Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. 1. Réttarríkið á tímum hnattvæðingar Bæði hnattvæðing og aukinalþjóðaviðskipti hafahaft jákvæð áhrif, brotiðniður múra á milli þjóða og stuðlað að aukinni velferð fjöl- margra. Norrænu ríkin hafa öðrum fremur átt sitt undir þróuðum al- þjóðlegum viðskiptum og byggt velferð sína á þeim. Í kjölfar alþjóðavæðingar hafa komið til neikvæð áhrif. Brota- starfsemi hvers kon- ar hefur fengið stöð- ugt alþjóðlegra einkenni. Einnig því hafa Norðurlöndin fengið að kynnast. Allir þekkja þau al- þjóðlegu stórfyr- irtæki sem lent hafa í alvarlegum fjármála- hneykslum á okkar dögum. Þar má sem dæmi nefna Enron, Tyco, Maxwell, Worldcom, BCCI, Elf, Parmalat og fleiri frá síðustu árum en þessi mál hafa haft bæði bein og óbein áhrif á líf okkar allra, ekki síst Enron- málið. Hið alþjóðlega endurskoð- unarfyrirtæki Arthur Andersen þurrkaðist út af kortinu á einni nóttu en var þó með þeim stærstu í Noregi. Sjaldgæfara er þó, sem betur fer, að góðir grannar okkar í vestri – á Íslandi – veki athygli vegna stórs fjármálamisferlis en Baugsmálið er umfangsmikið og vekur þar af leið- andi athygli víða um heim. Þeir sem ákærðir eru eiga umtalsverðan hluta af fjölmiðlum landsins, eru áhrifamiklir í viðskiptalífinu á Ís- land og hafa sem slíkir væntanlega pólitísk áhrif. Þegar málaferli eru í gangi gegn sakborningum með mikil áhrif ger- ist það ekki þegjandi og hljóða- laust. Margir hafa skoðanir á mál- inu, hvort sem þeir hafa áþreifanlega þekkingu á því eða ekki. Það á jafnt við um blaðamenn, fólk í atvinnulífinu, stjórn- málamenn, lögfræðinga og almenn- ing. Sjálfstæði og hlutleysi fjöl- miðla má ekki verða fyrir skakkaföllum þó upp komi grunur um refsiverða háttsemi eigenda þeirra en þetta er erfið staða og jafnvægisþraut sem blaðamönnum fréttamiðla tekst ekki alltaf jafnvel að leysa. Í því sambandi má benda á ægivald Silvios Berlusconis for- sætisráðherra Ítalíu yfir ítölskum fjölmiðlum. Og að baki spinna vef sinn fjölmiðlaráðgjafar sem reyna að hafa áhrif alls staðar sem þeir ná til. Þannig er daglegt líf víða um heim. Þrátt fyrir þetta má það ekki hafa nein áhrif á niðurstöður saka- mála hvort hinir ákærðu hafi áhrif í stjórnmálum, fjölmiðlum eða at- vinnulífi. Jafnt háir sem lágir eiga að njóta sama réttlætis og þar með talið að því er varðar refsingu. Ástæðulaust er þó að vera með einhvern barnaskap. Í öllum sam- félögum sjáum við að reynt er bæði að beita og misbeita völdum. Það fer eftir getu réttarríkisins til þess að sýna hlutleysi hvort það tekst eða ekki þegar sakamál eru tekin til meðferðar fyrir dómstólum. Hinar ýmsu hliðar Baugsmála verða örugglega árum saman um- fjöllunarefni, jafnt í fjölmiðlum sem á almennum og fag- legum vettvangi. Það er styrkur lýðræð- isins. Umræður, gagn- rýni og sjálfsgagnrýni eru nauðsynlegar for- sendur réttarríkisins og lýðræði í reynd. En ferli Baugsmála stöðvaðist um sinn með dómi Hæsta- réttar 10. október 2005, að því er virðist vegna réttarfarslegra smáatriða sem tengj- ast orðalagi í ákær- unni. Ég ber mikla virðingu fyrir Hæstarétti Íslands sem hefur af mikilli samviskusemi metið þau at- riði sem honum voru fengin til úr- lausnar. Það þarf þó engu að síður að fjalla um niðurstöðu hans. Verði eftir henni farið í öðrum ríkjum mun hún hafa umfangsmikil áhrif hvað meginreglur varðar, langt út yfir það sem Baugsmál snúast um, og gengur ótvírætt þvert á almenn- ar kröfur um gerð ákæra á Norð- urlöndum. Hvert ríki setur sér lög- gjöf en á mikilvægustu sviðum höfum við alltaf átt það margt sam- eiginlegt að samanburður getur verið gagnlegur, ekki síst vegna hinna mörgu alþjóðlegu tenginga. Baugsmál eru engan veginn út- kljáð enn og sjónarmið mín hér byggjast því eingöngu á þeim stað- reyndum sem ákæran snýst um, eins og hún kemur fram í dómi Hæstaréttar í þeirri dönsku þýð- ingu sem ég hef undir höndum. 2. Baugsmál og frávísun Hæstaréttar Ákæra er mikilvægt skjal. Al- menningur hefur rétt á því að öðl- ast innsýn í málið og þess vegna er skjalið opinbert. Að mati prófess- ors Johs Andenæs, en hann er einn virtasti fræðimaður Norðurlanda á sviði refsiréttar, skal ákæra: 1) greina hver það er sem talinn er hafa haft hina refsiverðu háttsemi í frammi, 2) leggja fyrir dómstólinn til úrlausnar heimfærslu ætlaðra brota til refsiákvæða, og 3) veita ákærða nægar upplýsingar til þess að undirbúa málsvörn sína. Aðeins skal gerð grein fyrir meginatriðum. Um önnur atriði verknaðarins er fjallað við sönnunarfærsluna mörgum dómum Hæstarétta egs hefur verið gerð nánari g fyrir þeim kröfum sem gerða til einstakra atriða ákæru. Meðal ákærðra eru fram- kvæmdastjóri (aðalákærði), arframkvæmdastjóri og stjó armaður í Baugi hf. Ákæran yfirgripsmikil en mínar at- hugasemdir tengjast nokkru riðum sem ég álít að séu aða hennar. Stjórnendur nýttu sér aðs sína m.a. til þess að láta félag standa straum af útgjöldum ekki vörðuðu rekstur félagsi formi afborgana lána, rekstr arkostnaðar og annarra tilfa útgjalda vegna skemmtibáts „Thee Viking“ sem einn ákæ átti hluta í. Samtals var Bau látinn greiða 40 milljónir ísl. sem dreift var á 34 reikninga ákærulið I 1). Algengasta leiðin til fjárdr og eða umboðssvika í fyrirtæ er að láta þau standa straum gjöldum, sem ekki varða rek þeirra og þetta gerist um he an. Lagaákvæði sem þetta v eru því sem næst hin sömu á landi, í Noregi og Danmörku sambærilegar aðstæður í No hefðum við einnig ákært fyri skattsvik og brot á bókhalds vegna þeirra áhrifa á skatta- bókhaldsmál sem þessar gre hefðu í för með sér fyrir bæð staklinga og fyrirtækið. Hæstiréttur gerði margar hugasemdir við orðalag í ákæ Að mati hans kom ekki ótvír fram hver hinna ákærðu hef að hagnast á greiðslum fyrir isins og hvernig hefði verið s að verki, í hverju auðgunarb hefði verið falið, hvernig mæ verið fyrir um greiðslur og h útgjöldin voru bókfærð. Mat á því hvort brot hafi v framið ræðst hlutlægt séð af hvort réttlætanlegt hafi veri gjaldfæra útgjöldin á Baug h er hvort þau hafi skilað Baug samsvarandi hagnaði. Sé ekk það að ræða eru þær ólögleg nema greiðslurnar séu bókfæ sem laun, lán eða arður forst anna. Þegar sú leið er valin a starfsemi innan vébanda hlu félags þarf að sýna því rekst arformi fulla virðingu með ti Um Baugsmál og sta ’Ég geri þær athusemdir við dóm Hæ réttar að hann kalla alveg nýja og aukn fjöllun um lýsingar vikum þar sem fjall þarf nánar um hver staðið var að verki Morten Eriksen Eftir Morten Eriksen HUNGURSNEYÐ Í AUSTUR-AFRÍKU ÍAustur-Afríku vofir nú hungursneyðyfir allt að 11 milljónum manna aðtalið er vegna mikilla þurrka. Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætis- ráðherra Noregs, sem Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hef- ur falið að samhæfa hjálparstarfið á þurrkasvæðunum í löndunum fimm, Kenýa, Sómalíu, Eþíópíu, Eritreu og Djibouti, skoraði á fimmtudag á alþjóða- samfélagið að standa við loforð um aðstoð með beinhörðum peningum. Í fréttum kom fram að 574 milljónir dollara þyrfti til að slá á áhrif þurrkanna í Kenýa, Sóm- alíu, Eþíópíu, en að auki hafa gefendur aðeins skuldbundið sig til að láta 186 milljónir dollara af hendi. Hyggst Bonde- vik nú fara til Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku til að biðja um aukin fjárfram- lög. Hann