Morgunblaðið - 18.03.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 49
MINNINGAR
Ögmundur Helga-
son tók við forstöðu
handritadeildar í
Landsbókasafninu við
Hverfisgötu árið 1990
eftir ótímabært fráfall fyrirrennara
síns, Gríms M. Helgasonar.
Þegar stofnað var til nýs safns í
Þjóðarbókhlöðu 1. des. 1994 lá beint
við að Ögmundur réðist til áfram-
haldandi forstöðu handritadeildar,
nú við aðrar aðstæður en fyrr. Sam-
starf okkar hafði því staðið á átt-
unda ár þegar ég lét af störfum á
vordögum 2002.
Söfnun og varsla handrita er órofa
þáttur í starfsemi flestra þjóðbóka-
safna. Það á ekki síst við hér á landi
þar sem haldið var áfram að miðla
skáldskap og fróðleik í handrituðu
formi, jafnframt hinu prentaða efni,
lengur og í meira mæli en tíðkaðist í
flestum öðrum löndum. Handrita-
deild Landsbókasafns er því nær
ótæmandi brunnur heimilda um
sögu þjóðarinnar, líf hennar og
menningu.
Á því tímabili sem hér um ræðir,
1994–2002, voru óvenjumörg tilefni
sem drógu athyglina að fjársjóðum
handritadeildar. Árið 1996 voru 150
ár liðin frá því að stofnað var til
handritasafns í Landsbókasafni.
Þess var minnst með fjölsóttri sam-
komu í safninu á afmælisdaginn 5.
júní, auk þess sem viðburðir tengdir
afmælinu stóðu allt árið. Eigi færri
en þrjár sérsýningar handrita voru
þá í safninu, hátt á annan tug út-
varpsþátta um efni í handritadeild
voru fluttir, viðbótarbindi af hand-
ritaskrám safnsins kom út, og safnið
stóð fyrir veglegri útgáfu Passíu-
sálmanna, eiginhandarrits Hall-
gríms, eins mesta dýrgrips Lands-
bókasafns. En sýningarhald í
safninu almennt hvílir oftar en ekki
á efni úr handritadeild. Átti þetta
ekki síst við á því mikla minning-
arári sem markaði síðustu aldamót.
Eftirminnilegur er einnig sá atburð-
ur á því ári þegar efnt var til „Morg-
unverðar með Erlendi í Unuhúsi“ og
opnaður kassi með gögnum úr fór-
um Erlends, nánast í beinni útsend-
ingu. Þá var Ögmundur sannarlega í
essinu sínu.
Um þau viðfangsefni sem nú hafa
verið nefnd áttum við Ögmundur,
ásamt öðrum, nána samvinnu. Á
þessum árum var og ráðist í gerð
Sagnanetsins, en það fól í sér að
myndaður var umtalsverður hluti
handritaarfsins og gerður aðgengi-
legur umheiminum um Netið.
Enn ber að nefna það verkefni
sem Ögmundur sinnti framar öðru
allt til hinsta dags, þar sem var út-
gáfa ársrits safnsins, Ritmenntar.
Ásamt fleirum stóðum við Ögmund-
ur að því að móta ritið sem eins kon-
ar framhald árbókar hins fyrra
Landsbókasafns og ritstýra því frá
ári til árs.
Traust þekking á handritakostin-
um var sterkasta hlið Ögmundar í
safnstarfinu, jafnframt lipru viðmóti
og hjálpsemi við þá sem til safnsins
leituðu. Það átti einnig við gagnvart
þeim sem miðluðu efni til handrita-
deildarinnar, en einn mikilsverðasti
þáttur starfsins er að draga að safn-
inu efni handritakyns sem vitað er
að víða liggur og hætta er á að verði
glötuninni að bráð. Vart gætu þegn-
ar þessa lands betur minnst þeirra
sem gengnir eru og handritaarfinn
hafa annast en með því að hugsa til
handritadeildarinnar um afhendingu
þeirra gagna sem í fórum hvers og
eins kynnu að leynast.
Ögmundur lét sér einkar annt um
fjölskyldu sína. Honum var það ef-
laust þung raun þegar ljóst varð að
hann yrði að yfirgefa hana svo
ÖGMUNDUR
HELGASON
✝ ÖgmundurHelgason fædd-
ist á Sauðárkróki
28. júlí 1944. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
8. mars síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Neskirkju
17. mars.
snemma. Ég sendi
Rögnu eiginkonu
hans, börnum þeirra
og öðrum aðstandend-
um innilegar samúð-
arkveðjur.
Einar Sigurðsson.
