Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 18

Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 18
18 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STEFNT er að því hlutafé Exista verði skráð í kauphöll á þessu ári og að slitið verði á krosseignatengslin á milli Kaupþings banka og Exista á þann hátt að bankinn losi um 19,2% hlut sinn í Exista og yrðu þá hlut- höfum Kaupþings banka greiddar aukaarðgreiðslur í formi hluta í Ex- ista. Kaupþing banki hefur haft frum- kvæði að viðræðum við aðra hluthafa í Exista vegna þessa. Jafnframt hefur Kaupþing banki verið að skoða framtíðarskipulag um starfsemi bankans og þann möguleika að Kaupþing myndi net sjálfstæðra banka í stað móðurfélags á Íslandi með erlend dótturfélög. Ef Kaupþing banki væri ekki íslenskur banki þá hefði hann komist hjá hamaganginum sem varð í síðustu viku. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings banka, á aðalfundi bankans í gær en þar vék hann einnig að skýrslum erlendra greinenda og sagði að hann hefði ekki getað komist hjá að hugleiða það að annarleg sjónarmið gætu hafa legið að baki sumum skrifunum. Bókfærður á 6,9 milljarða Exista er aðaleigandi Exista B.V., félags sem er stærsti einstaki eigandi KB banka með 21,1% hlut en auk þess á Exista B.V. 43,6% hlut í Símanum. Miðað við síðasta skráða gengi bréfa Kaupþings er hlutur Exista í bank- anum nær 124 milljarða króna virði. Aftur á móti liggur ekki mat á virði hlutar Kaupþings í Exista ehf. enda félagið ekki skráð á markaði en ætla má að hluturinn sé nálægt 20 millj- arða króna virði, Hann er hins vegar aðeins færður á 6,9 milljarða í bókum Kaupþings banka þannig að munur- inn á markaðsverðmæti og bókfærðu verðmæti gæti verið einhvers staðar nálægt 13 milljörðum og benti Sig- urður á að í öllum skilmerkilega unn- um úttektum á bankanum yrði auðvit- að að taka tillit til þessa í verðmætaútreikningum. „En eins undarlegt og það kann að virðast hafa flestir greinendur og þó sér í lagi blaðamenn ekki gert það í nýlegum úttektum eða umfjöllun.“ Alþjóðlegur banki Sigurður sagði Kaupþing banka ekki vera landsbundinn banka heldur hóp fjármálafyrirtækja í tíu löndum. „Við erum alþjóðlegur banki með sterkt útibúanet í Norður-Evrópu og höfuðstöðvar í Reykjavík. Stærsti hluti tekna bankans verður til utan Ís- lands og stjórnendur eru ráðnir í þeim löndum þar sem bankinn starf- ar. Við höfum um tíma verið að horfa á framtíðarskipulag um starfsemi bankans og möguleika þess að Kaup- þing myndi net sjálfstæðra banka í stað móðurfélags með dótturfélög. Á meðal margra möguleika væri að stofna evrópskt fyrirtæki til þess að nýta sér betur getu Kaupþings banka. Það myndi líka svara betur raunverulegum umsvifum bankans. Í mínum huga er augljóst að íslensk stjórnvöld verða að vera viðbúin slíkri þróun og skapa umhverfi sem gerir það aðlaðandi fyrir alþjóðleg fyrir- tæki að halda áfram að vera með höf- uðstöðvar sínar í Reykjavík.“ Sigurður sagðist vera nokkuð viss um að ef Kaupþingi banki væri ekki íslenskur banki þá hefði hann komist hjá hamaganginum og ósanngjarnri umfjöllun í síðustu viku. Hann sagði jafnframt að ef Kaupþing banki ætti áfram að vera skráður í Kauphöll Ís- lands þyrfti að gera ýmsar breytingar og það fljótlega. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu t.d. farið fram á margar tæknilegar úrbætur, m.a. vegna einangrunar kauphallar- innar hér. „Það er raunar erfitt að skilja,“ sagði Sigurður, „hvers vegna ekki hefur þegar verið gengið frá samruna Kauphallarinnar við norrænar kaup- hallir.“ Sigurður sagði Kaupþing banka aldrei hafa verið sterkari en nú og eina hættan sem að honum steðjaði og bankinn hefði ekki verið reiðubúinn til þess að takast á við af fullum krafti væru rangfærslur um eða misskiln- ingur á bankanum sem skytu upp kollinum aftur og aftur. Menn yrðu að mæta þessu af fullum þunga svo tak- ast mætti að eyða illmælgi um bank- ann sem annars gæti orðið að sann- leika ef henni yrði haldið endalaust áfram á lofti. Sigurður sagði ótrúlegt að lesa suma þá umfjöllun sem birst hefði um Kaupþing banka og komast að því að sumir greinendur, svo ekki væri minnst á blaðamenn, hefðu alls ekki haft fyrir því að vinna lágmarks- heimavinnu, eins og t.d. að lesa árs- skýrslu bankans, áður þeir semdu illa ígrundaðar eða alls óígrundaðar skýrslur eða mat á Kaupþingi banka. „Þetta fær mig næstum til að halda að annarleg sjónarmið gætu hafa leg- ið að baki sumra skrifanna.“ Sigurður sagði nauðsynlegt að koma því vel til skila að undirstöður vaxtarins á Íslandi væri traustar. Þetta ætlaði Kaupþing banki sér að gera þannig að erlendir aðilar gætu byggt umfjöllun sína á tölum og stað- reyndum en ekki á vangaveltum og slúðri. Nú hefðu raunar flestir þess- ara aðila viðurkennt að markaðurinn hefði brugðist of harkalega vegna áhættuþátta samfara mögulegri of- hitnun í íslenska hagkerfinu. „Við vit- um að sumir keppinauta okkar stóðu á bak við þessi harkalegu viðbrögð við fréttum sem eru gamlar. Auk þess vitum við af því að nokkrir fjárfestar skortseldu til þess að koma af stað áhyggjum á meðal greinenda eða til þess að vekja athygli þeirra. Þetta er til marks um harða samkeppni og við- leitni til þess að draga úr trúverðug- leika okkar. En það má líka líta á þetta sem merki um vaxandi árangur okkar,“ sagði Sigurður. Framtíðarskipulag í skoðun Ætti að vera búið að sameina Kauphöll Íslands norrænu kauphöllunum Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Alþjóðlegur Sigurður Einarsson segir Kaupþing banka ekki vera landsbund- inn banka heldur alþjóðlegan banka með sterkt net útibúa í Norður-Evrópu.                          !"# $%%&$       ' () *(#&                    ! "          +, -$ ./(01 "2 3"&+ "2 ,(/% ./(01 "2 4 %% -!/ ./(01 "2  56/7# "2 8 ./(01 "2 3 5 ./(01 "2 .3$,#$/ "2  019$#5 4 #% "2 !50# "2 8 #6 #%$ :3 # "2  /&3 "2 ( $+   $(# "2 ,/ 0;0/<40/= /> ?>/"26 #%$ "2 @0/ "2   ! "#   -$(# ./(01 "2 $%; /% =0/ :3 # "2 A4 ./ #$ "2 A ;1$=? # "2  '+&3 #$+ ./(01 "2 B &/?$ "2 C ,3 #,$+ &,/(3&0; /D55$#5 ;$=,!=$# "2 E$##30,!