Morgunblaðið - 18.03.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 18.03.2006, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MARS Ég hef mikla tilhneigingutil að gera matargerðflókna og tímafreka. Þvíer ég sífellt að reyna að upphugsa auðveldar leiðir, sem skila af sér einhverju girnilegu á matardiskinn,“ segir Hildur Pet- ersen, sem er mikil áhugakona um mat og matargerð og leitar gjarnan uppi matreiðslunámskeið erlendis til að öðlast meiri reynslu. Um það bil átta ár eru liðin síðan Hildur fór á sitt fyrsta matreiðslu- námskeið erlendis. Þá var förinni heitið til Ítalíu á Cinque Terre- svæðið á vesturströndinni nálægt Toscana. Nokkru síðar hélt Hildur til Frakklands þar sem hún dvaldi í vikutíma á Beaujolais-svæðinu við frönskunám fyrir hádegi og mat- argerð eftir hádegi. Hún hefur auk þess farið á matreiðslunámskeið til Toscana og nú síðast til Kaup- mannahafnar eftir að hafa rekist á auglýsingu um námskeið í dönsku matartímariti frá veitingastaðnum EraOra þar í borg. Hún segist næst geta vel hugsað sér að fara á námskeið hjá Bretanum Jamie Oliver ef það stæði til boða. Talandi kjöthitamælir „Ætli matargerðaráhuginn sé ekki bara í genunum því það má í raun segja að margt af mínu fólki hafi gaman af þessu stússi,“ segir Hildur þegar hún er spurð hverju þetta sæti. „Mér finnst skemmti- legt að kaupa inn og elda góðan mat enda sinni ég helst þessum verkum á mínu heimili. Eiginmað- urinn er hins vegar liðtækur við grillið, eins og flestir karlmenn, og hann sér um stórsteikurnar enda á hann einkar fínan þráðlausan kjöt- hitamæli, sem talar mjúkri kven- mannsröddu á ensku við eiganda sinn og lætur vita hvenær steikin sé næstum því tilbúin og hvenær hún sé alveg tilbúin. Mælinn fékk bóndinn í afmælisgjöf frá vini okk- ar sem festi kaup á honum í Am- eríku.“ Í kokkamennskunni segist Hildur vera á hollustulínunni, en um helg- ar leyfi hún sér að gera alvöru helgarmat með koníakslöguðum rjómasósum og öðru fíneríi. „Ég nota mikinn fisk og bý til grænmet- isrétti í miðri viku og nota gjarnan bygg og hýðisgrísgrjón sem með- læti. Hins vegar er ég lítið fyrir bakstur, en kaupi þess í stað mín gerlausu brauð í bakaríum.“ Hildur á heilan haug af mat- reiðslubókum og oftar en ekki er bók á náttborðinu úr því safni. Hún á sér líka uppáhaldsmatsölustaði bæði hérlendis og erlendis og nefn- ir í því sambandi La Primavera, Holtið, Apótekið og Sigga Hall sem dæmi um góða íslenska veit- ingastaði. „Svo er auðvitað Food and Fun-hátíðin algjör veisla fyrir mig og mína líka. Í Kaupmanna- höfn er kaffihúsið og matsölustað- urinn Europa á Amagertorgi á Strikinu frábært og það sama má segja um The Paul í Tívolíinu. Í Lundúnum finnst mér veitinga- staður Jamie Oliver, Fifteen, sá skemmtilegasti, en hann er líka að finna í Amsterdam, og Spoon- matsölustaðirnir, sem eru m.a. í Lundúnum og París, mjög nýstár- legir og skemmtilegir. Svo er auð- vitað alveg nauðsynlegt að hafa Michelin hótel- og matsölustaða- bækurnar handbærar þegar verið er að ferðast um Evrópu og Zagat Survey þegar ferðast er um Banda- ríkin til þess að leiða mann inn á góða staði í öllum verðflokkum.“ Markviss vínsmökkun Hildur, sem hætti sem forstjóri Hans Petersen fyrir sex árum, gegnir nú stjórnarformennsku hjá ÁTVR, SPRON og Kaffitári og er auk þess í stjórn FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri. Fyrir utan brennandi áhuga á matargerð seg- ist hún vera á kafi í golfinu og hafi líka sérstakan áhuga á vínum og kaffi. „Ítalir og Frakkar eru efstir á blaði þegar kemur að matargerð og vínframleiðslu. Matar- og vín- menning þessara landa höfðar ein- faldlega mest til mín.