Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BNA EINI KOSTURINN Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í gær að áframhaldandi samstarf við Banda- ríkjamenn í varnarmálum væri eini raunhæfi kosturinn. Þá sagðist hann vona að breytingar á virðisauka- skatti og vörugjöldum leiddu til lægra matarverðs. Bankarnir standast Íslensku bankarnir standast allir álagspróf sem Deutsche Bank gerði. Bankarnir standast prófið með góð- um árangri en þar er gert ráð fyrir ákveðnum áföllum og áhrif þeirra á eiginfjárhlutfall bankanna metin. Libby ásakar Bush Ásakanir Gordons Libbys, fyrr- verandi skrifstofustjóra Dicks Chen- eys, varaforseta Bandaríkjanna, um að George W. Bush forseti hafi sjálf- ur heimilað leka á upplýsingum um leyniþjónustumann eru taldar geta komið sér afar illa fyrir Bush. Læknaskortur í heiminum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir í nýrri skýrslu að vegna skorts á læknum, hjúkrunarfræð- ingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sé svo komið að lífslíkur fari minnk- andi í mörgum fátækum ríkjum. Er talið að alls skorti um 4,3 milljónir heilbrigðisstarfsmanna í heiminum. Einnig er sagt að sumar ríkar þjóðir leysi sinn vanda að nokkru með því að fá lækna frá fátækum þróunar- löndum til starfa og auki þannig enn á vanda slíkra landa. Verkfalli lokið Tveggja sólarhringa setuverkfalli ófaglærðs starfsfólks á tíu hjúkr- unar- og dvalarheimilum lauk á mið- nætti. Starfsmenn ætla að hittast á mánudag og ræða frekari aðgerðir, þar á meðal uppsagnir. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Fréttaskýring 8 Kirkjustarf 37/42 Úr verinu 14 Brids 42 Viðskipti 16/17 Minningar 43/52 Erlent 18/19 Myndasögur 56 Minn staður 20 Dagbók 56/59 Akureyri 21 Víkverji 56 Árborg 22 Velvakandi 57 Suðurnes 22 Staður og stund 58 Landið 23 Bíó 62/65 Daglegt líf 24/27 Ljósvakamiðlar 66 Menning28/29, 62/65 Staksteinar 67 Umræðan 30/36 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                       TVEIR Nígeríumenn voru í gær ákærðir af lögregluembættinu á Keflavíkurflugvelli fyrir fjársvikastarfsemi hér á landi. Mennirnir voru stöðvaðir þegar þeir komu til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn 16. mars en ábending mun hafa borist frá erlendum lögregluyfir- völdum um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim félögum og var þeim sleppt. Hins vegar kom í ljós að mennirnir höfðu talsvert magn af svört- um bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vasilín og álpappír og svokallaðan „fluorescent“-lampa, en lítið af peningum. Lögreglan segist hafa aflað sér upplýsinga frá erlendum lögregluyfirvöldum um að fram- angreind efni og tæki megi noti til tiltekinna fjársvika og hafi af þeim sökum verið ákveðið að leita á mönnunum þegar þeir færu á ný úr landi. Þegar mennirnir hugðust fara úr landi hinn 17. mars fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé, eða hátt í níu milljónir króna. Lög- reglan segir að mennirnir hafi ekki getað gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis. Við leit á hótelherbergi sem mennirnir dvöldu í fundust merki þess að umrædd efni hefðu verið notuð með tilteknum hætti. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir að hafa svikið út fé með því að setja reiðufé fórnarlamba sinna í umslag ásamt öðrum hlutum og skipta síðan um umslag. Tveir Íslendingar eru taldir hafa orðið fyrir barðinu á mönnunum og hafa þeir verið yfirheyrðir. Jóhann Benediktsson sýslumaður á Keflavík- urflugvelli gaf út ákæru gegn mönnunum í gær. „Mennirnir neita sök, en við lítum málið al- varlegum augum og okkur finnst mjög mik- ilvægt að senda skýr skilaboð til að kæfa slíka starfsemi í fæðingu,“ sagði Jóhann í gær. Tveir Nígeríumenn ákærðir fyrir fjársvikastarfsemi SIGURÐUR Demetz Franzson, óperusöngv- ari og söngkennari, andaðist að morgni 7. apríl í hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykja- vík. Hann