Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HÁSKÓLINN á Akureyri hefur
gegnt lykilhlutverki fyrir Akureyri á
undanförnum árum. Staðsetning
skólans hér hefur orðið til þess að
auðvelda aðgengi fjölda fólks að
menntun um leið og
uppbygging hans og
rekstur hefur skapað
mörgum atvinnu sem
ella hefðu þurft að leita
hennar á suðvest-
urhorninu. Mikilvægi
skólans liggur þó fyrst
og fremst í því að með
starfsemi sinni leggur
hann grunn að nýsköp-
un atvinnulífs á lands-
byggðinni almennt og
Akureyri og Eyjafjarð-
arsvæðinu sérstaklega.
Allir sem kynnt hafa
sér starfsemi skólans
eru meðvitaðir um þetta, gera sér
grein fyrir því að hann er stóriðja á
Akureyri og skiptir öllu máli fyrir
framtíð þessa svæðis. Það er þess
vegna afar áríðandi að starfsemi há-
skólans verði tryggð til framtíðar og
að hann fái áfram að vaxa og þróast í
takt við þarfir samfélagsins. En það
eru blikur á lofti. Á undanförnum
mánuðum hafa borist fréttir af við-
varandi hallarekstri skólans og
stjórnendur hans hafa þurft að
breyta áætlunum sínum og draga
saman seglin vegna ónógra fjárveit-
inga. Vandinn á sannarlega ekki
rætur að rekja til sóunar og óráðsíu
heldur einfaldlega til þess að fjár-
veitingar ríkisvaldsins
eru ekki í samræmi við
þarfir skólans. Annars
vegar vegna þess að
ríkið er ekki tilbúið til
þess að greiða þann
kostnað sem skólinn
þarf að greiða í leigu
fyrir aðstöðu í rann-
sóknarhúsi háskólans,
hins vegar vegna þess
að framlög til skólans
vegna nemenda og
rannsókna eru lægri en
til annarra íslenskra
háskóla og duga því
ekki fyrir rekstr-
arkostnaði. Þessi staða er óvið-
unandi. Allir þeir sem gæta vilja
hagsmuna íbúa á Akureyri, hvar í
flokki sem þeir standa, hljóta að
vera tilbúnir til þess að sameinast í
baráttu fyrir augljósu sanngirn-
ismáli. Vandinn er þekktur og stafar
af því að skólanum er skammtað
minna fé en eðlilegt og sanngjarnt
er. Lausnin er einföld og felst í því
að fjárveitingar til skólans verði leið-
réttar þannig að nemendaframlög
verði sambærileg við framlög til
skólanna á suðvesturhorninu og að
ríkið taki á sig leigukostnað vegna
rannsóknarhússins. Krafa allra
þeirra sem átta sig á mikilvægi Há-
skólans á Akureyri hlýtur þess
vegna að vera að stjórnvöld bregðist
þegar í stað við og fjárveitingar
verði leiðréttar þannig að skólinn
geti áfram sinnt því mikilvæga hlut-
verki sem hann hefur fyrir íslenskt
samfélag. Þeir sem skipa bæj-
arstjórn Akureyrar hafa á hverjum
tíma þá skyldu að beita áhrifum sín-
um á framgang framfaramála í bæj-
arfélaginu. Háskólinn á Akureyri er
slíkt mál og þess vegna þarf skólinn
að eiga sér málsvara í bæjarstjórn
þegar hann þarf á að halda. Við sem
skipum lista Samfylkingarinnar fyr-
ir komandi bæjarstjórnarkosningar
erum svo sannarlega tilbúin til þess
að gegna þessu hlutverki.
Til varnar Háskól-
anum á Akureyri
Hermann Jón Tómasson
fjallar um mikilvægi
Háskólans á Akureyri
’Þeir sem skipa bæj-arstjórn Akureyrar hafa
á hverjum tíma þá skyldu
að beita áhrifum sínum á
framgang framfaramála í
bæjarfélaginu.‘
Hermann Jón
Tómasson
Höfundur skipar 1. sæti á lista
Samfylkingar fyrir komandi bæjar-
stjórnarkosningar á Akureyri.
