Morgunblaðið - 25.02.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 25.02.2006, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Chittagong. AP, AFP. | Að minnsta kosti 54 týndu lífi þegar eldur kom upp í vefnaðarvöruverksmiðju í borginni Chittagong í suðurhluta Bangladesh í gær. Meira en eitt hundrað manns til viðbótar slasaðist illa í brunanum. Um eitt þúsund verkamenn, mest konur, voru að störfum í verksmiðj- unni. Aðeins einn útgangur er á byggingunni og breiddist eldurinn hratt út, læsti sig í vefnaðarvarning ýmiss konar og magnaðist síðan til muna þegar rafmagnshitatæki sprungu. Þrátt fyrir þetta tókst flestum að flýja bygginguna í tæka tíð, m.a. með því að stökkva út um glugga hennar. Khaleda Zia, forsætisráðherra Bangladesh, heimsótti vettvang slyssins í gær en talið er að eldurinn hafi kviknað af völdum skammhlaups í rafmagnstöflum. Hefur hún fyrir- skipað að fram skuli fara nákvæm rannsókn á tildrögum þessa harm- leiks. AFP segir að lögregla hafi þegar í kjölfar eldsvoðans ruðst til inngöngu á heimili eiganda verk- smiðjunnar, enda hafði rannsókn á brunastaðnum leitt í ljós að öryggis- viðbúnaði var þar ábótavant. Hann var hins vegar hvergi að finna. Vefn- aðarvörur eru helsta útflutningsaf- urð Bangladesh, en talið er að um 80% útflutningstekna landsins megi rekja til þeirra. Á bilinu 2.500 til 4.000 vefnaðarvöruverksmiðjur eru í Bangladesh og slys eru þar tíð, enda algengt að öryggisviðbúnaði sé ábótavant eða að hús uppfylli ekki kröfur byggingarfulltrúa. 54 urðu eldi að bráð í Bangladesh London. AP, AFP. | Ken Livingstone, borgarstjóra í Lundúnum, var vikið úr embætti í gær í mánuð fyrir að líkja fréttamanni og gyðingi við fangavörð í útrýmingar- búðum nasista. Sérstakur agaréttur fann Livingstone sekan um að hafa óvirt sitt eigið embætti en það, sem reið bagga- muninn, var þó, að hann neitaði að biðjast afsök- unar á ummælum sínum. Livingstone brást við úr- skurðinum með því að kalla hann aðför að lýðræðinu en flestir furða sig á, að hann skuli ekki hafa beðist afsökunar á orðum sínum. Lét hann þau falla fyrir ári er hann átti í harðri orða- sennu við Oliver Finegold, blaða- mann á Evening Standard. Spurði hann þá Finegold hvort hann hefði verið „þýskur stríðs- glæpamaður“. Finegold svaraði, að hann væri gyðingur og þá sagði Livingstone: „Jæja. Þú ert þó alveg eins og fangavörður í útrýmingarbúðum.“ Ekki var vitað hvort Liv- ingstone ætlaði að áfrýja úrskurð- inum en geri hann það ekki, þarf hann að greiða á tíundu milljón ísl. kr. í lögfræðikostnað. Vísað burt í mánuð Ken Livingstone Manila. AP. | Forseti Filippseyja, Gloria Arroyo, lýsti í gær yfir neyðar- ástandi í landinu eftir að herinn kom í veg fyrir stjórnarbyltingu. Arroyo sagði að engu að síður stafaði þjóðinni mikil hætta af byltingaröflunum. Háttsettur yfirmaður í hernum er í varðhaldi grunaður um að hafa ætlað að að efna til byltingar í framhaldi af fjöldasamkomum í tilefni af því að 20 ár eru frá falli Ferdínands Marcosar forseta. Þúsundir manna tóku þátt í fjölda- mótmælum á götum Manila í gær í trássi við neyðarástandsyfirlýsingu forsetans, en óeirðalögregla beitti vatnsbyssum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Lögreglan bannaði fjöldasamkomu við minnismerki um byltinguna 1986, er Marcos var steypt af stóli, og þá kom til ryskinga. Nokkru áður höfðu nokkur þúsund manns komið saman til friðsamlegra