Á þeim góðu árum
þegar Landsbókasafn
og Þjóðskjalasafn
voru í sameiginlegu
húsnæði í Safnahúsinu
við Hverfisgötu tókust
góð kynni með Ög-
mundi Helgasyni á handritadeild
Landsbókasafnsins og starfsfólki
Þjóðskjalasafns. Nábýlið var mikið í
Safnahúsinu en gott þrátt fyrir
þrengsli.
Ögmundur varð forstöðumaður
handritadeildarinnar eftir lát Gríms
M. Helgasonar og var ekki heiglum
hent að setjast í sæti hans. En Ög-
mundur sinnti sínu starfi af elju og
reglusemi. Á þessum árum var í
undirbúningi flutningur Landsbóka-
safns í Þjóðarbókhlöðuna vestur á
melum og þurfti að undirbúa þann
flutning af mikilli nákvæmni, skrá
safnkostinn, setja í hæfilegar um-
búðir og síðan raða upp í góðri reglu
á nýja staðnum. Fyrir fáum árum
kom út enn ein viðbótarskrá hand-
ritadeildar en góð skráning er nauð-
synleg til að opna safnkostinn fyrir
fræðimönnum og almenningi.
Ögmundur naut sín vel á hand-
ritadeildinni. Mikilvægur þáttur í
starfinu er að taka á móti gögnum,
skjölum og handritum. Að afhenda
einkagögn og skjöl og taka á móti
þeim er ekki jafn einfalt og virðast
kann við snögga sýn, því hér þarf að
byggja upp gagnkvæmt traust milli
aðila. Með einlægni sinni og ljúf-
mennsku átti Ögmundur auðvelt
með að mynda tengsl við fólk og
byggja upp slíkt traust. Afrakstur
þessa starfs er kannski ekki mjög
áberandi, enda fjarri Ögmundi að
hreykja sér, en sér drjúgan stað í
geymslum handritadeildar og víst er
að Ögmundur hefur átt stóran þátt í
að bjarga ómældum menningarverð-
mætum frá glatkistunni með störf-
um sínum.
Ekki verður minnst á Ögmund án
þess að hugsa til Skagafjarðar svo
hjartfólgnir sem heimahagarnir
voru honum. Hann var gjörkunnug-
ur þessu fallega héraði og ritaði mik-
ið um sögu þess, vann m.a. mikið við
útgáfu Skagfirðingabókar og brátt
kemur út saga Norðfjarðar eftir Ög-
mund.
Fyrir hönd starfsfólks Þjóðskjala-
safns vil ég þakka hin góðu kynni við
Ögmund Helgason og sendi fjöl-
skyldu hans og öðrum aðstandend-
um innilegustu samúðarkveðjur
okkar.
Ólafur Ásgeirsson.
Stjörnuhiminninn er ekki eins
bjartur og endranær. Kennarinn,
fræðimaðurinn, þjóðfræðingurinn,
sveitamaðurinn, vinur okkar Ög-
mundur er allur. Umhverfis há-
skólalóðina og bókasafnið eru litirnir
einhvern veginn daufari en áður.
Vissulega má reiðast miskunnar-
leysi örlaganna, en betra er að horfa
til baka með þakklæti fyrir þær ger-
semar sem öðru hverju verða á vegi
okkar; þakka fyrir þær góðu stundir
sem maður hefur upplifað í fé-
lagsskap manna eins og Ögmundar.
Hann var sérstaklega góður maður,
hlýr og rólegur og hvers manns hug-
ljúfi. Hann var líka fræðimaður af
gamla skólanum sem kunni sitt fag
og þekkti sín handrit og sitt fólk.
Ögmundur var viskubrunnur, eins
og vinir hans, nemendur hans í þjóð-
fræði og allir sem leituðu til hans
vissu mætavel. Margir þjóðfræði-
nemar og fyrrum gestir handrita-
deildar sakna vafalítið þolinmæði,
hjálpsemi og hvatningar Ögmundar
við hvaðeina sem fræðunum viðkom.
Hann kunni skil á alls kyns fróðleik
um skrif bænda og sveitalífið fyrr á
tímum og var stoltur af því að vera
sveitamaður; vissi allt um þjóðhætti
fyrri tíma og gamlar og nýjar sögur
hafði hann á hraðbergi. Eins og hin-
ir íslensku bændur og sagnaþulir
sem Ögmundur virti svo mikils var
hann sjálfur sagnamaður af guðs
náð. Maður sat, hlustaði og dáðist að
frásögnum hans og máli og fór heim
sem breyttur, fróðari maður. Ög-
mundar verður sárt saknað.
