Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 28
28 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfoss | „Félagssvæðið nær yfir
sveitarfélagið Árborg og Flóa-
hreppana hér fyrir austan okkur,
Hraungerðis-, Gaulverjabæjar- og
Villingaholtshrepp. Félagarnir eru
380 og ætli það séu ekki um 1200
hross hér á Selfossi og líklega um
2000 á öllu félagssvæðinu,“ sagði
Jón S. Gunnarsson, formaður
Hestamannafélagsins Sleipnis, sem
gerir ráð fyrir að það séu um 500
manns sem stundi hestamennsku á
þessu svæði að einhverju marki.
Einnig segir hann töluverðan at-
vinnurekstur vera á svæðinu í
kringum hestamennskuna. Á svæð-
inu séu 10 tamningarstöðvar þar
sem sé verið að temja og þjálfa
hross í verulegum mæli, auk þess
sem einstaklingar séu alltaf með
einn og einn hest í tamningu.
Vegsama skeiðið
Þungamiðja starfsins hjá Sleipni
er á Selfossi en auk þess eru hest-
húsahverfi á Eyrarbakka og
Stokkseyri. „Við tókum í notkun
nýjan skeiðvöll árið 2003 en þá
varð ákveðin vakning í kringum
völlinn sem var vígður með Ís-
landsmóti það ár. Síðan hefur ver-
ið mikil gróska í félaginu og móta-
haldi en árlega eru haldin stór mót
á vellinum. Á þessu ári, í ágúst,
verður hér til dæmis Íslandsmót
barna, unglinga og ungmenna.
Þessi völlur okkar er bæði
hestaíþróttavöllur og gæð-
ingavöllur, hann er tvískiptur og
löglegur bæði fyrir íþróttakeppni
og gæðingakeppni. Svo er á honum
feiknagóð skeiðbraut en við leggj-
um mikinn metnað í skeiðið, feng-
um okkur rásbása frá Danmörku
sem eru það nýjasta sem í boði er.
Brautin þykir hafa gott sog og
skeiðmenn segja hana mjög hraða,
eins og sagt er. Í fyrra voru hér
þrjú skeiðmót sem tókust vel og sú
mótaröð verður áfram. Þessi mót
eru á vegum skeiðáhugamanna
innan félagsins en það er hópur
sem hefur mikinn áhuga á skeiði
sem gangtegund og vill veg þess
sem mestan.
Það má segja að skeiðið hafi
verið í lægð en við erum að byggja
upp áhuga á því og þessi hópur
hefur unnið mjög jákvætt og gott
starf í þessum efnum,“ segir Jón.
Vilja stóra reiðhöll
Sleipnir gerði samning við sveit-
arfélagið Árborg um fjárframlag
vegna skeiðvallarins og var fram-
kvæmdaaðili að byggingu hans.
Félagið lagði einnig fram fé til
framkvæmdanna og mikla sjálf-
boðavinnu og gerir Jón formaður
ráð fyrir að félagarnir hafi lagt til
um 3000 vinnustundir. Næsta
skref í uppbyggingu á svæði hesta-
manna er bygging stórrar reiðhall-
ar. „Við horfum ákveðið til þess að
hérna rísi stór reiðhöll. Landbún-
aðarráðherra hefur boðað beina
innspýtingu í slíkt með fjár-
framlagi ríkisins til reiðhalla í
landinu og okkar vonir standa til
þess að vinna að því máli hér á
Selfossi með væntanlega náms-
braut, svokallaða hestabraut, við
Fjölbrautaskóla Suðurlands í huga.
Við höfum skoðað möguleika varð-
andi uppbyggingu og rekstur
svona húss og aðilar úr atvinnulíf-
inu sýna þessu áhuga og styðja við
félagið í vinnu að málinu. Við horf-
um til alhliða húss sem nýta má
líka til annarrar starfsemi, svo
sem til sýninga. Við munum kynna
þessi áform okkar nánar eftir tvær
vikur eða svo. Ef við náum að
koma upp húsi með löglegum
keppnisvelli þá skapar það mikil
tækifæri fyrir okkur hér á svæð-
inu, bæði kennsluaðstæður og að-
stöðu fyrir meiriháttar viðburði,“
segir Jón S. Gunnarsson, sem
starfar sem smíðakennari við
Vallaskóla á Selfossi, en hann tók
við því starfi eftir að hafa stundað
trésmíðar í 25 ár.