mótmælaaðgerða. Skólum um allt land var lokað í gær, herinn setti upp varðstöðvar um gervalla höfuðborgina og herinn sendi varðmönnum við forsetahöllina liðsauka sem var girt af með gámum og gaddavír. Greinilegt að Arroyo óttast að missa tökin Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins, BBC, í Manila sagði í gær að oft heyrist orðrómur um yfirvofandi bylt- ingu í landinu, og að á undanförnum 20 árum hafi verið gerður fjöldi bylt- ingartilrauna. Tveir fyrrverandi forsetar, Marcos og Joseph Estrada, hröktust frá völd- um í almennum uppreisnum gegn þeim. En umfang mótmælanna í gær var mun minna en í þessum uppreisn- um, er hundruð þúsunda manna flykktust út á götur og kröfðust af- sagnar Marcosar og Estradas. Fréttaskýrendur segja þó greini- legt að Arroyo hafi áhyggjur af því að missa tökin. Tvisvar áður hafa verið gerðar tilraunir til að steypa henni af stóli, og haft var eftir henni að stjórn- arandstaðan og öfgaöfl til hægri og vinstri væru staðráðin í að koma rétt- kjörinni ríkisstjórn frá. Eftir að hafa lýst yfir neyðar- ástandi í gær sagði Arroyo: „Þetta er aðvörun til þeirra sem ógna ríkis- stjórninni. Armi laganna verður beitt af öllu afli gegn svikum ykkar.“ Starfsmannastjóri Arroyos sagði að ekki verði sett á útgöngubann, en neyðarástandsyfirlýsingin kveður á um að fjöldasamkomur séu bannaðar, handtökur án heimildar leyfilegar og að forsetinn megi kalla herinn til ef nauðsyn krefur. Þá heimilar yfirlýs- ingin Arroyo að taka völdin í stofn- unum og fyrirtækjum – þar á meðal fjölmiðlum – sem varða þjóðaröryggi. Neyðarástandi lýst yfir á Filippseyjum Reuters Lögreglan stöðvaði mótmæli stjórnarandstæðinga í Manila í gær. TALSMAÐUR Bhumibols Adulyadejs, konungs Taílands, tilkynnti í gær að efnt yrði til nýrra kosn- inga í landinu 2. apríl nk. Kom tilkynningin í kjölfar ákvörðunar Thaksins Shinawatras, forsætisráð- herra Taílands, um að leysa upp þingið eftir hávær- ar kröfur andstæðinga hans á undanförnum mán- uðum um að hann segði af sér embætti vegna áskana um fjármálamisferli. Sjálfur bað Thaksin almenning afsökunar á því að þurfa að kalla til nýrra kosninga vegna þrýstings andstæðinga sinna. „Ég get ekki samþykkt skríl- ræði,“ sagði Thaksin, sem hefur á liðnum árum ver- ið gagnrýndur fyrir margvíslega spillingu. „Ég er reiðubúinn til að hlíta vilja fólksins en ég mun aldrei samþykkja ákvarðanir einstaklinga, sem enginn hefur kosið til valda, en sem þykjast hafa umboð al- mennings,“ sagði forsætisráðherrann. Staða Thaksins á þinginu er engu að síður mjög sterk, en alls vann flokkur hans 375 af þeim 500 sætum sem voru í boði í þingkosningunum í febrúar 2005. Þá er hann fyrsti lýðræðislega kjörni for- sætisráðherra landsins til að sigra í tvennum þing- kosningum í röð. Það er því ekki búist við að fyr- irhugaðar kosningar muni leiða til stjórnarskipta. Snýst óánægja kjósenda fyrst og fremst um sölu Thaksins og fjölskyldu hans á hlut sínum í símaris- anum Shin Corp. til fjárfestingafyrirtækis á Singa- púr fyrir um 126 milljarða íslenskra króna. Saka andstæðingar forsætisráðherrans hann um að hafa komið sér undan því að greiða skatt af sölu bréf- anna, auk þess sem sumir gagnrýnendur hans segja að salan á bréfunum til erlends fyrirtækis sé hugs- anleg ógn við þjóðaröryggi landsins. „Flestar ásakanirnar eru tilraunir til að rugla saman málefnum með því að tengja saman ólíkar fréttir,“ sagði