=$# "2 $ %# &# ' ( $%&3$ D? "? /= / "2  3>,0/"F3 5 0=0/3 # -"2 ')*  +,# 'G H= , -$=%2-&/=                <   <  <  4/&D,$#5 "/> "D// -$=%2-&/= < < < <  <  <  < < < < < < < < < < I J I < J I J I J I <  J I  J < < I J I < J I J I J < I J < I J < < < I J < < < < < < I J A&$3 /-$=%$1,$  5$# $36(= H 3(%  5K  01 3 2 2 2 2  2 2 2 2 2 22 2 2 2 2 2  2 2  2 <   2   < 2 <   2                                    E$=%$1,$ H 972 %/2 A2 L , 050# /3$,$ ?!3$ -$=%$1,             <    <   <   ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1,8% í gær og fór í 6.294,84 stig. Viðskipti í Kauphöll Íslands námu tæpum 13 milljörðum, þar af 7,1 milljarði með hlutabréf. Gengi bréfa Bakkavarar hækkaði um 5,1%, Straums Burðaráss um 2,2% og Landsbankans um 1,8%. Bréf Alfesca lækkuðu um 2,4%. Krónan veiktist um 0,86% í dag, samkvæmt upplýsingum. Gengi doll- arans er 69,32 krónur, pundsins 121,68 og evrunnar 84,50. Bakkavör hækkar mest ● GREININGARDEILD KB banka spáir 0,75% hækkun vísitölu neysluverðs í apríl en vísitalan hækkaði um 0,2% í apríl á síðasta ári. Ef spáin gengur eft- ir mun 12 mánaða verðbólga fara úr 4,5% í mars og upp í 5% í apríl. Spá 5% verðbólgu í apríl ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum hækkaði um 0,3% á milli janúar og febrúar. Vísitalan fyrir Ís- land lækkaði hins vegar um 0,2%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Á tímabilinu frá febrúar 2005 til febrúar 2006 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,2% að með- altali í ríkjum EES, 2,3% á evrusvæð- inu og 1,2% á Íslandi. Mesta verð- bólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 7,0% í Lettlandi, 4,5% í Eistlandi og 4,3% í Slóvakíu. Minnst var verðbólg- an 0,6% í Finnlandi, 0,9% í Póllandi og 1,1% í Svíþjóð. Rétt er að vekja athygli á því að fjárskuldbindingar á Íslandi, sem tengdar eru vísitölu neysluverðs, breytast ekki í samræmi við breyt- ingar á samræmdri vísitölu neyslu- verðs. Húsnæðisliður er ekki í þeirri vísitölu en er hins vegar í vísitölu neysluverðs hér á landi. Samræmd vísitala fyrir Ísland lækkar EFTIRSTANDANDI langtímalán Landsbankans til endurgreiðslu á þessu ári nema 1,1 milljarði evra og 2 milljörðum evra árið 2007. Lausa- fjáreignir Landsbankans nema nú 3,2 milljörðum evra í lausu fé og auð- seljanlegum verðbréfum. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá Lands- bankanum til Kauphallar Íslands vegna umfjöllunar greiningaraðila og fjölmiðla að undanförnu. Í tilkynningunni segir að lausa- fjáreignir bankans nái yfir afborg- anir á langtímaskuldabréfum sem eigi að endurgreiðast innan næstu tveggja ára. Þá segir að nú þegar hafi bankinn aflað fjármögnunar á alþjóðamörkuðum sem samsvari næstum því alþjóðlegum langtíma- skuldbindingum á þessu ári. Jafnframt kemur fram að í árslok 2005 voru 62% af útlánasafni Lands- bankans lán til erlendrar starfsemi. Meirihluti þeirrar hlutabréfaeignar sem skráð er á Landsbankann séu kaup fyrir hönd viðskiptavina og vörnum vegna afleiðusamninga. Öll hlutabréf í nafni Landsbanka Lux- embourg samanstanda af kaupum fyrir hönd viðskiptavina. Lán til erlendrar starf- semi 62% af útlánum ACTAVIS hefur gert óformlegt tilboð í allt hlutafé samheitalyfja- fyrirtækisins PLIVA í Króatíu. Tilboðið er gert með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleika- könnunar. PLIVA er skráð í kauphöllinni í Króatíu og í Lond- on. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Actavis er kveðið á um það í tilboðinu, að greitt verði um 35% yfirverð fyrir hlutabréfin í PLIVA, miðað við meðalgengi þeirra síðastliðna þrjá mánuði. Þá segir í tilkynningunni að markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs, sé um 1,6 millj- arðar dollara, sem svara til um 110 milljarðra íslenskra króna. Góð markaðsstaða PLIVA er alþjóðlegt samheita- lyfjafyrirtæki, stofnað árið 1921, og sérhæfir sig í þróun, fram- leiðslu og sölu samheitalyfja, eftir að frumlyfjastarfsemi félagsins var seld á síðasta ári. Hjá félag- inu starfa rúmlega sex þúsund manns. Velta PLIVA á árinu 2005 nam um 1,2 milljörðum dollara, en tekjur af sölu samheitalyfja námu um 770 milljónum dollara. Hagn- aður fyrir afskriftir, fjármagns- liði og skatta (EBITDA) nam 319 milljónum dollara en þar af komu 159 milljónir frá samheitalyfja- starfseminni. Í tilkynningu Actavis segir að PLIVA hafi góða markaðsstöðu í Króatíu, Póllandi og Rússlandi, auk þess að selja lyf til Þýska- lands, Ítalíu, Spánar og Banda- ríkjanna. Þriðja stærst í heimi Haft er eftir Robert Wessman, forstjóra Actavis, í tilkynning- unni að Actavis telji PLIVA vera mjög áhugavert félag og samruni félaganna tveggja muni styrkja stöðu samstæðunnar á lykilmörk- uðum í Evrópu og í Bandaríkj- unum. Sameiginlegt félag væri það þriðja stærsta í heimi, með öflugt sölunet, vöruframboð og þróunarstarf. „PLIVA mun þjóna mikilvægu hlutverki í framtíðarvexti sam- stæðunnar og vonumst við til að hefja formlegar viðræður við stjórn PLIVA um næstu skref. Viðræður eru hins vegar ekki formlega hafnar og alls óvíst hvort af kaupunum verði eða hvort formlegt yfirtökutilboð verði gert til hluthafa félagsins,“ segir Róbert Wessman. Actavis býður í lyfjafyrirtæki í Króatíu ● SJÖ hafa gefið kost á sér til setu í stjórn FL Group fyrir aðalfund félags- ins, sem haldinn verður þriðjudaginn 21. mars næstkomandi, en fram- boðsfrestur rann út síðastliðinn fimmtudag. Fyrir fundinum liggur til- laga um að fjölga stjórnarmönnum úr fimm í sjö. Þeir fimm sem sitja í stjórn félagsins í dag gefa allir kost á sér til endurkjörs. Þeir sem gefa kost á sér til setu í stjórn FL Group eru: Skarphéðinn Berg Steinarsson, Þorsteinn M. Jóns- son, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magn- ús Ármann, Smári S. Sigurðsson, Pet- er Mollerup og Paul Davidson. Sjö gefa kost á sér til setu í stjórn FL Group ● GLITNIR hefur ákveðið að hækka vexti á nýjum verðtryggðum íbúða- lánum sínum um 0,13 prósentustig, úr 4,35% í 4,48%. Í tilkynningu frá bankanum segir að þessi breyting hafi engin áhrif á kjör þeirra sem hafi tekið íbúðalán Glitnis til þessa. Eftir þessa hækkun er Glitnir með hæstu vextina á nýjum íbúðalánum af þeim lánastofnunum sem bjóða sérstök íbúðalán. KB banki býður lægstu vextina, 4,30%, en bankinn tilkynnti um hækkun þeirra úr 4,15% í 4,30% í fyrradag. Sparisjóðirnir eru með 4,35% vexti, Íbúðalánasjóður 4,40% og Landsbankinn 4,45%. Glitnir hækkar vexti af íbúðalánum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.