Rögnu og börnum þeirra Ög-
mundar, Helgu og Ólafi, sendum við
innilegar samúðarkveðjur á þessari
sorgarstundu.
Fyrir hönd kennara í þjóðfræði,
Terry Gunnell.
Hinsta kveðja frá Versailles
Nú er hann farinn, sá merki Ís-
lendingur sem ég kynntist fyrir
tveimur áratugum á Árnasafni í
Kaupmannahöfn. Eins og mörgum
öðrum erlendum fræðimönnum
kenndi hann mér mikið um Ísland,
um íslenska tungu og íslenskar bók-
menntir. Fróðleik hans um menn-
ingarsögu íslensku þjóðarinnar jafn-
aðist ekkert á við nema hans
höfðingsskapur.
Hann féll í valinn fyrir aldur fram,
alúðarvinur minn Ögmundur Helga-
son, en minning hans mun lengi lifa
og víða.
François-Xavier Dillmann.
Þar á ég heima
sem gott er að ganga með sjónum
þegar nesið siglir rótt í bláu djúpinu
og rauð kvöldskýin ljóma á norðurlofti
unz þys bæjarins hverfur í faðm kyrrð-
arinnar
en eyjar og fjöll rísa við himin
í fylkingum suður til jökla.
Þar á ég heima.
Þessar línur undir nafninu Heima
eru úr ljóðabók Ögmundar, Fardög-
um, sem kom út 1970 og lýsa sum-
arkvöldi á Sauðárkróki. Yfir þeim er
blær kyrrðar og hlýju, enda eru
æskuslóðir manna jafnan miðpunkt-
ur heimsins og sífelld uppspretta
hamingju þegar allt er með felldu. Í
uppvexti mínum heima á Krók var
Ögmundur einn af stóru strákunum
í útbænum ásamt t.d. Jóa Röddu,
Kára Steindórs, Gunna á bakaríinu,
Erlingi á hótelinu o.fl. Milli okkar
voru sex ár sem á bernskutíð er
óbrúanlegt bil og jafnast einungis
þegar báðir eru fullorðnir. Við
kynntumst þá í tengslum við útgáfu
Skagfirðingabókar sem Ögmundur
ritstýrði ásamt undirrituðum, Gísla
Magnússyni og Hjalta Pálssyni. Við
áttum ótal stundir yfir handritum og
próförkum, myndum og nafna-
skrám. Við bundumst vináttubönd-
um og gerðum okkur oft glaðan dag
með gullna veig á glasi; tilefni voru
jafnan auðfundin á þeirri tíð. Ög-
mundur fluttist til Kaupmannahafn-
ar 1983 og hvarf þá frá Skagfirð-
ingabók, en í hans stað kom
Sigurjón Páll Ísaksson í hópinn. Við
vissum hins vegar alltaf hvor af öðr-
um, hittumst annað slagið við ýmis
tækifæri, ekki síst í hádeginu á laug-
ardögum í Norræna húsinu, en þar
hafa Skagfirðingar – og raunar ýms-
ir fleiri – hitzt í nokkra áratugi til
þess að skrafa, rökræða og hlæja
saman yfir kaffibolla.
Ögmundur var ljós yfirlitum, að
jafnaði með skegg á fullorðinsárum,
upplit hans bjart og ávallt stutt í
brosið. Hann hafði ríka en jafnframt
viðkvæma lund og var stundum
þungt yfir honum ef hann taldi að
sér vegið. Á gleðistundum var hann
hrókur fagnaðar hvort sem hann
sagði sögur, söng skagfirzku lögin
okkar eða Elvis Presley – eða jafn-
vel sálma hvítasunnumanna; hófleg
feimni fór þá veg allrar veraldar.
Hann var afar greiðvikinn og vildi
leysa hvers manns vanda, þeirra
sem leituðu til hans. Þeir eru ófáir
sem hann hjálpaði að lesa gömul
handrit á Landsbókasafni, en illu
heilli hlaut hann að hverfa úr því
starfi. Hann var jafnan glaðlegur við
nemendur sína, hvort sem var í MS
eða HÍ, minnugur þess að enginn
lærir nema lundin sé létt. Hann var
áhugasamur um útivist, ekki sízt í
heimahögunum fyrir norðan. Víði-
dalur í Staðarfjöllum var unaðsreit-
ur hans umfram aðra staði og átti
þar frjóar kyrrðarstundir, enda
skrifaði hann um byggðina þar á sín-
um tíma til BA-prófs. Hann var afar
vandvirkur í fræðum sínum, nostr-
aði við hvern stafkrók og naut sín í
einkalegu grúski, hin síðari ár eink-
um í þjóðfræðum; átti sérstaka rit-
hönd, skrifaði smátt, en skýrt og
auðlæsilega. Hann hafði stundum
svo mörg járn í eldi að hægt miðaði
hverju verki eins og verða vill; í
rauninni vildi hann sífellt betrum-
bæta það sem hann hafði í smíðum,
alveg fram í síðustu próförk. Hann
var fagurkeri og lífsnautnamaður í
bezta skilningi orðsins, tungutak
hans var vandað og blæbrigðaríkt.
