Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 46

Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 46
46 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigtryggur Jós-efsson fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 22. sept- ember 1924 og bjó þar alla tíð. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 12. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jósep Kristjánsson, f. 1887, d. 1981 og Gerður Sigtryggs- dóttir, f. 1896, d. 1978. Sigtryggur var þriðji í röð níu systkina, hin eru: Hallur, f. 1921, d. 2004, Krist- ján, f. 1922, d. 1993, Helga, f. 1926, Guðný, f. 1929, d. 1999, Guðrún, f. 1931, Óttar, f. 1933, Arnkell, f. 1935 og Ingiríður, f. 1940. Hinn 6. júní 1953 kvæntist Sig- tryggur Björgu Arnþórsdóttur frá Siglufirði, f. 1932. Börn þeirra eru: a) Arnþór, f. 1954, d. 1991, kvæntur Aðalheiði Guðjónsdótt- ur, f. 1956. Þau eiga tvo syni, Andra Björgvin, f. 1981 og Sig- trygg, f. 1984. Sonur Andra Björgvins er Óttar Búi, f. 2003. Áður átti Arnþór dótturina Björgu, f. 1973 og Aðalheiður soninn Pál Heiðar, f. 1976. b) Jós- ep Rúnar, f. 1955, kvæntur Margréti Haraldardóttur, f. 1958. Dætur þeirra eru Ásta Björg, f. 1992 og Rakel Fríða, f. 1995. c) Friðgeir, f. 1959, kvæntist Sigrúnu Ólafsdóttur, f. 1956, d. 1997 (þau skildu). Sonur þeirra er Ólafur Ísak, f. 1986. d) Gerður, f. 1960, sambýlismaður Magnús Kjartans- son, f. 1951 (þau skildu). Börn þeirra eru Björg, f. 1983 og Kjart- an, f. 1995. e) Þórunn, f. 1964, gift Gísla Sigurðssyni, f. 1959. Dætur þeirra eru Ásta, f. 1990, Agnes, f. 1998 og Guðrún, f. 2001. Sigtryggur var lengst af bif- reiðastjóri, bæði við mjólkurflutn- inga og vegagerð. Meðfram akstrinum vann hann ýmis störf í Reykjadal og nágrannasveitum, við pípulagnir, smíðar og annað tilfallandi. Frá 1981 til starfsloka 1994 var Sigtryggur húsvörður í Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal. Útför Sigtryggs verður gerð frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Um hálffjögur á sunnudaginn var hringdi síminn. Það var Þórunn konan mín, að segja mér að Sig- tryggur faðir hennar væri látinn. Ég var heima með yngri dætrum mínum, Guðrúnu 5 ára og Agnesi 7 ára. Elsta dóttirin Ásta 15 ára var að heiman á námskeiði. Í rúma viku hafði ég reiknað með þessu símtali, og reynt að búa mig undir það. Samt kom það eins og reiðarslag. Nú þurfti ég að segja dætrum mínum fréttirnar, að þær fengju ekki framar að sjá afa sinn. Ég settist hjá þeim inni í stofu og sagðist þurfa að tala við þær. Þær settust á lærin á mér og horfðu á mig. „Mamma var að hringja,“ sagði ég, „og hún sagði að afi Sig- tryggur væri dáinn.“ „Af hverju?“ spurði Agnes. „Hann var bara svo mikið lasinn að hann gat ekki lifað lengur,“ sagði ég og fann hversu gagnslaus þessi skýring var. Hún lagði hausinn sinn í hálsakotið mitt, og tárin byrjuðu að renna. „En þá getur hann ekki spilað við mig og ekki púslað við mig,“ sagði Guðrún með áhyggjusvip. „Nei,“ sagði ég „hann getur það ekki. En kannski getur amma spilað við þig þegar hún kemur heim.