var spurður hvort hneykslismál vegna spillingar í Kenýa, pólitískur óstöð- ugleiki í Sómalíu og pólitískt uppnám í Eþíópíu ættu þátt í því að skortur væri á framlögum. Bondevik kvaðst eiga bágt með að trúa því að slíkar forsendur væru notaðar til að refsa íbúum umræddra landa. „Spilling er engin afsökun fyrir því að hjálpa ekki Kenýabúum, sem á þurfa að halda og svelta,“ sagði hann og bætti við að þetta væri spurning um að allir nytu sama réttar og möguleika á að sinna sínum brýnustu þörfum. Þetta er rétt hjá Bondevik. Það er erf- itt að hugsa sér að neyð sveltandi fólks sé notuð til þess að veita spilltum valdhöfum ráðningu. Neyðaraðstoð snýst um að koma fólki til hjálpar, sem er í brýnni neyð, og á ekki að vera neinum slíkum skilyrðum háð. Ástandið, sem nú er komið upp í Austur-Afríku, er með þeim hætti að enginn tími er fyrir málalengingar. Þetta ástand er hins vegar umhugsunarefni. Oft fer saman spilling og einræðisstjórn og veikir innviðir. Þegar á bjátar skortir nauðsynlegt bolmagn til að afstýra yfir- vofandi neyð. Við þekkjum dæmi þess að breytingar á veðurfari geti haft skelfileg- ar afleiðingar og til dæmis leitt til þess að ekkert bólar á árvissum rigningum þann- ig að uppskerubrestur verður. Það er hins vegar segin saga að opin lýðræðisríki eru betur í stakk búin til að takast á við slíkar aðstæður en lokuð einræðisríki. Þær 11 milljónir manna, sem hungurs- neyð blasir nú við, eiga annað og meira skilið en neyðaraðstoð til að bjarga þeim úr þessum vanda. Aðeins með breyttu stjórnarfari aukast líkurnar á því að lífs- kjör þeirra batni. Þróunaraðstoð fylgja tvær hættur. Annars vegar getur hún grafið undan iðnaði og atvinnuvegum, sem fyrir hendi eru í viðkomandi landi. Hins vegar getur hún auðveldað spilltum ráðamönnum að halda völdum. Hvorugt má gerast. Rétt eins og fólk, sem sult- urinn blasir við, á ekki skilið að vera refs- að fyrir rangláta valdhafa með því að fá ekki neyðaraðstoð, á það ekki heldur skil- ið að því verði refsað með þróunaraðstoð, sem jafnvel rýrir lífskjör þess og dregur úr möguleikum þess næst þegar hungurs- neyð brestur á. Alþjóðasamfélagið á að bregðast tafarlaust við neyðinni í Austur- Afríku, en uppbygginguna á að ráðast í að vandlega yfirlögðu ráði. FRUMVARP UM FJÁRMÁLAEFTIRLIT Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráð-herra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp, sem miðar að því að styrkja eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins (FME) og auðvelda því að gegna hlut- verki sínu. Verði frumvarpið að lögum, verða lagfærðir ýmsir vankantar á nú- verandi löggjöf um Fjármálaeftirlitið, sem margir hverjir hafa orðið hróplega augljósir í rannsókn þess, sem enn stend- ur yfir, á viðskiptum með stofnfjárhluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Samkvæmt frumvarpinu verða í fyrsta lagi tekin af öll tvímæli um að Fjármála- eftirlitið hefur heimild til eftirlits ekki aðeins með fjármálafyrirtækjum sem slíkum, þ.e. svokölluðum eftirlitsskyld- um aðilum, heldur einnig einstaklingum og fyrirtækjum, sem t.d. eiga, hafa átt eða hyggjast eignast hluti í slíkum fyr- irtækjum. Um þetta var deilt í SPH-mál- inu en kemst nú væntanlega á hreint. Þá er tekinn af allur vafi um að FME getur beitt þvingunarúrræðum, m.a. dagsektum, gagnvart einstaklingum eða fyrirtækjum, sem neita að veita upplýs- ingar í tengslum við athuganir stofnun- arinnar eða sinna ekki kröfum hennar um umbætur. Einnig þetta var umdeilt í SPH-málinu. Í greinargerð með frum- varpinu er vitnað til þessa máls og þeirr- ar niðurstöðu kærunefndar, sem skjóta hefur mátt ákvörðunum FME til, að