Morgunblaðið - 18.03.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 61
MENNING
LISTAKONAN Halla Gunnarsdóttir
hefur nýlokið námi í New York og
sýnir nú verk sín á Íslandi í fyrsta
sinn, í Listasafni Akureyrar. Gifsaf-
steypur af leirmyndum hennar af
mannslíkömum í nær fullri stærð
kallast á við ljósmyndir Spencers
Tunicks af nöktu fólki sem stendur
yfir í safninu samtímis. Innsetning
Höllu nefnist Svefnfarar en hún sýnir
sjö gifsmyndir sem sýna sofandi
mannslíkama, menn, konur og börn.
Höggmyndirnar hanga í sverum stál-
þráðum og varpa skuggamyndum
sínum á gólf rýmisins þar sem þær
öðlast annað líf. Í litlu rými er gifs-
mynd af ungbarni í hálfgerðri fóst-
urstellingu, eitt í rýminu minnir það
óneitanlega á innsetningu Guðrúnar
Veru Hjartardóttur í Hafnarhúsi sl.
haust þar sem eins konar fóstur var
eitt í hvítu rými. Mannslíkaminn og
mannleg tilvera eru viðfangsefni
beggja listakvenna og báðar móta
þær verk sín í leir. Nálgun Höllu er
þó mun raunsærri en verk Guðrúnar
Veru búa yfir víðtækari veruleika.
Halla hefur unnið við leikhús og ef
til vill hefur sú vinna áhrif á fram-
setningu og gerð verka hennar. Inn-
setningin er leikræn og dramatísk,
skúlptúrarnir eru mótaðir af mikilli
natni og mjög sannfærandi í holdleika
sínum, Halla hefur augljósa hæfileika
til að skapa lifandi og raunsannar
fígúrur í leir.
Framsetning verkanna, hangandi í
vírum, gerir þau virk í rýminu og
áhorfandinn nálgast þau á allt annan
hátt en lægju þau t.a.m. á gólfi, en lík-
amarnir eru mótaðir eins og liggi þeir
á flötu undirlagi og hliðin sem snýr að
gólfi er flöt, rétt eins og um bakhlið
væri að ræða. Hið áhugaverðasta við
þessa framsetningu eru skuggarnir á
gólfinu en hér skapast lifandi mynd
þess sem sefur og dreymir eins og tit-
ill sýningar gefur til kynna. Það má
ímynda sér að skugginn sé draum-
urinn en á sama tíma trufla þessir
sveru stálþræðir þessa mynd, draga
úr áhrifamætti hennar og gera hana
stirða og ósannfærandi.
Myndin af ungbarni einu í innra
rými kallar síðan um of á sam-
úðartaugar foreldra heimsins til að
vera sannfærandi í mínum augum,
hér er spilað á tilfinningaskalann á
allt að því smekklausan máta.
Mannslíkaminn og dauðleikinn eru
sterkustu þættir innsetningar Höllu
Gunnarsdóttur en þrátt fyrir mikla
hæfileika til að skapa sannfærandi
myndir úr leir eru heildarmynd og
markmið innsetningar hennar ekki
eins augljós. Hún fetar hefðbundnar
slóðir í raunsærri nálgun sinni við
höggmyndina, óþarfi er að vitna til
hefðar leirmótunar og höggmynda í
gegnum aldirnar, en verk listamanna
á borð við hollensku listakonuna Kar-
in Arink koma t.d. upp í hugann en
hún einnig hefur fengist við leir-
mótun og gifsmyndir af mannslíkam-
anum í samtímalistinni, en með mun
sterkari persónulegri tjáningu og frá-
sögn. Leikræn framsetning verka
Höllu, dramatísk lýsing og skugga-
leikur gera verk hennar hér að hluta
til spennandi fyrir áhorfandann en að
góðu handverki seint of lofuðu eru
vandlega mótaðir skúlptúrar í raun-
sannri eftirmynd mannslíkamans
ekki nóg til að vekja mikla forvitni.
Tengslin sem myndast við draum
þessara Svefnfara eru því heldur veik
en engu að síður er hér komin fram
listakona sem ætlar sér eitthvað, það
verður því forvitnilegt að sjá hvað
gerist í næsta þætti.
Skuggar af draumum
MYNDLIST
Listasafn Akureyrar
Til 30. apríl. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 12–17.
Gifsmyndir, innsetning.
Halla Gunnarsdóttir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
„Hið áhugaverðasta við þessa fram-
setningu eru skuggarnir á gólfinu
en hér skapast lifandi mynd þess
sem sefur og dreymir eins og titill
sýningar gefur til kynna,“ segir
m.a. í umsögninni.
