Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 32

Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 32
Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu bílinn núna í 50 50 600 og tryggðu þér meira öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum erlendis hvert sem leið þín liggur. 50 50 600 • www.hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 16 24 03 /2 00 6 Tilboð Bókaðu fyrir 1. apríl og fáðu 1.000 Vildarpunkta fyrir leigu hvar sem er í heiminum V I L D A R P U N K T A R Ég held að ég hafi baraekki upplifað neittskemmtilegra,“ segirSigfríð Þormar, starfs- mannastjóri hjá Nóa Siríus, um brúðkaup dóttur sinnar sem haldið var á herragarði rétt fyrir utan Stokkhólm. Sigfríð fór af því tilefni til Stokkhólms og dvaldist þar í fimm daga. Í ferðinni sjálfri var gist í borginni en brúðkaupsgestir streymdu út fyrir borgina á laug- ardagsmorgni. „Við gistum á herragarði rétt fyrir utan borgina og fjörið byrjaði á hádegi á laug- ardegi. Fyrst var boðið í hádegis- verð, gúllassúpu, í indíánatjaldi þar sem var varðeldur. Eftir það var farið í leirdúfuskotkeppni og við vorum einstaklega heppin með veð- ur. Brúðkaupsgestirnir vissu nátt- úrlega ekkert hvað var í vændum þannig að þetta var allt saman skemmtilega óvænt.“ Eftir skot- keppnina var gott að slappa aðeins af fyrir sjálfa veisluna. „Við fórum í gufubað og það var afskaplega ljúft.“ Eftir það var vígslan fram- kvæmd í litlu hliðarhúsi við herra- garðinn. „Í veislunni var boðið upp á fjórréttaðan matseðil og tilfinn- ingin var eins og að vera í kon- ungsveislu. Ég hugsaði bara með mér; svona hefur Silvía [Svía- drottning] það,“ segir Sigfríð og hlær léttilega. Eftir öll herlegheitin var dansað og sungið fram undir morgun. „Veislan var í sama húsi og vígslan og þar var sungið karókí og dans- að,“ segir hún ánægð yfir minning- unum. Brúðkaupsgestirnir gistu allir á herragarðinum. „Við sváfum í litlum sætum herbergjum, mjög huggulegt og flott.“ Sigfríð er í skýjunum eftir að hafa dvalið í Stokkhólmi. „Ég var bara svo yfir mig hrifin eftir þessa ferð,“ segir hún. „Tilefni ferð- arinnar var auðvitað brúðkaupið,“ heldur hún áfram „en ferðin sjálf stóð í fimm daga. Stokkhólmur er stórkostleg borg, það kom mér svo á óvart hvað allt er ódýrt þarna og hversu margt er að sjá og gera,“ segir Sigfríð og nefnir sérstaklega veitingahúsið Libanen þar sem þau fengu miklar trakteringar. „Það er líbanskur staður og áður en við fórum velti ég fyrir mér hvað ég gæti eiginlega pantað mér að borða. Svo fengum við af matseðli sýnishorn af öllum réttum. Þetta voru 23 réttir og alveg æðislegt,“ segir hún með mikilli áherslu. „Þarna var sýndur magadans og okkur var boðið að prófa vatnspípu ef við vildum og ég veit ekki hvað og hvað.“ Hún segir að það sem skemmtilegast er við Stokkhólm sé hve gaman er að ganga um borg- ina, af því að svo margt er að sjá. „Það er einhvern veginn allt svo stórt í sniðum. Ef fólk fer t.d. til að versla er það mjög þægilegt. Það halda allir að það sé svo dýrt en sú er alls ekki raunin og hægt að fá allt milli himins og jarðar. Oft er álitið að Svíar séu frekar leiðinlegir en þeir eru mjög skemmtilegir þegar maður er búinn að kynnast þeim.“ Vinnustaðarferð eftir páska Sigfríð er ekki búin að fá nóg af Stokkhólmi því að hún ætlar að fara aftur með stelpunum af vinnu- staðnum strax eftir páska. „Þá ætl- um við að fara í ferð á vegum Gestamóttökunnar.“ Sigfríð finnst að Íslendingar eigi að kynnast Stokkhólmi betur því að hún held- ur að kannski sé meiri áhugi hjá fólki á að fara t.d. til Kaup- mannahafnar. „Stelpurnar í vinnunni hváðu þegar farið var að tala um Stokkhólm og sögðu bara: Stokkhólm, hvað eigum við að gera þar? og skildu ekkert í þessu,“ seg- ir Sigfríð og hnykkir að lokum á því hve verðlagið er hagstætt með því að segja frá því að máltíðin á líbanska staðnum hafi kostað 360 sænskar kr. með öllu inniföldu.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? | Stokkhólmur kemur skemmtilega á óvart Leirdúfu- skotkeppni í brúðkaupi Sigfríð segir skemmtilegt að ganga um Stokkhólm því þar sé margt að sjá og verðlagið hagstætt. Sigfríð Þormar fór til að vera við brúðkaup dóttur sinnar, Evu Sigríðar Jónsdóttur, og Niclas Anderberg. http://kragga.se/ http:/lebanonml.lunchinfo.com http://alltomstockholm.se/ mars Daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.