HIN frjálsu fé-
lagasamtök, Lands-
byggðarvinir í
Reykjavík og ná-
grenni, hafa, í sam-
starfi við nokkra
grunnskóla, ýtt úr
vör verkefni er varð-
ar ungt fólk, 13–17
ára, heimabyggð
þeirra og lýðræði.
Verkefnið miðar að
því að unglingarnir
gaumgæfi málefni
byggðar sinnar, velti
fyrir sér framtíð-
armöguleikum hennar
og geri sér grein fyr-
ir hvað þeir geti lagt
af mörkum í því efni.
Allt í von um að það
efli bjartsýni og
styrki sjálfsmynd
fólksins og þar með
framgang atvinnu- og
menningarlífs á
hverjum stað og sam-
félagsins í heild.
Unglingunum gefst
þarna tækifæri á að
koma fram með hugmyndir sínar
og fylgja þeim eftir á sínum for-
sendum.
Reynt verður að stuðla að sýni-
leika heimabyggðanna, greina það,
sem gott er, halda því á lofti og
vera stoltur af!
Verkefnið hefur hlotið nafnið:
Unglingalýðræði í sveit og bæ. En
gæti allt eins vel heitið: Ég og
heimabyggðin mín. Hvað get ég
gert fyrir heimabyggð mína?
Verkefnið er tvískipt. Fyrri hluti
þess er einstaklingsbundin ritgerð-
arvinna. Honum er nýlokið. Fyrstu
verðlaun, sem er flugferð innan-
lands fyrir tvo fyrir bestu ritgerð,
verða veitt á aðalfundi samtak-
anna, sem haldinn verður í Nor-
ræna húsinu þann 9. mars nk. og
hefst kl. 17:00.
Síðari hlutinn er hópverkefni
(tveir eða fleiri) og felst í einhvers
konar framkvæmd eða uppákomu,
svo sem leikriti, söng, dansi,
myndbandi, hljómlist, ljóðagerð
eða öðru eftir efnum og aðstæðum.
Þar gefst krökkunum tækifæri til
að draga fram eða myndgera eitt-
hvað af þeim hugmyndum sem
komu fram í fyrri hlutanum og
þeir vilja leggja áherslu á eða um
það sem betur má fara í byggð-
arlaginu, gjarnan útfært á smellinn
hátt!
Verkefnið er unnið í góðu sam-
bandi við norrænu samtökin, Hela
Norden ska leva, HNSL. Þau sam-
tök hafa staðið að mörgum vel
heppnuðum verkefnum. Undirrituð
hefur frá árinu 1996 tekið virkan
þátt í mörgum þessara verkefna og
stundum haft með sér ungmenni
frá Íslandi. Reynslan af þessu
starfi var mér hvati til að ráðast í
þetta verkefni. Verðlaun fyrir
bestu lausn í síðari hlutanum verð-
ur ferð til Norðurlanda í samráði
við HNSL.
Nú vill svo vel til að danska rík-
ið hefur nýlega veitt myndarlegan
styrk í verkefni, sem einmitt
fjallar um ungt fólk og lýðræði. Í
kjölfarið hefur verið ákveðið að
Danir fari með formennsku í
HNSL 2006.
Verkefnið, Unglingalýðræði í
sveit og bæ, er tilraunaverkefni,
þar sem aðeins ákveðnir skólar
áttu kost á að taka þar þátt: Suð-
urland – Grunnskólinn í Hvera-
gerði; Vesturland – Varmalands-
skóli í Borgarfirði; Norðurland –
Grenivíkurskóli; Austurland –
Grunnskólinn í Breiðdalshreppi.
Vestfirðir koma inn sérstaklega
með þátttöku Grunnskóla Vest-
urbyggðar. Til að gefa verkefninu
meiri breidd var ákveðið að hafa
þar með einn skóla í útjaðri
Reykjavíkur, Víkurskóla í Graf-
arvogi.
