Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Efnt verður til hátíðartónleika íHáskólabíói í dag, í tilefni afhálfrar aldar afmæli skóla-hljómsveita í Reykjavík. Skólahljómsveitirnar, sem allar eru lúðrasveitir, eru fjórar talsins með aðset- ur í Vesturbæ, Laugarnesskóla, Árbæ og Breiðholti og í Grafarvogi og leika á fimmta hundrað börn með þeim um þess- ar mundir. Óhætt er því að fullyrða að þær eru orðnar snar þáttur í tónlistarlífi og tónlistaruppeldi ófárra reykvískra barna. Mikið og öflugt starf Stjórnandi skólahljómsveitar Vest- urbæjar er Lárus Grímsson, en hann hef- ur gegnt því starfi um tólf ára skeið. Í hljómsveit hans eru um 120 nemendur úr nokkrum skólum í Vesturbænum, og segist Lárus telja að nokkuð jafn fjöldi sé í hljómsveitunum fjórum. „Að læra á hljóðfæri í skólahljómsveit er tónlist- arnám rétt eins og í hverjum öðrum tón- listarskóla, nema að námið er sex sinnum ódýrara,“ segir Lárus í samtali við Morg- unblaðið. Börnin í skólahljómsveitunum fá einkakennslu á sitt hljóðfæri, auk tón- fræðikennslu og síðan auðvitað æfinga með hljómsveitinni, en skólahljómsveit Vesturbæjar æfir í Hljómskálanum. „Við gerum mikið af því að taka börnin út úr tímum á skólatíma til að fara í spilatíma. Svo er samspilið náttúrulega bæði mikið og öflugt.“ Af ummælum Lárusar um hve námið er hlutfallslega ódýrt má ráða að með skólahljómsveitunum gefist mörgum börnum kostur á að læra á hljóðfæri sem ella hefðu ekki tækifæri til þess af fjár- hagslegum ástæðum. „Já, en reyndar er mikil aðsókn í skólahljómsveitirnar og hjá mér kemst til dæmis ekki nema þriðj- ungur að af þeim sem sækja um,“ segir Lárus. Hann segir ýmislegt ráða því hverjir komist að; ein breyta í þeirri stærð sé hljóðfæraeign viðkomandi nem- anda, og hvaða hljóðfæri óskað sé eftir að læra á. „Flestir sækja um á flautu, en það eru bara ákveðið margar flautur sem eru notaðar í hljómsveitinni,“ út- skýrir hann. Efla ber sveitirnar Kennt er á flest blásturshljóðfæri – þver- flautu, trompet, saxófón, franskt horn, klarinett, básúnu, barítónhorn og túbu auk slagverks í hljómsveitunum, og segir Lárus engin áform um að bæta strengj- um við lúðrasveitina. „Það er frekar að við myndum koma á samstarfi við hljómsveitir í öðrum tónlistarskólum. Blásarasveitamenningin er víða mjög sterk, og mikið samið og útsett fyrir slík- ar sveitir,“ segir Lárus sem sjálfur heft lagt sitt af mörk Spurður hvor fjölga þessum s það sé sér eigin vegna borgaryf fjármagn í skól er hægt að bjóð Skólahljómsveitir Reykjavík í fimm Tónleikar í Háskólabíói í dag til að fagna afmæli s Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Enn er leikið á hljóðfæri í Laugarnesskóla, 50 árum eftir st Kristján Sigurðsson, dokt-or í krabbameinslækn-ingum og lýðheilsu ogsviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, segir í grein sem birt var á miðopnu Morg- unblaðsins miðvikudaginn 1. mars sl., að ég hafi lýst því yfir í viðtali við Morgunblaðið að vísindalegan rök- stuðning skorti fyrir því að tengsl séu á milli lungnakrabbameins og óbeinna reykinga. Jafnframt segir Kristján: „Sú niðurstaða Sigurðar Kára að ekkert samband sé milli óbeinna reykinga og lungnakrabba- meins á ekki við rök að styðjast.