Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 25.02.2006, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 61 TÓNLIST Geisladiskur Mr. Schmuck’s Farm - x Good Sound x  Öll lög eru eftir Hildi Guðnadóttur og Dirk Dresselhaus. Upptökur fóru fram í Berlín á árinu 2004. John Sellekaers mast- eraði. Oral gefur út. 3 lög, 70:33. ÉG hafði orð á því við tengdamóður mína fyrir skemmstu að hún myndi að öllum líkindum ekki endast eina einustu mínútu við áhlustun plöt- unnar sem hér er til umfjöllunar, Good Sound. Það má vera að ég van- meti þolinmæði tengdó en ég er í það minnsta ekki að ýkja þegar ég segi að þessi plata er ekki allra. Á Good Sound er að finna þrjú verk sem byggja öll á snarstefjun á selló og þungum rafhljóðum, stund- um nefnd „drone“ eða einfaldlega drunur. Sellóleikarinn er Hildur Guðnadóttir sem er Íslendingum að góðu kunn úr ýmsum hljómsveitum s.s. Rúnk og Stórsveit Nix Nolte. Rafhliðina annast Dirk Dresselhaus, en hann hefur getið sér gott orð und- ir nafninu Schneider TM – áhuga- sömum er bent á að nálgast hina frá- bæru Zoomer. Dirk teygir hér sellótónana og beygir, bætir inn alls- kyns torkennilegum hljóðum svo úr verður mikil framúrstefna. Drunginn er í aðalhlutverki og á dimmu vetrarkvöldi þarf maður að hafa sig allan við til að naga ekki neglurnar niður í kviku. Drunur Dresselhaus ættu vel heima í til- raunakenndri hryllingsmynd og ógnvænlegur sellóleikur Hildar ekki síður í fantasíuheimi þýska express- jónismans. En hlustandinn þarf einnig að hafa sig allan við svo hann missi ekki einbeitingu, stysta verkið er rúmar 15 mínútur og hið lengsta tæpar 33 mínútur. Fyrsta verkið „Not All Crows Are Black“ er gott. Hildur fer mikinn á sellóinu og iðnaðarlegar drunurnar í bakgrunni mynda skemmtilega and- stæðu við lifandi strengjaleikinn. Verkið á einnig skilið hrós fyrir byggingu, hér er ekki einvörðungu byggt lóðrétt – ofan á – í 23 mínútur, heldur má tala um (ó)eiginlega kafla sem hjálpa hlustandanum að stað- setja sig í þessu mikla og stóra hljóð- rými. Annað verkið „Don’t Give Up, What Is Death?“ er síðra. Hér er of miklu púðri eytt í of lítið. Verkið fer vel af stað en er orðið ansi lang- dregið um og eftir tíu mínútna markið. Þá eru hins vegar tveir þriðju leiðarinnar eftir. Umgjörð seinni hlutans er öll mun smærri og fyrir vikið er auðvelt að missa áhug- ann. Á síðustu mínútunum er gerð tilraun til að rífa spennuna upp á ný, en þá er maður löngu sofnaður. Það birtir til með þriðja og síðasta verkinu „My Favourite Caucus Air- chamber“. Það er vafalaust aggresíf- ast, sellóið er hér þanið til hins ýtr- asta, tónninn keyrður gegnum allskyns hljómskæla svo úr verður verk sem gæti þess vegna hafa átt heima á skrítnari plötum Velvet Un- derground eða Sonic Youth. Notkun bergmáls er smám saman aukin eftir því sem líður á verkið sem þýðir að hljómveggurinn þéttist í sífellu. Hildur spilar smám saman fastar og Dirk afskræmir hljóminn enn frekar svo úr verður magnað ris á tólftu mínútu. Good Sound er ansi sérstök plata fyrir þá sem þekkja Dirk og Hildi af fyrri verkum þeirra. Þrátt fyrir það er hún áhugavert innlegg í íslenska tilraunatónlist og ágætur minnis- varði um þá miklu grósku sem á sér stað í Berlín þessa dagana, ekki síst í nafni íslenskra listamanna. Mr. Schmuck’s Farm er eflaust mjög gaman að sjá á sviði; ég ímynda mér að þá komist maður í nánari snert- ingu við þá spunakenndu töfra sem hér er reynt að gera skil á plasti. Atli Bollason Varúð! Ekki fyrir tengda- mæður! MYNDIN The Constant Gardener er nýjasta kvikmynd leikstjórans Fernando Meirelles, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna árið 2004 fyrir leikstjórn kvikmyndarinnar City of God. Myndin er byggð á met- sölubók rithöfundarins John Le Carré, og með aðalhlutverk fara þau Ralph Fiennes og Rachel Weisz, en Weisz er tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir hlutverk sitt í myndinni. Alls er myndin tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. The Constant Gardener fjallar um diplómatann Justin Quayle sem fer til Afríku til að rannsaka morðið á eiginkonu sinni. Þegar á rannsókn- ina líður kemst hann hins vegar á snoðir um hræðilegt samsæri sem orðið getur milljónum manna að bana. Rachel Weisz og Ralph Fienn- es leika aðalhlutverkin í The Constant Gardener. Frumsýning | The Constant Gardener Morð í Afríku ERLENDIR DÓMAR: Metacritic.com 82/100 Roger Ebert 100/100 Empire 80/100 Variety 80/100 Hollywood Reporter 80/100 The New York Times 80/100 (allt skv. Metacritic) F A B R IK A N 2 0 0 6 OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Háskólinn í Reykjavík býður metnaðarfullt og spennandi nám með áherslu á hagnýt verkefni og sterk tengsl við atvinnulífið. Stefna Háskólans í Reykjavík gagnvart nemendum og starfsfólki er einföld: Að allir hlakki til að koma í skólann á hverjum degi til þess að leggja sig fram. Hringdu og fáðu sent upplýsingaefni eða bókaðu tíma hjá námsráðgjafa í síma 599 6200. Kíktu á www.ru.is VIÐSKIPTAFRÆÐI TÖLVUNARFRÆÐI TÆKNIFRÆÐI VERKFRÆÐI IÐNFRÆÐI LÖGFRÆÐI KENNSLUFRÆÐI LÝÐHEILSUFRÆÐI FRUMGREINASVIÐ HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK 2006-2007 Kynntu þér ná msframboðið á Stóra háskó ladeginum, í dag kl. 11–17 í Borgarleikhú sinu. OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 • www.ru.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.