Ábyrgðarmaður verkefnisins er
hönnuður þess og stjórnandi, Fríða
Vala Ásbjörnsdóttir,
kennari við Rétt-
arholtsskólann í
Reykjavík. Sérstakir
samstarfsaðilar hennar
eru: Sigurlína Davíðs-
dóttir, dósent við Há-
skóla Íslands,
Sigurbjörn Mar-
inósson, yfirmaður
skólamála Austur-
lands, Stjórn Lands-
byggðarvina í Reykja-
vík og nágrenni.
Verndari verkefnisins
er Unnur Birna Vil-
hjálmsdóttir, fegurð-
ardrottning. Metur
Unnur Birna verkefnið
það mikils að hún kýs
að leggja hönd á plóg-
inn við framkvæmd
þess, t.d. með því að
heimsækja skólana
með mér og hvetja
krakkana til góðra
verka. Mun Unnur
Birna afhenda verð-
launin á aðalfundinum
með aðstoð ráðherra
byggðamála, Valgerðar Sverr-
isdóttur. Aðkoma Unnar Birnu
gefur verkefninu ákveðinn meðbyr
og kraft. Hlutverk Sigurlínu Dav-
íðsdóttur er að meta, hvað kemur
út úr verkefninu.
Vaknar þá spurningin: Eftir
hverju erum við að leita?
Til að halda utan um það og ekki
síður til að stuðla að betri árangri
verkefnisins hefur Sigurlína samið
spurningalista og sent út til allra
þátttökuskólanna.
Við Sigurlína höfum núna heim-
sótt alla skólana, sem ætla sér að
vinna verkefnið, tekið „púlsinn“ og
farið yfir ferlið. Hafa þessar heim-
sóknir verið gagnlegar, og mörgum
spurningum svarað, ekki síst frá
krökkunum.
Nú er það svo, að 16 ára ung-
lingar, sem hætta skólagöngu í bili
eftir að skyldunámi lýkur, eru dá-
lítið afskiptir af kerfinu. Ætlun
okkar er að láta verkefnið ná til
þessa hóps líka og þá í gegnum hin
svonefndu Ungmennahús eða fé-
lagsmiðstöðvar á Íslandi. En þeim
fer sífellt fjölgandi.
Í upphafi var einungis gert ráð
fyrir að eitt Ungmennahús tæki
þátt í verkefninu, en nú lítur út
fyrir að þau verði fleiri frá sama
landssvæði. Ætlunin þar er að
gera lýðræðishlutanum sérstök
skil.
Oft er það fjárhagurinn sem set-
ur góðum verkefnum stólinn fyrir
dyrnar. Þegar hafa félags-, sam-
göngu- og landbúnaðarráðuneytin
veitt verkefninu nokkurn fjár-
stuðning, svo og Reykjavíkurborg.
Einnig hafa nokkur stærstu fyr-
irtæki landsins stutt það. Má þar
nefna: Flugfélag Íslands, Osta- og
smjörsöluna, Alcoa Fjarðaál, Norð-
urál á Grundartanga, MS/MBF,
Landsvirkjun, Fiskiðjuver í Ólafs-
vík og Eddu útgáfu. Enn vantar þó
töluvert á að endar nái saman.
Þýðing fyrir aðra
Við vitum öll að staða lands-
byggðarinnar er víða alvarleg og
því brýnt að nota fjölbreyttar að-
ferðir við að örva hana og efla.
Ætla má að styrkur samtak-
anna, Landsbyggðarvinir í Reykja-
vík og nágrenni, liggi einkum og
sérílagi í getu þeirra til að leiða
ólíkar stofnanir og aðila saman og
fá þá til að vinna með í verkefnum
til bóta fyrir landsbyggðina. Það er
okkar markmið.