“ Hér leggur Kristján mér orð í munn, enda hef ég aldrei sagt neitt í þessa veru. Í nefndu viðtali við Morgunblaðið benti ég hins vegar á að rökstuðningur fyrir frumvarpi um reykingabann er um margt gagnrýniverður. Til dæmis væri at- hyglisvert að í greinargerð með frumvarpinu er hvergi minnst á ein- hverja umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum óbeinna reykinga og lungnakrabbameins; rannsókn IARC (sem er undirstofnun Al- þjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar) frá árinu 1998. Sú rannsókn leiddi ekki í ljós marktæka fylgni. Á þeirri niðurstöðu og fullyrðingu Kristjáns Sigurðssonar er reg- inmunur. Ánægjuleg staðfesting Þótt Kristján hafi farið rangt með ummæli mín treysti ég honum vel til að fara rétt með niðurstöður vís- indarannsókna. Þess vegna er ánægjulegt að hann staðfestir það sem ég hef bent á; rannsókn IARC frá árinu 1998 leiddi ekki í ljós marktæk tengsl á milli óbeinna reykinga og lungnakrabbameins. (Reyndar er ekki nákvæmt hjá Kristjáni að segja að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós nein tengsl milli óbeinna reykinga á barnsaldri og lungnakrabbameins. Í ljós kom að þeir sem ólust u óbeinar reykin síður á hættu a lungnakrabbam aðrir. Þetta vor tölfræðilega m niðurstöður ran arinnar.) Merkilegar upplýsingar Í grein Krist kemur fram að verið gerðar 57 fræðilegar rann áhættu vegna r maka. Af þeim hafi 19 bent að áhættan væri engin (eða neikvæð?) og aðeins sjö af þ 57 hafi leitt í ljós tölfræðileg tækt aukna áhættu. Í þessu sambandi er þó e merkilegra að Kristján upp 23 rannsóknir hafi verið ge áhættu vegna óbeinna reyk vinnustað. Þar af hafi aðein tvær – leitt í ljós marktæk t Með því að leggja saman m rannsóknir hafi hins vegar finna út „20% marktækt au Óbein ummæli Eftir Sigurð Kára Kristjánsson Sigurður Kári Kristjánsson A-sveitir Í Hlíðarendakoti eftir Friðrik Bjarnason, úts.: Össur Geirsson Eagle Summit March eftir John O’Reylly, Mark Williams We will rock you eftir Brian May, úts.: Michael Sweeney B-sveitir Pep Rally Rock eftir John Edmondson Marsbúa cha cha eftir Sigurð Jónsson, úts.: Össur Geirsson Final Countdown eftir Joey Tempes, úts.: Johnnie Vinson C-sveitir Braggablús eftir Magnús Eiríksson, úts.: Össur Geirsson Mission Impossible Theme eftir Lalo Schifrin, úts: Johnnie Vinson The Lord of the Dance eftir Ronan Hardiman, úts.: Richard Saucedo Efnisskráin í dag NÝR KAFLI? Robert G. Loftis, formaðurbandarísku samninganefnd-arinnar um framtíð varnar- samstarfsins, segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Eftir að orustuþoturnar eru farn- ar eigum við ekki von á því að vera með nema óverulegan mannafla á Ís- landi. Hversu stór hópur verður þar veit ég ekki, en hann verður ekki stór.“ Hver segir, að Bandaríkjamenn verði yfirleitt með einhvern mannafla hér á Íslandi eftir að þotur og þyrlur verða farnar? Það er ekki þeirra að ákveða. Og liggur í augum uppi að það byggist á því, hvort ein- hver viðunandi niðurstaða fæst út úr væntanlegum viðræðum við Banda- ríkjamenn. Þótt Bandaríkjamenn hafi tekið einhliða ákvörðun um að hverfa á brott með þyrlur og þotur geta þeir ekki tekið einhliða ákvörð- un um að vera hér áfram. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Carol von Voorst, nýr sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, að nú sé að hefjast „nýr kafli í traustu varnarsamstarfi“. Er það? Hvaða kafli er það? Í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hefur orðið til mikil hæfni í því að hafa mörg og falleg orð um ekki neitt. Og það á svo sem við um utanríkisþjónustur fleiri ríkja. Veruleikinn er sá, að merkum kafla er lokið í varnarsamstarfi Ís- lands og Bandaríkjanna. Hvort nýr kafli tekur við er allt annað mál og allt á huldu um það á þessari stundu. Við Íslendingar höfum langa reynslu af samstarfi við Bandaríkja- menn á þessu sviði. Það hefur að flestu leyti verið traust samstarf og við höfum notið þess á margan hátt. Við erum þakklátir fyrir það og gleymum því ekki. En á þessum langa tíma – meira en sex áratugum – höfum við líka kynnzt hinni hliðinni á samstarfi við Bandaríkjamenn, sem er eigingirni þeirra, þegar