Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Smári HlíðarBaldvinsson fæddist á Gilsfjarð- arbrekku í Gilsfirði 28. júlí 1950. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Baldvin Sigurvins- son, f. 16.3. 1904, d. 24.9. 1982, og Ólafía Pálína Magn- úsdóttir, f. 8.5. 1914. Bræður Smára samfeðra eru Indriði El- berg, f. 27.11. 1933, og Ragnar Birgir, f. 13.8. 1937, d. 24.9. 1977. Systkini Smára sammæðra eru Jóna Guðmey, f. 26.11. 1943, Ingibjörg Magnea, f. 20.9. 1945, Elinborg Alda, f. 28.3. 1947, Sig- urvin Helgi, f. 7.11. 1953, d. 28.12. 1984, og Katrín Björk, f. 27.1. 1959. Sambýliskona Smára er Mar- grét Hafrún Brynjólfsdóttir, f. á Borg í Reykhólasveit 4.8. 1950. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 26.7. 1972, gift Bjarna Þór Bjarnasyni, f. 29.8. 1974, börn þeirra eru Ottó Hlíðar, Sindri Júlíus, Ásdís Birta og Kolbeinn Óskar. 2) Guðrún, f. 2.9. 1974, sambýlis- maður Guðbrandur Ásgeir Sigurgeirs- son, f. 21.10. 1969, börn þeirra eru Friðrik Smári, Mar- grét Vera, Sigur- geir og Halldór Víkingur. 3) Brynj- ólfur Víðir, f. 24.8. 1976, sambýliskona Sandra Rún Björnsdóttir, f. 26.5. 1978, sonur þeirra er óskírður. 4) Bára Borg, f. 19.6. 1978, sambýlismaður Bjarki Stefán Jónsson, f. 18.7. 1967, sonur þeirra er óskírður. 5) Baldvin Reyr, f. 1.6. 1982, sam- býliskona Áslaug Torfadóttir, f. 2.6. 1982, dóttir hennar er Agnes Rut. 6) Ólafur Einir, f. 14.10. 1983, sambýliskona Íris Ósk Sig- þórsdóttir, f. 1.1. 1984. Útför Smára verður gerð frá Reykhólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kveðjustundin er komin og leiðir okkar skiljast um tíma, en minn- ingarnar um ástkæran og góðan bróður stendur eftir í hjarta mínu. Á svona stundu reikar hugurinn víða, fyrst til æskudaganna heima á Brekku. T.d. þegar hestur, sem þú teymdir undir mér, fældist og hljóp upp allt tún og þú ríðandi á þínum hesti á eftir, kallandi, biðj- andi mig um að stökkva af baki, sem skræfan ég þorði ekki. Eða þegar þú dast af hestbaki og mundir ekki það sem þú varst að gera daginn áður, hvað mér fannst það fyndið. Ég skynjaði ekki þá, hvað heilahristingur getur verið al- varlegur. Svo fékkst þú bílpróf og geystist um sveitina á bláa jepp- anum, þvílíkur töffari. Einn vetur fórst þú sem vetrarmaður austur að Brekku í Lóni, mikið saknaði ég þín þá. Svo var stóri bróðir allt í einu kominn með kærustu, hana Margréti, það fannst mér nú skondið á þeim tíma. En árin liðu og þið fóruð að búa í Borg, börnin að fæðast eitt af öðru og brátt voru þau orðin sex. Það var æði oft sem ég var í Borg, hjá ykkur Mar- gréti, og ykkur fannst það ekkert tiltökumál þó þrjú börn bættust við hópinn. Borg var draumastaður í huga barnanna minna. Þar fannst þeim allt til alls, öll dýrin, stutt að fara að sulla í sjónum eða læknum, leika sér í búinu, klifra í klettum eða bara hvað sem þeim datt í hug í það og það skiptið. Ógleymanleg er ferðin sem við Sæmundur, Magga systir og Jón, ásamt ykkur Margréti, fórum á þremur húsbíl- um um Vestfirði sumarið 2004. Veðrið lék við okkur allan tímann og þú þekktir svo til hverja þúfu og hvert fjall. Líka berjaferðin sem ég fór með ykkur Margréti þá um haustið vestur í Kollafjörð. Það var svo mikið af berjum, að það var erfitt að hætta að tína, þó öll ílát væru orðin full. Í þeirri ferð var farið yfir Kollafjarðarheiði og svo yfir Þorskafjarðarheiði, gömlu leiðina, ásamt ýmsum útúrdúrum. Ekki má heldur gleyma ferðinni sem við, fjögur systkinin ásamt mökum, fórum í sumar sem leið á Fiskidaginn mikla á Dalvík. Þá varst þú aldeilis til í sprell eins og þér einum var lagið. Það var mikið áfall þegar þú greindist með þenn- an illvíga sjúkdóm árið 2003. Það sem kom upp í huga minn þá var: „Nei, ekki þú líka.