Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 60
60 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
K
vikmyndin Capote
fjallar um bandaríska
rithöfundinn Truman
Capote og atburði þá
er gerðu hann ódauð-
legan í bókmenntaheiminum, en
grófu um leið undan honum, bæði
sem persónu og listamanni. Bókin
Með köldu blóði (In Cold Blood)
þótti umbreyta bæði blaðamanna-
og bókmenntaheimi, en þar segir af
sönnum atburðum sem áttu sér
stað í smábæ í Kansas á sjötta ára-
tugnum.
Það sem var byltingarkennt í stíl
Capote er að hann nálgast stað-
reyndirnar með innsæi skáldsagna-
höfundarins og nýtt form, stað-
reynda-skáldsagan (nonfiction
novel), leit dagsins ljós. Myndin er
áhrifamikil og á Philip Seymour
Hoffman stórkostlegan leik. Hoff-
man er þá einn af meðframleið-
endum myndarinnar og vann náið
með leikstjóra hennar, Bennett
Miller, hvað handrit, leikmynd og
almenna úrvinnslu varðaði.
Það virðist sama hvern maður
spyr um þessar mundir, þegar
nafnið Philip Seymour Hoffman
kemur upp heyrast orð og setn-
ingar eins og „frábær“, „geðveikur
leikari“ og „snillingur“. Hoffman
virðist alltaf ná að skilja eitthvað
eftir sig í þeim myndum sem hann
kemur að og stundum gerist hann
meiriháttar senuþjófur, þó að hlut-
verkið sé í minna lagi.
Hoffman hefur þegar verið til-
nefndur til fjölmargra verðlauna
fyrir hlutverk sitt, meðal annars til
Óskarsins, bresku kvikmyndaverð-
launanna (BAFTA) og Golden
Globe, en tvenn þau síðastnefndu
hefur hann þegar unnið.
Svalur og afslappaður
Berlínarhátíðin er mikil pressu-
hátíð og blaðamenn skipta þús-
undum. Þetta tiltekna viðtal var
eins og „de-luxe“ blaðamanna-
fundur, mönnum var skipt í tíu
manna hópa sem fengu hver um sig
um tuttugu mínútur með Hoffman.
Hálfgerður verksmiðjubragur á
þessu en svona getur þessi bransi
nú verið. Frumskógarlögmálið gilti
hvað spurningar varðaði, sumir
voru ágengir á meðan aðrir þögðu
og punktuðu einfaldlega hjá sér.
Hoffman er öðruvísi í nærmynd
en ég hafði ímyndað mér. Svalur og
afslappaður og maður sá glöggt að
hann einbeitir sér greinilega alger-
lega að þeim hlutverkum sem hann
tekur að sér. Ég verð að við-
urkenna, að ég átti von á meiri
lúða. Hópurinn hóf þegar að skjóta
að spurningum, framlag ykkar
háæruverðugs eru sérmerkt. Hoff-
man gaf af sér góðan þokka og
svaraði rólega og af áhuga.
– Hvaða merkingu hefur það fyr-
ir þig að hafa verið tilnefndur til
Óskarsins?
„Umm … ég veit það bara ekki.
Það kemur í ljós. Ég veit ekki
hvort það breytir miklu fyrir mig.
Svei mér þá, og ég hef aldrei unnið
neitt áður. Ekkert í líkingu við
þetta a.m.k. Minn metnaður liggur
nú fyrst og fremst í því að reyna að
leika eins vel og ég get. Ég get
ekki sagt að metnaður minn hafi
aukist en ég er að sjálfsögðu
ánægður með að verk mín séu farin
að vekja svona mikla athygli. Ég
verð hins vegar að gæta að mér,
verkefnavali og slíku. En að fá
klapp á bakið fyrir vel unnin störf
er alltaf vel þegið. En það að vita
sjálfur að þú hafir gert vel skiptir
alltaf mestu máli, frekar en hrós
frá öðrum. Þú gætir komið upp að
mér og sagt að eitthvað sé frábært
á meðan að ég er ekki á sömu skoð-
un. En ég myndi samt ekki segja
þér frá því.“
– Hvernig undirbjóst þú þig und-
ir þetta hlutverk? Röddin er t.d.
einkar sérstök (AET).
„Ég hlustaði á gamlar upptökur
með Capote, fór yfir handritið …
enginn sérstakur undirbúningur
þannig séð. Röddin já, það var nú
bara ákveðin tæknivinna. Allt þetta
tilfinningalega umrót sem fylgdi
Capote var erfiðara.“
– Hvað er hægt að læra af
Capote?
„Að fara varlega í það að sækjast
eftir því sem þú vilt. Stundum geta
þeir hlutir sem þú heldur að séu
bestir fyrir þig snúist upp í and-
hverfu sína og valdið sársauka.
Hlutir sem geta grafið undan þér.
Ég veit ekki hvort þessi mynd ber
með sér einhverja siðferðislega
lexíu, sagan er mjög klassísk. Það
sem er sársaukafyllst er að Capote
gerir sér grein fyrir því í myndinni
að hann er búinn að glutra lífi sínu
niður. Hann veit að með því að
vinna hefur hann tapað.“
– Var erfitt að komast úr hlut-
verkinu?
„Tæknilega séð er það auðvelt.
Maður slekkur bara á því þegar
maður stígur út fyrir myndavél-
arnar. Erfiði hlutinn er að vera sí-
fellt að hugsa um hlutverkið og
manninn. En um leið og vinnan er
búin – þá flögrar þetta í burtu.
