Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 2006Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112

Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 59 MENNING www.performer.is Þegar hljóðfæraleikari flyturinn í hverfið þá eru góðarlíkur á að einhver nágrann- inn dæsi og hugsi: „Jæja, þá er þetta hverfi ónýtt“. Því fyrr en varir er hljóðfæraleikarinn farinn að raska áður kyrrlátum stundum með tónstigum og háværum mel- ódíum. En einhvers staðar verða „vondir“ að vera og það væri af- skaplega eðlilegt að ætla að þar til gert æfingahúsnæði væri svarið við þessu vandamáli. Raunin er aftur á móti sú að tónlistarfólk á alltaf í basli með að verða sér úti um aðstöðu til að sinna tónlistinni sinni. Það er nefnilega eins með tónlistina og flesta aðra fram- leiðslu; við þiggjum afurðina en verksmiðjan þyrfti helst að vera sem lengst í burtu.    Ýmislegt hefur verið gert til aðbregðast við þessari vöntun á æfingahúsnæði. Þannig spratt upp Tónlistarþróunarmiðstöðin (TÞM) úti á Granda sem ætluð er bæði fyrir faglistamenn og upprennandi áhugafólk. Listamiðstöðin Klink og Bank tók auk þess að sér að hýsa ófáa tónlistarmenn. Nú er aftur á móti búið að rýma húsnæði Klink og Bank vegna fyrirhugaðra framkvæmda og biðlistinn eftir plássi í TÞM lengist stöðugt. Eft- irspurnin hefur nefnilega sjaldan verið meiri þar sem fjöldi fram- bærilegra tónlistarmanna hefur aukist svo um munar á und- anförnum árum hér á landi eins og síðasta Airwaves-hátíðin bar glöggt vitni um og kemur sömu- leiðis fram í kvikmynd Ara Alex- anders, Gargandi snilld.    Venjan hefur verið sú að hleypatónlistarfólki inn í yfirgefin atvinnuhúsnæði eins fyrrnefndar miðstöðvar, Klink og Bank og TÞM. Þar geta listamennirnir unn- ið frjálst og óáreittir að sinni list- sköpun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kvörtunum. Á móti kemur að þegar atvinnuhúsnæði stendur yfirgefið er það í flestum tilvikum millibilsástand þar sem húsnæðið bíður annað hvort eftir nýrri arðbærri starfsemi eða að verða rifið niður. Tónlistarþróun hefur því miður ekki ennþá verið talin arðbær starfsemi eða þannig virðist það allavega vera.    Á síðustu árum hafa Íslendingareinkum státað sig af öflugu tónlistarlífi og ekki af tilefn- islausu. Vaxandi erlendur áhugi á íslensku tónlistarfólki hefur ekki farið framhjá neinum. Íslenski gæðastimpillinn hefur aldrei verið öflugri. Ef við viljum efla þessa þróun og halda áfram að „búa til fræga Íslendinga“, eða einfaldlega að tryggja stöðu innlendu tónlist- arflórunnar, þá þarf vissulega að hlúa að undirstöðunni. Góð tónlist sprettur ekki af engu. Að skapa og flytja frambærilega tónlist krefst mikillar vinnu og mikil vinna krefst augljóslega að vinnu- aðstaðan sé fyrir hendi. Miðað við hvað íslensk tónlist hefur verið að gera fyrir ímynd landsins þá hefði maður haldið yfirvöld myndu sjá hag sinn í því að bregðast betur við þessu vandamáli. Slíkar að- gerðir virðast aftur á móti ekki vera ofarlega í forgangsröðinni og skilaboðin sem það sendir tónlist- arfólki geta varla verið mjög já- kvæð. Spyrjum hvaðan gott kemur ’Það er nefnilega einsmeð tónlistina og flesta aðra framleiðslu; við þiggjum afurðina en verk- smiðjan þyrfti helst að vera sem lengst í burtu.‘ Morgunblaðið/Þorkell Listaverksmiðjan Klink og Bank hýsti marga tónlistarmenn. thorri@mbl.is AF LISTUM Þormóður Dagsson Í DAG kl. 15 opnar Sveinbjörg Hall- grímsdóttir sýningu á handþrykktum tréristum í baksaln- um í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir hún Dögun. Verkin eru öll unnin á þessu ári og því síðasta. Myndefnið er sótt í íslenska náttúru, veðurfar og birtu. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir stundaði nám við kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974–1978, Myndlistaskóla Reykjavíkur 1986–1990 og málaradeild Myndlista- og handíðaskólans 1990–1992. Hún hefur verið með eigin vinnustofu frá 1992 og starfrækt Gallerí Svartfugl á Akureyri frá 1997 til 2005, ýmist ein eða í samstarfi við aðra listamenn. Vorið 2005 flutti hún starfsemina í miðbæ Akureyrar. Hún er félagi í Grafíkfélaginu Íslenskri grafík, SÍM og Fyns Grafiske Værksted í Óðinsvéum. Sveinbjörg starfaði sem myndlistarkennari í mörg ár. Lengst af hefur hún unnið graf- íkverk sín í koparplötur, en undanfarin ár hefur hún einnig unnið trérist- ur. Þetta er tíunda einkasýning Sveinbjargar en að auki hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Sýningin