Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 41
UMRÆÐAN
Enski.is
Vinsælasti boltinn á Íslandi
Þú finnur allt sem þú vilt vita um Enska boltann á enski.is.
Úrslit, fréttir, tenglar og dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar
Enski boltinn. Taktu líka þátt í boltaspjallinu og tippleiknum
„Skjóttu á úrslitin“.
Spjall | Staða – Úrslit | Stuðningsmannaklúbbar | 1. deildin | 2. deildin
meira
Allt það helsta um Enska boltann, úrslit leikja, staðan í deildinni
og skemmtilegt boltaspjall.
ALFREÐ Þorsteinsson borg-
arfulltrúi telur það vera „brand-
ara ársins“ að sjálfstæðismenn
skuli nú finna að því að hægt
gangi að leggja ljósleiðara í
Reykjavík. Hann vísar til þess
að upphaflega hafi sjálfstæð-
ismenn í Reykjavík lagst gegn
því að Orkuveita Reykjavíkur
réðist í það verkefni. Alfreð lét
þessa skoðun í ljós í fréttum á
þriðjudaginn vegna ályktunar
Félags sjálfstæðismanna í vest-
ur- og miðbæ þar sem gerð er
athugasemd við samning OR við
Seltjarnarnesbæ um ljósleið-
aravæðingu bæjarins, íbúum þar
að kostnaðarlausu. Það þarf hins
vegar enginn að velkjast í vafa
um að kostnaðinn bera Reykvík-
ingar og trúlega þykir ein-
hverjum það fyndið.
Það er heldur engum vafa
undirorpið að Reykvíkingar hafa
ekki notið sömu þjónustu OR og
ýmsir aðrir utan Reykjavíkur í
þessum efnum. Það liggur fyrir
að lagningu ljósleiðara á Sel-
tjarnarnesi verður lokið á þessu
ári, rúmu ári eftir að samningur
um það var gerður. Samningur
OR við Reykjavíkurborg gerir
ráð fyrir að ljósleiðaravæðingu
borgarinnar verði lokið árið
2011.
Það er svo full ástæða til þess
að rifja upp, eins og Alfreð Þor-
steinsson gerir, afstöðu sjálf-
stæðismanna til þeirra hug-
mynda að láta borgarfyrirtæki
eins og OR annast lagningu ljós-
leiðara. Á það var einmitt marg-
oft bent að eðlilegra væri að láta
einkaaðila um þessa fram-
kvæmd. Ókeypis ljósleiðaravæð-
ing OR utan borgarinnar er enn
eitt dæmið um einkennilegar
áherslur fyrirtækisins.
Sigríður Á. Andersen
Grín á kostnað
Reykvíkinga
Höfundur er formaður Félags
sjálfstæðismanna í vestur- og
miðbæ.
ÉG HEF lagt fram á Alþingi
þingsályktunartillögu þar sem hvatt
er til að sett verði á fót alþjóðleg
rannsóknarmiðstöð á sviði land-
verndar og land-
græðslu í Gunnarsholti
á Rangárvöllum. Stofn-
un þessi gæti e.t.v. ver-
ið með svipuðu formi og
Jarðhitaskóli Samein-
uðu þjóðanna eða Nor-
ræna eldfjallasetrið. Þá
gladdi það mitt gamla
hjarta að Atvinnuþró-
unarsjóður Suðurlands
hefur bent á að þessi til-
laga mín er upplagt
verkefni í vaxtarsamn-
ing milli iðnaðarráðu-
neytisins og At-
vinnuþróunarsjóðsins.
Frekari framþróun
í Gunnarsholti
Mjög eðlilegt er að rannsókn-
armiðstöð þessi verði staðsett í Gunn-
arsholti. Landgræðsla ríkisins er
elsta stofnun sinnar tegundar í heim-
inum, hét áður Sandgræðsla ríkisins
en hún hóf starfsemi sína árið 1907.
Íslendingar eiga sér óvenjulega sögu
hvað varðar stöðvun jarðvegseyð-
ingar og endurreisn landgæða. Starf
við endurheimt landgæða hófst hér
áratugum fyrr en í öðrum löndum.
Starfsmenn Landgræðslunnar eiga
hér miklu að miðla í þessum efnum.