Ekkert mál.“
– Var hætta á því að ofleika?
„Ja … það var ákveðin áhætta.
Maður varð að vera nokkuð ein-
beittur, því að Capote var allsér-
stakur maður. Fyrst þegar ég sá
hann í heimildarmynd, í tengslum
við undirbúning fyrir myndina, brá
manni. Ég hafði ekki séð hann síð-
an ég var barn og ég hugsaði bara:
„Ónei, hvernig á ég að leika þennan
mann?“ (hlær). Fólk gleymdi því
aldrei þegar það sá Capote í fyrsta
sinni og ég og Bennett vönduðum
okkur við að reyna að ná fram svip-
uðum hughrifum í myndinni.“
Meirihlutinn úti á kanti
– Vinir mínir hafa sagt að það sé
sama hversu léleg eða góð myndin
sé, ef Philip Seymour Hoffman er í
henni, þá fer ég á hana. Mig grunar
að þetta fólk yrði samt fyrir von-
brigðum ef þessi góði árangur
Capote myndi leiða þig inn í stærri
og glyskenndari myndir …(AET)
„Já … en ég hef gert slíkar
myndir líka í gegnum allan minn
feril. Ég var í Twister, Scent of a
Woman, Along Came Polly … ég
hef verið í þessum „stóru“ líka,
þrátt fyrir að ég sé líklega ekki
þekktastur fyrir það. Patch
Adams! (Hoffman gefur til kynna
með látbragði að hann sé ekki
stoltur af því að hafa tekið þátt í
henni).
Meirihluti mynda minna er úti á
kanti en mér finnst gaman að vera
í stóru myndunum líka. Ég er ill-
mennið í Mission Impossible III og
ég fíla það mjög vel. Ég býst við
því að koma að svona myndum
reglulega, annað veifið.“
– Segðu okkur aðeins frá hlut-
verki þínu í Mission Impossible
III.
„Ég er svaka vondur! Þetta er
svona frumgerð hins illa.“
– Hvernig var að vinna með Tom
Cruise?
„Frábært. Ég hef þekkt hann í
nokkurn tíma, eða síðan við unnum
saman í Magnolia.“
– Og ertu að hoppa og hlaupa og
skjóta og slást?
„Ójá … þetta er allt annað dæmi.
Ég hafði aldrei gert neitt svona áð-
ur, slást og svona og það var
skemmtilegt. Ég hafði áhyggjur af
því að fá kannski ekki að gera það
sjálfur en þeir treystu mér!“
– Þú varst nú ansi illur í Punch
Drunk Love?
„Já, en sú persóna var bara full
af lofti (hlær). Það var það frábæra
við það hlutverk. En þessi gaur í
Mission Impossible … hann er
snargeðveikur.“
Vinna með vinum
– Hvernig er að vinna mynd með
vinum sínum)? (Hoffman, Bennett
og Dan Futterman, handritshöf-
undur, hafa verið vinir frá ung-
lingsárum.)
„Við höfðum áhyggjur, sann-
arlega. Við ákváðum bara að henda
okkur í þetta og vona það besta.
Ég held að þetta hafi treyst böndin
frekar ef eitthvað er.“
– Var þetta öðruvísi en að vinna
með fjölskyldu sinni? (Vísað er í
hina mögnuðu Love Liza, en bróðir
hans skrifaði handritið).
„Ég veit það ekki … bróðir minn
skrifaði þá mynd en hann var aldr-
ei á staðnum. Þannig að ég get ekki
sagt til um það.“
– Gengur fólk upp að þér úti á
götu?(AET)
„Já. Ég reyni að bregðast eins
vel við og ég get en það getur verið
erfitt. Það er ekki gaman að geta
ekki gengið út á götu án þess að
þekkjast. Þú veist ekki hvernig það
er, fyrr en þú missir þetta. Einu
sinni var ég eins og þið – og allt í
einu fer fólk svo að glápa á þig.“
Einn blaðamaðurinn fór þá að
spyrja hvort að hann efaðist um
starf sitt vegna þessa, eitthvað sem
Hoffman neitaði. Og við það gekk
viðtalsstýra inn í herbergið, viðtali
lokið. Hoffman þakkaði pent fyrir
sig og var rokinn.
Líkt og hjá Capote á sínum tíma
er þessi nýjasta mynd Hoffmans
glæsilegur toppur á hingað til mjög
svo gifturíkum ferli. Það er bara
vonandi að vopnin snúist nú ekki í
höndunum á honum.
Philip Seymour Hoffman er hiklaust einn allra besti leikari sinnar kynslóðar og hvergi sýnir hann það jafnvel og í myndinni Capote, sem
frumsýnd er um helgina. Arnar Eggert Thoroddsen hitti á kappann á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fram fór nú á dögunum.
Rósin í hnappagatinu
Reuters
Philip Seymour Hoffman á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Berlín þar sem blaðamaður hitti hann en Hoffman þykir eiga stórkostlegan leik sem Capote.
Capote (Hoffman) ásamt Harper Lee (Catherine Keener) en Hoffman und-
irbjó sig fyrir hlutverkið m.a. með því að hlusta á gamlar upptökur.
„Hoffman virðist alltaf ná að skilja eitthvað eftir sig í þeim myndum sem
hann kemur að og stundum gerist hann meiriháttar senuþjófur.“
arnart@mbl.is
’Stundum geta þeir hlut-ir sem þú heldur að séu
bestir fyrir þig snúist upp
í andhverfu sína og valdið
sársauka.‘