Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 37
UMRÆÐAN
GRAND HÓTEL
HÓTEL NORDICA
SIGTÚN
(gamla Blómaval)
Þriðja Þjóðahátíð Alþjóðahússins
verður haldin þann 26. febrúar.
Fulltrúar þrjátíu þjóða kynna sig og menningu sína!
Skemmtiatriði allan daginn á sviðinu.
Opnað verður kaffihús – Kaffi Abbababb
(bara opið þennan dag)
Hátíðin fer fram
í Blómavalshúsinu
við Sigtún í Reykjavík
og er opið frá kl. 12-17.
Á VIÐSKIPTAÞINGI fyrr í þess-
um mánuði hélt Ágúst Guðmunds-
son stjórnarformaður Bakkavarar
áhugavert erindi um þá framtíð-
arsýn sem við honum blasir í at-
vinnumálum Íslendinga. Afdrátt-
arlausar yfirlýsingar hans um slaka
arðsemi virkjanaframkvæmda og
rangar áherslur í atvinnupólitík Ís-
lendinga, vöktu fjölmarga til um-
hugsunar. Ágúst taldi nauðsynlegt
að leggja aukna áherslu á uppbygg-
ingu fyrirtækja sem skiluðu Íslend-
ingum mestum virðisauka svo sem
þjónustu og hátækniiðnað.
Arðsemi virkjana
Umræða um arðsemi Kára-
hnjúkavirkjunar er að vísu ekki ný á
nálinni, en því miður hafa þar oft
blandast inn náttúruverndarsjón-
armið og byggðasjónarmið sem eiga
þó fullan rétt á sér en flækja arð-
semisumræðuna. Það er einnig
slæmt að þeir fjölmörgu aðilar í ís-
lensku fjármálaumhverfi sem hafa
mikla sérþekkingu á arðsemi fjár-
festinga og hafa náð afburðaárangri
í fjárfestingum á undanförnum árum
skuli ekki tjá sig um jafn þjóðhags-
lega mikilvægt mál.
Landsvirkjun hefur upplýst að
arðsemi eiginfjár sé viðunandi af
Kárahnjúkavirkjun eða um 11%. Sú
niðurstaða byggist á því að ríkið nið-
urgreiðir framkvæmdina með því að
veita fyrirtækinu tekjuskattfrelsi og
ríkisábyrgðir sem tryggir fram-
kvæmdinni óeðlilega lága vexti en
virkjunin er að mestu fjármögnuð
með lánsfé.
Einföld leið til að meta arðsemi
fjárfestinga er að meta hvað annað
hefði verið hægt að kaupa fyrir sam-
bærilega upphæð. Þetta er í raun
það arðsemismat sem flestir ein-
staklingar gera þegar þeir ráðstafa
fjármunum sínum. Á fyrrnefndu við-
skiptaþingi hélt forsætisráðherra
áhugaverða ræðu m.a. um mjög vel
heppnaða einkavæðingu undanfar-
inna ára. Þar kom fram að á þessum
tíma hefði heildarsala á ríkisfyr-
irtækjum skilað ríkissjóði rúmum
140 milljörðum. Líklegt er að heild-
arkostnaður vegna orkuöflunar í
tengslum við Kárahnjúka verði um
70% af þeirri fjárhæð eða a.m.k. 100
milljarðar. Síminn var t.d seldur fyr-
ir nokkrum mánuðum fyrir um 75
milljarða, þannig að ef menn telja að
virkjunin skili ásættanlegri arðsemi
miðað við Símann, þá þarf hún að
skila um 35% hærri arðsemi en Sím-
inn. En það verður að öllum lík-
indum Síminn sem mun skila mun
meiri arðsemi þrátt fyrir skattfrelsi
og ríkisábyrgðir virkjunarinnar.
