Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 25 MINNSTAÐUR AKUREYRI „ÁSTANDIÐ er hrikalegt,“ segir Guðmundur Hjálmarsson, fram- kvæmdastjóri verktakafyrirtækisins G. Hjálmarsson, en nú nýlega var öxulþungi á Eyjafjarðarbraut eystri lækkaður niður í 7 tonn. Verktaka- fyrirtæki í bænum hafa sótt í mal- arnámur í Eyjafjarðarsveit, við Þverá og Hól en að auki á Guðmund- ur námu við Skálpagerði. Fara þarf eftir Eyjafjarðarbraut eystri eftir efninu, en nú komast bílarnir hvergi, þeir eru of þungir fulllestaðir. Guðmundur segir að hann hafi nú á dögunum fengið stórt verkefni fyr- ir Búseta í Naustahverfi, verk upp á um 35 milljónir króna og það sé nú í uppnámi vegna þessa. „Ég lendi í verulegum vandræðum með þetta verkefni ef ég kemst ekki með bíl- ana í námurnar, þeir hjá Vegagerð- inni lokuðu veginum svo að segja á okkur daginn eftir að ég fékk þetta verkefni,“ segir hann og að engar upplýsingar hafi fengist frá Vega- gerðinni um hvort öxulþungi á veg- inum yrði hækkaður aftur og þá hvenær. „Þetta getur allt eins orðið svona fram á vor,“ segir hann. Verkefnið fyrir Búseta á að vinna á rúmum mánuði. „Eins og staðan er nú veit ég bara ekki hvað ég á að gera, það hvarflaði aldrei að mér þegar ég bauð í verkið að ég kæmist ekki í malarnámurnar suður í sveit,“ segir Guðmundur. „Ég stólaði auð- vitað algerlega á að komast í mína eigin námu,“ bætir hann við. Nafni hans Gunnarsson fram- kvæmdastjóri hjá GV-gröfum tekur í sama streng, fyrirtæki hans er með mjög stórt verkefni í gatnagerð í Naustahverfi sem skila á 1. júlí næstkomandi. „Það er erfitt að reka fyrirtækið þegar ástandið er með þessum hætti,“ segir hann. „Mér sýnist að ef fram heldur sem horfir stefnir þessi lokun á umferð mal- arflutningabílanna í það að við get- um ekki staðið við okkar samninga. Þeir eru við það að komast í upp- nám.“ Nú síðustu daga hefur efni verið sótt að Björgum í Hörgárdal, mun lengri leið að fara, kostnaður verður fyrir vikið meiri, aka þarf í gegnum allan bæinn og það skapar aukna hættu í umferðinni, en fyrirtækin eru með 7–8 bíla í þessum verkefn- um hvort. „Ef við þurfum í Hörg- árdalinn eftir efni þá er alveg ljóst að við munum tapa á þessu verkefni, það er morgunljóst, en okkur eru eiginlega allar bjargir bannaðar,“ segir Guðmundur Gunnarsson. Þeir nafnar telja báðir að unnt sé að laga umræddan veg til bráða- birgða svo hægt verði að hleypa á hann umferð stórra bíla, en eru síð- ur en svo vissir um að vilji sé til þess hjá yfirvöldum vegamála. Vegurinn hafi verið lélegur fyrir og menn því átt að sjá í hvað stefndi. „Það er bara eins og þetta sé svo seinvirkt kerfi.“ Verktakar í vandræðum eftir að öxulþungi var lækkaður Ástandið er hrikalegt Verktakar í vanda Eftir að öxulþungi á Eyjafjarðarbraut eystri var tak- markaður við 7 tonn komast verktakar í jarðvinnu ekki í námur í sveitinni, bílarnir eru of þungir fyrir veginn. Nokkrir starfsmenn vöktu athygli veg- faranda á ástandinu, trilluðu með tómar hjólbörur eftir veginum. EFtir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Afkoma Slippsins samkvæmt áætlun AÐALFUNDUR Slippsins Ak- ureyri ehf. var haldinn um sl. helgi. Þetta er fyrsti aðalfundur félagsins en það hóf rekstur 11. október. Af- koma félagsins var skv. áætlun en reksturinn skilaði rúmlega 8,5 millj- óna króna hagnaði eftir skatt. Að sögn Antons Benjamínssonar, fram- kvæmdastjóra Slippsins, var verk- efnastaðan afar góð þessa tæpu 3 mánuði og verkefnin gengu vel. Efnahag félagsins segir hann traustan og eigið fé tæp 50%. Stjórn félagsins var endurkjörin en formaður hennar en Steinþór Ólafs- son. Frá áramótum hefur verkefna- staðan verið í rýrari kantinum hvað varðar skipaþjónustu en talsvert hefur verið um landverkefni. Hins vegar er útlitið gott næstu mánuði og mörg krefjandi verkefni fram- undan, segir Anton Benjamínsson. Skipulag | Á fundi bæjarráðs í gær voru lögð fram drög að auglýsingu um uppbyggingarmöguleika á mið- bæjarsvæðinu, en fyrirhugað er að auglýsa eftir áhugasömum fjár- festum og byggingaaðilum. Meiri hluti bæjarráðs samþykkti auglýs- inguna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og heimilaði birtingu hennar. Tveir bæjar- fulltrúar, þau Valgerður H. Bjarna- dóttir og Oddur Helgi Halldórsson, bókuðu á fundinum að þau væru á móti afgreiðslunni og lögðu fram bókun þar sem segir: „Rétt er að endurskoðað aðalskipulag liggi fyrir áður en formlegt samkeppnisferli fer af stað um uppbyggingu á mið- bæjarsvæðinu.“ Velferð | Vinstri græn á Akureyri halda fund í dag, laugardaginn 25. febrúar, um undirbúning sveit- arstjórnarkosninga undir yfirskrift- inni Velferð, atvinna og umhverfi. Hann verður í húsnæði félagsins í Hafnarstræti 98 klukkan 14. Alþingismennirnir Þuríður Back- man og Hlynur Hallsson mæta á fundinn. Sýningarlok | Fyrstu sýningu árs- ins í Listasafninu á Akureyri, Hraunblómum, lýkur laugardaginn 25. febrúar. Sýningin er unnin í sam- starfi við Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar og hefur að geyma verk eftir Danina Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen og félaga þeirra Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson.          Eyjafjarðarsveit | Freyvangsleikhús- ið hefur í vetur ráðist í mikið stórvirki og frumsýnir í dag, laugardag, hið góðkunna barnaleikrit Kardimommu- bæinn eftir norska leikritaskáldið Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur og Kristjáns frá Djúpa- læk. Leikstjóri er Sunna Borg og tón- listarstjóri Ingólfur Jóhannsson. Leikmynd er eftir Hallmund Krist- insson og ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson. Milli tuttugu og þrjá- tíu leikarar bæði börn og fullorðnir koma fram í sýningunni. Með hlutverk ræningjanna fara Jónsteinn Aðalsteinsson, Ingólfur Þórsson og Stefán Guðlaugsson. Soffía frænka er leikin af Hjördísi Pálmadóttur. Þess má geta að þetta er í þriðja sinn sem Jónsteinn leikur í Kardemommubænum. Tvö fyrri skiptin var með Leikfélagi Akureyrar og hann hækkar stöðugt í tign; lék fyrst pylsugerðarmanninn, þá bakar- ann og leikur nú ræningjann Kasper! Leiklistarhefð í Eyjafjarðarsveit spannar að minnsta kosti hundrað ár aftur í tímann. Þegar fréttaritari leit við á einni af lokaæfingu á verkinu var formaður leikfélagsins Halldór Sigur- geirsson frá Öngulsstöðum að hengja upp gamla mynd á gangi leikhússins, af leikhópi sem sýndi leikritið „Yfir- dómarann“, í Saurbæ árið 1904. Til gamans má geta þess að bæði langafi og langamma núverandi formanns voru í leikhópnum. Frumsýningin hefst kl. 16 í dag og önnur verður á morgun á sama tíma. Uppselt er á báðar. Eyfirðingar sýna Kardimommubæinn Morgunblaðið/Benamín Baldursson Kasper og Jesper og Jónatan Jónsteinn Aðalsteinsson, Ingólfur Þórsson og Stefán Guðlaugsson leika ræningjana í Freyvangsleikhúsinu. Jónsteinn hækkar stöðugt í tign! NEI, Bjarni minn, það er ekki 17. júní, sagði einn starfsmanna leik- skólans Álfasteins í Hörgárbyggð. Börnin höfðu brugðið sér bæj- arleið, röltu um miðbæinn á Ak- ureyri fagran morgun í vikunni og þá dundi tónlist úr hljóðkerfi frá Ráðhústorgi og eftir göngugötunni í Hafnarstræti stormuðu mennta- skólanemar á mótmælafund. Sá stutti tengdi tónlist og skrúðgöngu við þjóðhátíðardag Íslendinga, enda er honum eflaust ekki kunn- ugt um áform um að stytta nám til stúdentsprófs og að MA-ingum væri heitt í hamsi vegna þess. Ekki 17. júní! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjárdráttur | Héraðsdómur Norð- urlands eystra hefur dæmt konu í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt en konan viður- kenndi að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í útibúi Ís- landsbanka og dregið sér samtals tæpar 4,3 milljónir króna með því að flytja fé af reikningum tveggja viðskiptamanna bankans. Fram kemur í dómnum, að konan hafi játað brotin skýlaust. Hún hef- ur átt við veikindi að stríða eftir að rannsókn málsins hófst, sem sam- kvæmt læknisvottorði eru afleiðing brotanna. Þá hefur konan bætt allt það tjón sem hlaust af brotum hennar. Þykir dómnum að hafa megi hliðsjón af því við ákvörðun refsingar.    Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.