heimild stofnunarinnar til upplýsinga- og gagnaöflunar væri skýr, en ekki heim- ildir hennar til að leggja á dagsektir, vildu menn ekki láta upplýsingarnar af hendi. Þar segir að niðurstaða kæru- nefndarinnar hafi skapað skaðlega óvissu um eftirlit með myndun virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. „Verður að teljast óviðunandi að eigend- ur eignarhluta geti virt að vettugi fyr- irspurnir Fjármálaeftirlitsins án þess að eftirlitið hafi úrræði til að fylgja fyrir- spurnunum eftir. Er því nauðsynlegt að Fjármálaeftirlitið hafi tiltæk úrræði til að afla þeirra upplýsinga sem lagt er á eigendur eignarhluta að veita lögum samkvæmt,“ segir í greinargerðinni. Í þriðja lagi er lagt til að kærunefndin um opinbert eftirlit með fjármálastarf- semi verði lögð niður. Fjármálaeftirlitið hefur gagnrýnt að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum nefndarinnar til dómstóla. Það sé óeðlilegt, vegna þess að þeir geti haft grundvallarþýðingu fyrir starfsemi stofnunarinnar og þróun fjármálamark- aðarins. Í frumvarpinu er lagt til að færa fyrirkomulagið hér á landi til sama horfs og í Svíþjóð og Finnlandi, þ.e. að hafa enga kærunefnd en hins vegar heimild til að skjóta ákvörðunum FME til dómstóla. Í fjórða lagi er hnykkt á því að þagn- arskylda á einstökum sviðum komi ekki í veg fyrir skyldu þeirra, sem FME krefur um upplýsingar, til að láta þær af hendi. Um þetta var ennfremur deilt í SPH- málinu, þar sem lögmenn sem málinu tengdust, töldu vegið að trúnaðarskyldu sinni við skjólstæðinga Auk þessa er lagt til að skilgreint verði nánar í lögum hvernig óbeinn virkur eignarhlutur geti orðið til í fjármálafyr- irtæki og er það áreiðanlega nauðsynlegt með hliðsjón af þróun hlutabréfamark- aðarins hér, þar sem eignatengsl eru flókin og margslungin. Þá er lagt til að ákvæði um að FME beri að láta viðskiptaráðherra vita af því, ef það lætur lögreglu vita af grun um al- varleg lögbrot, verði afnumið. Það er í takt við þá upphaflegu ætlun löggjafans, að Fjármálaeftirlitið sé sjálfstæð stofn- un, sem ekki er háð hinu pólitíska valdi. Á heildina litið eru þær breytingar, sem lagðar eru til í frumvarpi viðskipta- ráðherra, allar til bóta og augljóslega brýnt að hrinda þeim í framkvæmd til að Fjármálaeftirlitið geti rækt hlutverk sitt sem skyldi og tryggt þannig heilbrigða starfshætti á fjármálamarkaðnum. Sigurður Ingvarsson, for-stöðumaður Tilrauna-stöðvar Háskóla Íslands ímeinafræði á Keldum, segist binda vonir við að stjórnvöld taki fljótlega ákvörðun um að koma upp bráðabirgðarannsóknastofu fyrir krufningar hér á landi, en auknar líkur séu á því að fugla- flensa kunni að berast til landsins. Á slíkri stofu yrði hægt að rannsaka sýni úr fuglum þar sem leitað er að inflúensuveirunni H5N1, en eins og er þarf að senda slík sýni til Bret- lands til rannsókna. Sótt er um fé vegna byggingar rannsóknaaðstöðu til menntamála- ráðuneytisins og átti Sigurður fund með ráðuneytisstjóra þess á mið- vikudag. Hann segir ráðuneytið hafa verið jákvætt gagnvart því að bregðast þyrfti við í málinu, en kostnaður vegna byggingar bráða- birgðarannsóknastofu nemur um 25 til 30 milljónum króna, að sögn Sigurðar. Um þrjá mánuði tekur að koma upp slíkri aðstöðu. Viðræður í fimm ár Sigurður segir Keldur hafa átt í viðræðum við menntamálaráðu- neytið undanfarin fimm ár vegna uppbyggingar nýrrar krufningar- og öryggisrannsóknastofu, þar sem hægt yrði að rannsaka mishættuleg Vonast til að fljótl koma upp bráðab Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Forstöðumaður Keldna um viðræður við stjórnvöld R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.