Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 18.03.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 53 VW Golf 1.6 árg. 6/2004, ek. 45 þ. km. Nýja lagið, 5 dyra, bsk. Ásett verð 1.590 þ. Áhvílandi lán 1.230 þ., afb. 17 þ. Upplýsingar í síma 699 5880. VW Bora 1600 árg. 2002, ekinn 49 þ. km, 16" heilsársdekk. Bein- skiptur. 100% viðhald hjá umboði. Fallegur reyklaus bíll í toppstandi. Verð kr. 1.100 þús. Uppl. í síma 820 5289. VW árg. '95, ek. 129 þús. km. Út- sala! VW Golf 3 dyra, skoðaður og í topp standi. Skv. listav. á hann að kosta 210 þ. Verð nú 100.000 þ. kr. Kominn er tími á að skipta um tímareim. S. 821 6383. Volvo árg. '95, ek. 142 þús. km. Beinskiptur. ABS. Einn eigandi, góð umgengni. Sumardekk á felg- um fylgja. Verð 250 þús. Sími 554 2697. Toyota Yaris, sjálfskiptur, 1300, 5 dyra, skr. 04.05.2005. Ekinn 4.500 km, ljósgrár, negld vetrar- dekk. Verð 1.380 þús. Möguleiki að bílalán fylgi, 1.0 m. Upplýsing- ar í síma 892 7852. Toyota RAV 4 VVTI 11/2000, ek. aðeins 113 þ. km. Sjálfskiptur. Toppeintak. V. 1.690 þ. Tilboð 1.390 þús. Uppl. í síma 567 4000. Getum aftur bætt við bílum á planið og á söluskrá. Af hverju ekki að prófa? Toyota Land Cruiser '88 bensín. Ekinn 235 þús. Verð 200 þús. stgr. Vel með farinn bíll í topplagi. Hlaðinn aukahlutum. Uppl. 553 2233 eða 893 1090 Birgir. Toyota Corolla W/G sol 1,6 árg. '03, ek. 18 þús. km. Nýsk. 10/2003, sjálfsk., ek. 18 þ., á vetrard. en sumard. á álfelgum fylgja. Drátt- ark., farangursnet o.fl. Verð 1.590 þ. S. 564 4341/868 1052. Tilboð. Nissan Almera Visia 1.5 árg. 6/2004, ekinn 60 þús. Góður bíll á aðeins 990 þús. stgr., lista- verð 1.200 þús. Uppl. 899 5522. Suzuki XL-7Ö árg. '04. Gullmoli. Ekinn 35.000 km. 6-cyl., krókur, sjálfsk., leður, sóllúga, cd-maga- sín o.fl. Einn með öllu. Upp- hækkaður. Verð 2.880.000. Loft- bóludekk Uppl. í síma 699 3393. Passat '97. Til sölu VW Passat 1997, 5 g., ek. 155 þ. Nýlega skoðaður, góð dekk, krókur. Verð 500 þ. stgr. S. 860 9243. Nýr bíll - frábært verð - Chrysl- er PT Cruiser 2005. Ekinn 4 þús. 2,4 vél, sjálfskiptur, fram- hjóladrif, 17" krómfelgur og breið dekk + aukadekk. Verð 2,1 millj. Upplýsingar í síma 899 2005. Nissan Sunny 4X4 1600, árg. '92, ek. 166 þ. Sk. 10/06. Beinsk. Uppl. í síma 868 8116. MMC Mirage (Lancer) DE Coupe. Nýskr. 09/01. Ek. 36 þ. km. 2ja dyra, sjsk., 1.6, álfel. Ný dekk. Ásett v. 1.090 þ. Tilboð kr. 800 þús. Áhvílandi 0. kr. Skipti á ódýr- ari. S. 661 9660. Jeppar Suzuki Sidek 1600. Upphækk., er á 30". Ekinn 175 þ., aðeins 65 þ. á vél, ný tímareim, ný skoðað- ur, nýl. dekk, toppgr. Verð 350 þ. Tek bíl á allt að 100 þ. uppí. Uppl. í síma 690 7242. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, bifhjól, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Kerrur Kerra til sölu - topp kerra! Verksmiðjuframleidd, lítið notuð, galvaniseruð, einnig máluð m.a. með sterku Epoxy í botninn, uppsk. hjól að framan. Uppl. í s. 821 2900 (Einar). Ath. sk. á bíl. Þjónustuauglýsingar 5691100 SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tvímenn- ing á átta borðum mánudaginn 13. marz. Meðalskor 126. Beztum ár- angri náðu í NS Dagný Gunnarsd. – Steindór Árnason 152 Bragi Bjarnason – Magnús Ingólfsson 142 Karl Gunnarss. – Gunnar Sigurbjörnss. 140 Ernst Backmann – Ari Þórðarson 133 AV Einar Kristjánsson – Elís Kristjánss. 