Thaksins í samtali við Bangkok Post, en hann hefur hafnað ásökunum um að salan á bréf- unum hafi verið ólögleg. Þá hafa bæði dómsmála- yfirvöld og taílenska fjármálaeftirlitið hreinsað hann af ásökunum um lögbrot vegna sölunnar. Öðru máli gegnir um son forsætisráðherrans, Phantongtae Shinawatra, sem fjármálaeftirlitið sakar um þrjú „minniháttar“ brot í tengslum við eign hans á bréfum í Shin Corp. Samkvæmt taí- lenska viðskiptablaðinu Business Day eru þau brot hins vegar ekki talin réttlæta ákærur og verður hann að öllum líkindum beittur fjársektum. Á undanförnum mánuðum hefur verið róstusamt í Taílandi og er búist við 50.000 þátttakendum í fyr- irhuguðum mótmælum í Bangkok á sunnudag. „Thaksin verður að hætta skilyrðislaust,“ sagði Suriyasai Katasila, talsmaður Bandalags fólksins fyrir lýðræði, en hann er einn af helstu andstæð- ingum forsætisráðherrans sem hyggst taka þátt í mótmælunum. „Að leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga er ekki lausnin á vandanum því að forsætisráðherrann er kjarni vandamálsins,“ sagði Katasila. Shinawatra leysir upp þingið AP Thaksin Shinawatra ávarpar þjóð sína í gær. Forsætisráðherra Taílands boðar til nýrra kosninga í byrjun apríl Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is REKTOR hins virta Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum, Lawrence Summers, tilkynnti um afsögn sína í vikunni en hann hafði sinnt starf- inu í fimm ár. Sagði hann ástæðuna vera deilur við kenn- ara skólans, er gert hafi sér erf- itt um vik að sinna starfinu. Fyrirhugað var að í næstu viku myndu kennarar við lista- og vís- indadeild skólans greiða atkvæði um vantraustsyfirlýsingu á Summers. Summers, sem var fjármálaráð- herra Bandaríkjanna 1999–2001, olli miklum deilum á síðasta ári þegar hann sagði á ráðstefnu í Harvard að eðlislægur munur á kynjunum gæti ef til vill útskýrt hvers vegna mun færri konur en karlar sinni vísinda- störfum í háskólum. Summers virtist hafa tekist að slá striki yfir þær deilur er hann baðst afsökunar á ummælunum en frétta- skýrendur segja, að undanfarið hafi óánægja vaxið á ný með stjórnunar- aðferðir Summers. Summers sagðist ætla að taka sér leyfi í eitt ár en að hann myndi síðan snúa aftur til Harvard og taka þar til starfa á ný sem prófessor. Rektor hrökklast úr starfi Lawrence Summers Kano. AFP. | Að minnsta kosti þrír voru drepnir og níu kirkjur brennd- ar til grunna í Nígeríu í gær en átök milli kristinna manna og múslíma hafa blossað upp í landinu sl. viku. Hafa á annað hundrað manns beðið bana en átökin tengjast birtingu skopmynda á Vesturlöndum af Mú- hameð spámanni. Fullyrt var á fimmtudag að kristnir menn í borginni Onitsha í suðausturhluta Nígeríu hefðu drepið a.m.k. áttatíu múslíma í vikunni. Voru morðin hefnd fyrir árásir gegn kristnum mönnum í norðurhlutan- um. Tiltölulega rólegt var í landinu í gær en menn óttast að til frekari átaka muni koma. Um 120 milljónir manna búa í Nígeríu, um helmingur er múslímar og hinn helmingur kristinnar trúar og andatrúar. Hafa samskipti trúarhópanna verið stormasöm hin síðari ár.                                !" # " $" $%" &'" ('" $' )*+,-./                    ! "      #$ %!&              ' ' ' (    )'    &$         '    *  &     )+ ,       - . /' 0/   $&  %-          $ / ' ! 1!/    $ - &    " # 0  ' $  0  ' Mikil spenna í Nígeríu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.