Ný aðferðafræði
í byggðaþróun
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir
skrifar f.h. Landsbyggðarvina
í Reykjavík og nágrenni um
samstarfsverkefni borgar og
landsbyggðar
Fríða Vala
Ásbjörnsdóttir
’Unglingunumgefst þarna tæki-
færi á að koma
fram með hug-
myndir sínar og
fylgja þeim eftir
á sínum for-
sendum. ‘
Höfundur er formaður
og verkefnisstjóri.
landlif@simnet.is
ÞAÐ VILL svo til að ég get þakkað
núverandi staðsetningu flugvallar í
Vatnsmýrinni að eiga eiginmann
minn Ævar Hjartarson á lífi ennþá.
Þess vegna langar mig til að segja þá
sögu í von um að einhver muni átta
sig á því hve völlurinn er mikilvægur
hlekkur í því að bjarga
mannslífum.
Við erum búsett á
Akureyri. Mánudaginn
28. október hringir Æv-
arr í mig úr vinnu, biður
mig að koma því hann
sé með mjög slæman
höfuðverk og ógleði. Ég
fer strax af stað (3–4
mín. akstur), átta mig á
því á leiðinni að þetta
muni vera heilablóðfall
og bið strax um sjúkra-
bíl. Ævarr er fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri. Rannsóknir á FSA stað-
festu hinn illa grun minn. Haft var
samband við lækna á LSH í Fossvogi
og í samráði við þá var hafinn und-
irbúningur að flutningi suður. Í
hjarta mínu og barna okkar bjó ótti
um að eins gæti farið og 10 árum áður
en þá lést tengdamóðir mín í sjúkra-
flugi suður af sömu ástæðu. Tveimur
árum þar á undan var 42 ára systir
mín flutt suður í sjúkraflugi með
heilablæðingu. Hún náði að fara í að-
gerð en varð ekki lífs auðið.
Alltaf tekur einhvern tíma að und-
irbúa flug og flutning sjúklings, en
sem betur fer var þokkalegt veður
þegar allt var tilbúið til þess að fljúga
af stað með eiginmann minn. Þegar
lagt var af stað var Ævarr um það bil
að missa meðvitund. Það var ótrúlega
mikils virði hve margir starfsmenn
FSA kvöddu mig með hlýju faðmlagi.
Meira að segja sjúkraflutningamað-
urinn gaf mér þétt faðmlag; ég veit
ekki hver hann er en er honum þakk-
lát fyrir umhyggjuna. Þegar lent var í
Reykjavík beið sjúkrabíll sem fór
strax með Ævar á LSH í Fossvogi
þar sem hann fór beint í aðgerð,
starfsfólk á skurðstofu beið eftir hon-
um. Ég og dóttir mín, sem flaug með
okkur suður, fórum í leigubíl af flug-
vellinum, en Ævarr var kominn í að-
gerð þegar við komum á sjúkrahúsið.
Þá tók við bið. Þeir sem hafa lent í
álíka kannast örugglega við þær til-
finningar sem brjótast um í brjóstinu
við þessar aðstæður. Fótunum er al-
gjörlega kippt undan manni, maður
hefur enga stjórn á aðstæðum og eig-
inlega ekki á hugsunum sínum held-
ur.
Að lokinni aðgerð kom Garðar
Guðmundsson heilaskurðlæknir og
sagði að aðgerðin hefði gengið eftir
atvikum vel en ekki hefði mátt tæp-
ara standa, þeir hefðu náð honum á
síðustu metrunum. Hálf til ein
klukkustund í viðbót og
allt hefði verið búið.
Blæðing var í litla heila
sem stjórnar jafnvæg-
isskyni og öndun. Garð-
ar gaf okkur vonir um
bata, en Ævarr væri
enn í lífshættu og ekki
hægt á þessu stigi að
segja til um skaða. Tím-
inn yrði að leiða það í
ljós.
Tók nú við tími vonar
og ótta. Ævarr var í og
úr öndunarvél og það
var ekki fyrr en hálfum
mánuði seinna að ég fékk langþráð
faðmlag og í raun fyrstu vonina um
lengri samleið.
Þremur vikum eftir aðgerð var
hann sendur aftur með sjúkraflugi
norður á FSA. Þangað var gott að
koma aftur. Þá tók við langt og erfitt
endurhæfingarferli, fyrst á FSA í sjö
til átta vikur og síðan á Kristnesi í sex
mánuði. Að átta mánuðum liðnum
kom Ævarr heim með göngugrind.
