Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stóra orðabókin veitir einstaka leiðsögn um orðaval í ræðu og riti. Yfirgripsmesta verk sem út hefur komið um íslenska málnotkun. Bókin er yfir 1600 bls. í stóru broti. Fæst á einstöku tilboðsverði á www.jpv.is www.jpv.is ORÐABÓK FRAMTÍÐARINNAR M I K L U M E I R A E N H E F Ð B U N D I N O R Ð A B Ó K Rafræn útgáfa á geisladiski fylgir. Stóra orðabókin sameinar alhliða lýsingu á íslenskri málnotkun, þar sem orðin birtast í margs konar notkunarsamhengi, til dæmis orðasamböndum af ólíku tagi og samsetningum og er jafnframt samheitaorðabók. GÓÐ OG GAGNLEG FERMINGARGJÖF „BREYTINGA er þörf á núgildandi löggjöf um samkeppnismál hér á landi í ljósi þróunar í átt til auk- innar samþjöppunar í íslensku við- skiptalífi,“ sagði Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppniseftir- litsins, á morgunráðstefnu sem stofnunin efndi til í gær undir yf- irskriftinni „Fákeppni í smærri hagkerfum“. Yfirmenn samkeppnisyfirvalda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar héldu allir erindi á fundinum, en í máli þeirra kom fram að þeir töldu ekki endilega þörf á strangari sam- keppnisreglum í smærri hagkerf- um. Páll Gunnar sagði hins vegar að þörf væri á að endurskoða ís- lensku löggjöfina og veita Sam- keppniseftirlitinu aukin tæki til að bregðast við skaðlegri fákeppni og samþjöppun. Vanrækja að tilkynna um samruna fyrirtækja Páll sagði að alltof algengt væri að tilkynningaskylda um samruna fyrirtækja væri vanrækt. „Sam- kvæmt núgildandi lögum er ekki unnt að beita stjórnvaldssektum gagnvart fyrirtækjum sem uppvís verða af því að hafa brotið ákvæði laganna um tilkynningu samruna til samkeppniseftirlitsins. Hér verður að gera bragarbót á,“ sagði Páll. Hann bætti við að jafnframt væri of algengt að ekki væri nægilega vandað til upplýsinga sem eftirlit- inu berast með samrunatilkynningu og að þær væru ónákvæmar eða villandi. „Þetta skapar Samkeppn- iseftirlitinu talsverða erfiðleika við rannsókn samrunamála, en sú rann- sókn lýtur ströngum tímafrestum samkvæmt lögum.“ Að sögn Páls Gunnars er einnig þörf á að efla rannsóknarúrræði í samráðsmálum hér á landi. „Sam- kvæmt núgildandi lögum einskorð- ast húsleitir Samkeppniseftirlitsins við starfsstöð viðkomandi fyrir- tækja. Reynsla annarra þjóða sýnir að upplýsingar sem mikilvægar eru í rannsókn brota á samkeppnislög- um er oft að finna á heimilum stjórnenda,“ sagði Páll og benti á að Eftirlitsstofnun EFTA væri heimilt að gera húsleit hjá stjórn- endum fyrirtækja hér á landi við framkvæmd samkeppnisreglna. „Vandséð er að rök séu til þess að veita Samkeppniseftirlitinu ekki sömu heimildir.“ Páll Gunnar sagði að einnig kæmi til álita að tekin yrðu upp í ís- lensk lög ákvæði áþekk þeim sem veita breskum samkeppnisyfirvöld- um heimild til að bregðast við fá- keppni með kröfum um atferlis- og skipulagsbreytingar, jafnvel þótt viðkomandi fyrirtæki eða fyrir- tækjasamsteypur hefðu ekki orðið uppvís að eiginlegri misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Stærðin getur haft áhrif „Í litlu hagkerfi eins og því ís- lenska getur stærð fyrirtækis á til- teknum markaði eins og hér haft samkeppnishamlandi áhrif, jafnvel þó ekki sé um eiginlega misnotkun á markaðsráðandi stöðu að ræða. Ákvæði af þessu tagi væru a.m.k. fyrirtækjum þörf áminning um að fara ekki offari og geta verið nauð- synleg til að þess að skapa skilyrði fyrir virkri samkeppni á einstökum mörkuðum hér á landi,“ sagði Páll Gunnar ennfremur. Aukin samþjöppun kallar á breytt samkeppnislög Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur að stofnunin eigi að hafa sömu heimildir til húsleitar á heimilum stjórnenda fyrirtækja og Eftirlitsstofnun EFTA Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is EFTA-dómstóllinn hefur ógilt ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um að hreyfa ekki andmælum við ríkisaðstoð til Íbúðalánasjóðs. Er hún ógild vegna formgalla og ESA er gert að taka málið fyrir að nýju. Í yf- irlýsingu frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja (SBV), sem leit- uðu með málið til ESA, er niðurstöðu dómstólsins fagnað. Ákvörðun ESA frá í ágúst 2004 byggðist á að ríkisaðstoð til handa Íbúðalánasjóði, m.a. í formi ríkis- ábyrgðar, væri samrýmanleg EES- samningnum, þar sem hlutverk Íbúðalánasjóðs væri m.a. að veita þjónustu sem hefði almenna efna- hagslega þýðingu. Dómur