“ „En ég kann að spila við afa,“ sagði hún og var ekki sátt, og ég gat lítið bætt úr því. Ég fór að segja þeim að nú væri sálin hans afa komin til guðs og nú fengi afi að hitta Adda strákinn sinn sem dó áður en þær fæddust. Hann yrði örugglega glaður að hitta hann aftur. Og að þegar við yrðum gömul og dæjum líka þá færu sálirnar okkar líka til guðs og þá fengjum við að hitta afa aftur. „Merkir þá guð sálina hans afa, SIGTRYGGUR?“ spurði Guðrún. Ég vissi varla hverju ég ætti að svara, sagði bara að við myndum örugglega þekkja afa aftur þegar við kæmum, hann myndi taka á móti okkur. Ég fór að hugsa um bílskúrinn hans afa og allt dótið sem í honum er. Þar er fullt af hillum og skúffum með allskonar hlutum, smáum og stórum. Ein skúffan er merkt „smurkoppar“, önnur „bremsu- gúmmí“ og sú þriðja „splitti“. Frá því að ég kom fyrst í Breiðumýri fyrir 22 árum hef ég eytt mörgum góðum stundum í þessum bílskúr, ýmist einn eða með afa við við- gerðir og redderingar. Og alltaf hefur hann staðið mér opinn og meira en sjálfsagt að ég fengi að nota þar allt sem ég þurfti, og afi tilbúinn að aðstoða eins og hann gat. Þarna gat afi gert hvað sem var. Hann gerði upp vélsleða og smíðaði laufabrauðsjárn, yfirdekkti stóla og gerði við gervitennurnar sínar hvað þá annað. Heimili Bjarg- ar og Sigtryggs hefur staðið mér opið frá fyrsta degi. Móttökurnar alltaf hlýlegar og góðar, svo að mér hefur eiginlega alltaf fundist ég eiga þar heima. Og eftir að dæt- urnar fæddust hefur þetta verið þeirra fasti punktur í lífinu, eitt- hvað gott sem alltaf er á sínum stað og alltaf er hægt að treysta á. Aldr- ei vandamál að fá pössun og gist- ingu, sama hvað margir gestir voru fyrir, alltaf nóg pláss fyrir nokkra í viðbót. Ásta var ekki ýkja gömul og ekki farin að segja r, þegar hún sagði við okkur að morgunlagi: „Eð ekki baða best að við föðum í Bðeiðumýði núna.“ Og þetta hefur eiginlega verið hennar viðhorf síð- an, hvað sem öðru líður þá er bara best að fara í Breiðumýri núna. Fyrir foreldra sem eru að ala upp börn er ómetanlegt að eiga svona afa og ömmu til að leita til. Afa og ömmu sem alltaf hafa tíma, tíma til að hlusta og til að svara, til að spila og til að púsla, til að kenna og til að fræða, til að hjálpa og til að hugga, og tíma til að gefa og til að þiggja. Þessi lífsgæði verða seint fullþökk- uð. Dætur mínar eru svo mikið rík- ari í sálinni sinni en þær annars væru, og þetta ríkidæmi mun end- ast þeim allt lífið. Og af því geta þær miðlað til sinna barna og barnabarna, og allra annarra sem þær kynnast í lífinu. Bara af því að afi og amma höfðu tíma. Ég held að himnaríki sé eins og bílskúrinn hans afa á Breiðumýri. Og þar ræður guð eins og afi í sín- um bílskúr. Og eins og í bílskúrnum hans afa, þá er hægt að laga allt í þessum bílskúr sem aflaga hefur farið í lífinu. Þar er vel tekið á móti þeim sem þangað leita, þeir fá þar inni og þeim er hjálpað. Þar er fullt af verkfærum og allskonar dóti, margar hillur og skúffur. Og á hill- una á móti glugganum er skrifað „Sigtryggur“. Þar geymir guð sál- ina hans afa, þangað til við komum að hitta hann. Kannski fáum við að vera í hillunni við hliðina á honum, þá verðum við heppin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Guð geymi þig, afi Sigtryggur, eins og þú hefur passað