Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ María KristjanaAngantýsdóttir
fæddist á Sauðár-
króki 8. nóvember
1948. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
þriðjudaginn 7.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Angantýr
Elinór Jónsson, f.
16. ágúst 1910, d.
23. september 1982,
og Björg Dagmar
Bára Jónsdóttir, f.
19. nóvember 1919, d. 16. ágúst
1987. Systkini Maríu eru Lára, f.
25. janúar 1938, Sigurgeir, f. 12.
apríl 1939, Anton, f. 25. júní
1940, Sigrún, f. 18. júlí 1943,
Birkir, f. 5. ágúst 1945, Matthías,
f. 1. júní 1952, óskírður drengur,
f. 26. október 1953, d. í nóvember
1953, og Sigurlaug, f. 14. maí
1958.
María giftist hinn 16. ágúst
1970 Benedikt Agnarssyni frá
Heiði í Gönguskörðum, f. 8. febr-
úar 1940. Börn þeirra eru: 1)
Agnes Bára, f. 29.
október 1970, sam-
býlismaður Helgi
Einarsson, f. 9. des-
ember 1963 í Vest-
mannaeyjum. Börn
þeirra eru Aron
Hugi, f. 17. septem-
ber 1992, og Arney
Lind, f. 27. ágúst
1994. 2) Ásta Mar-
grét, f. 26. febrúar
1976, sambýlismað-
ur Rúnar Már Grét-
arsson, frá Melstað
í Óslandshlíð, f. 23.
desember 1972. Börn þeirra eru
Benedikt Loftur, f. 18. mars
1997, og Dagmar Björg, f. 28.
ágúst 1999. 3) Jónhallur Björg-
vin, f. 5. júlí 1977, sambýliskona
Guðrún Astrid Elvarsdóttir, f. 28.
júlí 1978. 4) Sigrún Elva, f. 20.
apríl 1983. 5) Sigfús Arnar, f. 18.
nóvember 1989.
Þau María og Benedikt voru
lengst af búsett á Sauðárkróki.
Útför Maríu verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma, það er svo erfitt að
hugsa til þess að þú sért farin frá okk-
ur.
Það eru svo margar minningar sem
koma upp í huga mér. Þú varst alltaf
svo elskuleg, hlý og góð. Þú gafst svo
mikið af þér og sagðir oft að aðeins
bros gæti gefið manni svo mikið, enda
varst þú ætíð brosandi. Ég sakna þín
svo sárt og tilhugsunin að þú komir
ekki aftur heim er erfið. Ég átti eftir
að segja þér svo margt og gera svo
margt með þér.
Við gátum spjallað saman heillengi
um daginn og veginn og töluðum við
oft um lífið sjálft. Hvað lífið hefur
mikið upp á að bjóða. Hversu mik-
ilvægt er að njóta lífsins á meðan
maður getur og hafa enga eftirsjá. Þú
minntir mig líka á það að lífið væri
ekki alltaf auðvelt, lífið fæli í sér stór-
ar og erfiðar brekkur sem maður
þyrfti að takast á við. Erfiðleikarnir
væru til að styrkja mann og þroska.
Þú talaðir alltaf um að gera að
minnsta kosti eitt góðverk á dag því
þá yrði garðurinn manns hjá Guði svo
fallegur. Ég veit að þú munt eignast
fallegasta garð sem hægt er að fá. Þú
varst ótrúlega næm og sást um leið ef
eitthvað amaði að hjá mér og vildir því
um leið ræða málin. Það endaði alltaf
þannig að mér leið miklu betur eftir
að hafa talað við þig. Þú varst alltaf til
staðar fyrir mig og get ég ekki óskað
mér að hafa átt betri mömmu en þig.
Þú greindist með erfiðan sjúkdóm
sem ekki er hægt að lækna. Þú hélst
samt áfram að lifa lífinu eins og ekk-
ert hefði í skorist. Það sýnir hvernig
karekter þú varst. þú varst svo dug-
leg og sterk í öllum þínum veikindum.
Þú barðist af fullum krafti fyrir lífi
þínu, fram á síðasta dag. En mamma
ég veit þú ert á góðum stað núna og
þér líður vel.
Ég elska þig svo mikið og ég vil
þakka þér fyrir þau 22 ár sem við átt-
um saman, þetta var stórkostlegur
tími sem ég mun aldrei gleyma. Þú
ert sannkölluð hetja í mínum augum.
Takk fyrir að vera svona góð og
yndisleg mamma. Ég elska þig svo
mikið.
Guð verði með þér og allir englarn-
ir.
Þín dóttir,
Sigrún Elva.
Elsku mamma, Það eru erfiðir
tímar framundan án þín og það er
stórt skarð að fylla í eftir svona dug-
lega, ástríka og yndislega manneskju
eins og þig.
