Morgunblaðið - 18.03.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 35
kum í þeim efnum.
rt til greina komi að
sveitum svarar Lárus að
nlega óskiljanlegt hvers
firvöld setji ekki meira
lahljómsveitir. „Fyrst það
ða þetta nám fyrir marg-
falt minna en kostar í einkaskóla,“ segir
hann.
Hann segist oft hafa heyrt orð ráða-
manna um að efla beri sveitirnar, en ekk-
ert bóli á því enn. „Til dæmis væri hægt
að koma fyrir hjá mér miklu fleiri börn-
um,“ segir hann. „Þannig að það er virki-
lega komin þörf að á auka við fjármagn í
þessa starfsemi, enda komast færri að en
vilja. En þess má geta að öllum börnum
sem eru í blásaranámi í öðrum tónlist-
arskólum er velkomið að taka þátt í sam-
æfingum og félagsstarfi skólahljóm-
sveitar Vesturbæjar.“
Kröftug blanda
Að sögn Lárusar er starfið með börn-
unum ákaflega skemmtilegt og gjöfult,
þótt það geti verið krefjandi á stundum.
„Þegar saman koma 40 börn, öll með
hljóðfæri, og nokkrir slagverksleikarar
þar á meðal, getur blandan orðið svolítið
kröftug,“ segir hann og hlær.
Þó nokkrir af þeim sem stundað hafa
tónlistarnám í skólahljómsveitunum hafa
haldið í framhaldsnám í tónlist og segir
Lárus nokkra af hljóðfæraleikurum Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands hafa leikið
sína fyrstu tóna í sveitunum.
Hann bendir ennfremur á að þótt ekki
feti allir nemendurnir út á tónlistar-
brautina fái þau margvísleg tækifæri til
að efla þroska sinn, meðal annars með
ferðalögum til útlanda. „Það er mikið fé-
lagslíf í samfara þessu námi,“ segir
hann.
Á tónleikunum í dag hittast síðan allar
hljómsveitirnar fjórar og leika saman í
þremur aldursflokkum; A-sveit fyrir þá
yngstu, B-sveit fyrir miðstig og C-sveit
fyrir þá elstu. Lárus segir mikinn hug í
krökkunum fyrir tónleikana. „Við höfum
æft stíft, og allir hlakka mjög til að taka
þátt í afmælinu,“ segir hann að lokum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þverflautan er það hljóðfæri sem flestir kjósa að læra á, að sögn Lárusar Grímssonar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Guðmundur Hansson
r í
mtíu ár
skólahljómsveita
Lúðrasveit Austurbæjar leikur á jólaskemmtun í Laugarnesskóla árið 1957, árið eftir stofnun skóla-
hljómsveitanna, en þá var Karl O. Runólfsson stjórnandi sveitarinnar.tofnun skólahljómsveitanna.
upp við
ngar áttu
að fá
mein en
ru einu
arktæku
nnsókn-
tjáns
ð alls hafi
7 faralds-
nsóknir á
reykinga
til þess
a jafnvel
þessum
ga mark-
enn
plýsir að
rðar á
kinga á
ns tvær –
tengsl.
margar
tekist að
ukna
áhættu hjá konum og um 12%
ómarktæka aukningu hjá körlum
[…].“ (Skáletrun mín.) Þetta bendir
óneitanlega til þess að tengslin séu
ansi veik og áhættan ansi lítil, jafn-
vel engin hjá körlum.
Við þessar merkilegu upplýsingar
í grein Kristjáns má bæta að dr.
Richard Smith, þáverandi ritstjóri
British Medical Journal, sagði í leið-
ara blaðsins í ágúst 2003 að þeirri
spurningu hefði enn ekki verið svar-
að til hlítar hvort óbeinar reykingar
gætu valdið dauða. Hann sagði blað-
ið vissulega mjög andvígt reyk-
ingum, en um leið væri það eindreg-
ið á bandi rökræðu og vísinda. („The
BMJ is passionately antitobacco,
but we are also passionately
prodebate and proscience.“) Undir
bæði þessi sjónarmið get ég heils-
hugar tekið.
Lái mér nú hver sem vill að ég
skuli velta því fyrir mér hvort rétt-
lætanlegt sé að grípa til víðtæks
banns með þeim rökum að ella sé
starfsfólk veitingastaða í lífshættu.