dætur mín- ar. Gísli Sigurðsson. „Eitt sinn verða allir menn að deyja“ orti Vilhjálmur Vilhjálmsson og á þetta víst um alla en einhvern veginn trúði ég því að það myndi ekki gerast nærri strax hjá þér. Trúði ég því að þú ættir langt í að kveðja okkur. Ég vona að þú fyr- irgefir mér það að hafa ekki heim- sótt þig meira því mér þótti alltaf gott að heimsækja ykkur og fann ég aldrei fyrir mismunun hjá ykkur þótt ég hafi komið inn í fjölskyld- una sem fósturbarn. Þú varst stríðinn og húmorinn var með ólíkindum og bræður mínir sem hittu þig oftar segja mér reglu- lega sögur af uppátækjum þínum og allt til þess síðasta sástu til þess að skemmta öðrum og áttir auðvelt með að búa til bros hjá okkur öll- um. Það er eiginleiki sem er sjald- séður. Mig langaði að nota tækifærið og þakka þér fyrir allt og ég veit að þú fylgist vel með okkur og heldur áfram að skemmta okkur í minn- ingu okkar og sál. Páll Heiðar Pálsson, barnabarn á Spáni. Vorið 1952, þá sjö ára gamall, fór ég sjóleiðina frá Siglufirði til Ak- ureyrar í fylgd Bjargar systur minnar til móts við kærasta hennar Sigtrygg Jósefsson sem ég þá aldr- ei hafði séð. Verið var að senda mig í sveit til foreldra Sigtryggs þeirra Gerðar Sigtryggsdóttur og Jósefs Kristjánssonar og barna þeirra sem með þeim bjuggu félagsbúi að Breiðumýri. Sigtryggur tók á móti okkur á Akureyri er Drangur lagði að bryggju. Þar var hann kominn á Ford vörubíl sínum og var ekið austur í Reykjadal. Hér voru fyrstu kynni mín af verðandi mági mínum. Þetta sumar var ég hjá þeim „heima í bæ“ en svo var kallað heimili þeirra Gerðar og Jósefs og það orðatiltæki er enn í dag notað yfir heimili systkina Sigtryggs sem þar búa. Næstu sex sumur þar á eftir var ég hjá þeim Björgu og Sig- tryggi eftir að þau hófu búskap og reistu sér hús að Breiðumýri. Væntanlega hefur hann mágur minn oft fengið meira en nóg af þessum strák sem dvaldi hjá þeim sumar eftir sumar. En aldrei kom það fram og á þessum árum byggð- ist upp vinátta sem aldrei bar skugga á. Minningar mínar frá þessum tíma eru tengdar tilfallandi störfum í sveitinni ásamt barna- pössun því tveir elstu synir þeirra Bjargar og Sigtryggs þér Arnþór heitinn og Jósef Rúnar fæddust á þessum árum. Ár og áratugir hafa liðið og heim- sóknirnar og ferðirnar að Breiðu- mýri eru orðnar fleiri en tölu verð- ur á komið. Dætur mínar hafa dvalið þar langdvölum og Geirfríður móðir mín flutti að Breiðumýri frá Siglufirði árið 1980 og dvaldi þar tíu síðustu ár ævi sinnar umvafin kær- leik og hlýju. Nú þegar komið er að leiðarlok- um vil ég þakka Sigtryggi allt það sem hann hefur gert fyrir mig og mína í gegnum tíðina. Elsku Björg mín, megi góður Guð styrkja þig og börn ykkar Jós- ef Rúnar, Friðgeir, Gerði og Þór- unni, maka þeirra og öll barnabörn- in í missi ykkar. Örn Arnþórsson. Fyrir ungar Reykjavíkurdömur var alltaf mikið ævintýri að koma á Breiðumýri. Þar tóku okkur opnum örmum Sigtryggur, Björg frænka, frændsystkinin og fólkið heima í bæ. Okkur fannst mikið til þess koma að fá að hjálpa til við að reka kýrnar, moka flórinn og gefa hænsnunum. Fannst við meiri manneskjur fyrir vikið, þó vinnu- konuígildið væri rýrt því í rauninni átti