“ En þú barðist af dug og æðruleysi og ætlaðir ekki að gefast upp. Það sýnir kraftinn og viljastyrkinn að þú skyldir keyra sjálfur suður í allar lyfjameðferðir og vestur sama dag. En í nóvember sl. veiktist þú mjög alvarlega og áttir þá ekki aftur- kvæmt heim í sveitina þína. Þá var það hún Margrét þín sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta þér stundirnar. Hún vék ekki frá þér allan sólarhringinn, allt til enda. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku mamma. Það eru þung spor fyrir þig að þurfa að horfa á eftir öðrum syni. En sálarró þín og æðruleysi hjálpar þér á jafnerfiðri stundu sem þessari. Elskuleg mág- kona mín, frændsystkini og fjöl- skyldur ykkar, Margrét, Ingibjörg, Guðrún, Brynjólfur, Bára, Baldvin og Ólafur, megi algóður Guð styrkja ykkur í gegnum ykkar sorg. Kæri bróðir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín litla systir, Katrín Björk Baldvinsdóttir. Elsku sveitungi og frændi. Með þér er genginn borgarstjórinn sem Reykhólasveitin hefur haft undan- farin ár. Það verður skrítið að fara um sveitina og horfa yfir Króks- fjörðinn og vita að þú ert ekki lengur hjá okkur. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og fjölskyldu þinni við eldhúsborðið í Borg, sem og allar aðrar samverustundir gegnum árin. Hafðu innilegar þakkir fyrir alla aðstoð, sem var veitt af óeigingirni og náungakær- leik. Nú ert þú borgarstjóri í ann- arri borg, kannski hittumst við við eldhúsborðið þar, þegar að okkar tíma kemur. Elsku Magga, Inga, Gunní, Bolli, Bára, Baldvin, Óli og fjölskyldur ykkar, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð, megi góð- ur Guð styrkja ykkur og leiða þessi þungu spor. Páll S. Andrésson. Pálína St. Pálsdóttir. Smári Baldvinsson bóndi í Borg í Reykhólahreppi er fallinn frá langt um aldur fram. Góður ná- granni, hjálpsamur, glaðlyndur, réttsýnn, stríðinn og alltaf skemmtilegur. Það eru þau kynni sem við höfum haft af Smára í þau 29 ár sem við höfum þekkt hann. Þær eru margar góðar minning- arnar sem við eigum um Smára, t.d. við eldhúsborðið heima á Hrís- hóli að ræða allt milli himins og jarðar. Aldrei skorti umræðuefnið. Hann hafði þann góða eiginleika að gefa sér tíma til að kíkja í heim- sókn án þess að eiga erindi. Haustin eru mjög minnisstæð, þá reynir mikið á samstarfið á milli bæja. Alltaf gekk samstarfið vel á milli okkar. Það var eins og Smári læsi hugsanir okkar, alltaf til stað- ar og ráðagóður. Í huga okkar er Smári og Mar- grét Brynjólfsdóttir konan hans ein heild. Jafnsamstíga hjón eru vandfundin. Í veikindum Smára hefur Magga staðið eins og klettur við hlið hans, er missir hennar mikill. Megi Guð gefa fjölskyldu og ást- vinum Smára styrk á erfiðum tím- um. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þráinn, Málfríður og fjölskylda Hríshóli. Þeim fækkar sveitungunum mín- um, sagði Smári við mig ekki alls fyrir löngu. Þá höfðu orðið hörmu- leg slys í sveitinni hans og hann var dapur. Það er erfitt að sjá ein- hvern tilgang í slíku. Og nú er hann Smári vinur okk- ar horfinn eftir baráttu við illvígan sjúkdóm og hefur bæst í þann hóp- inn sem farinn er yfir landamæri lífs og dauða. Og við sem skiljum ekki neitt, okkur finnst að hann hefði átt að verða allra karla elstur, heilsu- hraustur, og halda áfram að segja okkur sögur af fyndnum og skemmtilegum atvikum. En eftir standa hans fjölskylda og vinir. Það virðist svo stutt síðan við kynntumst honum Smára. Þá var hann bara strákur heima hjá for- eldrum