Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 24
Húsavík | Meðal dagskráratriða á Dillidögum Framhaldsskólans á Húsavík var hin geysivinsæla undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram að viðstöddu fjölmenni á Fosshóteli Húsavík. Mikil stemmning var á Fosshóteli á meðan keppnin fór fram. Þátt tóku átta nemendur skól- ans og sigraði Elísabet Anna Helgadóttir með flutningi sínum á laginu Blame it on the Sun. Í öðru sæti varð Rafnar Orri Gunnarsson sem söng lagið um litla tónlistarmanninn og í því þriðja varð Mikael Þorsteinsson sem skeytti saman tveimur lögum eftir Foo Fighters og gerði að sínu. El- ísabet Anna heldur áfram í keppninni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigraði í söngkeppni á Dillidögum Söngur Söngvari Elísabet Anna Helgadóttir mun taka þátt í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FSH. Akureyri | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Mikill og vaxandi stuðningur er við tvö- földun og lýsingu Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss. Þetta er heitasta málið á Árborgarsvæðinu varðandi sam- göngumál. Það kom berlega fram á fundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 16. febrúar þar sem samgönguráðherra mætti og lýsti sínum áherslum. Hann vill ekki stíga þetta skref alla leið heldur leggja þriggja akreina veg með vegriði, án lýsingar, líkt og gert hefur verið í Svínahrauni. Selfossbúar og Hvergerð- ingar fylgjast vel með en viðbrögð sam- gönguyfirvalda þykja ekki nógu sannfær- andi.    Umferðin á milli Selfoss og Hveragerðis hefur frá árinu 1992 aukist um 91% á Hellisheiði um 83% og á Sandskeiði um 76%. Umferðin á síðasta ári milli Selfoss og Reykjavíkur jókst um 6–10% á ofan- greindum vegarköflum. Á sumardögum náði umferðin 9.188 bílum á Sandskeiði og 7.796 á Hellisheiði.    Stjórn og stjórnarandstaða hafa stillt sér upp í málinu. Stjórnarandstaðan er með þingsályktunartillögu sem stjórn- arþingmenn vildu ekki flytja með þeim. Í henni segir að tvöfalda og lýsa eigi veg- inn á næstu 4 árum. Samgönguráðherra býður upp á 3 akreina veg en vill ekki tímasetja framkvæmdir hvað þá nefna tímasetningu á tvöföldun. Segja má að staðan sé 1–0 fyrir stjórnarandstöðuna þar til samgönguráðherra hefur spilað út samgönguáætlun sinni. Björgvin Sigurðs- son þingmaður heldur málinu mjög á lofti og veitir gott aðhald. Ætli ráð- herrann að trompa Björgvin út verður hann að vera með tvöföldun og lýsingu í spilunum á næstu 4–6 árum og byrja framkvæmdir strax í vor.    Það kostar 7–8 milljarða króna að tvö- falda og lýsa Suðurlandsveginn milli Reykjavíkur og Selfoss sem er svipaður kostnaður og við fyrirhuguð Héðinsfjarð- argöng. Úr bæjarlífinu SELFOSS EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA Raggagarði í dag. Meðal annars kenndi hann unglingunum hvernig á að nota „Sport group“-tækið í Orkulundinum. Á eftir voru svo leiktækin í fjölskyldugarð- inum prófuð og teknar salíbunur í ap- arólunni og fleiri leiktækjum sem ætluð eru unglingum. Það mætti halda að kominn værimaí eftir veðrinu að dæma. Blíð-skaparveður er á Vestfjörðum þessa dagana. Veðrið var svo gott að íþróttakenn- arinn við Súðavíkurskóla ákvað að hafa íþróttakennsluna fyrir unglingana í Ljósmynd/Vilborg Arnardóttir Íþróttakennslan í Raggagarði Pétur Stefánssongetur ekki látiðdag líða án þess að setja saman stöku: Dagur kveður, bregður birtu, blikar roði sólarlagsins. Við eldhúsborð er skáld í skyrtu að skrifa fyrstu vísu dagsins. Friðrik Steingrímsson: Eflaust frúin þakkar þér þegar birtan dvínar, að þú situr ekki ber við yrkingarnar þínar. Hjálmar Freysteinsson yrkir um Íslands mætustu þegna: Hún Silvía er sexí og slyng ég sæll mundi gef’enni hring – fegustri rósa – mér finnst ætti að kjósa Ragnar Reykás á þing. Að lokum náttúru- stemmning frá Sigrúnu Haraldsdóttur: Öll er vakin eftirtekt, áin hljóma semur. Undur vorsins yndislegt yfir heiminn kemur. Silvía er sexí pebl@mbl.is Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samhljóða að fela bæjar- stjóra að kanna möguleika á strætisvagna- ferðum milli Reykjanesbæjar og höfuðborg- arsvæðsins í samstarfi við Strætó Reykjanes/Kynnisferðir og Strætó bs. Fram kemur í greinargerð að íbúum hef- ur fjölgað mjög í Reykjanesbæ og margir sæki vinnu til höfuðborgarinnar. Styttri tími í akstri vegna tvöföldunar Reykjanesbraut- ar og aukinn fjöldi háskólanema héðan, sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, gefur til- efni til að kanna hvernig sé unnt að fjölga ferðum á milli þessara staða. Strætó Reykjanes býður ókeypis ferðir á milli bæjarhluta í Reykjanesbæ, en tenging við höfuðborgarsvæðið hefur verið með áætlunarferðum SBK/Kynnisferða. Með því að tengjast strætisvagnakerfinu á höfuð- borgarsvæðinu, væri unnt að bæta þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar. Einnig væri tæki- færi til að auka tíðni ferða á milli Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar, Bláa lónsins og Reykjanesbæjar, segir í bókun bæjarráðs. Athuga strætó til Reykjavíkur Grindavík | Níu bjóða sig fram í prófkjöri sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Grindavík efnir til í dag, vegna uppstill- ingar á framboðslista vegna komandi sveitarstjórnarkosningar. Tveir bjóða sig fram í fyrsta sætið, Sigmar J. Eðvarðsson, oddviti flokksins í bæjarstjórn, sem býður sig fram í 1. sæti og Gísli Jóhann Sigurðs- son húsasmiður sem býður sig fram í 1.–3. sæti. Kosið verður um sjö efstu sætin. Auk Sigmars og Gísla Jóhanns hafa eftirtaldir gefið kost á sér: Guðbjörg Eyjólfsdóttir skrifstofukona (2.–3. sæti), Guðmundur Pálsson tannlæknir (2. sæti), Heiðar Hrafn Eiríksson útibússtjóri (5.–6. sæti), Karen Matthíasdóttir förðunarfræðingur (5.–6. sæti), Magnús Már Jakobsson öryggis- fulltrúi (3.–4. sæti), Pétur R. Guðmunds- son verkefnastjóri (4. sæti) og Svanþór Eyþórsson iðnfræðingur (2.–4. sæti). Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvo fulltrúa í bæjarstjórn og myndar meirihluta með Samfylkingunni. Margrét Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi gefur ekki kost á sér til end- urkjörs. Atkvæði verða greidd í Verkalýðshúsinu í Grindavík í dag, frá klukkan 10 til 18 og verða úrslit kunn í kvöld. Níu gefa kost á sér í prófkjöri í Grindavík ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.