Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FERÐAMÖNNUM, sem heimsækja Ísland, hefur fjölgað jafnt og þétt og hefur vöxtur hér verið meiri en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Nú bregður hins vegar svo við, að dregið hefur úr þessum vexti á síðasta ári og var vöxtur hér nú hægari og minni en hjá þeim þjóðum sem við berum okk- ur helst saman við,“ sagði Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferða- þjónustunnar, á aðalfundi samtak- anna á Hótel Loftleiðum á fimmtu- dag. Jón Karl sagði ljóst að það væru ákveðin hættumerki sem yrði að ræða og bregðast við. Nýsköpun hefði ekki verið nægileg á undanförnum ár- um og ef ekki væri að gætt væri það til þess fallið að draga úr áhuga ferða- manna á Íslandi. Jafnframt benti Jón Karl á að ytri aðstæður hafi ekki verið ferðaþjónustunni hagfelldar á síðustu tveimur árum. „Það liggur við að það megi halda því fram, að greinin líði að nokkru fyr- ir mikla útrás og þenslu, sem hefur leitt til mjög sterkrar stöðu krónunn- ar. Þetta hefur bæði haft gríðarleg áhrif á mörg fyrirtæki í greininni og ekki síður leitt til mikillar hækkunar verðlags hér á landi fyrir erlenda gesti okkar,“ sagði Jón Karl og bætti við að miklar sveiflur í gengi valdi fyr- irtækjum miklum erfiðleikum. Stór hluti tekna ferðaþjónustufyrirtækja sé í erlendum gjaldmiðlum, en stærstur hluti kostnaðar í íslenskum krónum. „Við höfum ekki tækifæri til að taka til fótanna og flytja starfsemi okkar til landa með lægri kostnað, eins og sum framleiðslu- og hugbún- aðarfyrirtæki hér á landi hafa neyðst til að gera. Samtök ferðaþjónustunn- ar hafa hingað til ekki viljað blanda sér mikið í umræður um framtíð ís- lensku krónunnar og hvort við eigum að tengja okkur frekar við erlenda gjaldmiðla og þá helst evru. Ég tel að það hljóti að vera komið að því, að við verðum að fara að skoða þessi mál betur og kanna hvernig hagsmunum ferðaþjónustunnar verði best tryggð- ir til framtíðar.“ Bjartir tímar fram undan í ferðaþjónustu Jón Karl sagði það ekki hafa verið til að bæta stöðu greinarinnar að á sama tíma og gengisþróun hafi verið óhagstæð hafi verið dregið mjög úr fjárfestingum í markaðssetningu á ís- landi á erlendri grundu. Stjórnvöld hafi ákveðið að draga úr slíkum fjár- festingum á síðasta ári og hvatti Jón Karl stjórnvöld til að endurskoða þessa afstöðu sína. „Við megum aldr- ei falla í þá gryfju að halda að ferða- menn muni einfaldlega bíða í röðum eftir að komast hingað til lands.“ Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hélt einnig ávarp á aðalfund- inum og kom inn á áhrif gengisþróun- ar á ferðaþjónustu. Hann vísaði í nýlega skýrslu sem Hagfræðistofnun vann fyrir Ferðamálastofu en þar kemur fram að breyting á raungengi á viðkomandi ári hafði ómarktæk áhrif á breytingar á fjölda ferða- manna. Aftur á móti reyndist raun- gengi krónunnar árið á undan hafa marktæk áhrif, sem og breyting á ol- íuverði og breyting á landsfram- leiðslu þess lands sem ferðamennirnir komu frá. „Í lokaniðurstöðum Hagfræði- stofnunar segir að ferðaþjónusta á Ís- landi myndi ekki njóta mikils góðs af því að krónan félli og verðlag hækkaði hér að sama skapi. Það bendir því allt til þess að gengisþróun íslensku krón- unnar hafi ekki haft þau neikvæðu áhrif í ferðaþjónustu sem ýmsir hafa látið í veðri vaka,“ sagði Sturla og sagði að lokum allt benda til að fram undan séu bjartir tímar í íslenskri ferðaþjónustu. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar Nýsköpun í ferðaþjónustu ónóg Eftir Andra Karl andri@mbl.is SAMTÖK ferðaþjónustunnar vilja minna stjórnvöld á skýr ákvæði í stjórnarsáttmálanum, um að ferða- þjónustan á Íslandi skuli búa við svipuð eða betri rekstrarskilyrði en sambærileg starfsemi í okkar samkeppnislöndum. Enn vantar mikið upp á að þetta markmið hafi náðst og skorar aðalfund- urinn á stjórnvöld að taka vel til höndum í þessum efnum, nú í lok kjörtímabilsins, segir í ályktun að- alfundar Samtaka ferðaþjónust- unnar sem haldinn var á Hótel Loftleiðum á fimmtudag. Í ályktuninni kemur einnig fram að ljóst sé að mörg fyrirtæki hafi þurft að lækka verð í íslenskum krónum til að standast erlenda samkeppni en eyðsla útlendinga á Íslandi á árinu 2005 dróst saman um 1,2% frá árinu á undan. „Auknir tollar, há vörugjöld, hátt áfengisgjald, innflutningshindranir á landbúnaðarafurðum og nýtt ol- íugjald hafa gert rekstrarum- hverfi margra fyrirtækja í grein- inni mun erfiðara en áður.“ Skorað á stjórnvöld að bæta rekstrarskilyrði GEIR H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins og utanríkisráðherra, vonast til þess að með breytingum á virðisaukaskatti og vörugjöldum verði hægt að lækka verð á matvæl- um hér á landi frá og með næsta ári. Þetta kom fram í máli hans við setn- ingu flokksráðs-, formanna- og fram- bjóðendafundarflokksins á Akureyri í gær. Í ávarpi sínu gagnrýndi Geir þá sem fullyrða að ríkisstjórnin hafi hækkað skatta og sagði að þvert á móti væru tekjur ríkissjóðs 16 millj- örðum minni á þessu ári en þær ella hefðu orðið, hefðu skattar ekki verið lækkaðir. Geir sagði að nefnd á vegum rík- isstjórnarinnar ynni nú í því að rann- saka með hvaða hætti unnt kunni að vera að lækka matvælaverð í landinu. „Við sjálfstæðismenn ályktuðum um það 2003 að það bæri að lækka virð- isaukaskattinn á matvælum enn frek- ar en gert var fyrir 10 árum. Ég geri mér vonir um að um þetta mál geti náðst viðunandi niðurstaða þó ekki sé ennþá ljóst í hvaða formi það verður. En þarna er ákveðið verk að vinna og eftir því sem menn skoða þetta mál meira kemur á daginn að þarna er ákveðinn frumskógur af gjöldum sem er hægt að taka til í og snertir bæði vörugjöld og virðisaukaskatt. Við bíð- um eftir niðurstöðu í því efni, ég vona að hún verði komin þannig að eitthvað verði hægt að gera í þessu máli frá og með næsta ári,“ sagði hann. Geir ræddi m.a. um varnarmálin og sagði höfuðatriðið í núverandi stöðu að finna varanlega og viðunandi lausn. „Mín skoðun er sú, hvað sem menn segja í hita leiksins og hvað svo sem menn renna hýru auga til Evr- ópuríkjanna, að við eigum engan raunverulegan kost í þeim efnum annan en þann að halda áfram sam- starfinu við Bandaríkin. Um það er- um við nú að semja við þá. Auðvitað er aldrei í samningum hægt að útiloka þann möguleika að semjist ekki og þá kunnum við að þurfa að endurskoða þetta allt frá grunni, varnarsamning- inn og jafnvel tilvist hans. En að því gefnu að það semjist, að það sé grund- völlur fyrir slíku, þá er enginn raun- verulegur annar valkostur en sam- starf við Bandaríkin, en í góðri samvinnu við önnur Atlantshafs- bandalagsríki.“ Vaxtaverkir Geir kallaði titringinn á hlutabréfa- mörkuðum og gjaldeyrismarkaði hér á landi vaxtaverki og afleiðingu af hröðum hagvexti. „Að mörgu leyti er það sem er að gerast í okkar efna- hagslífi velmegunarsjúkdómar; það gengur svo vel, það hefur gert það í svo mörg ár að menn taka kannski meiri áhættu en þeir ættu að gera. Þeir verða djarfari, menn leggja meira undir í fjárfestingum og þess háttar.