Það var erfitt að horfa upp á
mömmu sína deyja á besta aldri úr
veikindum sem enginn lækning er við
og þurfa að horfa í augun á mann-
eskju sem maður elskar og geta ekk-
ert gert henni til hjálpar. En það eina
sem ég get gert núna er það að þakka
Guði á himnum fyrir að fá að upplifa
þessi skemmtilegu ár með þér og fyr-
ir það að fá að eiga bestu mömmu í
heimi. Ég veit það í hjarta mínu að
það verða góðar móttökur sem þú
færð uppi hjá Guði og ef það er eins
og þú sagðir alltaf við okkur að það
sem þú sáir í lifandi lífi munt þú upp-
skera þegar þú ferð, og þá mun garð-
urinn og húsið sem þú færð verða það
stærsta sem úthlutað hefur verið fyrr
eða síðar og verða með svo mörgum
herbergjum svo að allir sem þig elska
munu fá þann heiður að vera í návist
þinni alla daga. Það verða engir dagar
eins án þín og þín verður sárt saknað.
Guð einn á himnum veit hvaða hug ég
ber til þín.
Þökk sé þér, hversu fallegt lífið er
þökk sé þér, hversu heill minn hugur er
þökk sé þér, að ég standi hér
hug minn, Guð einn á himnum sér.
Til þín ég hugsun sendi fallega og hlýja
svo svífir þú með mér upp til sólu og skýja
þar við leikum okkur með hugsun nýja
sem kallar fram skil milli skýja
Elsku mamma, ég þakka þér fyrir
allt og bið Guð á himnum um að
geyma þig og vernda.
Minningu mína um þig, mun ég um
ókomna tíð í hjarta mínu geyma.
Þinn sonur,
Björgvin Benediktsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Þegar við hittumst sl. sumar hvarfl-
aði það ekki að mér að þetta yrði í síð-
asta skiptið sem við gætum rætt mál-
in. Sú harmafregn sem mér barst útá
sjó að þú værir orðin svona veik gerði
mig orðlausan. Ég hafði ekki gert mér
grein fyrir því hversu mikið veik þú
værir. Þú barst þig alltaf svo vel og
faldir þetta fyrir mér og öðrum.
Minningarnar hrönnuðust upp um
þær stundir sem ég og fjölskyldan
áttum með þér. Hversu gott var að
koma og hvað þú varst alltaf glöð að
sjá okkur. Móttökurnar ólýsanlegar. Í
litlu íbúðinni lést þú okkur líða sem
við værum komin heim. Okkur fannst
oft þröngt á þingi en þú gerðir bara
gott úr þessu öllu.
Heimilið var þitt skjól. Natni þín
við það var aðdáunarverð. Einföld-
ustu hlutir urðu að listaverkum í þín-
um höndum. Hugmyndaflugið átti sér
engin takmörk.
Árin og sá tími sem við áttum sam-
an var alltof stuttur. Það var svo mik-
ið framundan sem þú varst svo spennt
fyrir. Ferming fyrsta barnabarnsins.
Hvað þú hlakkaðir mikið til þessa.
Elsku Maja mín, núna veit ég að
þér líður betur og munt fylgjast með
okkur í framtíðinni einsog þú sagðir
svo oft. Þín verður sárt saknað af öll-
um sem kynntust þér. Stórt skarð
sem aldrei verður fyllt er höggvið í
fjölskylduna.
Elsku Benni, Agnes, Ásta, Bjöggi,
Sigrún og Fúsi, megi Guð gefa ykkur
styrk í sorginni.
Helgi Einarsson.
Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður.
Nú sezt ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður!
(Matthías Jochumsson.)
Amma er dáin. Við trúum því ekki
ennþá að hún sé farin. Hún er farin í
ferðalag eins og svo oft áður en kemur
aldrei aftur til baka. Það er svo skrítið
því hún var alltaf til staðar þegar við
komum norður. Hún sem var svo góð
við okkur, knúsaði og kjassaði þegar
við komum. Leyfði okkur að sofa á
milli ef okkur leið illa. Hún gaf okkur
svo mikið af sér.
Ferðirnar með henni í sveitina til
afa voru yndislegar. Hún tók með
nesti og gaf okkur að borða þegar við
vorum orðin þreytt á að leika okkur.
Það var alveg sama hversu drullug við
vorum. Hvort sem við vorum blaut
eftir að hafa farið í ána eða með
hrossaskít upp á mitt læri, alltaf gerði
hún gott úr þessu. Það eina sem hún
sagði var: Úr fötunum, það þarf að
þvo þetta.
Við söknum þín svo mikið, elsku
amma. Við vildum að þú gætir komið
aftur, það er svo margt sem okkur
langar að segja þér. Við elskum þig og
munum alltaf minnast þín sem ömmu
á Króknum.
Elsku afi okkar, okkur þykir svo
mikið vænt um þig og viljum allt fyrir
þig gera. Vonandi getur Guð hjálpað
þér í sorginni. Afi, Agnes (mamma),
Ásta, Bjöggi, Sigrún og Fúsi, megi
Guð hjálpa ykkur gegnum alla erfið-
leikana sem fram undan eru.
Aron og Arney.