Fékk folald í fermingargjöf
„Ég kann mjög vel við kennsl-
una, þetta er gefandi vinna sem
þar að auki skapar manni mögu-
leika á að stunda hestamennskuna
á annan hátt, en hún er aðaláhuga-
mál fjölskyldunnar,“ segir Jón sem
segir hestamennskuna hafa byrjað
hjá sér með því að hann fékk fol-
ald í fermingargjöf. „Og nú er
þetta stór partur af lífi manns, en
við hjónin eigum ellefu hross og
erum á leiðinni að flytja út í sveit,“
segir Jón sem ásamt konu sinni,
Elínborgu Högnadóttur, og þrem-
ur börnum stendur í húsbyggingu í
næsta sveitarfélagi, Hraungerð-
ishreppi, þar sem hann reisir ný-
býlið Miðholt í landi Halakots. Þar
verður hann að sjálfsögðu með
hesthús.
„Samskiptin við hestinn gefa
lífsfyllingu, bæði það að ríða út og
njóta útiverunnar og síðan að fást
við ræktun og alla þá möguleika
sem hún felur í sér. Hesta-
mennskan er vítt svið með ótal
þætti og endalaus umræðuefni.
Hún fer auðveldlega úr því að vera
áhugamál yfir í að vera lífsstíll,“
segir Jón S. Gunnarsson, formaður
Hestamannafélagsins Sleipnis, sem
sér fram á mikla uppbyggingu hjá
félaginu á næstunni.
Formaður Hestamannafélagsins Sleipnis vill láta byggja stóra reiðhöll við keppnisvöllinn á Selfossi
Hestamennsk-
an verður auð-
veldlega lífsstíll
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Maður og hestur Jón S. Gunnarsson með hestinn Mána á athafnasvæði
Sleipnis á Selfossi þar sem hestamenn vilja reisa stóra reiðhöll.
Eftir Sigurð Jónsson
Þorlákshöfn | Leikfélag Ölfuss
sem fyrir skömmu reis úr ösku-
stónni frumsýndi um nýliðna
helgi hippasöngleikinn „Ég
elska alla“ eftir Svan Gísla Þor-
kelsson sem einnig leikstýrði
verkinu. Sunnlenska hljóm-
sveitin Síðasti sjens lék undir
og Róbert Dan Bergmundsson
var tónlistarstjóri. Uppselt var
á frumsýninguna og hlutu leik-
arar/söngvarar og aðrir að-
standendur sýningarinnar mik-
ið lof að lokinni sýningu.
Sýningin og ekki síður tón-
listin vakti upp í mörgum
gamla hippastemningu. Lögin
eru öll frá blóma- og hippa-
tímabilinu, margir góðir söngv-
arar komu fram og að öðrum
ólöstuðum voru yngstu krakk-
arnir frábærir. Leikfélagið þarf
ekki að kvíða framhaldinu með
svona góðan efnivið.
Lokasýningin verður laug-
ardaginn 25. mars og verður þá
í samvinnu við Ráðhúskaffi
boðið upp á léttan kvöldverð
sem Ólafur Áki Ragnarsson
bæjarstjóri mun sjá um að elda.
Að lokinni sýningu verðu boðið
upp á hippaball þar sem „Síð-
asti sjens“ mun leika fyrir
dansi.
„Ég elska alla“
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Hippar Robert Plant birtist skyndilega í miðju hippapartíinu og tók
að sjálfsögðu lagið. Hippamenningin er tekin fyrir í verkinu.
Eftir Jón Hafstein Sigurmundsson
Selfoss | Tvær nýjar deildir fyrir 38 börn voru teknar
í notkun á leikskólanum Árbæ á Selfossi í vikunni.
Deildirnar eru í viðbyggingu sem byggð var við leik-
skólann til bráðabirgða til að bregðast við miklum bið-
listum sem voru eftir leikskólaplássi á Selfossi.
Áður höfðu verið teknar í notkun tvær deildir á leik-
skólanum Álfheimum fyrir 22 börn. 8 starfsmenn bætt-
ust við á Árbæ og 5 á Álfheimum við þessar breyt-
ingar.
Eftir þessa stækkun leikskólanna eru engin börn
eldri en 2ja ára á biðlista á Selfossi eftir leikskólaplássi.
Nýlega hófust framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla
sem taka mun 136 börn og er gert ráð fyrir að hann
verði tekinn í notkun 1. desember á þessu ári. Honum
er ætlað að taka við þeirri fjölgun sem sýnt þykir að
verði í sveitarfélaginu Árborg, einkum á Selfossi.
Með tilkomu hans gera yfirmenn leikskólamála í Ár-
borg ráð fyrir að unnt verði að skoða möguleika þess
að lækka aldur barna sem tekin eru inn í leikskóla
sveitarfélagsins. Gera má ráð fyrir að auðvelt verði að
fá leikskólapláss á Selfossi eftir að nýi skólinn er kom-
inn í gagnið.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Leikskóli Börnin sungu við opnun nýju deildanna Bátatjarnar og Heiðarsunds í leikskólanum Árbæ.
Opnaðar tvær nýjar leik-
skóladeildir fyrir 60 börn