þetta fátt sameiginlegt með því sem yfirleitt er kallað að fara í sveit og meira eins og dvöl á fimm stjörnu hóteli. Sundlaug í garðinum, endalaus veisluhlaðborð – og við máttum ráða því sjálfar hvort við vöknuðum til að reka kýrnar. Í minningunni er Breiðumýri yndislegt heimili fullt af góðu fólki. Þar stjanaði Björg við okkur og heimilisfólkið, með húsið tandur- hreint og fínt, lagði metnað í allar máltíðir frá morgni til kvölds og bakaði bestu kleinur í heimi. Það hefur ekkert breyst í áranna rás og alltaf jafngott að koma á Breiðu- mýri. Þar er dekrað við gesti með kræsingum meðan rætt er um menn og málefni líðandi stundar. Sigtryggur var húsbóndi á sínu heimili. Stór og myndarlegur mað- ur, með sinn norðlenska hreim og stríðnisblik í augum. Fyrir honum bárum við djúpa virðingu, en vorum smeykar um að verða stríðninni að bráð, því hann hafði einstakt lag á að gera grín að ofdekruðum borg- arstelpum. Taldi þeim trú um að í sveitinni væri brauðið alltaf smurt báðum megin. Á hverjum jólum hugsum við til Sigtryggs þegar við skerum laufabrauð með handgerðu skurðjárni frá honum og Breiðu- mýrarhangikjötið er ómissandi á jóladag. Sigtryggur var höfðingi heim að sækja. Við og fjölskyldur okkar hafa notið þess alla tíð auk þess sem þau Björg bjuggu Gillu ömmu heimili síðustu árin. Að leiðarlokum viljum við þakka einstaka gestrisni og skemmtilegar samverustundir. Við gleðjumst yfir öllum góðu minn- ingunum og kveðjum með sálminum sem Gilla amma kenndi okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Björg, Búi, Friðgeir, Didda og Tóta. Við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar innilega sam- úð og biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Arna, Auður Arna, Ólafía, Dagmar. Sigtryggur á Breiðumýri var mjólkurbílstjóri okkar Reykdæl- inga. Hann keyrði í öllum veðrum og allri færð, fékk alla bíla í gang sumar sem vetur, var sérfræðingur á skafla, snillingur á vélar. Maður, sem komst, þótt hægt færi. Í dag hefur hann kvatt. Kvatt okkur og kvatt tímann, sem ég tengi dalnum okkar milda, tíma, sem ég safna í ár og læt líða í hægð og mýkt. Tímann sem var, meðan enn var rúm og rými, og áður en heimurinn tók til fótanna og hélt á rás. Í dag þjappast stundin og stend- SIGTRYGGUR JÓSEFSSON Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR fyrrv. rafvirkjameistara Pósts og síma, Suðurengi 30, Selfossi. Sóley Gunnvör Tómasdóttir, Þórunn Elín Halldórsdóttir, Finnbogi Birgisson, Hrafnhildur Halldórsdóttir Hersir Freyr Albertsson, Þorbjörg Hjaltalín Halldórsdóttir, Jón Lúðvíksson, Halldór Halldórsson, Jóhanna Hákonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát móður okkar, systur, barnabarns, systurdóttur og bróðurdóttur, ÁSTU GUÐRÚNAR, Laufengi 106, Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Tómas Freyr Arnarsson, Lilja Gunnarsdóttir, Brynjar Ægir Gunnarsson, Laufey Diljá Gunnarsdóttir, Elva Björk, Einar Helgi, Helena Sif, Jón Ragnar og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR HANNESDÓTTUR, Gullsmára 9, Kópavogi. Sjöfn Stefánsdóttir, Guðgeir Einarsson, Sigríður Stefánsdóttir, Reynir Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.