Ögmundur Helgason var traustur
vörzlumaður þjóðlegra menningar-
gilda, en róttækur ella í þjóðfélags-
málum; sómakær og gestrisinn heim
að sækja; viðmót þeirra hjóna glað-
legt og einlægt. Hann naut sín vel
sem gestgjafi, enda skrafhreifinn og
góður viðmælandi.
Ég vissi af veikindum Ögmundar,
en óraði ekki fyrir því hvað þau
gengu hart og hratt að honum, og nú
er hann allur. Þeir sem eftir lifa líta
öðru vísi á fortíðina þegar dauðinn
kveður dyra hjá samferðamönnum.
Einn þáttur er slitinn, og framtíðin
verður ótryggari. Svo er því farið.
Ég minnist ótal stunda á heimili Ög-
mundar og Rögnu, yfir kaffibolla við
eldhúsborðið, með staup inni í stofu,
eða rökkurstunda í bókaherberginu
og gamanmál á vörum. Þetta eru
dýrmætar minningar. Hannes Pét-
ursson sveitungi okkar yrkir svo í
Eldhyl og heitir ljóðið Einbátungur:
Nú blánar við sjónarrönd
fyrir svefneyjunum.
Hann leggur
árar í kjöl
og hafstraumurinn vaggar
og vaggar hægt og rótt
bátnum þangað
í beina stefnu.
Dauðans friður og hljóðlát kyrrð
er yfir þessum ljóðlínum og með
þeim vil ég kveðja Ögmund og bið
þess að sá sem sólina skapaði færi
honum líkn og friðsæld. Þau Ragna
hafa átt samfylgd frá því á mennta-
skólaárum á Akureyri. Þau eru fædd
á sögubjörtu ári, 1944, hún meðan
Kristján var enn kóngur, hann eftir
að lýðveldi var stofnað, eins og þau
göntuðst með. Við Magga sendum
henni hugheilar samúðarkveðjur og
börnum þeirra báðum, Helgu og
Ólafi, og öðrum ástvinum.
Sölvi Sveinsson.
Kær vinur og góður Skagfirðing-
ur, Ögmundur Helgason, er fallinn
frá, langt um aldur fram, eftir bar-
áttu við illvígan sjúkdóm.
Kynni okkar Ögmundar bar að
fyrir hálfum fjórða áratug í sam-
bandi við skagfirsk fræði og héldust
óslitið upp frá því.
Við vorum báðir í hópi norðan-
manna, sem stunduðu spjall yfir
kaffibolla í Norræna húsinu hvern
laugardags seinnipart í meira en
þrjátíu ár, þegar annað hamlaði
ekki.
Þó að þar sætu gjarnan til borðs
menn fræða og lista, var oftar en
ekki slegið á létta strengi og gam-
anmál líðandi stundar brotin til
mergjar hverju sinni.
Ögmundur Helgason var Skag-
firðingur í húð og hár. Hann fæddist
á Sauðárkróki, og þar liðu æskuárin
við leiki og störf í faðmi fjölskyldu
og annars heimilisfólks. Skagafjörð-
ur hefur löngum verið vettvangur ís-
lenskrar sveitamenningar af bestu
gerð, þar sem menn hafa iðkað söng,
útreiðar og fræðagrúsk, og þar eru
heimkynni lausavísunnar, að öðrum
héruðum ólöstuðum.
Í þessu umhverfi mótuðust hug-
sjónir og skapgerð Ögmundar, sem
fylgdu honum í farsælu lífshlaupi
ávallt síðan. Ögmundur var heiðar-
legur og réttsýnn í öllum samskipt-
um. Því fengum við vinir hans að
kynnast.