Ragna Sigurðardóttir
KAMMERSVEIT Reykjavíkur
ásamt franska glerhörpuleikaranum
Thomas Bloch heldur þrenna tón-
leika næstu daga í tilefni 250 ára af-
mæli Mozarts. Fyrstu tónleikarnir
eru í dag í Duus húsum í Keflavík, á
morgun í Salnum í Kópavogi og á
þriðjudaginn í Þorlákshafnarkirkju.
Á efnisskrá eru þrjú verk eftir
Mozart, eitt eftir C.P.E. Bach og ann-
að eftir Arvo Pärt. Einnig verður
frumflutningur á tónverki fyrir gler-
hörpu og strengjakvartett eftir Jan
Erik Mikalsen sem er ungt norskt
tónskáld. Verkið sem nefnist Weeps
and ghosts var sérstaklega samið fyr-
ir Thomas Bloch og er tileinkað hon-
um.
„Jan Erik hafði samband við mig
og ég var mjög hrifinn af því sem
hann hafði samið. Þar sem hann býr í
Noregi ákváðum við að nota tækifær-
ið, frumflytja verkið saman á Íslandi
og hittast. Við höfum verið að vinna
að verkinu í rúma átta mánuði en hitt-
umst í fyrsta skipti núna á flugvell-
inum í Keflavík, við höfðum bara ver-
ið í sambandi í gegnum síma og
tölvupóst,“ segir Thomas Bloch sem
dvelur hér á landi fram á miðvikudag.
„Þetta er nútímaverk og mjög ólíkt
því sem ég flyt eftir Mozart, sem eru
frægustu og elstu glerhörpuverkin.
Ég og Jan Erik munum halda fleiri
tónleika saman eftir þessa hér á
landi. Við spilum verkið í Suður-
Frakklandi í sumar og svo munum
við útsetja það fyrir flautukonsert
sem fluttur verður í París í janúar á
næsta ári. Auðvitað reynum við svo
að fara til Noregs svo hann geti flutt
verkið í sínu heimalandi.“
Sjálfmenntaður á glerhörpu
Thomas er einn af þremur atvinnu-
glerhörpuleikurum í heiminum.
„Ég hef lengstan starfsaldur af
þeim. Ég byrjaði að læra á glerhörpu
árið 1988 og er sjálfmenntaður. Ég
lærði á annað mjög sjaldgæft hljóð-
færi, Ondes Martenot í Tónlistarskól-
anum í París og heyrði upptökur þar
með mjög frægum glerhörpuleikara,
hann spilaði á elstu útgáfuna af gler-
hörpu sem eru ólík glös, raðað upp á
mismunandi hátt. Ég hreifst af þessu
og uppgötvaði þá aðra útgáfu af gler-
hörpu sem sjálfur Benjamin Franklin
hannaði árið 1761. Ég hafði upp á
manni í Bandaríkjunum sem býr þær
til og ákvað að kaupa eina. Svo lærði
ég á hana upp á eigin spítur. Gler-
harpan samanstendur af um 40 glös-
um og það er spilað á hana með öllum
fingrunum.“
Glerharpa var uppgötvuð um miðja
18. öld en hvarf að mestu af sjón-
arsviðinu árið 1835 vegna sögusagna
um að fólk yrði sturlað af glerhörpu-
leik. Það var svo árið 1982 sem hljóð-
færið birtist aftur.
Auk þess að spila á glerhörpu og
Ondes Martenot spilar Thomas einn-
ig á Christal Baschet sem er auk
hinna mjög sjaldgæft hljóðfæri.
„Christal Baschet var uppgötvað
árið 1952, það er líka úr gleri en hefur
mjög djúpt hljóð miðað við glerhörp-
una sem hefur háan hljóm.“
Hefur spilað með Radiohead
Thomas finnst skemmtilegasta að
spila fjölbreyttar tónlistargerðir á
glerhörpuna. „Ég er svo heppinn að
geta fengist við marga ólíka hluti og
fæ því aldrei leið á neinu. Ég tek upp
mikið af kvikmyndatónlist og svo hef
ég spilað inn á geisladiska með hinum
ýmsu tónlistarmönnum, bæði klass-
ískum og poppurum. T.d hef ég unnið
með Radiohead og í lok apríl mun ég
spila með Tom Waits í Bandaríkj-
unum í tvo mánuði,“ segir Thomas
sem hefur komið fram á yfir 2.500
tónleikum í 30 löndum og hljóðritað
yfir 80 geisladiska. Hann hlaut
MIDEM-verðlaunin árið 2002 í flokki
sígildrar tónlistar og hljómdiskar
hans hafa verið útnefndir í „Critics
Choice“ í tónlistartímaritinu
Gramophone.
