Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 27
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
SUÐURNES
Reykjanesbær | Um áttatíu konur -
og einn karlmaður - sóttu ráðstefn-
una „Konur, starfsframi og fjöl-
skyldan“, sem haldin var í Listasafni
Reykjanesbæjar síðastliðinn fimmtu-
dag. Hópur kvenna stóð að ráðstefn-
unni, eins og sambærilegri ráðstefnu
á síðasta ári, og aðsóknin nú var mun
meiri.
„Við höfum unnið að þessu verk-
efni í þrjú ár nokkrar konur sem
gegna stjórnunarstöðum hjá Reykja-
nesbæ. Tilgangurinn er að reyna að
efla aðrar konur til að takast á við
ábyrgðarstörf, hjálpast að við að ná
árangri og hafa áhrif á þróun sam-
félagsins,“ segir Hjördís Árnadóttir,
félagsmálastjóri Reykjanesbæjar.
Hópurinn hefur síðan verið víkkaður
út og fleiri tekið þátt í starfinu.
Í fyrravetur hélt hópurinn ráð-
stefnuna „Konur, aukin áhrif á vinnu-
markaði“ og þótti hún takast vel. Í
framhaldi af henni var sett upp
tengslanet kvenna sem haldið hefur
verið gangandi síðan.
Lýkur með nýrri ráðstefnu
Fjöldi góðra framsögumanna hélt
erindi á ráðstefnunni í Listasafni
Reykjanesbæjar. Guðbjörg Jóhanns-
dóttir, einn skipuleggjenda, telur, að
gestir ráðstefnunnar hafi kunnað að
meta þær ráðleggingar sem fram
komu í erindum framsögumanna.
Hún nefnir að mikilvægt sé að konur
sem einbeiti sér að starfsframa skapi
svigrúm til að aðrir geti tekið til
hendinni á heimilinu, annað hvort að
makinn komi í auknu mæli inn í störf-
in og þá á sínum forsendum eða þá að
keypt sé aðstoð. Þá segir hún að
skýrt hafi komið fram að konur og
karlar séu með ólíkan stjórnunarstíl.
Í sumum tilvikum mætti velta því fyr-
ir sér hvort ímynd tiltekinna stjórn-
unarstarfa væri karllæg, án þess að
það eigi sér stoð í starfinu sjálfu.
Þetta þurfi að athuga. „Ég held að
niðurstaðan sé sú, að við erum komn-
ar áleiðis en allt tekur þetta tíma.
Markmiðið er að allir, sem búa að sér-
þekkingu, fái jöfn tækifæri, jafnt kon-
ur sem karlar,“ segir Guðbjörg.
Hjördís Árnadóttir segir fyr-
irhugað að ljúka þessu verkefni með
ráðstefnu að ári og til hennar verði
boðið jafnt konum sem körlum. „Það
er markmiðið að við getum unnið
saman að þessu. Við gerum okkur
vonir um að þá taki aðrir við þessu
hlutverki, að efla okkur jafnt til góðra
verka,“ segir Hjördís.
Konur í ábyrgðarstöðum hjá Reykjanesbæ vilja efla aðrar
Ljósmynd/Dagný Gísladóttir
Konur Um áttatíu konur sóttu kvennaráðstefnuna í Listasafni Reykjanesbæjar, mun fleiri en á síðasta ári.
Körlum verður boðið á lokafundinn
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Undirbúningur
framkvæmda við byggingu nausts
víkingaskipsins Íslendings í svo-
nefndum Víkingaheimi í Reykja-
nesbæ er á lokastigi. Gunnar Marel
Eggertsson, skipstjóri Íslendings,
hefur boðað áhöfn Íslendings til
samkomu næstkomandi laugardag í
tilefni þess að tíu ár eru liðin frá sjó-
setningu skipsins. Gerir hann sér
vonir um að þann dag verði unnt að
taka fyrstu skóflustunguna að
nausti Íslendings, en tekur fram að
enn sé ekki ljóst hvort það takist.
Íslendingur er nákvæm eftirgerð
Gauksstaðaskipsins sem fannst við
fornleifauppgröft í Noregi og er
varðveitt á Víkingaskipasafninu í
Osló. Gunnar Marel smíðaði skipið á
árunum1994 til 1996. Skipið var sjó-
sett 16. mars 1996, af Árna Sigfús-
syni þáverandi borgarstjóra í
Reykjavík og núverandi bæjarstjóra
í Reykjanesbæ. Fyrstu árin var það
notað til að fræða grunnskólabörn í
Reykjavík um siglingar fornmanna.