157 Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbjs. 144 Guðjón Ottósson – Guðm.Guðveigsson 142 Kristín Óskarsd. – Gróa Guðnadóttir 129 FEBK Gjábakka Það var góðmennt sl. föstudag, að- eins 11 pör, og spilað á 6 borðum. Miðlungurinn var 100 og í N/S urðu Rafn Kristjánsson og Oliver Kristófersson efstir með 112. Júlíus Guðmundsson og Óskar Karlsson urðu í öðru sæti með 107. Í A/V skor- uðu Jón Hallgrímsson og Bjarni Þór- arinsson langmest eða 135 og Lilja Kristjánsdóttir og Oddur Halldórs- son urðu í öðru sæti með 109. Spilað er alla föstudaga í Gjábakkanum. Sveinn á Vatnshömrum og Magnús í Birkihlíð með 75% skor Mánudaginn 13. mars spiluðu Borgfirðingar tvímenning með þátt- töku 18 para. Það fer nú að verða hálf- þreytandi að skrifa þessar fréttir því það er sama hvert spilaformið er og hverjir mæta, alltaf skulu þeir félagar Sveinn á Vatnshömrum og Magnús í Birkihlíð skjóta öðrum ref fyrir rass. Nú sigruðu þeir með áður óþekktum yfirburðum og hlutu 75% skor, geri aðrir betur. Nú er það rætt í fullri al- vöru að leggja félagið niður og taka upp lomber að gömlum góðum sið. Af öðrum spilurum er helst að geta frammistöðu Önnu Borgnesings og Kristjáns í Bakkakoti en þau eru óð- um að ná að spila sama kerfið, sem getur verið kostur í bridds eins og spilarar þekkja. Úrslit urðu annars sem hér segir í N-S: Sveinn Hallgrss. – Magnús Magnússon 252 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Pétursson 197 Ingólfur Helgas. – Jóhannes Jóhanness. 178 Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddsson 171 A-V Anna Einarsd. – Kristján Axelsson 206 Guðm. Pétursson – Þorsteinn Pétursson 185 Guðm. Þorsteinss. – Flemming Jessen 182 Egill Kristinsson – Stefán Jónsson 173 Jón H. Einarss. – Stefán Kalmanss. 173 Næsta mánudag verður enn spil- aður tvímenningur og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 10. mars var spilað á 11 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S Gísli Kristinsson – Helgi Sigurðsson 236 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 235 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 231 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 226 A/V Þorvarðus S. Guðmss. – Jón Sævaldsson 259 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 248 Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 234 Anton Jónsson – Einar Sveinsson 218 Bridsfélag Kópavogs Björn og Þórður skoruðu grimmt sl. fimmtudag og blanda sér þar með í toppbaráttuna þriðja og síðasta kvöldið í Butler–tvímenningnum. Hæstu skor: Björn Jónsson – Þórður Jónsson 70 Ragnar Björnsson – Sigurður Sigurjónss. 49 Freyja Sveinsd. – Sigríður Möller 34 Heimir Tryggvason – Leifur Kristjánss. 28 Staða efstu para: Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 98 Heimir Tryggvason – Leifur Kristjánss. 69 Freyja Sveinsd. – Sigríður Möller 45 Björn Jónsson – Þórður Jónsson 43 Jóhannes og Karl Grétar unnu meistaramótið á Suðurnesjum Snubbóttu meistaramóti Brids- félaganna á Suðurnesjum lauk sl. miðvikudagskvöld með öruggum sigri Karls G. Karlssonar og Jóhannesar Sigurðssonar sem hlutu samtals 542 stig. Næstu pör Arnór Ragnarss. – Guðjón Jensen 528 Ingvar Guðjónss. – Guðjón Einarss. 483 Garðar V. Garðarss. – Þorgeir Ver 457 Vignir Sigursveinss – Úlfar Kristinss. 452 Sigríður Eyjólfsd. – Hulda Hjálmarsd. 436 Hæsta skor sl. miðvikudag: Karl Grétar – Jóhannes 219 Arnór – Guðjón Svavar 195 Garðar Garðars. – Kristján Kristjáns. 173 Ingvar – Guðjón 166 Garðar V. – Þorgeir Ver Halldórss. 166 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson HEKLA frumsýnir um helgina nýjan Audi Q7 – fyrsta jeppann úr smiðju Audi-verksmiðjunnar. Audi Q7 sam- einar sportleg einkenni og fjölhæfni, háþróaðan tækni- búnað og önnur þau gæði sem einkenna bíla í lúxus- flokki. Í fréttatilkynningu segir að á vegum úti sýni hann allar bestu hliðar sportbíls, bæði hvað varðar af- köst og aksturseiginleika. Hægt er að velja um tvær vélarstærðir í Audi Q7. Nýja 4,2 lítra V8 vélin er með beinni FSI®-innspýtingu, skilar 350 hestöflum og togar að hámarki 440 Newton- metra. 