“ Þess vegna telur hann sérstaklega mikilvægt nú að allir sem taka mik- ilvægar ákvarðanir og ráða för, „úti á fjármálamarkaðnum, í atvinnulífinu, í bönkunum og auðvitað hjá ríkisvald- inu, sýni varfærni. Það er mjög mik- ilvægt við núverandi aðstæður og það sem Seðlabankinn hefur verið að brýna fyrir mannskapnum. Og það er boðskapurinn frá ríkisstjórninni.“ Geir sagði 20 milljarða króna af- gang af fjárlögum ársins en fjármála- ráðherra hefði þó ekki lagt til að þeim peningum yrði eytt, en ástæðan væri sú að ríkisstjórnin vildi fara varlega. „Við viljum nota þessa peninga til þess að byggja upp sjóði fyrir mögru árin, greiða niður skuldir eins og við höfum gert í stórum stíl og búa í haginn fyrir framtíðina – sem var nú reyndar mín uppáhaldssetning þegar ég var fjár- málaráðherra. Að búa í haginn fyrir framtíðina. Og það er búið að búa svo vel í haginn fyrir framtíðina að það er búið að minnka skuldir ríkissjóðs – eins og bent var á í yfirlýsingunni frá lánshæfisfyrirtækinu Moody’s – úr um það bil 50% af landsframleiðslu ár- ið 1995 í um það bil 20% um þessar mundir.“ Stefnt að frekari lækkun matarskatta á næsta ári Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpar fundinn. Nær eru þingmenn flokksins í norðausturkjördæmi, Arnbjörg Sveinsdóttir og Hall- dór Blöndal, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. NÝ FLUGLEIÐ til og frá landinu var opnuð í gær með fyrsta áætlun- arflugi Icelandair til Manchester í Englandi. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum, með Boeing 757 þotum félagsins sem taka 189 farþega. Bókanir fyrir sum- arið lofa mjög góðu að sögn Iceland- air og uppselt var í fyrstu ferðina. Í þeim hópi voru knattspyrnuáhuga- menn mjög áberandi, en þeir ætluðu flestir á stórleik Manchester Untited og Arsenal, sem fram fer á Old Traf- ford í Manchester á sunnudaginn. „Við erum með þessu flugi að sækja af enn auknum krafti inn á ferðamannamarkaðinn í Bretlandi og um leið að opna Íslendingum nýja leið inn á mjög spennandi svæði,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Jón Karl segir að öflugt markaðsstarf Icelandair í Bretlandi á undanförnum árum og áratugum hafi gert það að verkum að ferða- mannafjöldinn þaðan hafi þrefaldast frá 1995 eða á einum áratug. Flogið hefur verið til og frá London og Glas- gow og nú bætist þriðja borgin við. Hann segir að Manchester sé mið- punktur í mjög þéttbýlu svæði og flugtíminn til Íslands sé aðeins tvær og hálf klukkustund. Við gerum líka ráð fyrir að borgin og svæðin í kring heilli Íslendinga. Manchester er frábær verslunar- og skemmtiborg. Næturlífið þar er margrómað og ódýrt og gott að versla þar,“ segir Jón Karl. Mörg fræg knattspyrnulið Síðast en ekki síst er Manchester fræg fyrir fótbolta, segir Jón Karl Allir þekki Manchester United og Manchester City , en Liverpool-liðin Everton og Liverpool séu einnig á þessu svæði auk úrvalsdeildarlið- anna Bolton, Blackburn og Wigan. Í stuttri athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför flugsins í gær afhentu Jón Karl Ólafsson og Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair, íklæddir keppnistreyjum Manchester-liðanna, öllum farþeg- um í fyrsta fluginu miða á Manchest- er-tónleika sem haldnir verða í Laugardalshöllinni 6. maí næstkom- andi, þar sem tónlistarmenn frá borginni munu leika. Stutt athöfn var einnig á flugvellinum í Man- chester þegar haldið var heim á leið. Fengu farþegar glaðning frá Ice- landair. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, og Gunnar Már Sigurfinnsson fram- kvæmdastjóri afhenda farþegum til Manchester tónleikamiða í Leifsstöð. Fyrsta flug Icelandair til Manchester Eftir Sigtrygg Sigtryggsson í Manchester
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.