Gæta þarf meðalhófs
Í athugasemdum við frumvarp
heilbrigðisráðherra um reyk-
ingabann segir að meginmarkmið
þess sé „vinnuvernd starfsmanna“
og „vernd almennings“. Ég er vita-
skuld hlynntur vinnuvernd og ekki
er ég heldur á móti því að vernda al-
menning. Þess má líka geta að ég
hef andstyggð á reykingum og kann
því ákaflega illa að reykt sé í kring-
um mig. Ég tel hins vegar að fara
verði mjög varlega í að banna ein-
staklingum að stunda löglegt athæfi
á afmörkuðum svæðum, jafnvel þótt
athæfið geti hugsanlega valdið öðr-
um skaða, sem kjósa að deila hinum
afmörkuðu svæðum með þeim.
Það skiptir miklu máli í þessu
sambandi hversu mikil (eða lítil)
hætta er á ferðinni, enda er við allar
aðstæður og í öllum starfsgreinum
viðurkennt að einhver lágmarks-
áhætta sé „ásættanleg“. Í hverju til-
felli þarf að vega ávinninginn af boð-
um og bönnum á móti kostnaðinum
við að framkvæma þau, en kostn-
aðurinn getur hvort sem er verið
talinn í peningum eða skerðingu
réttinda. Við bönnum til dæmis ekki
vélknúin ökutæki, þótt við vitum að
þau hljóta að valda öðrum en þeim
sem aka þeim („saklausum“ vegfar-
endum) tjóni og jafnvel dauða.
Ávinningurinn af því að leyfa þau er
einfaldlega meiri og við setjum regl-
ur til þess að lágmarka áhættuna. Á
sama hátt leyfum við vaktavinnu
þótt til séu rannsóknir sem benda til
þess að næturvinna sé jafnvel skað-
legri heilsunni en reykingar, hvað
þá óbeinar reykingar. Auðvitað má
alltaf hugsa sér að ganga lengra og
lengra í boðum og bönnum (hvers
vegna er hámarkshraði á hættu-
svæðum í íbúðahverfum til dæmis
ekki 20 km/klst í stað 30?) en við
vegum og metum ávinninginn í
hverju tilviki og reynum að finna
meðalveg og gæta hófs.
Þegar kemur að óbeinum reyk-
ingum virðist mér að sumir hafi til-
hneigingu til að ýkja hættuna sem
er fyrir hendi; hámarka hið meinta
tjón til þess að réttlæta of róttækar
aðgerðir. Ég hef bent á ýmis dæmi
um þetta í rökstuðningi fyrir frum-
varpi heilbrigðisráðherra, og grein
Kristjáns Sigurðssonar leiddi raun-
ar í ljós nýtt dæmi. Hann vitnar
nefnilega í skýrslu IARC frá árinu
2002 og þegar ég glugga í þessa
skýrslu sé ég eftirfarandi nið-
urstöðu um reykingar og brjósta-
krabbamein: „There is evidence
suggesting lack of carcinogenicity of
tobacco smoking in humans for
cancers of the female breast and
endometrium.“ – Það séu sem sagt
engar vísbendingar um að reyk-
ingar valdi brjóstakrabbameini,
þvert á móti bendi sönnunargögnin
til að þær valdi því ekki. En í um-
fjöllun Lýðheilsustöðvar með frum-
varpi heilbrigðisráðherra um reyk-
ingabannið segir: „Einnig benda
rannsóknarniðurstöður til þess að
óbeinar reykingar geti aukið hætt-
una á […] brjóstakrabbameini þrátt
fyrir að orsakasamband hafi ekki
verið staðfest eins og með lungna-
krabbamein.“ – Það hlýtur að teljast
ansi langt seilst að halda því fram að
óbeinar reykingar geti valdið
brjóstakrabbameini, þegar skýrslan
frá IARC segir að ekki einu sinni
beinar reykingar valdi því.
Göngum ekki óþarflega langt
Jafnvel þótt við lítum fram hjá
þessu öllu og föllumst á að fyrir liggi
óyggjandi og marktækar sannanir
fyrir því að óbeinar reykingar á
vinnustað valdi lungnakrabbameini
bæði hjá konum og körlum – og
göngum þannig lengra en rann-
sóknin sem Kristján Sigurðsson
vitnaði til í grein sinni og lengra en
ritstjóri British Medical Journal –
stendur eftir mikill vafi um hvort
reykingabann sé réttlætanlegt.
Það er lykilatriði að hér er ekki
um að ræða athæfi á almannafæri.