stendur til 12. mars. Eitt verka Sveinbjargar Hallgrímsdóttur í Galleríi Fold, en sýningin hefst í dag kl. 15. Dögun í Fold VÍS hefur gengið til samstarfs við Borgarleikhúsið um sýn- ingar á Belgíska Kongó og var samstarfssamningur undirrit- aður í forsal Borgarleikhúss- ins fyrir skömmu að við- stöddum gestum VÍS. Guðjón Pedersen leik- hússtjóri lýsti yfir ánægju sinni með aðkomu VÍS að þessu verkefni. „Vonandi verður þetta aðeins upphafið að farsælu samstarfi sem allir geta verið stoltir af,“ sagði Guðjón jafnframt við þetta tækifæri. „Það er stefna VÍS að styðja vel við málefni er varða land og þjóð og er starfsemi Leikfélags Reykjavíkur svo sannarlega vel til þess fallin að auðga mannlífið,“ sagði Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VÍS, við undirritun samningsins. Belgíska Kongó eftir Braga Ólafs- son gekk fyrir fullu húsi í Borgarleik- húsinu þau tvö leikár sem það var sýnt. Vegna fjölda áskorana var ákveðið að hefja sýningar að nýju, þriðja leikárið í röð. Eggert Þorleifs- son hlaut Grímuverðlaunin fyrir best- an leik í aðalhlutverki karla vorið 2004 fyrir túlkun sína á hinni fjör- gömlu Rósalind. Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VÍS, og Guðjón Pedersen leikhússtjóri við undir- ritun samstarfssamningsins. Belgíska Kongó sýnt á ný Í DAG, laugardag, er opnuð í Gall- eríi Dverg sýning Hönnu Christel. Sýningarrýmið hefur verið starf- rækt frá árinu 2002, í nokkra mán- uði á ári í senn, og vaknar Dverg- urinn af góðum dvala með þessari sýningu. Óregluleg starfsemi gallerísins ræðst af því að um einskonar heima- gallerí er að ræða: „Mánuðina sem ég hef þurft að loka Dvergnum hef ég verið erlendis vegna eigin náms og starfa í myndlist,“ útskýrir Birta Guðjónsdóttir, sýningar- og safn- stjóri gallerísins. Birta hefur boðið um tug lista- manna að vinna í sýningarrýminu í vetur og er Hanna Christel sú fyrsta, en áhersla verður lögð á tímatengda list og allt sem rúmast innan þess hugtaks í Dvergnum í vetur, að sögn Birtu. Gallerí Dvergur er allsérstakt rými, bakhús með litlum kjallara við Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Lofthæðin er aðeins 165 cm og gólf- flötur sömuleiðis lítill: „Vegna smæðarinnar og lofthæðar myndast ákveðin stemning í rýminu og rýmið býður upp á að þessi andi sé nýttur í verkunum. Upplifunin hefst strax og áhorfandi kemur inn í rýmið, og er um leið hálfboginn,“ segir Birta og bætir við kímin að vegna smæð- arinnar megi segja að alltaf sé fullt út úr dyrum á opnunum í galleríinu. Sýning Hönnu Christel er sér- staklega unnin fyrir rýmið og bygg- ist meðal annars á gjörningi sem framinn er alla sýningardaga. Hanna er fædd 1977 og útskrif- aðist með BA-gráðu frá myndlist- ardeild LHÍ 2002. Hún stundar nú framhaldsnám í myndlist við Weiss- ensee-listaakademíuna í Berlín. Sýningin í Gallerí Dverg er opin næstu þrjár helgar, laugardagana og sunnudagana 25. og 26. febrúar, 4. og 5. mars og 11. og 12. mars, frá kl. 18 til 20 alla dagana. Aðgangur að Gallerí Dverg er ókeypis og allir velkomnir. Myndlist | Hanna Christel sýnir í Dvergi Dvergurinn vaknar af dvala Ljósmyndaverk eftir Hönnu Christel. ÁRLEGIR tónleikar strengjasveitar Listaháskóla Íslands verða í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni verða verk eftir Jóhann Sebast- ian Bach, Jón Nordal og Samuel Barber. Tónleikarnir eru hluti af Vetrar- hátíð í Reykjavík. Meðal verkanna eru hinn frægi konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur, strengi og sembal eftir Bach. Einleikarar eru Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir, nemar í tónlistardeild Listahá- skólans. Þá verður fluttur Concerto Lirico fyrir hörpu og strengi eftir Jón Nordal en þar er Elísabet Waage í einleikshlutverki. Auk þessara verka verður flutt Adagio eftir Samuel Barber. Það fræga verk er upphaflega þáttur úr strengjakvartett Barbers, en er nú oftast leikið af strengjasveit. Stjórnandi Strengjasveitar Listaháskóla Íslands er Gunnar Kvaran. Morgunblaðið/Árni Sæberg Strengjasveitin á æfingu undir stjórn Gunnars Kvaran, en tveir einleikarar munu koma fram. Bach, Barber og Jón Nordal Vetrarhátíð | Strengjasveit Listaháskól- ans leikur í Neskirkju á morgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 55. tölublað (25.02.2006)
https://timarit.is/issue/284190

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

55. tölublað (25.02.2006)

Iliuutsit: