Morgunblaðið - 18.03.2006, Page 43

Morgunblaðið - 18.03.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 43 UMRÆÐAN Þessi grein birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Þar sem mistök urðu við vinnslu hennar er hún birt aftur. GREIN Haralds Ólafssonar pró- fessors Þúsund andlit átrúnaðar (Mbl. 13. feb. sl.) vakti athygli mína og er ég sammála honum um að menn ættu að kynna sér trúarbrögð og menningu annarra þjóða, til að kom- ast hjá vandamálum. Í því sambandi ættu menn að kynna sér trúarbrögð annarra borin fram af fylgjendum þeirra, en ekki af óviðkomandi að- ilum. En að slíkt sé borið fram af óviðkomandi aðilum er svipað og að heyra Samfylkinguna fjalla um stefnu Sjálfstæðisflokksins, eða heyra Frjálslynda flokkinn fjalla um stefnu Framsóknarflokksins. Ég held að menn væru alls ekkert ánægðir eða hrifnir af slíku. Í þessu sambandi er ekki sama hvernig menn fjalla um önnur trúar- brögð eða stjórnmál. En hvað varðar trúarbrögðin þá reyna menn víðs- vegar erlendis að hafa samstarf um slíkt. En til eru hér eins og annars staðar dæmi um undantekningar frá þessu, eins og með Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar, söfnuðinn Krossinn og bókaskrif sr. Þórhalls. En víða erlendis, t.d. undir merkj- um interfaith og fleiri, þekkist ekki að menn séu með eitthvert trúboð gegn öðrum eða þeim í óþökk, og ef menn á annað borð halda fyrirlestra þykir það miklu betra að fylgjendur trúar- bragðanna séu fengnir til þess, auk þess sem það þykir mjög vinsælt og mun betri umfjöllun. Þetta á reyndar einnig við um bókaskrif, þar sem lögð er áhersla á að fylgjendur komi sjálfir með sitt efni til að auðsýna þeim sjálf- sagða virðingu og til að byggja upp vináttu. Reyndar þekkist ekki að höf- undar reyni síðan að brengla eða skemma umfjöllun annarra. Það kom mér á óvart hversu ánægður Haraldur er með bókina Hin mörgu andlit trúarbragðanna og bendir á að í bókinni sé fjallað um mörg hugtök, en ekki minnist Har- aldur á þau fordómahugtök og annað sem höf. notast við, eins og t.d. að „klæða í vestrænan búning“, þýðir reyndar „… merkingin aftur á móti allt önnur“ en það sem þeir kenna sig við (bls. 95). Þessari aðferð beitir sr. Þórhallur í umfjöllun sinni um inn- hverfa íhugun ásamt öðru (bls. 115 til 116) og síðan sendi hann þeim þakkir í blaðinu (Mbl. 20. des. sl.). Nú aðrir fengu hins vegar líka þakkir þrátt fyrir að höf. hafði ekkert samband eða samstarf við þá við ritun bók- arinar, á það reyndar við um Félag múslima á Íslandi og Soka Gakkai- búddista. Haraldur nefnir í upptaln- ingu sinni hugtakið „hugstjórnun“ í sambandi við meditation, sem þýðir reyndar ekki hugstjórnun heldur íhugun, umhugsun, hugleiðing og hugvekja. Hugstjórnun er hugtak sem stjórnmálamenn hafa reyndar notað, en síðast sá ég það notað í Star Trek og þá í því sambandi að stjórna hug annarra. Þar sem Haraldur er svona sáttur við bókina, nú og auk þess sem farið er að nota bókina í skólum, vil ég spyrja hvernig er hægt að notast við þessa bók samhliða öðrum og meta próf eftir því, þegar höf. bókarinnar lagði sig allan fram í að koma inn alls kyns fordómum? Í því sambandi eins og með búddisma eða demantsveg- inn, en þar lagði höf. mikið kapp á að koma inn þessum kynlífstantra- fræðum, þrátt fyrir að um algjöra minnihlutahópa sé að ræða innan Mantrayana-hreyfingarinnar og þessi tantrafræði alls ekkert við- urkennd af þeim öllum, ekki frekar en í hindúisma, reynir hann að koma þessu að í ekki stærri bók en upp á 242 blaðsíður. Þá er alheimslögmálið