Önnur einföld leið til að meta arð-
semina er að skoða árlegar tekjur
(ekki hagnað) af raforkusölu frá
Kárahnjúkavirkjun, sem verða lík-
lega um 6–8 milljarðar. Ef það er
sett í samhengi við 100 milljarða
fjárfestingu þá þarf ekki flókna út-
reikninga til að sýna að arðsemi
framkvæmdanna er afar slök.
Sértækar aðgerðir
fyrir stóriðju
Í álverinu verða til um 400 ný
störf, stjórnvöld eru því tilbúin að
fjárfesta um 250 milljónir í hverju
starfi sem skapast án þess að gera
eðlilegar kröfur til arðsemi fjár-
magnsins.
Í ofanálag við þessa slöku arðsemi
raforkuframleiðslunnar og miklu
fjárbindingu þá eru stjórnvöld og
sveitarfélög einnig tilbúin að gera
sértæka samninga við stóriðjufyr-
irtækin. Þessir samningar eru nokk-
uð breytilegir milli fyrirtækja, en
sem dæmi má taka nokkur atriði úr
samningnum við Fjarðaál. Fyr-
irtækið fær 90% afslátt af stimp-
ilgjöldum, það er undanskilið vöru-
gjöldum, markaðs- og
iðnaðarmálagjaldi og greiðir 5%
tekjuskatt af arði í stað 10%. Þá fær
fyrirtækið verulegan afslátt af leyf-
isgjöldum vegna byggingarfram-
kvæmda og umtalsverðan afslátt af
fasteignagjöldum til frambúðar. Það
þarf ekki að taka fram, að hátækni-
fyrirtæki, þjónustufyrirtæki og önn-
ur fyrirtæki í eigu Íslendinga fá eng-
ar þessara ívilnana.
Áhrif á starfsmenn og
eigendur annarra fyrirtækja
Þessi atvinnustefna með gríð-
arlegum inngripum stjórnvalda hef-
ur haft mikil áhrif á fyrirtæki í út-
flutningsiðnaði og
samkeppnisiðnaði. Skýrustu dæmin
sem endurspegla lakari kjör og at-
vinnuóöryggi starfsmanna þessara
fyrirtækja eru launalækkanir sjó-
manna um 20–30% og uppsagnir
starfsmanna í fiskvinnslu. Í raun
hafa starfsmenn allra annarra fyr-
irtækja í útflutnings- og samkeppn-
isiðnaði orðið fyrir
sambærilegum áhrif-
um. Hluthafar fyr-
irtækjanna hafa einnig
orðið fyrir mikilli
eignaskerðingu og
jafnvel hefur komið til
gjaldþrota fyrirtækja
vegna langvarandi erf-
iðra rekstrarskilyrða.
Frekari stóriðja
Nú er mjög í um-
ræðunni frekari upp-
bygging stóriðju. Það
er að mínu mati alger grundvall-
arkrafa ef á að verða af frekari upp-
byggingu virkjana fyrir stóriðju hér
á landi, að það verði án beinna af-
skipta ríkis og sveitarfélaga.
Ekki verði um að ræða rík-
isábyrgðir og skattleysi fyrir
virkjanirnar.
Virkjanafram-
kvæmdir verði
boðnar út sem
einkafram-
kvæmdir, þar
sem framkvæmd-
araðilinn greiðir
fyrir aðgang að
náttúru-
auðlindum.
Stóriðjufyrirtæki
búi við sömu
starfsskilyrði og
önnur fyrirtæki
sem starfa hér á landi.
Þá verður ekki deilt um arðsemi
framkvæmdanna og önnur fyrirtæki
geta ekki kvartað undan ruðn-
ingsáhrifum þeirra.
Ríkisrekin
atvinnustefna
Hörður Arnarson fjallar
um arðsemi stóriðju
’Það er að mínu mati alger grundvallarkrafa ef
á að verða af frekari
uppbyggingu virkjana
fyrir stóriðju hér á landi,
að það verði án beinna
afskipta ríkis og
sveitarfélaga.‘ Hörður Arnarson
Höfundur er forstjóri Marel hf.