Frægastur varð Íslendingur fyrir
siglinguna frá Íslandi, um Græn-
land, til Ameríku árið 2000. Ferðin
var farin í kjölfar Leifs Eiríkssonar
í tilefni landafundaafmælisins sem
þá var haldið hátíðlegt.
„Áhöfnin kemur öll, utan eins fé-
laga okkar sem varð eftir í Kanada
og kemst ekki núna. Við höfum ekki
hist síðan í siglingunni,“ segir
Gunnar Marel.
Verið að mynda hópinn
Fyrir nokkrum árum fékk
Reykjanesbær Íslending til varð-
veislu og er fyrirhugað að byggja
yfir hann naust í Njarðvík og þar
verður skipið meginstoðin í sýningu
um landafundi og landnám, í
tengslum við svonefndan Vík-
ingaheim, ásamt sýningu á munum
frá frægri víkingasýningu Smit-
hsonian stofnunarinnar í Wash-
ington.
Ríkissjóður mun leggja tiltekna
fjármuni í uppbygginguna næstu
sex árin og Gunnar Marel segir að
verið sé að ljúka endanlegri fjár-
mögnun og mynda hópinn sem að
þessu mun standa.
Gunnar hefur fengið nýtt verk-
efni upp í hendurnar, Örninn, annan
af tveimur bátum sem Norðmenn
gáfu Íslendingum á 1000 ára afmæli
Íslandsbyggðar, árið 1974. Hann
ætlar að skvera bátinn af og mála
og láta hann síðan standa við naust-
ið. Telur hann of dýrt að gera bát-
inn upp svo hann geti farið á flot,
enda yrði það hvort sem er ekki
nema örfáa daga á hverju sumri.
„Fólk hefur áhuga á þessu verkefni
og er farið að ýta að okkur ýmsum
munum,“ segir Gunnar Marel.
Vonast til að fram-
kvæmdir hefjist í af-
mælisveislu Íslendings
Morgunblaðið/Þorkell
Siglt af stað Gunnar Marel Egg-
ertsson og áhöfn hans halda í hina
sögulegu siglingu til Vesturheims.
LOFTORKA efh. í Borgarnesi
hefur keypt hús Slippsins á Ak-
ureyri við Naustatanga, samtals
tæplega 5000 fermetra að
grunnfleti. Starfsmönnum
Slippsins var tilkynnt um sölu
hússins og fyrirhugaðar breyt-
ingar síðdegis í gær, en skrifað
var undir samninga um húsa-
kaupin í Reykjavík á fimmtudag.
Andrés Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Loftorku, segir að
sett verði upp ný húseininga-
verksmiðja í húsinu. „Við
stefnum á að vera komnir á full-
an skrið með framleiðslu í lok
júní í sumar,“ segir hann.
Hluti hússins, um 1700 fer-
metrar, verður leigður undir
starfsemi Slippsins, en félagið á
áfram um 2400 fermetra iðnað-
arhús handan götunnar sem
áfram verður nýtt undir starf-
semina. Þannig er ekki gert ráð
fyrir að sala á húsnæði gömlu
Slippstöðvarinnar muni skerða
starfsemi Slippsins. Andrés seg-
ir að Loftorka eigi í viðskiptum
við fjölda verktaka sem fest hafi
sér lóðir norðan heiða og það sé
aðalástæða þess að fyrirtækið
setji nú upp einingaverksmiðju á
Akureyri. Augljóst er, segir
Andrés, að mikill vöxtur verður í
byggingarstarfsemi á Norður-
og Austurlandi á næstu árum,
það hafi ýtt undir þá ákvörðun
fyrirtækisins að setja upp
starfsstöð á Akureyri. Þá sé
einnig verið að koma til móts við
óskir verktaka sem vilja byggja
úr forsteyptum einingum frá
Loftorku.
Andrés segir að mál hafi
þróast hratt, þetta hafi verið
tækifæri sem „kom upp í hend-
urnar á okkur,“ eins og hann
orðaði það. Húsið hafi sína kosti
og einnig galla, en einkum hafi
verið horft til mikillar lofthæðar
þess og þá séu þar einnig svo-
nefndir hlaupakettir í loftum
fyrir, sem gegni lykilhlutverki í
einingaframleiðslu.
