Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 55
DAGBÓK
Öldrunarfræðafélag Íslands í samstarfivið Endurmenntun Háskóla Íslandsstanda fyrir námstefnu 2. mars næst-komandi um öryggi eldri borgara:
„Örugg efri ár – hvað telja eldri borgarar að
auki öryggi þeirra?“ Auður Hafsteinsdóttir
iðjuþjálfi er umsjónarmaður námskeiðsins
ásamt Ingibjörgu Þórisdóttur hjúkrunarfræð-
ingi: „Öldrunarfræðafélagið heldur árlega tvær
námstefnur og fjallar þar á þverfaglegan hátt
um málefni aldraðra, og eru mismunandi mála-
flokkar teknir fyrir í hvert sinn,“ segir Auður.
„Mikið hefur verið rætt í samfélaginu um erf-
iðleika aldraðra og öryggi þeirra og athygli
vöktu niðurstöður í skýrslu á vegum Slysa-
varnafélagsins á síðasta ári um byltur aldraðra
og brot. Það varð kveikjan að því að ákveðið
var að helga þessa námstefnu öryggi aldraðra,
bæði í heimahúsum og annars staðar, og margt
í boði í samfélaginu sem snertir á þessu málefni
og mikilvægt er að koma á framfæri.“
Námstefnan er ætluð fagfólki en er einnig
opin öllum þeim sem láta sig varða málefnið, en
fjallað er um forvarnir og öryggi eldri borgara
jafnt með tilliti til líkamlegrar og andlegrar
heilsu sem og félagslegra aðstæðna.
Dagskráin hefst kl. 9 og varir til 16 en farið
er yfir fjöldamörg atriði yfir daginn: „Meðal
annars verður fjallað um það hvað þarf til, til
að aldraðir geti búið heima, sem og verkefni
sem unnið var í Keflavík. Rannsókn sem gerð
var á Akureyri „Vald, efling og öldrun“ þar
sem rætt var við aldraða sem búa í heima-
húsum verða gerð skil, kynnt verður nýtt sam-
þættingarverkefni nefndar í Hafnarfirði, um
uppbyggingu á heildrænni öldrunarþjónustu og
eins má nefna fyrirlestur um Aðstandendafélag
aldraðra sem til stendur að setja á laggirnar.
Fjallað verður um byltur og beinvernd, sjálf-
boðastarf kirkjunnar, ábyrgðarhlutverk ætt-
ingja, búsetu- og félagsmál aldraðra og ökumat
sem hægt er að gera til að meta aksturshæfni
aldraðra, svo nokkur atriði séu nefnd,“ segir
Auður.
Námskeið Öldrunarfræðafélags Íslands og
Endurmenntunarstofnunar HÍ fer fram í hús-
næði Endurmenntunar að Dunhaga 7. Nánari
upplýsingar má finna á www.endurmenntun.is
og í síma 525 4444, en eldri borgarar fá 15% af-
slátt af þátttökugjaldi.
Heilbrigðismál | Námstefna um ýmsa þá þætti sem varða öryggi aldraðra og velferð
Öryggi aldraðra frá ýmsum hliðum
Auður Hafsteins-
dóttir fæddist í Reykja-
vík 1966. Hún lauk
stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskólanum í
Breiðholti 1988 og
diplóma í iðjuþjálfun við
Hålso Högskolan í
Jönköping 1995. Auður
lauk sérskipulögðu BS-
námi fyrir iðjuþjálfa við
HA 2005.
Auður hefur starfað við Landspítala –há-
skólasjúkrahús frá 1995, við endurhæfing-
arsvið á ýmsum deildum og starfar nú í út-
skriftar- og öldrunarteymi Landspítalans.