fæddist 11. október 1912 í St. Úlrik í Grödendal, þar í Ölp- unum á landamærum Austurríkis og Ítalíu sem heitir Suður-Tíról, sonur hjónanna Franz og Mariu Demetz. Sigurður Demetz nam söng á Ítalíu og sönggáfa hans og hæfi- leikar vöktu athygli tónlistarmanna á borð við dr. Karl Böhm og Herbert von Karajan. Hann söng víða um Evrópu við góðan orðstír en e.t.v. skein frægðarsól hans skærast þeg- ar hann söng í Scala-óperunni í Míl- anó á árunum í kringum 1950. Sigurður Demetz fluttist hingað til lands frá Ítalíu árið 1955 og hóf söngkennslu víða um land auk þess sem hann söng hér nokkur óperu- hlutverk og á tónleikum og stjórnaði kórum. Jafnframt varð hann vinsæll fararstjóri útlendinga í kynnisferð- um um landið. Ýmislegt varð Sig- urði Demetz að fóta- kefli á ferlinum á um- brotatímum í álfunni. Styrjaldir og veikindi öftruðu honum, en hann taldi það gæfu sína að hafa borist til Íslands eins og fyrir guðlega forsjón. Frá því segir hann í ævi- sögu sinni sem kom út árið 1995. Sigurður Demetz kvæntist Þóreyju Sig- ríði Þórðardóttur árið 1960. Hún lést árið 1992. Systkini Sigurðar Demetz, öll yngri, eru Ulrike, læknisfrú, Ivo, forstjóri, Franz, listamaður, og Giancarlo, húsvörður, sem er látinn. Með Sigurði Demetz er genginn merkur listamaður og söngfrömuð- ur, lærimeistari margra kunnustu óperusöngvara íslensku þjóðarinnar. Hann var sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu söngmenntunar á Íslandi, riddarakrossi ítalska ríkisins og kjörinn heiðursborgari í fæðingarbæ sínum. Hann var verndari Nýja söngskólans Hjartansmáls. Andlát SIGURÐUR DEMETZ FRANZSON KARLMAÐUR á fertugsaldri liggur alvarlega slasaður á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eftir umferðar- slys sem varð á Reykjanesbraut á fjórða tímanum í gærdag. Ökumað- urinn, sem var einn í bílnum, slas- aðist illa þegar hann velti jeppabif- reið sinni skammt vestan við Grindavíkurafleggjara og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gærkvöldi fengust þær upplýsingar hjá vakt- hafandi lækni að manninum væri haldið sofandi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík eru tildrög slyss- ins ekki kunn en svo virðist sem öku- maðurinn hafi misst stjórn á bifreið sinni. Engin hálka var á vegum þeg- ar slysið varð.Morgunblaðið/Júlíus Alvarlega slasaður eft- ir bílveltu ÚTBOÐSGÖGN vegna smíði nýs varðskips hafa verið send til þeirra sex fyrirtækja sem stóðust forvals- kröfur Ríkiskaupa en alls komu fimmtán fyrirtæki þar til greina. Þórhallur Hákonarson, verkefnis- stjóri hjá Ríkiskaupum, segir að stofnunin hafi sett fram kröfur sem tryggja hafi átt að tilboð bærust að- eins frá skipasmíðastöðvum með fullnægjandi reynslu og þá fjárhags- legu getu sem þarf til að smíða skipið þannig að sómi verði að. Af þeim sex fyrirtækjum sem geta tekið þátt í útboðinu eru þrjú frá Noregi en hin eru frá Hollandi, Þýskalandi og Chile. Kynningarfundur fyrir alla bjóð- endur verður haldinn í Kaupmanna- höfn 8. júní nk. þar sem farið verður í gegnum aðalmódelið og þær kröfur sem Ríkiskaup gera. Opnun tilboða fer fram 24. ágúst nk. og er tilboðs- tíminn fjórir mánuðir en Ríkiskaup áskilja sér síðan rétt til að taka tutt- ugu vikur til að ganga frá og meta til- boðin. Í forvali Ríkiskaupa þurftu fyrirtækin að skuldbinda sig til að af- henda skipið þrjátíu mánuðum eftir undirritun samnings. Útboðsgögn vegna varðskips send út STARFSMENN fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík gerðu húsleit í húsi við Ármúla fyrr í vik- unni vegna gruns um að þar væri fíkniefni að finna. Nokkurt magn af efnum fannst í húsinu og var hús- ráðandinn, ung kona, handtekin. Þá handtók lögreglan í Borgar- nesi í gær þrjá menn þegar smá- ræði af kannabisefnum, ásamt áhöldum til neyslu, fannst við hús- leit í Borgarfirði. Mönnunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Fíkniefni fundust við húsleit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.