hagsmunir þeirra eru annars vegar. Þess vegna er ráðlegt fyrir banda- rískan sendiherra að hafa ekki uppi neinn fagurgala á þessari stundu. Við sjáum í gegnum innantóm orð. Sendiherrann leggur áherzlu á það í viðtalinu við Morgunblaðið í gær, að forsetinn hafi tekið þessa ákvörðun. Það er rétt. En forsetinn tók líka ákvörðun um það á árunum 2003 og 2004 að Íslandi yrðu tryggð- ar loftvarnir. Breytir Bandaríkjafor- seti ákvörðunum sínum eftir því, hvernig vindurinn blæs hverju sinni? Síðustu misseri hafa allar umræð- ur um öryggismál íslenzku þjóðar- innar byggzt á því, að þoturnar yrðu hér áfram. Nú hljótum við að taka þessar umræður upp á alveg nýjum forsendum. Atburðarásin síðustu sólarhringa verður varla talin til beztu stunda í rúmlega sex áratuga nánu samstarfi Íslands og Bandaríkjanna. AÐ AFTENGJA TÍMASPRENGJU Helga Helgadóttir kennari skrifargrein í Morgunblaðið í gær og ræðir mál, sem blaðið hefur oft tekið upp og vakið athygli á, þ.e. stöðu tví- tyngdra nemenda í íslenzkum skólum. Þá er einkum átt við þá nemendur, sem eiga sér annað móðurmál en ís- lenzku og eru gjarnan aðfluttir eða börn aðfluttra foreldra. Móðurmálið er þá talað heima hjá þeim en íslenzk- an í skólanum og samfélaginu. Helga bendir á að í árslok 2004 hafi um 2.500 börn á leik- og grunnskóla- aldri átt sér annað móðurmál en ís- lenzku. Um þennan hóp segir hún: „Það er bláköld staðreynd að brottfall þessara nemenda úr framhaldsskóla hér á landi er nálægt hundrað pró- sentum! Ég hef töluverðar áhyggjur af tvítyngdum nemendum í þessari stöðu. Þeir eru án efa miklu fleiri en ég og fleiri gera sér grein fyrir. Upp- lifun mín og margra kennara sem ég hef talað við er á þann veg að þessir nemendur hreinlega staðna í námi um 10 ára aldur og taka afar litlum fram- förum í íslensku. Öllu verra er að móðurmálið virðist visna samhliða þessu ferli. Nemendur missa smám saman tilfinningu fyrir því hvort sé betra að tala móðurmálið eða íslensk- una en vita jafnframt að hvort tveggja er fremur lélegt hjá þeim. Þeir treysta sér oft hvorki til að skrifa né tala á móðurmáli sínu og því síður á ís- lensku. Þessir nemendur upplifa sig að mörgu leyti mállausa!“ Helga segist kalla þennan hóp tíma- sprengjur, „í þeim skilningi að ef brotið er nógu lengi á ákveðnum hópi fólks þá kemur að því að hann spring- ur út í reiði, mótmælum og uppreisn. Þetta hefur jafnframt verið að gerast í löndunum í kringum okkur“. Morgunblaðið hefur margoft vakið athygli á því að þessum hópi nemenda í skólum landsins verði að sinna betur en nú er gert. Börn innflytjenda verða að ná tökum á íslenzku til þess að geta aðlagazt íslenzku samfélagi. En þau munu ekki læra góða íslenzku nema eiga jafnframt góðan grunn í eigin tungumáli. Þau þurfa sérstakan stuðning til hvors tveggja. Ef þau fá ekki þann stuðning eru dyrnar að langskólanámi þeim t.d. lokaðar og hætta á að þessi ungmenni flosni upp frá námi og endi reið og óánægð í lægst launuðu störfum vinnumarkað- arins. Þó leikur enginn vafi á að í þess- um hópi er margt hæfileikafólk, sem ætti sömu möguleika og aðrir ef því væri hjálpað með tungumálið. Það má því taka undir það með Helgu Helgadóttur að nauðsynlegt er að endurskoða kennsluhætti tví- tyngdra barna og taka tillit til þess að nemendur grunnskólans eru ekki lengur innfæddir Íslendingar upp til hópa. Þetta mun vafalaust kosta tíma, fyrirhöfn og peninga, en þessu öllu verður vel varið til að fyrirbyggja miklu stærri vandamál síðar meir. Helga skorar með réttu á mennta- málaráðuneytið og sveitarfélögin að gefa þessu máli gaum og veita skýr svör um það hvernig á að aftengja tímasprengjuna í menntakerfinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.