sínum á Gilsfjarðar- brekku. Þau voru næstu nágrann- ar okkar vestan við Steina- dalsheiðina. Þá komu þeir Sigmundur bróðir og Smári keyrandi yfir heiðina og það var einkennandi fyrir þessar ferðir þeirra að þeim fannst skemmtilegast að fara þegar öðr- um fannst heiðin ófær og þetta voru sannkallaðar glæfraferðir og fólkinu þeirra var ekki beint rótt. Það fylgdi þessum heimsóknum þeirra mikil glaðværð og grall- araskapur, þeir voru ósparir á sögur af akstursafrekum sínum og við slógum eiginlega eign okkar á Smára sem væri hann einn af okk- ar fjölskyldu. Eftir því sem árin liðu þá lögð- ust glæfraferðirnar að mestu nið- ur. Og við tók venjuleg vinna, að hafa í sig og á, búskapur og fjöl- skyldulíf báðum megin heiðar. Alltaf höfum við þó hist öðru hvoru, þó voru nú Smári og Magga duglegri við að koma í heimsókn og þá var spjallað um allt milli himins og jarðar. Allt í einu var ég orðin 60 ára og Smári hélt ræðu í afmælisveisl- unni minni og sagði svo fallega að honum hefði alltaf fundist hann vera eins og einn af Steinadalsfjöl- skyldunni, og við það tækifæri fletti hann svo ofan af allskyns galgopaskap fyrri tíðar á afar skemmtilegan hátt. Og minningin um þær stundir hverfur ekki frá okkur sem eftir erum. Við munum alltaf hugsa til Smára með Möggu sér við hlið og sína kátínu og skrítnu athuga- semdir sem við gátum velst um af hlátri yfir. Það bætir tilveruna að fá að kynnast slíku fólki. Elsku Magga og börnin ykkar, tengdabörnin og barnabörnin. Fjölskyldan mín öll vill þakka þessi góðu kynni og við vottum ykkur innilega samúð. Ásdís. Nú er hann Smári frændi minn búinn að kveðja okkur. Þegar ég hugsa um Smára frænda fer ég alltaf að brosa ósjálfrátt, því mér kemur alltaf til hugar öll glettnin og stríðnin. Þegar ég var yngri var farið eins oft í Borg og maður gat og þangað var alltaf jafngott að koma. Magga og Smári tóku svo vel á móti manni og ekki vant- aði félagskapinn til að leika með, og ýmislegt var brallað í Borg en það er nú ekki allt prenthæft hér. Svo þegar ég fór að eldast og lagði leið mína í Borg með mína fjölskyldu var ég oft og iðulega búin að finna eitthvað á leiðinni sem ég gæti nú skotið á Smára og strítt honum örlítið því þegar við hittumst var það mjög líklegt að ég fengi eitthvað á mig frá honum um ýmsa líkamsparta sem höfðu stækkað heldur hratt, einhver strákamál eða eitthvað svona sprell en það var allt með góðu og gleði gert og aldrei nein særindi okkar á milli því okkur þótti frek- ar fyndið að stríða hvort öðru með smá kaldhæðni einnig hugsa ég að okkar húmor hafi legið á svip- uðum stað – þ.e. svona frekar neð- arlega. Ég hitti Smára oft síðast- liðna vetur þegar hann var að keyra á milli og hitta sína lækna og þykir mér mjög vænt um það núna að hafa náð að hitta hann svona oft. Síðast þegar ég hitti Smára hitti ég vel á hann og þótti mér það gaman og gott að sjá hann svona eins og hann átti að sér að vera miðað við ástand og aðstæður. Þegar dóttur minni var sagt að hann Smári frændi væri dáinn sagði hún nú en mamma, hann var ekki orðinn langafi. Þetta er svona ekta sem barn svarar en við full- orðnu hugsum. Núna bið ég þess að aðstand- endur Smára, Magga, börn og barnabörn megi fá styrk á erfiðum tímum og leiti til hvort annars á erfiðum stundum. Kveðja, þín systurdóttir, Sigurbjörg Helga Sæmundsdóttir. SMÁRI HLÍÐAR BALDVINSSON ✝ Vilhelm Mars-elíus Friðriks- son fæddist á Siglu- firði 4. september 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Siglufirði 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Her- mannsson, f. 19.2. 1878, d. 15.4. 1936 og Björg Sigríður Sæby, f. 2.3. 