Nálægð við höfnina skipti
einnig máli og húsið sé miðsvæð-
is í bænum. „Við hlökkum bara
til að hefjast handa og vonum að
við fáum sem blíðastar og bestar
móttökur,“ segir hann. Húsnæð-
ið verður afhent í næsta mánuði
en Slippurinn mun að sögn
Andrésar fá töluverð verkefni,
bæði við breytingar og lagfær-
ingar á húsinu og eins við ýmsa
daglega þjónustu við fyrirtækið.
Nú um helgina verður auglýst
eftir framleiðslustjóra og segir
Andrés að í framhaldi af ráðn-
ingu hans verði leitað að öðru
starfsfólki, alls muni skapast á
milli 30 og 40 ný störf á Ak-
ureyri með tilkomu nýju ein-
ingaverksmiðjunnar. Við húsið
verða settar upp tvær steypu-
stöðvar auk annars búnaðar til
einingaframleiðslunnar en hann
er nú í smíðum eða hefur verið
pantaður. Áætlanir gera ráð fyr-
ir að framleiðslugetan verði um
300 fermetrar af einingum á dag
en að auki verða framleiddar
loftplötur, kúluplötur og aðrar
framleiðsluvörur fyrirtækisins.
Söludeild verður svo opnuð í
samstarfi við Mest, sem dreifa
mun rörum, hellum og öðrum
forsteyptum hús- og mann-
virkjahlutum um landið. Þá
verður þar einnig sett upp versl-
un fyrir iðnaðarmenn og verk-
taka þar sem m.a. verða seldar
múrvörur, verkfæri og annar
búnaður til bygginga.
Loftorka kaupir húsnæði Slippsins og setur upp einingaverksmiðju
Um 30 til 40 ný störf skapast
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Húsin seld. Loftorka hefur keypt húsnæði Slippsins og mun setja upp einingaverksmiðju í hluta þess.
Ragnarsstefna Dagskrá til heiðurs Ragnari Að-
alsteinssyni hrl. verður haldin á vegum félags-
vísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri í
dag, laugardaginn 18. mars, en með því vill deildin
heiðra hann fyrir mikilsvert framlag hans í þágu
lögfræði og mannréttinda á Íslandi. Ragnar varð
sjötugur á liðnu ári, 13. júní.
Á málþinginu, sem hefst kl. 9 með setningu Þor-
steins Gunnarssonar háskólarektors, verða flutt
erindi af ýmsum toga, en meðal flutningsmanna
eru Margrét Heinreksdóttir, Ágúst Þór Árnason,
Kristrún Heimisdóttir, Mikael Karlsson, Guðrún
D. Guðmundsdóttir, Sigríður Rut Júlíusdóttir,
Einar Árnason, Timothy Murphy, Pétur Leifsson,
Rachael Johnstone og Jakob Þ. Möller.
Málþingið fer fram í stofu K 201 í húsakynnum
Háskólans á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð.
AFKOMA Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
var 10 milljón krónum hagstæðari á liðnu ári en
rekstraráætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í
bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 2005 sem liggur nú
fyrir. Gjöld umfram tekjur nema 19,6 milljónum
eða sem svarar til 0,6% af fjárveitingu. Um leið
hefur starfsemin aukist á flestum sviðum.
Launakostnaður ársins nam 2.422 milljónum og
var rúmlega 1% umfram áætlun. Ástæður þess eru
fyrst og fremst auknar greiðslur í veikinda-
forföllum og nokkur fjölgun á aukavöktum.
Almenn rekstrargjöld voru 14 milljón krónum
lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Góður árangur
hefur náðst í lækkun lyfjakostnaðar og hefur hann
dregist saman um 10 milljónir miðað við fyrra ár.
Þá var kostnaður við innfluttar vörur til lækninga
og hjúkrunar umtalsvert minni en áætlun gerði
ráð fyrir. Á móti kom nokkur aukning á aðkeyptri
þjónustu lækna. Sértekjur urðu um 20 milljónum
hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Aukning varð á
komugjöldum sjúklinga með tilkomu innrit-
unarmiðstöðvar og einnig varð nokkur aukning
vegna ferliverkastarfsemi. Nýtt segulómtæki skil-
aði töluverðum viðbótartekjum, bæði vegna mynd-
greininga og í almennri starfsemi spítalans.
Innlögnum fjölgaði úr 6.000 á árinu 2004 í 6.500
eða um 7%. Skurðaðgerðum fjölgaði um 6% og
fæðingum um 4%. Þá varð umtalsverð aukning á
komum á slysadeild.
Starfsemi hefur aukist
á flestum sviðum