Hlutverk rannsóknarmiðstöðv-
arinnar yrði jafnframt að miðla þekk-
ingu á þessum sviðum til vísinda-
manna frá þróunarlöndunum.
Verkefni sem þetta myndi efla starf
Landgræðslunnar þar sem nú þegar
vinna mjög færir vísindamenn og fólk
sem hefur víðtæka reynslu. Land-
græðslan er mjög myndarleg og vel
rekin stofnun og við leitum stöðugt að
störfum á landsbyggðinni. Hér eru
m.a. störf fyrir háskólamenntað fólk
en einnig starfsfólk sem hefur yfir
mikilli sérhæfni að ráða.
Verkefnið hentar því
stofnuninni í alla staði
afar vel og myndi
styrkja hana.
Hnignun landgæða
er gríðarlegt vandamál í
heiminum. Þessi vandi
vex stöðugt og mun
hafa mikil áhrif á ástand
heimsmála næstu árin
ef ekki tekst að efla
varnir gegn eyðing-
aröflunum og vinna af
meiri krafti að land-
bótum.
Alþjóðlegt samstarf
Þrátt fyrir afar gott og merkilegt
starf Landgræðslunnar hefur Ísland
þá sérstöðu að hafa glatað stærri
hluta af þeim auðlindum sem felast í
gróðri og jarðvegi en flestar aðrar
þjóðir. Hnignun landgæða er gríð-
arlegt vandamál í heiminum. Þessi
vandi vex stöðugt og mun hafa mikil
áhrif á ástand heimsmála næstu árin
ef ekki tekst að efla varnir gegn eyð-
ingaröflunum og vinna af meiri krafti
að landbótum. Vandamálin eru erf-
iðust þar sem hagur íbúanna er bág-
astur, á jarðsvæðum í Afríku, Asíu og
Suður-Ameríku. Vegna aðstæðna hér
á landi hafa Íslendingar óvenju góða
möguleika á að rannsaka land-
hnignun og leiðir til úrbóta miðað við
t.d. aðrar Evrópuþjóðir. Ísland stað-
festi sáttmálann um varnir gegn eyði-
merkurmyndun árið 1997. Íslend-
ingar hafa samt sem áður ekki tekið
nægilega virkan þátt í slíku starfi á
alþjóðavettvangi sem er í rauninni í
mikilli mótsögn við mikla þekkingu á
þessu sviði. Íslendingar eru öflugir
þátttakendur í alþjóðastarfi á öðrum
sviðum þar sem sérstaða landsins er
mikil t.d. í tengslum við eldvirkni,
jarðhita og fiskveiðar. Þetta samstarf
veitir bæði hvatningu og leiðsögn um
það hvernig unnt er að nýta sérstöðu
Íslands hvað varðar vernd og end-
urreisn landkosta í alþjóðlegu starfi.
Mikils er um vert að búa svo að fag-
legu landgræðslustarfi á Íslandi að
unnt sé að taka þátt í öflugu al-
þjóðlegu vísindastarfi á þessu sviði og
að hingað geti komið sérfræðingar
frá þróunarlöndunum til að afla sér
þekkingar og nýrra viðhorfa á sviði
endurheimtar landgæða. Hugmynd
mín um alþjóðlega rannsókn-
armiðstöð í Gunnarsholti hefði bein
tengsl við Landgræðslu ríkisins,
Skógrækt ríkisins, Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins, Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri og Há-
skóla Íslands. Rannsóknarmiðstöð
sem þessi gæti lagt mikla þekkingu af
mörkum til þjóða sem berjast gegn
eyðingu gróðurs og jarðvegs.
Alþjóðleg rannsóknar-
miðstöð í Gunnarsholti
Ísólfur Gylfi Pálmason fjallar
um rannsóknir á sviði land-
verndar og landgræðslu ’Mikils er um vert aðbúa svo að faglegu land-
græðslustarfi á Íslandi að
unnt sé að taka þátt í öfl-
ugu alþjóðlegu vísinda-
starfi á þessu sviði …‘
Ísólfur Gylfi Pálmason
Höfundur er varaþingmaður
Framsóknarflokksins.
Fréttir á SMS