Thomas, sem kemur frá bænum
Colmar í Austur-Frakklandi, kennir
á Ondes Martenot við Tónlistar-
háskólann í Strasbourg. „Ég er með
tíu nemendur þetta ár. Það er enginn
sem kennir á glerhörpu í dag vegna
þess að við erum svo fá og höfum ekki
tíma til þess.“
Eftir Íslandsdvölina heldur Thom-
as ferðalagi sínu áfram og fer héðan
til Ítalíu, Hollands, Frakklands,
Bandaríkjanna og Japans ásamt gler-
hörpunni sinni.
Tónlist | Franskur glerhörpuleikari með Kammersveit Reykjavíkur á þrennum tónleikum
Flutt verður nýtt glerhörpu-
verk ásamt gömlum Mozart
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Tónleikar Kammersveitar Reykja-
víkur og Thomas Bloch fara fram á
eftirfarandi tíma og stöðum:
18. mars kl. 15:00 Duus húsum
Keflavík. 19. mars kl. 20:00 Saln-
um í Kópavogi. 21. mars kl. 20:30
Þorlákshafnarkirkju.
Morgunblaðið/Ómar
Thomas Bloch spilar á glerhörpu ásamt Kammersveit Reykjavíkur.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
N‡ námskei› hefjast
20. mars
Í formi til framtí›ar
Bókanir eru hafnar í flessi vinsælu a›halds-
og lífsstílsnámskei› fyrir konur.
Bæ›i fyrir byrjendur og framhaldsnámskei›.
10 vikna námskei› (3 námskei›).
Skynsamlegasta ákvör›un
sem ég tók á árinu var a›
byrja á átaksnámskei›i hjá
Hreyfigreiningu. Mæli heils-
hugar me› flessu frábæra
námskei›i fyrir flá sem hafa
átt erfitt me› a› koma sér
af sta› í líkamsrækt og
temja sér n‡jan lífsstíl.
Lei›beinendur eru frábært
fagfólk.
Áslaug Gu›mundardóttir
Frábært námskei›, hjá
frábæru fólki, á frábærum
sta›. Í formi til framtí›ar er
námskei› sem ég get hik-
laust mælt me›. fietta nám-
skei› er hnitmi›a› flar sem
eingöngu fagfólk sér um
fljálfun og fræ›slu flannig
a› árangurinn skilar sér.
Sú flekking og sá árangur
sem fékkst á námskei›inu á
örugglega eftir a› n‡tast
mér í framtí›inni.
Steinunn Ósk Konrá›sdóttir
fiegar ég ákva› a› fara í
átak og hreyfa mig reglu-
lega var› Hreyfigreining
fyrir valinu. Nokkur atri›i
skiptu máli flegar ég var a›
velja. Ég vildi ekki æfa í
stórri stö› flar sem er mjög
margt fólk og mikill háva›i.
Ég vildi líka fara á loka›
námskei› flar sem sami
hópurinn æfir alltaf saman
undir lei›sögn mennta›ra
kennara. Ég er mjög ánæg›
me› árangurinn og mun
örugglega halda áfram a›
æfa í Hreyfigreiningu.
Anna Berglind
fiorsteinsdóttir
Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is
Hva› segir fólki› sem notar fljónustuna:
Fagleg heilsurækt
Frábær a›sta›a
Frábær lífsstílsnámskei›
Frábær sta›setning
Viltu laga línurnar?
Hreyfigreining Höfabakka b‡›ur frábæra a›stö›u til líkamsræktar og
sjúkrafljálfunar. Öll fljálfun er unnin af fagfólki. Í átaksnámskei›um er innifallinn
a›gangur a› opnum tímum og tækjasal, tími me› fljálfara í tækjasal, fitumælingar
og flrekpróf, regluleg vigtun, matardagbók og hreyfingardagbók.
Bumban burt
Loku› námskei› fyrir karla sem vilja
ná árangri. 10 vikna námskei›.
Líkamsrækt
Frábær a›sta›a fyrir flá sem vilja æfa á eigin vegum á flægilegum sta›.
Fjöldi opinna tíma. Sko›i› stundaskrá fyrir vori› 2006 á www.hreyfigreining.is
Vesturlandsvegur
V
ag
nh
ö
f›
i
Vesturlandsvegur
Húsgagna-
höllin
Tangarhöf›i
Bíldshöf›i
H
ö
f›
ab
ak
ki
Mó›ir og barn
Bókanir eru hafnar í 6 vikna námskei› sem
hefjast 21. mars.
og línurnar í lag
Árangur, ánægja
Sko›i› stundaskrá á
www.hreyfigreining.is