Örlög Ögmundar réðust á
menntaskólaárunum á Akureyri,
þegar hann kynntist skólasystur
sinni og eftirlifandi eiginkonu,
Rögnu Ólafsdóttur frá Norðfirði. Yf-
ir námsbókunum löðuðust þau hvort
að öðru, hann ljóðrænn og dreym-
inn, hún greind og gáskafull. Leið
þeirra lá til Reykjavíkur, þar sem
þau stofnuðu heimili og fjölskyldu,
og um skeið bjuggu þau í Kaup-
mannahöfn vegna fræðastarfa og
náms.
Ragna og Ögmundur voru óvenju
samhent hjón og góð heim að sækja.
Þau voru nægilega ólík til að bæta
hvort annað upp. Hún ákveðin og
framtakssöm, hann hlédrægur og
gætinn. Menning sveitarinnar,
þekking, viðhorf, samskiptahættir
og vináttubönd að norðan og austan
einkenndu Ögmund og heimili
þeirra hjóna alla tíð.
Lengi verður mér minnisstæð
Danmerkurferð með dætur mínar til
þeirra á haustdögum 1984 og hvern-
ig þau bókstaflega léku við okkur í
„Borginni við Sundið“, þar sem
gengið var um Íslendingaslóðir,
staldrað við í skemmtigarði Tivolis,
söfn heimsótt, litið við í búðum og
sest inn á veitingahús, fyrir utan all-
ar kræsingarnar, sem biðu heima.
Þetta rifjaðist reyndar allt upp sl.
haust, þegar við urðum samferða
fyrir tilviljun til Kaupmannahafnar
og áttum góða dagstund saman á
hótelherbergi á Vesturbrú í Höfn,
þar sem gamlar minningar voru
raktar.
Þótt Ögmundur væri borgarbúi,
var hugurinn jafnan bundinn við
Skagafjörð og skagfirsk fræði, og
þangað sótti hann mælikvarða
margra hluta, hvort sem var á ferða-
lagi innanlands eða utan. Víðfræg
náttúrundur urðu að standast sam-
jöfnuð á við Drangey eða Tindastól,
og sérstaka alúð lagði hann við
horfna byggð í Staðarfjöllum, svo-
nefndan Víðidal, sem hann hafði
skrifað hina ágætustu ritgerð um.
Ögmundur Helgason var sú
manngerð, sem maður naut návistar
með, hvort heldur var við kaffiborð
eða á faraldsfæti.
Við leiðarlok þakka ég þetta allt
saman og sendi Rögnu, Helgu, Ólafi
og öðrum aðstandendum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Sæmundsson
frá Neðra-Haganesi.
Þegar við, fyrrum starfsfélagar og
vinir Ögmundar Helgasonar, frétt-
um af ótímabæru andláti hans varð
okkur hverft við.
Ögmundur var samkennari okkar
undirritaðra um níu ára skeið í
Menntaskólanum við Tjörnina og
síðar Menntaskólanum við Sund.
Hann kenndi íslensku, málfræði og
bókmenntir af þeirri smekkvísi og
alúð sem hann var ætíð þekktur fyr-
ir.
Ögmundur var allt fram á síðasta
dag maður orðsins, maður sam-
ræðu- og frásagnarlistar. Á því sviði
var hann meistari. Fáir geta fetað í
fótspor hans í þeim efnum. Ævin-
lega var hann tillögugóður og
reiðubúinn að leggja gott til mála,
leiðbeina þeim sem til hans sóttu
ráð.
Hann var laginn að laða til sín
ungt fólk sem áhuga hafði á íslensk-
um fræðum og reyndist því ráðholl-
ur og hallkvæmur í hvívetna og
höfðu margir á orði að samræður við
Ögmund hefðu leyst úr ýmsum þeim
gátum sem óleystar voru áður.
Okkur var á sínum tíma mikil eft-
irsjá að Ögmundi þegar hann hvarf
til annarra starfa frá okkur félögun-
um í MS. Ekki er eftirsjáin minni nú
þegar hann er okkur horfinn með
öllu. Til hans verður ekki leitað aftur
um ýmis álitamál íslenskra fræða
sem voru honum ástríða og hann
sinnti af vandvirkni og elju allt til
hins síðasta.
Við vottum eiginkonu hans, börn-
um og barnabörnum okkar dýpstu
samúð.
Aðalsteinn Davíðsson,
Brynjúlfur Sæmundsson,
Páll Bjarnason,
Sveinn M. Árnason.
Fleiri minningargreinar um Ög-
mund Helgason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Óskar Guðmunds-
son; Auðunn Bragi Sveinsson;
Sveinn Ólafsson; Einar Sigurðsson;
Jón M. Ívarsson; Vésteinn Ólason;
Róbert H. Haraldsson; Sigrún Klara
Hannesdóttir.