Kristján spyr í grein sinni hverjum
detti í hug að það sé skerðing á eign-
arrétti að banna drukknum manni
að aka bíl sínum. Dæmið á engan
veginn við, ekki frekar en hægt er
að líkja reykingabanni við bann við
því að skjóta blindandi af hagla-
byssu á almannafæri. Miklu nær er
að benda á að ýmislegt er leyft í
akstursíþróttum sem ekki má í al-
mennri umferð, enda er það á af-
mörkuðum svæðum og enginn
neyddur til þátttöku. Væri ekki dá-
lítið langt gengið að láta almenn um-
ferðarlög gilda líka þar, með þeim
rökum að gæta þyrfti fyllsta örygg-
is? Eins mætti benda á nýlega frétt
hér í Morgunblaðinu um rannsókn
sem bendir til þess að loftmengun í
stórborgum sé álíka líkleg til að
valda lungnakrabbameini og óbein-
ar reykingar. Er réttlætanlegt að
grípa til hvaða ráða sem er til þess
að koma í veg fyrir þessa mengun?
Ég vona að ég hafi skýrt afstöðu
mína til málsins með þessu bréf-
korni og leiðrétt þann misskilning
sem kom fram í grein Kristjáns Sig-
urðssonar. Um leið fagna ég mál-
efnalegu innleggi hans til umræð-
unnar, sem ég tel að staðfesti miklu
frekar en hitt þá niðurstöðu mína að
frumvarp heilbrigðisráðherra um
reykingabann gangi óþarflega
langt.
’Þótt Kristján hafi fariðrangt með ummæli mín
treysti ég honum vel til
að fara rétt með niður-
stöður vísindarann-
sókna.‘
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
1954 Að undirlagi Gunnars Thor-
oddsen borgarstjóra er ákveðið
að stofna skólahljómsveitir í
Reykjavík. Bæjarráð felur Páli
Ísólfssyni tónskáldi, Jónasi B.
Jónssyni fræðslustjóra og hljóm-
sveitarstjórunum Karli O. Run-
ólfssyni, Páli Pampichler Páls-
syni og Haraldi Guðmundssyni að
koma starfsemi þeirra á fót.
1955 Hljóðfæri koma til landsins
og undirbúningi að mestu lokið.
Fyrstu sveitirnar eru Lúðrasveit
Austurbæjar og Lúðrasveit Vest-
urbæjar, og eru stjórnendur
þeirra Páll Pampichler Pálsson
og Karl O. Runólfsson. 23 drengir
eru í hvorri sveit.
1956 Hljómsveitirnar koma fyrst
fram opinberlega og leika þá fyrir
foreldra og bæjarstjórn.
1957–1959 Tvær nýliðasveitir
stofnaðar, til að taka við af eldri
nemendum í lúðrasveitunum.
1960 Fyrstu nemendur útskrifast.
Margir fara í Lúðrasveit Reykja-
víkur og Lúðrasveitina Svaninn.
1963 Fyrsta utanlandsferðin, elstu
nemendur beggja sveita halda til
Björgvinjar í Noregi.
1967 Stúlkur leika í fyrsta sinn
með sveitunum.
1968 Skólahljómsveit Árbæjar og
Breiðholts stofnuð, stjórnandi er
Ólafur L. Kristjánsson.
1971 Karl O. Runólfsson fellur frá,
Stefán Þ. Stephensen tekur við
starfi hljómsveitarstjóra í Aust-
urbæ.
1976 Ákveðið að sveitirnar starfi
við tilgreinda hverfaskóla. Lúðra-
sveit Austurbæjar breytist því í
Lúðrasveit Laugarnesskóla og
Lúðrasveit Vesturbæjar hættir
að æfa í Hljómskálanum og fer að
æfa í Melaskóla.
1977 159 nemendur starfa með
sveitunum á hinum þremur stöð-
um í borginni. Þrír fastráðnir
kennarar og 11 stundakennarar
starfa við sveitirnar.
1992 Skólahljómsveit Grafarvogs
hefur starfsemi.
1993 Skólahljómsveit Grafarvogs
formlega stofnuð og hefur aðset-
ur í Foldaskóla, stjórnandi Jón E.
Hjaltason.
2006 Skólahljómsveitir í Reykjavík
hafa starfað óslitið í 50 ár og eru
nú fjórar talsins, starfa í tuttugu
grunnskólum í fjórum borg-
arhlutum. Nemendur eru 430,
stjórnendur fjórir og kennarar 29
í nítján og hálfu stöðugildi.
Nokkur ártöl
úr sögu skóla-
hljómsveita
e