eða lögmál lífsins sagt breytast við það að kyrja (bls. 122), en hvort sem við tölum um Soka Gakkai eða búdd- isma almennt er lögmálið ekki eitt- hvert vald heldur lögmál og breytist ekki. Rétt eins og umfjöllun höf. um hindúisma er endurholdgun í búdd- isma sögð vera böl (bls. 196), en það er ekki þannig skv. kenningunum hvort sem við tölum um end- urholdgun eða framhaldslíf (Dhammapada 15–18 og Udana 32). Annað dæmi og þá varðandi Votta Jehóva, eða eftir bókinni: „Vottar Jehóva hafna þrenningarkenning- unni og því að Jesús hafi verið sonur guðs“ (bls. 207), en það er ekki þannig í bókum safnaðarins, heldur er Jesús sagður vera sonur Guðs. Hvernig er hægt að leggja svona ásamt öðrum rangfærslum fyrir nem- endur, eiga þeir von á að þurfa að svara fyrst skv. bók hans og síðan eft- ir raunverulegu kenningunum? Ef svo er hlýtur slíkt að teljast afar vafa- söm námsstefna eða umfjöllun. ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, Svarthömrum 33, Reykjavík. Þúsund andlit átrúnaðar og fordóma Frá Þorsteini Sch. Thorsteinssyni MIG langar að þakka fyrir góðan þátt sem er núna sýndur á Skjá ein- um, Heil og sæl, í umsjá Þorbjargar hjúkrunarfræð- ings, nær- ingaþerapista D.E.T og Umahro rithöf- undar, kokks og næringarkönn- uðar. Nokkur umræða hefur spunnist í kring- um þennan þátt og er sú umræða af hinu góða. Þó finnst mér umfjöllunin hafa leitað of mikið út í hluti sem skipta ekki höf- uðmáli. Eins og hvernig þáttastjórn- endur nota líkingamál og koma þannig skilaboðunum mjög skil- merkilega til skila. Það hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum. Sem hjúkrunarfræðingur/ fagmanneskja vil ég benda á það góða og jákvæða við þennan þátt. Þorbjörgu, öðrum stjórnanda þátt- arins, tekst vel að útskýra þá flóknu hluti sem gerast í líkamanum við óhóflega neyslu vissra fæðutegunda. Í stað flókinna eða erlendra heita notar hún líkingamál sem auðvelt er að skilja. Einnig leitast stjórnendur þáttarins við að fræða um gott fæðu- val, góða matreiðslu og lestur inni- haldslýsinga á matvælum. Grunn- reglurnar sem farið er eftir eru faglega unnar og byggðar á vísinda- legum rannsóknum. Þær geta verið góð viðmið þegar fólk vill breyta sín- um lífsstíl og mataræði. Engin boð og bönn er að finna í grunnreglunum heldur er talað um hvað ber að forð- ast og bent á hvað er betra í staðinn og af hverju. Of oft finnst mér talað um að ekki megi borða hitt og þetta og síðan sit- ur fólk upp með hvað það má ekki borða en veit ekki hvað það má borða. Grunnreglurnar sem þátt- urinn byggist á taka vel á því hvað er gott að borða og koma með upp- skriftir úr þeim matvælum. Þátturinn Heil og sæl kennir fólki sem hefur áhuga á að breyta en hef- ur hingað til ekki vitað hvert það á að leita. Þarna er á ferðinni sýnileg ráðgjöf sem allir geta nýtt sér og það er eitthvað sem hefur vantað, finnst mér. Reynsla fólksins sem kemur fram í þáttunum undirstrikar einnig gagnsemi grunnreglnanna. Persónulega fannst mér frábært innlegg vaxtarræktamannsins sem þurfti aðeins að bæta sig í neyslu á „góðri“ fitu til að ná betri heilsu og árangri. Ég hvet sem flesta að fylgjast með þessum þáttum, sem mér finnst fag- legir, fróðlegir og umfram allt, skemmtilegir. Takk fyrir. FRIÐGERÐUR Ó. JÓHANNSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur. Heil og sæl – takk fyrir góðan þátt Frá Friðgerði Ó. Jóhannsdóttur Friðgerður Ó. Jóhannsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%%&&&' 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.