morg-
un, sunnudaginn 26. febrúar,
námsframboð næsta vetrar, bæði í
grunnnámi og á framhaldsstigi.
Allar ellefu deildir skólans kynna
sína starfsemi og bæði kennarar
deildanna og nemendur verða á
staðnum til að svara fyrirspurnum
og miðla reynslu sinni.
Einnig verða námsráðgjafar Há-
skólans og ýmsir þjónustu- og
samstarfsaðilar, svo sem Fé-
lagsstofnun stúdenta, Stúd-
entaráð, Lánasjóður íslenskra
námsmanna, Endurmenntun, Al-
þjóðaskrifstofa Háskólans og
fleiri.
Margir þeirra sem koma að
kynna sér framhaldsnám eru að
koma aftur til náms eftir einhver
ár á vinnumarkaði. Þeirra mögu-
leikar hafa aukist gríðarlega á
stuttum tíma því framboð á meist-
ara- og doktorsnámi er einn helsti
vaxtabroddurinn í starfsemi Há-
skóla Íslands og í dag er fram-
haldsnám í boði við allar deildir
skólans. Einnig eru fjölmargir
möguleikar í viðbótarnámi.
Um 300 mismunandi námsleiðir
eru við Háskólann. Meðal fjölda
nýrra námsleiða næsta skólaár má
nefna nám í skurðhjúkrun, um-
hverfis- og náttúrusiðfræði, heil-
brigðis- og lífsiðfræði, hagnýta
menningarmiðlun, hagnýta rit-
stjórn og útgáfufræði, fjármál fyr-
irtækja, vísindasiðfræði, hagnýtt
nám í samfélagstúlkun og fjár-
málahagfræði.
Námskynning Háskóla Íslands
hefst kl. 11 á morgun og stendur
til kl. 16. Kynningin fer fram í
fimm byggingum á Háskólasvæð-
inu, Aðalbyggingu, Íþróttahúsi,
Odda, Öskju og Stúdentaheimilinu
við Hringbraut (FS). Upplýsinga-
og þjónustumiðstöð verður í Að-
albyggingu.
Umsóknarfrestur í framhalds-
nám er til 15. mars í flestum deild-
um Háskólans en í grunnnám er
umsóknarfrestur til 5. júní. Allar
nánari upplýsingar á www.hi.is.
HÍ kynnir um 300 námsleiðir
ÓLAFUR F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-listans, lagði fram tillögu á
borgarstjórnarfundi á þriðjudag um
að borgarstjórn Reykjavíkur lýsti
andstöðu við hugmyndir um jarð-
varmavirkjanir í Kerlingarfjöllum. Þá
sagði í tillögu Ólafs að slík áform
væru óviðeigandi í kjölfar samhljóða
samþykktar borgarstjórnar frá 17.
janúar sl. um að falla frá öllum frekari
virkjunarframkvæmdum í Þjórsár-
verum.
Ennfremur vildi Ólafur að borgar-
stjórn lýsti því yfir að það væri með
öllu ótímabært að huga að jarðvarma-
virkjunum á ósnertu svæði á miðhá-
lendi Íslands ásamt lagningu há-
spennulína þvert yfir miðhálendið.
Tillögunni var vísað frá með fjórtán
atkvæðum gegn einu með þeim rök-
stuðningi að ekki væri tímabært að
taka afstöðu til hennar, þar sem rann-
sóknarleyfi hefði enn ekki verið veitt.
Engar boranir yrðu leyfðar á svæðinu
án undangengis umhverfismats. Ósk-
aði Ólafur þá eftir eftirfarandi bókun:
„Sú staðreynd að meirihluti borgar-
stjórnar Reykjavíkur deilir ekki
áhyggjum Landverndar og annarra
náttúruverndarsamtaka vegna hug-
mynda um jarðvarmavirkjanir í Kerl-
ingarfjöllum er áhyggjuefni. Ekki má
sofna á verðinum í nauðsynlegum að-
gerðum til varnar náttúruperlum á
hálendi Íslands.“
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlista
bókuðu þá að ekkert lægi enn fyrir
um rannsóknir eða framkvæmdir við
virkjanir í Kerlingarfjöllum. Orku-
veita Reykjavíkur hefði sótt um rann-
sóknaleyfi á svæðinu en ekkert svar
enn borist frá iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu. Málið væri ákaflega
stutt á veg komið og því óeðlilegt að
álykta um það á þessum tímapunkti.
Tillögu um
Kerlingar-
fjöll var
vísað frá KARLMAÐUR á þrítugsaldri slas-aðist alvarlega í vinnuslysi í Garða-bæ um hádegisbil á fimmtudag.
Maðurinn var við vinnu uppi á þaki
húss sem verið var að rífa en svo
virðist sem honum hafi skrikað fótur
og við það fallið um fimm metra til
jarðar. Hann var lagður inn á gjör-
gæsludeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss þar sem hann liggur
þungt haldinn og er haldið sofandi í
öndunarvél.
Vinnueftirlit ríkisins fer með
rannsókn málsins.
Á gjörgæslu
eftir
vinnuslys