Sambýlismaður Auðar er Haukur Franz
Jónsson vaktformaður, og eiga þau tvö börn.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
80 ÁRA afmæli. Í dag, 25. febrúar,er áttræð Áslaug F. Guð-
mundsdóttir frá Nesjavöllum í Grafn-
ingi, til heimilis að Kleppsvegi 24,
Reykjavík. Áslaug tekur á móti gest-
um í dag eftir kl. 16 á heimili sonar síns
að Háahvammi 12, Hafnarfirði.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 25. febrúar,er sextug Guðrún Hlíf Lúðvíks-
dóttir, Fífuseli 32. Hún tekur á móti
gestum á heimili sonar síns á Lang-
holtsvegi 172 á milli kl. 14 og 17 á af-
mælisdaginn.
Enginn á þessa
óvirðingu skilið
ÞAKKIR til Sigurðar Hólm Gunn-
arssonar fyrir grein hans í Morg-
unblaðinu 20. febrúar sl.
Ég vil þakka þessum unga manni
fyrir að vekja máls á þeirri óvirðingu
sem líðst gagnvart eldra fólki og
fötluðum.
Það er ótrúlegt að mannréttindi
skuli vera fyrir borð borin þegar
kemur að hinum þöglu hópum sem
geta enga björg sér veitt lengur. Ég
er sammála Sigurði um að ef VILJI
væri fyrir hendi væri löngu búið að
ráða bót á málefnum eldri borgara
og fatlaðra.
Að mönnum skuli leyfast að skýla
sér á bak við það að „auka eigi þjón-
ustu við þá sem vilja búa heima sem
lengst“ er ótrúlega grunn. Fólk á
rétt á að hafa valkosti. Þeir sem eru
gamlir/fatlaðir eru oft einir, það er
því nauðsynlegt að byggja upp
„heimili“ þar sem þeir fá þá þjónustu
sem nauðsynleg er og einnig fé-
lagsskapinn hvert af öðru.
Hvað er unnið með því að fólk hír-
ist eitt í híbýlum sínum og fái heim-
ilishjálp og böðun ef það er svo eitt
og hjálparvana þess á milli? Það er
stórt bil á milli þess að búa einn í
íbúð eða í sambýlisherbergi með
öðrum og þar að auki ókunnugum.
Ég auglýsi hér með eftir þeim
flokki sem VILL forgangsraða
þannig því VILJI er allt sem þarf.
Þar læt ég X-ið mitt og vona að fólk-
ið í þessu landi átti sig á því að ÖLL
gætum við þurft á þessari þjónustu
að halda. Ekki er nóg með að 89
manns taka dýr sjúkrarúm – heldur
hlýtur þessu fólki að líða illa.
Um ömmuna og afann vil ég segja
að það sem GUÐ hefur gefið saman
má maðurinn ekki taka í sundur.
Auðvitað eiga þau rétt á að vera ná-
lægt hvort öðru „í blíðu og stríðu“ –
eða hvað segir biblían?
Ég skammast mín líka fyrir að
búa í þessu samfélagi – foreldrar
mínir voru heppin, þó létust meðan
þau höfðu samfélagslega virðingu.
(67 og 79 ára) Að verða gamall og
meðhöndlaður einsog óvita barn
hlýtur að taka mikið á þá og þeirra
nánustu. Það er skýlaus krafa að
þessum málum verði komið í lag, og
það strax.
Við eigum nóg af peningum, for-
gangur er allt sem þarf.
Emma K. Holm.
Skattastefnan
RÁÐHERRAR þessa lands mega
skammast sín fyrir skattastefnuna
þar sem þeir íþyngja láglaunafólki
og heilla hátekjufólkið. Þeir ættu að
taka minna mark á æðsta prestinum
Hannesi Hólmsteini.
Björn Indriðason.
Fartölvutaska í óskilum
FARTÖLVUTASKA fannst á
Miklatúni í síðustu viku. Upplýs-
ingar í síma 847 1507.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Bridshátíð.
Norður
♠KG6
♥KDG7
♦K2
♣Á543
Vestur Austur
♠932 ♠D10
♥1093 ♥6542
♦G73 ♦10954
♣KG97 ♣D108
Suður
♠Á8754
♥Á8
♦ÁD86
♣62
Suður spilar sex spaða og fær út
lítið lauf.
