Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 25

Morgunblaðið - 25.02.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 25 MINNSTAÐUR AKUREYRI „ÁSTANDIÐ er hrikalegt,“ segir Guðmundur Hjálmarsson, fram- kvæmdastjóri verktakafyrirtækisins G. Hjálmarsson, en nú nýlega var öxulþungi á Eyjafjarðarbraut eystri lækkaður niður í 7 tonn. Verktaka- fyrirtæki í bænum hafa sótt í mal- arnámur í Eyjafjarðarsveit, við Þverá og Hól en að auki á Guðmund- ur námu við Skálpagerði. Fara þarf eftir Eyjafjarðarbraut eystri eftir efninu, en nú komast bílarnir hvergi, þeir eru of þungir fulllestaðir. Guðmundur segir að hann hafi nú á dögunum fengið stórt verkefni fyr- ir Búseta í Naustahverfi, verk upp á um 35 milljónir króna og það sé nú í uppnámi vegna þessa. „Ég lendi í verulegum vandræðum með þetta verkefni ef ég kemst ekki með bíl- ana í námurnar, þeir hjá Vegagerð- inni lokuðu veginum svo að segja á okkur daginn eftir að ég fékk þetta verkefni,“ segir hann og að engar upplýsingar hafi fengist frá Vega- gerðinni um hvort öxulþungi á veg- inum yrði hækkaður aftur og þá hvenær. „Þetta getur allt eins orðið svona fram á vor,“ segir hann. Verkefnið fyrir Búseta á að vinna á rúmum mánuði. „Eins og staðan er nú veit ég bara ekki hvað ég á að gera, það hvarflaði aldrei að mér þegar ég bauð í verkið að ég kæmist ekki í malarnámurnar suður í sveit,“ segir Guðmundur. „Ég stólaði auð- vitað algerlega á að komast í mína eigin námu,“ bætir hann við. Nafni hans Gunnarsson fram- kvæmdastjóri hjá GV-gröfum tekur í sama streng, fyrirtæki hans er með mjög stórt verkefni í gatnagerð í Naustahverfi sem skila á 1. júlí næstkomandi. „Það er erfitt að reka fyrirtækið þegar ástandið er með þessum hætti,“ segir hann. „Mér sýnist að ef fram heldur sem horfir stefnir þessi lokun á umferð mal- arflutningabílanna í það að við get- um ekki staðið við okkar samninga. Þeir eru við það að komast í upp- nám.“ Nú síðustu daga hefur efni verið sótt að Björgum í Hörgárdal, mun lengri leið að fara, kostnaður verður fyrir vikið meiri, aka þarf í gegnum allan bæinn og það skapar aukna hættu í umferðinni, en fyrirtækin eru með 7–8 bíla í þessum verkefn- um hvort. „Ef við þurfum í Hörg- árdalinn eftir efni þá er alveg ljóst að við munum tapa á þessu verkefni, það er morgunljóst, en okkur eru eiginlega allar bjargir bannaðar,“ segir Guðmundur Gunnarsson. Þeir nafnar telja báðir að unnt sé að laga umræddan veg til bráða- birgða svo hægt verði að hleypa á hann umferð stórra bíla, en eru síð- ur en svo vissir um að vilji sé til þess hjá yfirvöldum vegamála. Vegurinn hafi verið lélegur fyrir og menn því átt að sjá í hvað stefndi. „Það er bara eins og þetta sé svo seinvirkt kerfi.“ Verktakar í vandræðum eftir að öxulþungi var lækkaður Ástandið er hrikalegt Verktakar í vanda Eftir að öxulþungi á Eyjafjarðarbraut eystri var tak- markaður við 7 tonn komast verktakar í jarðvinnu ekki í námur í sveitinni, bílarnir eru of þungir fyrir veginn. Nokkrir starfsmenn vöktu athygli veg- faranda á ástandinu, trilluðu með tómar hjólbörur eftir veginum. EFtir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Afkoma Slippsins samkvæmt áætlun AÐALFUNDUR Slippsins Ak- ureyri ehf. var haldinn um sl. helgi. Þetta er fyrsti aðalfundur félagsins en það hóf rekstur 11. október. Af- koma félagsins var skv. áætlun en reksturinn skilaði rúmlega 8,5 millj- óna króna hagnaði eftir skatt. Að sögn Antons Benjamínssonar, fram- kvæmdastjóra Slippsins, var verk- efnastaðan afar góð þessa tæpu 3 mánuði og verkefnin gengu vel. Efnahag félagsins segir hann traustan og eigið fé tæp 50%. Stjórn félagsins var endurkjörin en formaður hennar en Steinþór Ólafs- son. Frá áramótum hefur verkefna- staðan verið í rýrari kantinum hvað varðar skipaþjónustu en talsvert hefur verið um landverkefni. Hins vegar er útlitið gott næstu mánuði og mörg krefjandi verkefni fram- undan, segir Anton Benjamínsson. Skipulag | Á fundi bæjarráðs í gær voru lögð fram drög að auglýsingu um uppbyggingarmöguleika á mið- bæjarsvæðinu, en fyrirhugað er að auglýsa eftir áhugasömum fjár- festum og byggingaaðilum. Meiri hluti bæjarráðs samþykkti auglýs- inguna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og heimilaði birtingu hennar. Tveir bæjar- fulltrúar, þau Valgerður H. Bjarna- dóttir og Oddur Helgi Halldórsson, bókuðu á fundinum að þau væru á móti afgreiðslunni og lögðu fram bókun þar sem segir: „Rétt er að endurskoðað aðalskipulag liggi fyrir áður en formlegt samkeppnisferli fer af stað um uppbyggingu á mið- bæjarsvæðinu.