Hugur minn leitar til fyrstu minn-
inganna um Mæju, hún var að leika
sér og ég vappandi í kringum hana.
Ég hændist mjög mikið að henni og
var það ekkert undarlegt því hún var
afar ástúðleg við mig og veitti mér þá
umhyggju og hlýju sem einkenndi
hana alla tíð síðar.
Seinna, þegar hún giftist Benna og
þau eignuðust sitt fyrsta barn reyndi
ég að sýna henni hvers virði vænt-
umþykja hennar var mér með því að
gæta litlu prinsessunnar þeirra,
Agnesar Báru.
Mæja og Benni voru mér alltaf eins
og foreldrar, til þeirra gat ég ætíð leit-
að og var ég tíður gestur á heimili
þeirra. Er ég mjög þakklát algóðum
Guði að hafa fengið að njóta svo mik-
illa samvista við elskulega systur
mína og mág og börnin þeirra.
Eftir um þrjátíu ára nær daglegar
samverustundir kom sá tími að ég
flutti mig um set og settist að á Suður-
landi og þá hagaði því þannig til að við
hittumst mun sjaldnar en áður. Því
var það ætíð tilhlökkunarefni að fara
á „Krókinn“ og hitta stórfjölskylduna
og það brást ekki að Mæja væri meðal
þeirra fyrstu til að fagna komu okkar.
Ég minnist síðustu samverustunda
sem við áttum, um áramótin. Þrátt
fyrir veikindin sem hrjáðu hana, var
Mæja búin að útbúa dýrindis veislu
eins og hún gerði svo oft og við áttum
yndislegar stundir saman.
Minningin um ástríka systur lifir í
hjarta mér. Elsku Mæja mín, ég
þakka þér fyrir allan tímann sem við
áttum saman, allan kærleikann sem
þú veittir mér og með breytni þinni
kenndir mér að veita öðrum. Guð
blessi þig, Mæja mín, og láti sitt eilífa
ljós lýsa þér.
MARÍA KRISTJANA
ANGANTÝSDÓTTIR
Þökkum innilega öllum þeim sem veitt hafa okkur
stuðning og hluttekningu við fráfall og útför
unnusta, sonar, bróður, tengdasonar, barnabarns
og mágs,
TÓMASAR ÝMIS ÓSKARSSONAR
sem lést af slysförum laugardaginn 25. febrúar.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem unnu við eða
komu að björgunarstörfum þann dag.
Ásdís Hanna Bergvinsdóttir,
Lene Zacharíassen,
Óskar Snæberg Gunnarsson, Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir,
Íris Björk Óskarsdóttir, Eyþór Freyr Óskarsson,
Bergvin Jóhannsson, Sigurlaug Anna Eggertsdóttir,
Gunnar Rögnvaldsson, Kristín Óskarsdóttir,
Björg Zacharíassen,
Sigríður Valdís, Anna Bára og Berglind Bergvinsdætur
og fjölskyldur þeirra.
Okkar elskulega frænka og mágkona,
JÓNA I HANSEN
dönskukennari,
Hraunbæ 90,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjálparstarf kirkjunnar.
Þ. Magnús Nielsson Hansen,
Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen,
Guðbjörg Nielsdóttir Hansen,
Þórður G. Hansen,
Guðlaug Kristófersdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGA ÞURÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR,
áður til heimilis á Lindargötu 61,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
fimmtudaginn 16. mars.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 27. mars kl. 15.00.
Jón Ó. Hjörleifsson,
Þuríður Ingibjörg Jónsdóttir, Guðfinnur G. Johnsen,
Guðbrandur Jónsson, María Maríusdóttir,
Hjörleifur M. Jónsson, Sigríður Óskarsdóttir,
Laufey Jónsdóttir, Magnús Lúðvíksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
BALDVINS SKÆRINGSSONAR
frá Steinholti,
Vestmannaeyjum.
Baldur Þór Baldvinsson,
Kristinn Skæringur Baldvinsson, Sigríður Mínerva Jensdóttir,
Ragnar Þór Baldvinsson, Anna Jóhannsdóttir,
Birgir Þór Baldvinsson, Halldóra N. Björnsdóttir,
Hrefna Baldvinsdóttir, Snorri Þ. Rútsson,
Baldvin Gústaf Baldvinsson, Anna Gunnlaugsdóttir,
Hörður Baldvinsson, Bjarney Magnúsdóttir,
Hörður Runólfsson,
Halla Guðmundsdóttir,
barnabörn og aðrir afkomendur.
Elskulegur unnusti minn, faðir, sonur, fóstursonur
og bróðir,
JÓN HALLDÓR HARÐARSON,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 16. mars.
Minningarathöfn verður haldin í Bústaðakirkju
fimmtudaginn 23. mars kl. 13.00 og útförin fer
fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. mars
kl. 13.30
Auður Ólafsdóttir,
Hörður Sverrisson,
Sigríður Jónsdóttir, Magnús Stefánsson,
börn hins látna, systkini, tengdafjölskylda
og aðrir aðstandendur.