Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 9
FRÉTTIR
iðunn
tískuverslun
Úrval af
sparitoppum
og
blússum
Kringlunni
s. 588 1680
Laugavegi 40
s. 561 1690
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Sparifatnaður
Nýir kjólar, pils
og perlutoppar
Bragðsemendist lengur
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS.
Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
www.nicorette.is
Nýkynslóð:
Mýkraundirtönn!
PrófaðuNicorette
Freshmint
Hnébuxur - Kvartbuxur
Síðbuxur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16
VIÐ EIGUM 10 ÁRA AFMÆLI
20% AFSLÁTTUR
LAUGARDAG OPIÐ 10-17
SUNNUDAG OPIÐ 13-17
LAUGAVEGI 1 S. 561 7760
Rýmum fyrir nýjum
vörum í 3 daga
í Ármúla 15
Opið laugardag 11-16
sunnudag 13-16
Buxur, bolir og blússur
frá kr. 1.500
Nýjar vörur
Ármúla15, Grímsbæ/Bústaðaveg,
Hafnarstræti 106, Akureyri
s. 588 8050, 588 8488, 642 4010
SUMARÆVINTÝRI Í SVÍÞJÓÐ!
fyrir unglinga - Upplifið sænskt sveitalíf
hjá Íslendingum
Fara á hestbak, kynnast sænska tungumálinu o.m.fl.
Vikudvöl í júní - Allar upplýsingar á heimasíðunni
okkar: www.islandshastar-vedum.se
FYRSTA úthlutun fyrir páska hjá
Fjölskylduhjálp Íslands fór fram á
miðvikudag, en úthlutað er alla mið-
vikudaga, allt árið um kring. Ás-
gerður Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálparinnar, segir að
sérstök páskaúthlutun verði einnig
næsta miðvikudag, og þá verði boð-
ið upp á mjög mikið úrval af girni-
legum mat.
„Við erum með hamborgar-
hryggi, kjúklinga, ís, öl, sælgæti og
fleira,“ segir Ásgerður, sem segir
fyrirtæki hafa verið einstaklega
gjafmild nú sem áður. Eins og gert
var fyrir síðustu jól hafa þrír
hraustir karlmenn tekið að sér að
aðstoða við að afhenda matinn,
enda gríðarmikið magn og mikið af
þungum vörum.
Þeir Jón Magnússon hæstarétt-
arlögmaður, Eiríkur Stefánsson,
fyrrverandi formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar, og
Guðbjörn Jónsson ráðgjafi, tóku því
til hendinni í Fjölskylduhjálpinni á
fimmtudag og munu þeir framvegis
aðstoða við úthlutanir á álags-
tímum. „Það skiptir rosalegu máli
að hafa þessa menn, þetta er svo
mikil erfiðisvinna,“ segir Ásgerður.
Um 1.000 fjölskyldur eru á skrá
hjá Fjölskylduhjálp Íslands, en Ás-
gerður segir að reikna megi með að
það magn sem fyrirtæki hafa látið
af hendi rakna fyrir páskana dugi
fyrir 250 til 300 fjölskyldur. Hún
segir fólk koma til Fjölskylduhjálp-
arinnar óháð kyni og búsetu, mikið
öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæð-
ur og fjölskyldur sem hafi lágar
tekjur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Þau Margrét Harðardóttir (t.v.), Ingibjörg Arelíusardóttir, Guðbjörg Pét-
ursdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Jón Magnússon, Eiríkur Stefánsson,
Guðbjörn Jónsson, Guðrún Magnúsdóttir, Ragna Rósantsdóttir og Anna
Auðunsdóttir tóku til hendinni við úthlutunina.
Páskaúthlutun
hjá Fjölskyldu-
hjálp Íslands
MJÓLKURSKORTUR og hugsan-
legur innflutningur erfðaefnis kúa
var meðal þess sem Þórólfur Sveins-
son, formaður Landssambands kúa-
bænda, gerði að umtalsefni í ræðu
sinni á aðalfundi sambandsins á
fimmtudag. Tuttugu ár eru nú liðin
frá stofnun þess.
Þórólfur talaði um minnkaða inn-
vigtun mjólkur og hraða söluaukn-
ingu og sagði hann meðal annars að
líffræðilegir þættir hefðu takmarkað
framleiðslugetu síðasta árið en ekki
pólitískir. Engu hefði því breytt þótt
greiðslumark hefði verið ákveðið
hærra á vordögum árið 2005. Þór-
ólfur sagði sölu á mjólkurafurðum
hafa verið einstaklega góða á árinu.
Síðustu tólf mánuði hefðu selst af-
urðir úr 112,8 milljónum lítra en
framleiðslan verið 109,8 milljónir
lítra. Hann sagði að hvatt hefði verið
til aukinnar framleiðslu en mestu
máli skipti að auka innvigtun á kom-
andi sumri. Hann sagði að þrátt fyrir
að vitað væri að afkastagetu íslenska
kúastofnsins væru takmörk sett
hefði komið á óvart að innvigtun
minnkaði sex mánuði í röð eftir að
greiðslumark hefði verið aukið um
fimm milljónir lítra.
„Niðursveifla í innvigtuninni hefur
skapað nýja stöðu sem vissulega fel-
ur í sér svigrúm fyrir framleiðendur
en einnig verulegar hættur sem
fyrst koma fram hjá mjólkuriðnaðin-
um. Eitt af því sem getur þurft að
taka til endurmats eru tilraunir til
útflutnings á mjólkurvörum,“ sagði
hann. „Þær tilraunir lofa góðu en
takmarkað hráefni setur okkur mjög
þröngar skorður að þessu leyti.“
Þórólfur sagði loks að þótt ekki
hefðu verið teknar um það ákvarð-
anir benti allt til þess að greitt yrði
fyrir alla innvegna mjólk á næsta
verðlagsári.
Skiptar skoðanir um
innflutning erfðaefnis
Þórólfur sagði ekkert eitt mál hafa
valdið jafnmiklum klofningi innan
sambandsins og fyrirhuguð saman-
burðartilraun með kýr af NRF-
stofni, en flytja hefði átt fósturvísa af
því kyni til landsins. Fyrir aðalfund-
inum sagði hann liggja tillögur um að
huga að nýju að innflutningi erfða-
efnis en ekki um að taka upp þráðinn
frá árinu 2001 og hefja undirbúning
að lokaðri rannsókn eins og þá hafi
verið ætlunin. Hann sagði vel hægt
að nálgast mat á fjárhagslegum
ávinningi af notkun afkastameira
kúakyns, en erfitt væri, nú sem áður,
að bera það saman við þá breytingu
að framleiða mjólkina ekki lengur
með landnámskyninu.
Hann sagði aðalfundinn þurfa að
ákveða hvort sambandið kæmi að
málinu og að hugsanlegur innflutn-
ingur erfðaefnis nú miðaðist að því
að fá sem fyrst afkastameiri og hag-
kvæmari gripi í framleiðslu.
Mikilvægt að
auka innvigtun
mjólkur í sumar