“ Velferð | Vinstri græn á Akureyri halda fund í dag, laugardaginn 25. febrúar, um undirbúning sveit- arstjórnarkosninga undir yfirskrift- inni Velferð, atvinna og umhverfi. Hann verður í húsnæði félagsins í Hafnarstræti 98 klukkan 14. Alþingismennirnir Þuríður Back- man og Hlynur Hallsson mæta á fundinn. Sýningarlok | Fyrstu sýningu árs- ins í Listasafninu á Akureyri, Hraunblómum, lýkur laugardaginn 25. febrúar. Sýningin er unnin í sam- starfi við Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar og hefur að geyma verk eftir Danina Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen og félaga þeirra Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson.          Eyjafjarðarsveit | Freyvangsleikhús- ið hefur í vetur ráðist í mikið stórvirki og frumsýnir í dag, laugardag, hið góðkunna barnaleikrit Kardimommu- bæinn eftir norska leikritaskáldið Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur og Kristjáns frá Djúpa- læk. Leikstjóri er Sunna Borg og tón- listarstjóri Ingólfur Jóhannsson. Leikmynd er eftir Hallmund Krist- insson og ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson. Milli tuttugu og þrjá- tíu leikarar bæði börn og fullorðnir koma fram í sýningunni. Með hlutverk ræningjanna fara Jónsteinn Aðalsteinsson, Ingólfur Þórsson og Stefán Guðlaugsson. Soffía frænka er leikin af Hjördísi Pálmadóttur. Þess má geta að þetta er í þriðja sinn sem Jónsteinn leikur í Kardemommubænum. Tvö fyrri skiptin var með Leikfélagi Akureyrar og hann hækkar stöðugt í tign; lék fyrst pylsugerðarmanninn, þá bakar- ann og leikur nú ræningjann Kasper! Leiklistarhefð í Eyjafjarðarsveit spannar að minnsta kosti hundrað ár aftur í tímann. Þegar fréttaritari leit við á einni af lokaæfingu á verkinu var formaður leikfélagsins Halldór Sigur- geirsson frá Öngulsstöðum að hengja upp gamla mynd á gangi leikhússins, af leikhópi sem sýndi leikritið „Yfir- dómarann“, í Saurbæ árið 1904. Til gamans má geta þess að bæði langafi og langamma núverandi formanns voru í leikhópnum. Frumsýningin hefst kl. 16 í dag og önnur verður á morgun á sama tíma. Uppselt er á báðar. Eyfirðingar sýna Kardimommubæinn Morgunblaðið/Benamín Baldursson Kasper og Jesper og Jónatan Jónsteinn Aðalsteinsson, Ingólfur Þórsson og Stefán Guðlaugsson leika ræningjana í Freyvangsleikhúsinu. Jónsteinn hækkar stöðugt í tign! NEI, Bjarni minn, það er ekki 17. júní, sagði einn starfsmanna leik- skólans Álfasteins í Hörgárbyggð. Börnin höfðu brugðið sér bæj- arleið, röltu um miðbæinn á Ak- ureyri fagran morgun í vikunni og þá dundi tónlist úr hljóðkerfi frá Ráðhústorgi og eftir göngugötunni í Hafnarstræti stormuðu mennta- skólanemar á mótmælafund. Sá stutti tengdi tónlist og skrúðgöngu við þjóðhátíðardag Íslendinga, enda er honum eflaust ekki kunn- ugt um áform um að stytta nám til stúdentsprófs og að MA-ingum væri heitt í hamsi vegna þess. Ekki 17. júní! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjárdráttur | Héraðsdómur Norð- urlands eystra hefur dæmt konu í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt en konan viður- kenndi að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í útibúi Ís- landsbanka og dregið sér samtals tæpar 4,3 milljónir króna með því að flytja fé af reikningum tveggja viðskiptamanna bankans. Fram kemur í dómnum, að konan hafi játað brotin skýlaust. Hún hef- ur átt við veikindi að stríða eftir að rannsókn málsins hófst, sem sam- kvæmt læknisvottorði eru afleiðing brotanna. Þá hefur konan bætt allt það tjón sem hlaust af brotum hennar. Þykir dómnum að hafa megi hliðsjón af því við ákvörðun refsingar.    Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.