“ – Hvernig sinnir þú vínáhuga- málinu? „Ég sinni því einfaldlega með því að smakka vín nokkuð reglulega og alltaf með það í huga að bæta við þekkinguna. Það er ekki hægt öðruvísi,“ segir Hildur og hlær. „Við hjónin smökkum oft á ólíkum vínum um helgar og pælum í teg- undum og þrúgum. Vínsmökkun getur vissulega líka verið ánægju- leg í góðra vina hópi. Svokallað blindsmakk getur verið mjög skemmtilegur samkvæmisleikur, t.d. er áhugavert að reyna að greina þrúgur og lönd eða bara að hver og einn segi hvaða vín honum finnst best.“ Andakjöt í sælkerasósu Þegar Hildur er beðin að fram- reiða eitthvað gott sem hún hafi hnotið um á ferðum sínum erlendis ákveður hún að töfra fram rétt sem hún kallar „lúxus í dós“, enda er uppistaðan franskur dósamatur, en uppskrift að rósmarínrjómasósunni er fengin að láni frá veitingastaðn- um The Tribeca Grill, sem hefur gefið út sérstaka matreiðslubók. Stað þennan er að finna í Tribeca- hverfinu í New York og meðal eig- enda er leikarinn góðkunni Robert de Niro. „Mér til mikillar ánægju komst ég að því að í frönskum dósamat leynast mikil gæði og ég hika ekki við að bjóða vinum og kunningjum upp á slíkan lúxus ef svo ber undir. Undirbúningur fyrir dósaveislu af þessu tagi tekur um 20 mínútur og felst aðallega í sósu- gerðinni. Ég kynntist franska nið- ursoðna andakjötinu hjá franskri fjölskyldu í Périgueux, sem er norðaustur af Bordeaux, þar sem dóttir mín Helga Huld var skipti- nemi árið 2001. Við heimsóttum fjölskylduna fyrir tveimur árum og fórum þá saman í Pýreneafjöllin. Klukkan var að nálgast kvöldmat- artíma þegar við vorum loks komin heim til hjónanna að nýju og þá skaust húsmóðirin barasta út í búð, kom heim með nokkrar nið- ursuðudósir og töfraði fram fjór- rétta veislu á augabragði. Uppi- staðan var Confit de Canard eða önd soðin í eigin fitu, en rík hefð er fyrir andarækt á þessum slóðum. Á ferðum mínum erlendis birgi ég mig upp af þessu lostæti. Því miður er þetta ekki enn fáanlegt á Ís- landi, en ég vil nota tækifærið og lýsa eftir áhugasömum innflytj- endum. Dósin, sem geymir bæði andabringur og -læri, er einfaldlega opnuð og innihaldið hitað í sósunni án fitunnar, sem hægt er að nýta til steikingar á t.d. kartöflum auk þess sem andafitan er einkar góður handáburður. Þetta er borið fram með ofnsteiktum kartöflum, krydd- uðum með ólífuolíu og rósmaríni,“ segir Hildur. Rósmarínrjómasósa 1 skalottlaukur 2 hvítlauksrif 1⁄8 bolli koníak ½ bolli hvítvín 2 bollar kjúklingasoð 5 piparkorn 2 greinar rósmarín 1 lítið lárviðarlauf 1½ bolli rjómi salt og pipar maizenamjöl sósulitur Steikið saxaðan laukinn og hvít- laukinn við vægan hita þar til hann er mjúkur. Hækkið hitann og bætið við koníaki. Sjóðið í eina mínútu. Bætið síðan við hvítvíni, lækkið hit- ann og látið sjóða niður um helm- ing í um það bil 15 mínútur. Bætið piparkornum út í, lárviðarlaufinu, grein af rósmaríni og öllu soðinu. Sjóðið aftur niður um helming í um 20 mínútur. Setjið rjómann og eina rósmaríngrein í annan pott og sjóð- ið niður í 12 mínútur. Blandið rjóm- anum við soðið og sigtið og þykkið svo með maizenamjöli. Saltið og piprið. Karamellu- og appelsínusósa 125 g rjómaostur með appelsínulíkjör 1 dl karamelluþykkmjólk 1 dl þeyttur rjómi Hrærið öllu vel saman og berið fram með brenndum fíkjum, sem líka koma úr niðursuðudós og fást nú m.a. í Hagkaupum á 590 kr. pakkningin. Bæði má borða fíkj- urnar eins og þær koma úr dósinni eða hægt er að hita þær í ofni og bera fram heitar með karamellu- og appelsínusósunni.  ÁHUGAMÁLIÐ | Hildur Petersen leitar uppi matreiðslunámskeið út um allan heim Lúxus í dós er franskt lostæti Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Hildur Petersen við sósugerðina í eldhúsinu sínu.Hildur Petersen ásamt fjölskyldu í kvöldverði hjá frönsku skiptinemafjölskyldunni í bænum Périgueux. Morgunblaðið/Ásdís Uppistaðan í franskri andamáltíð er Confit de Canard. Í pakkanum til hægri eru brenndar fíkjur sem boðið er upp á í eftirrétt. TENGLAR .............................................. www.cucina-italiana.com www.3ponts.edu www.meyersmad.dk www.thepaul.dk www.fifteenrestaurant.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.