Þetta er einfalt á opnu borði með
því að fella drottninguna aðra í
trompi, en setjum okkur í spor
sagnhafa, sem aðeins sér tvær
hendur og þarf að taka afstöðu í
trompinu eftir þetta eitraða útspil.
Spilið er frá sveitakeppni
Bridshátíðar á laugardag og yf-
irleitt vannst slemman eftir mild-
ara útspil. Það var því með nokkr-
um trega sem félagi umsjónar-
manns endursagði ófarir sínar eftir
lauf út:
Hann drap á laufás og lagði nið-
ur spaðaás. Tromptían í austur var
ógnvekjandi og okkar manni þótti
hættan á 4–1-legu í spaða veruleg.
Hann spilaði því hjarta þrisvar og
henti laufi, fór svo heim á tígul og
svínaði spaðagosa. En austur fékk
á drottninguna, spilaði hjarta og
vestur gat trompað með níunni!
Einn niður.
Daginn eftir kom lausnin (eftir
andvökunótt): „Ég átti að leggja
niður spaðakóng. Ef vestur reynist
eiga D9xx í spaða má trompa lauf
tvisvar og byggja upp þessa enda-
stöðu:“
Norður
♠G
♥K
♦–
♣5
Vestur Austur
♠D9 ♠–
♥– ♥6
♦– ♦109
♣K ♣–
Suður
♠8
♥–
♦D8
♣–
„Tíguldrottningu er spilað og
vestur getur ekkert gert.“
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4.
O-O a6 5. Be2 Rgf6 6. d3 g6 7. He1
Bg7 8. Bf1 0-0 9. a4 b6 10. c3 Bb7
11. Rbd2 e5 12. b4 He8 13. bxc5
bxc5 14. c4 Bh6 15. Rb1 Bxc1 16.
Dxc1 Hb8 17. a5 Rf8 18. Rc3 Bc8
19. Rd5 Re6 20. Dd2 Rxd5 21. exd5
Rg7 22. Heb1 Bf5 23. Rg5 Dc7 24.
g3 Hxb1 25. Hxb1 Hb8 26. Hb2
Re8 27. Hxb8 Dxb8 28. h4 Rf6 29.
Be2 Db4 30. Rf3 e4 31. dxe4 Rxe4
32. De3 Dc3 33. Bd3
Staðan kom upp í C-flokki Cor-
us-skákhátíðarinnar sem lauk fyrir
skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi.
Kínverski stórmeistarinn Li
Shilong (2.543) hafði svart gegn
kollega sínum frá Hollandi, Harm-
en Jonkman (2.470). 33. … Rxg3!
svartur vinnur nú peð og nokkru
síðar skákina. 34. De8+ Kg7 35.
Rg5 Df6 36. fxg3 Bxd3 37. Dd7?
Þetta leiðir til máts en taflið var
eigi að síður gjörtapað. 37. …
Df1+ 38. Kh2 Df2+ 39. Kh3 Bf1+
40. Kg4 h5#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Einbýlishús í Þingholtunum óskast
- Staðgreiðsla
Traustur kaupandi óskar eftir 250-400 fm einbýlis-
húsi í Þingholtunum. Gott einbýli á öðrum stað
kemur til greina t.d. hús með sjávarútsýni. Húsið
má kosta allt að 120 milljónir.
Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Óska eftir að kaupa olíumálverk
eftir Jóhann Briem.
Upplýsingar í síma 896 6170.
Jóhann Briem óskast
Skráning hefst mánudaginn 27. febrúar.
Jákvætt námskeið um
hjónaband og sambúð
í Hafnarfjarðarkirkju 10 ára
Upplýsingar og skráning á
thorhallur.heimisson@kirkjan.is
• Samskipti hjóna.
• Aðferðir til að styrkja hjónabandið.
• Orsakir sambúðarerfiðleika.
• Leiðir út úr vítahring deilna og átaka.
• Ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin.
Á námskeiðunum er m.a. fjallað um:
Leiðbeinandi á
námskeiðinu er
sr. Þórhallur Heimisson.
Nánari upplýsingar
á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju
www.hafnarfjardarkirkja.is
- Aukanámskeið í mars -