1886, d. 11.7. 1931. Systkini Vilhelms eru: Krist- ín, Friðrik, Oktavía, Þórleif, Ágústa, Þórleif, Stefanía, Krist- inn, Hermann og Kjartan. Eftirlif- andi eru Stefanía og Kjartan. Árið 1940 hóf Vilhelm sambúð með Margréti Stefánsdóttur, frá Spónsgerði í Eyja- firði, f. 1.3. 1917, d. 5.7. 1990. Þau eign- uðust þrjú börn, þau eru: 1) Björk, f. 1940, maki Guð- mundur Lárusson. Börn þeirra eru: Lárus Ingi, Vilhelm Már og Brynjar. 2) Birgir, f. 1946, maki Guðmunda Dýr- fjörð. Börn þeirra eru: Margrét og Bragi. 3) Hallgrím- ur Sveinn, f. 1956, maki Jóhanna Þorleifsdóttir. Börn þeirra eru: Guðný Björk og Grétar Bragi. Vilhelm verður jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú hefur afi okkar kvatt þennan heim, tæpum 16 árum á eftir ömmu okkar. Amma Gréta dó mjög skyndilega í júlí 1990 og vor- um við systkinin alveg miður okk- ar eftir það. Fráfall afa Villa núna hefur haft svolítinn aðdraganda en það er samt erfitt að horfast í augu við kallið þegar það kemur. Okkur langar að minnast bæði afa og ömmu í örfáum orðum. Frá því við fyrst munum eftir okkur var alltaf opið hús fyrir okk- ur á Hvanneyrarbrautinni. Meðan við vorum lítil gátu mamma og pabbi fengið pössun fyrir okkur þegar þess þurfti. Síðar fórum við að koma sjálf því þarna var alltaf einhver til staðar og við vorum svo velkomin. Nóg var af smurði brauði í sérstökum plastkassa inni í ísskáp, fullt af heimabökuðu bakkelsi, þó að kleinurnar hennar ömmu séu nú sérstaklega minn- isstæðar. Það var líka alltaf nóg til af mat alveg sama hversu mörg svöng barnabörn komu. Afi var ekki mikið í eldhússtörfunum á meðan amma lifði en eftir fráfall hennar var hann fljótur að læra á þetta. Maður kom ekki að tómum kofunum hjá honum, gat valið sér úr 1944 réttum eða fengið góða soðningu. Á Hvanneyrarbrautinni lærðum við líka að spila, fyrst voru þetta einföld spil eins og veiðimaður eða olsen olsen, eftir því sem við urð- um eldri vorum við tröppuð upp í marías, vist og manna. Skrítið að við skulum ekki spila meira í dag, því þetta er svo skemmtilegt. Í hádeginu á jóladag fórum við alltaf til ömmu og afa, þar var lambalæri og tilheyrandi fyrir alla fjölskylduna og ís og ávextir á eft- ir. Síðan var spilað eða spjallað fram eftir degi og þá voru tertur og súkkulaði borin fram. Húsnæð- ið á Hvanneyrarbrautinni er um 60 fermetrar og þó við værum þar öll saman munum við ekki til þess að það hafi verið þröngt um okkur, annað fyndist okkur sjálfsagt í dag. Amma var alveg einstaklega lag- in í höndunum og gat saumað, prjónað eða heklað það sem maður óskaði sér og var frágangurinn á handverkinu hennar betri en í bestu búðum. Afi og mamma sáu um Alþýðu- húsið á Siglufirði í hátt í tvo ára- tugi. Þangað fengum við stundum að fara með og fylgdumst þá með afa lesa bingótölurnar skýrt og yf- irvegað og stýra spilakvöldunum öruggri hendi. Afi bjó á Hvanneyrarbrautinni, í húsinu þar sem hann fæddist, þangað til 1999 þegar hann fékk pláss á Skálarhlíð. Fljótlega eftir það vildi hann losna við húsið og við vorum svo heppin að fá að kaupa það ásamt foreldrum okkar. Það er rosalega notalegt að skreppa norður og gista í Afahúsi, eins og við köllum það þó húsið hafi ekki formlega verið skírt. Þar er svo margt sem minnir á ömmu og afa. Elsku afi og amma, við þökkum ykkur kærlega fyrir að vera það sem þið voruð. Minningin um ykk- ur lifir ætíð í huga okkar. Gréta og Bragi Birgisbörn. VILHELM MARSELÍUS FRIÐRIKSSON Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku langafi, hvíl í friði. Hildur, Birgir og Fannar. HINSTA KVEÐJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.