Síðan hefur hann stundað æfingar á
endurhæfingarstöðinni Bjargi alla
virka daga og er nú svo komið að
hann gengur einn úti með einn eða
tvo stafi eftir aðstæðum, og enn, eftir
þrjú ár, finnum við örlitlar framfarir.
Í dag er hann búinn að ná upp krafti
og styrk, vantar töluvert mikið jafn-
vægi ennþá og vinstri handleggur er
skertur. Sjónin var slæm eftir veik-
indin, hann sá allt tvöfalt lengi vel.
Nú í nóvember fékk hann ný gler-
augu sem nýtast honum vel við lestur,
og getur hann unnið smávegis á tölvu.
Hugsun og minni eru í góðu lagi.
Hann er búinn að sýna ótrúlega
þolinmæði og geðprýðin er til fyr-
irmyndar, enda sýnir árangurinn það.
Sjá má af þessari sögu að ótrúlega
langt er hægt að ná með hjálp heil-
brigðisstéttanna – ef aðstæður leyfa
að maður nái á sjúkrahús í tæka tíð.
Mér hefur oft orðið hugsað til þess
hversu heppin við vorum að vera
stödd á Akureyri, þegar þetta gerð-
ist. Sólarhring áður vorum við stödd í
sumarbústað, klukkutíma akstur í
burtu. Hvað ef þetta hefði gerst þá?
Hvað ef flugvöllurinn hefði verið í
Keflavík? Þarna skiptir tíminn ein-
faldlega öllu máli.
Það sem kemur mér til að segja
þessa sögu er yfirlýsing frá svoköll-
uðum Höfuðborgarsamtökum í
Morgunblaðinu 29. október sl. Óskap-
leg reiði gagntók mig þegar ég las
hana. Mér finnst ótrúlegt að allir í
þessum samtökum hafi verið sam-
mála um að setja þetta á prent.
Það er skelfilegt að hugsa til þess
að fólk telji eftir sér að þola einhver
óþægindi vegna flugvallar í Vatns-
mýrinni ef það gæti orðið til að bjarga
mannslífum, sem ég veit að gerist oft
á ári. Og að tala um fórn og fórn-
arkostnað borgarbúa er fáránlegt.
Eru þeir eitthvað meira virði en við
sem búum úti á landi?
Ef við snúum dæminu við og hugs-
um okkur hátæknisjúkrahús á Dal-
vík, vildu þá ekki þessi samtök hafa
flugvöll þar en ekki á Akureyri? Það
er álíka langur vegur þar á milli og á
milli Keflavíkur og Reykjavíkur og
sennilega bara fljótlegra vegna minni
umferðar. En það er sjaldnast fyrr en
brennur á eigin skinni að fólk skilur
hlutina.
Kannski skipta þessar línur engu
máli upp á framtíðarstaðsetningu
vallarins en mér fannst að einhver
ætti að láta í sér heyra sem hefði per-
sónulega reynslu hversu dýrmætar
þær mínútur urðu sem spöruðust við
það að lenda í Reykjavík en ekki í
Keflavík. Ef til vill er enginn feginn
hversu vel fór nema við og litla fjöl-
skyldan okkar. En við erum allavega
þakklát fyrir þann tíma sem okkur
hefur verið gefinn í viðbót. Þökk sé
öllum er að komu.
Ég vona að hagsmunasamtökin
„Áfram“ í Dalvíkurbyggð haldi áfram
að stuðla að betri byggð í landinu öllu.
Reynsla af sjúkraflugi
Freydís Laxdal segir frá því
hvernig beint flug milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur bjargaði
lífi eiginmanns hennar
’Það er skelfilegt aðhugsa til þess að fólk telji
eftir sér að þola einhver
óþægindi vegna flug-
vallar í Vatnsmýrinni ef
það gæti orðið til að
bjarga mannslífum…‘
Freydís Laxdal
Höfundur er fyrrverandi ljósmóðir.