3.0 TDI® sex strokka dísilvélin býður það nýj- asta í einbunuinnspýtingu sem nýtir sér línutengda piezo-innspýtingu og skilar þar af leiðandi alls 233 hestöflum. Báðar vélarstærðir eru búnar sex gíra tiptronic®-sjálfskiptingu. Í Audi Q7 er mikið innra rými og er hægt að raða sætum og hleðslurými upp á 28 mismunandi vegu. Af staðalbúnaði má nefna quattro®drifrás með sídrifi og aldrifi, ABS bremsukerfi, aksturstölvu, Bi-Xenon aðal- ljós, Bluetooth handfrjálsan símabúnað, ESP stöðug- leikastýringu og fjarlægðarskynjara. Sýningin verður í húsakynnum Heklu, Laugavegi 174, og stendur frá kl. 10 til 17 á laugardag. Hekla frumsýnir Audi-jeppa ANNAÐ mótið í Tívolísyrpu Glitnis og Skákfélagsins Hróksins hefst sunnudaginn 19. mars, í höf- uðstöðvum Glitnis, Kirkjusandi. Mótaröðin stendur fram á vor og er fyrir alla krakka á grunnskólaaldri. Teflt er í einum opnum flokki en verðlaunað verður í eftirtöldum þremur flokkum: 1.–3. bekkur, 4.–6. bekkur og 7.–10. bekkur. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrst fara fram þrjú stiga- mót, eitt í mánuði, og munu 6 krakkar úr hverjum flokki tryggja sér rétt til að tefla á úrslitamóti, í maí. Fyrstu verðlaun á úr- slitamótinu er ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Einnig verður verðlaunað fyrir 1., 2. og 3. sæti á öllum stigamótum. Mótið hefst kl. 13 og er mæting kl. 12–12.30. Skráning á staðnum. Boðið verður upp á ókeypis veit- ingar fyrir keppendur og foreldra. Tívolísyrpa Glitnis og Hróksins FÉLAGINU Ísland-Palestína hefur borist hjálparbeiðni frá Lúterska heimssambandinu í Jerúsalem vegna neyðarsöfnunar sem efnt er til fyrir sjúkrahúsrekstur þess, en hann er nú í uppnámi. Óvissa er um áframhald á þjónustu sem engir aðr- ir veita, meðal annars er þetta eina sjúkrahúsið á Vesturbakkanum, sem hefur gervinýru fyrir börn. Palest- ínska heimastjórnin hefur greitt 200.000 bandaríkjadali mánaðarlega til Augusta Victoria Hospital fyrir þjónustu þess, en alger óvissa er um áframhald þessara greiðslna og án þeirra verður sjúkrahúsið ekki rek- ið. Félagið Ísland-Palestína hefur sent 2.000 bandaríkjadali til spítal- ans. Það er hins vegar ljóst að það framlag, sem þegið var með þakk- læti, dugir skammt og hefur félagið leitað til biskups Íslands, Hjálpar- starfs kirkjunnar og heilbrigðisráð- herra með erindið. Augusta Victoria Hospital, sjúkrahúsið sem rekið er af Lút- erska heimssambandinu (LWF) á Olíufjalli í Austur-Jerúsalem, mætir miklum erfiðleikum um þessar mundir, eins og fleiri þarlendir, vegna viðbragða Ísraelsstjórnar, Bandaríkjanna og Vesturlanda við kosningaúrslitunum í hertekinni Palestínu. Ísraelsstjórn neitar að láta af hendi skattfé Palestínumanna og Bandaríkjastjórn fer mikinn í að hindra hvers kyns fjárstuðning við palestínsku yfirvöldin eftir að Hamas-samtökin unnu sigur í kosn- ingum. Hernámið bannar allar bjargir, veldur atvinnuleysi og slíkri fátækt að íbúarnir lifa meira og minna á bónbjörgum. Grundvallar- stofnanir samfélagsins verða ekki reknar án utanaðkomandi stuðnings. Félagið Ísland-Palestína skorar á einstaklinga, fyrirtæki og félaga- samtök að láta af hendi rakna í neyð- arsöfnunina. Reikningsnúmer er 542-26-6990, kennitala 520188-1349, framlag merkist „AVH-Jerúsalem“. Safna fyrir sjúkrahús á Vesturbakkanum FRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.