EFTA- dómstólsins nú byggist á að ákvörð- un ESA hafi verið haldin formgalla þar sem vafi hafi leikið á því hvort að ríkisaðstoðin samrýmdist fram- kvæmd EES-samningsins. Því hafi ekki verið rétt að taka ákvörðun að lokinni forathugun heldur hafi átt að hefja formlega rannsókn. Bendir dómstóllinn meðal annars sérstaklega á það að ekkert ákvæði í húsnæðislöggjöfinni hafi takmarkað stærð eða verð íbúðarhúsnæðis sem fjármagnað var með almennum lán- um. Þá væru hin almennu lán ekki takmörkuð við það að lántakandi fjármagni eigið íbúðarhúsnæði. Í samræmi við sjónarmið SBV Samtök banka og verðbréfafyrir- tækja fagna niðurstöðunni. Hún sé í samræmi við sjónarmið sem samtök- in hafi haldið fram til margra ára. „Áður en SBV ákváðu að nýta sér þann lögmæta rétt að fara með málið til ESA og síðar EFTA-dómstólsins höfðu samtökin ítrekað reynt að ná sátt við stjórnvöld sem tryggði eðli- legt samkeppnisumhverfi húsnæðis- lánamarkaðarins á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Formgalli hjá ESA um rík- isaðstoð við Íbúðalánasjóð Vafi talinn leika á hvort aðstoð samrýmist EES-samningi HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur gengið frá leigusamningi við Klasa hf., eiganda húsnæðis Morgunblaðs- ins í Kringlunni 1, um leigu á öllu húsnæðinu þar til háskólinn flytur í nýtt húsnæði í Vatnsmýrinni árið 2009. Háskólinn fær húsnæðið af- hent í 1. júlí nk. en Morgunblaðið flytur ritstjórnarskrifstofur sínar og starfsemi blaðsins að Hádegismóum í lok júní nk. Nokkrar breytingar verða gerðar á Morgunblaðshúsinu en ráðgert er að á fyrstu og annarri hæð húsnæð- isins muni vera kennslustofur, rann- sóknaraðstaða, rannsóknarstofnanir og vinnuaðstaða fyrir kennara og nemendur á verkfræði- og tölv- unarfræðisviði HR. Á þriðju og fjórðu hæð mun háskólinn svo opna Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins og verður leigð út aðstaða fyrir ein- staklinga og fyrirtæki sem starfa að nýsköpun, rannsóknum og öðru frumkvöðlastarfi. Einnig verður boðið upp á margvíslega þjónustu sem leigjendum stendur til boða sem og samstarf við háskólann á öllum þeim sviðum sem hann starf- ar. Með opnun miðstöðvarinnar leggur HR aukna áherslu á tengsl við atvinnulífið og að vinna með há- tækni- og sprotafyrirtækjum. Þegar háskólinn tekur aftur til starfa næsta haust verður hann því á þremur stöðum en hann er einnig með húsnæði í Ofanleiti, þar sem viðskiptadeild, lagadeild og kennslufræði- og lýðheilsudeild eru til húsa, og að Höfðabakka er tæknifræði- og frumgreinadeild, hluti viðskiptadeildar, lífeindafræði og geislafræði og tilraunastofur til verklegrar kennslu. Samtals verður húsnæði skólans um 20 þúsund fer- metrar en gert er ráð fyrir 2.800 nemendum við skólann á næsta skólaári. Flutningar Morgunblaðsins hefjast 19. júní nk. Ráðgert er að flutningur rit- stjórnar og starfsemi Morgunblaðs- ins hefjist 19. júní nk. þegar nýtt húsnæði að Hádegismóum verður afhent. Að sögn Arnar Jóhanns- sonar, skrifstofustjóra Morg- unblaðsins, verður hafist handa í lok maí við að undirbúa tölvusali, tengingar og annað slíkt en eig- inlegir flutningar hefjist í kjölfar formlegrar afhendingar húsnæð- isins. Verða flutningarnir í þrepum og jafnvel að ein deild innan blaðs- ins verði flutt á degi en áætlað er að flutningunum verði lokið 28. júní. Háskólinn í Reykja- vík tekur Morgun- blaðshúsið á leigu Morgunblaðið/Golli MATTHÍAS Guðmundsson, formað- ur Félags kjúklingabænda, segir sölu á kjúklingakjöti ekki hafa minnkað í kjölfar frétta um að fuglaflensa hafi greinst í álft á Skotlandi nýlega. Hann sagði að kjúklingabúin á Íslandi væru vel varin fyrir sjúkdómum og að kjúk- lingabændur hefðu undanfarna mán- uði unnið líkt og viðbúnaðarstig tvö ríkti, en yfirdýralæknir lýsti því yfir nú fyrir nokkrum dögum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði að sala á kjúklingakjöti hefði ekki minnkað þrátt fyrir fréttir síð- ustu daga. Innan Haga væri starfandi hópur sem fundaði reglulega um neyðaráætlun ef illa færi. Sólmundur Einarsson, innkaupastjóri hjá Kaupási, hafði sömu sögu að segja og sagðist hann ekki hafa orðið var við neina minnkun á sölu á kjúklingakjöti síðustu daga. Hann sagði að hjá Kaupási fylgdust menn vel með ástandinu og væru í reglulegu sam- bandi við yfirdýralækni en ekki væri hugað á neinar aðgerðir að svo stöddu. Engin áhrif á kjúklinga- sölu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.