Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Blúsmaður Íslands á morgun  Halldór Bragason hefur spilað í hérumbil hverju þorpi lands- ins, breitt boðskapinn út um lönd og er nú listrænn stjórn- andi Blúshátíðar í Reykjavík. STOFNVÍSITALA þorsks hefur lækkað um 15% frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum stofn- mælinga Hafrannsóknastofnunar. Vísitalan er þó svipuð og árin 2003 og 2004. Þetta þarf ekki að þýða að þorskkvóti á næsta fisk- veiðiári verði 15% lægri en á þessu ári, að sögn Jóhanns Sig- urjónssonar, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar. „Á þessu stigi er ekkert hægt að segja til um hvaða áhrif þessi niðurstaða hefur á ráðgjöf okkar fyrir næsta fiskveiðiár. Þetta eru bara fyrstu tölur og enn á eftir að aldursgreina fiskinn, skoða afla- samsetningu úr veiðum og ýmsa fleiri þætti. Þetta er reyndar í lægri kantinum, en tillögur okkar um hámarksafla verða kynntar í byrjun júní,“ segir Jóhann. Hann segir að það sé þó já- kvætt að árgangurinn frá því í fyrra virðist vera í meðallagi og það sé þokkaleg vísbending til hins betra. Fjallað er um þetta á heima- síðu LÍÚ og segir þar meðal ann- ars: „Þetta þýðir ekki að þorsk- kvóti næsta fiskveiðiárs verði fimmtán prósentum minni en kvóti yfirstandandi árs. Reynslan hefur sýnt að stofnvísitölur úr ralli hafa ítrekað gefið misvísandi upplýsingar um þróun stofn- stærðar þorsks Í ljósi reynslunn- ar er tímabært að Hafrannsókna- stofnunin bæti upplýsingagjöf sína úr togararalli þannig að birt- ar verði upplýsingar sem byggja á aldursgreindum gögnum. Sú aðferð sem stofnunin hefur haft við birtingu upplýsinga hefur ítrekað valdið misskilningi og er vandséð hverju slíkt þjónar.“ Stofnvísitala ýsu var áfram há, en þó litlu lægri en í fyrra. Ár- gangurinn frá 2003 mældist áfram stór en næstu tveir ár- gangar undir meðallagi. Stofn- vísitala gullkarfa lækkaði einnig miðað við síðustu ár, en þá var hún fremur há. Loks mældist stofnvísitala ufsa há eins og síð- ustu ár. Stofnvísitala þorsks lækkar um 15% Þarf ekki að leiða til minni kvóta UMHVERFISMERKINGAR sjáv- arafurða voru meðal þess Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gerði að umtalsefni í ræðu sinni á Fiskiþingi í gær. Yfirskrift þingsins var: Sjávarútvegur og umhverfi. Ráðherrann sagði að umhverf- ismerkingar og rekjanleiki vöru verði eflaust hluti af alþjóðlegum fiskviðskiptum í framtíðinni. Einok- un á umhverfismerkingum og við- miðum kunni hins vegar ekki góðri lukku að stýra og hagsmunatengsl bjóði hættunni heim. Fiskifélag Ís- lands eigi að vera í forystu fyrir þessari umræðu hér á landi og að móta framtíðarstefnu okkar á þessu sviði. Sjávarútvegsráðuneytið sé tilbúið til að taka þátt í þessari umræðu og vinnu en stefnumótunin eigi að vera á vettvangi greinarinn- ar og þar sé eðlilegast að Fiski- félagið sé í lykilhlutverki. Ráðherra gerði einnig að umtalsefni betri horfur í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja. Fyrirtæki sem hafi haldið sjó við erfiðar aðstæður horfi nú fram á bjartari tíma með breyt- ingum á gengi krónunnar og upp- skeri væntanlega ríkulega í kjölfar- ið. Frá fátækt til velsældar Og í því efni sagði ráðherrann: „Það er næsta einstakt að þjóð skuli hafa byggt upp samfélag sitt á einni atvinnugrein að heita má. Íslenskur sjávarútvegur hefur lagt grunninn að þeirri velmegun sem við njótum, á því er enginn vafi. Hann hefur leitt okkur frá fátækt til velsældar. Þótt dregið hafi lít- illega úr vægi sjávarafurða í út- flutningi landsins eru þær sem fyrr langmikilvægasta útflutningsvaran. Hlutfallið hefur verið um og yfir 60% en árið 2005 var það í 56,7%. Það átta sig ekki allir á þessu. Meira en helmingur útflutnings- vara Íslendinga er sjávarafurðir og um 40% heildarútflutnings vöru og þjónustu. Þetta þarf stundum að minna fólk á þegar það veltir fyrir sér hvaðan peningarnir koma á Íslandi. Þeir koma sem fyrr úr undirstöðu- atvinnugrein þjóðarinnar – sjávar- útveginum. Hann er aflvaki ein- hverra bestu lífskjara í heimi. Þökk sé dugmiklu og hæfu fólki. Heildar- afli síðasta árs var 1 milljón 667 þúsund tonn, sem er 61 þúsund tonnum minni afli en í hitteðfyrra. Undanfarin ár hefur heildaraflinn verið frá 1,7–2,1 milljón tonna. Þótt afli minnki milli ára þýðir það ekki að verðmætið minnki í sama hlut- falli. Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum árið 2005, nam 67,9 milljörðum króna sem er nánast sama verðmæti afla og árið áður. Markaðsvirði íslenskra sjávaraf- urða er svo um 120 milljarðar króna á ársgrundvelli og getur meðal annars sveiflast með bless- uðu genginu. Sífellt meiri áhersla er lögð á að skapa sem mest verð- mæti úr því sem veiðist og kom það glögglega í ljós á nýafstaðinni loðnuvertíð. Hún olli vissulega von- brigðum en menn brugðust hins vegar við eftir mætti og unnu aflann í samræmi við það. Mikilvæg gengisbreyting Undanfarin misseri hefur hátt gengi krónunnar hvílt þungt á greininni og í reynd verið að sliga hana. Svona til viðmiðunar var gjarnan talað um að gengið þyrfti að gefa eftir um 10–15%, þannig að Bandaríkjadalur stæði í 70 krónum eða meira. Sú er nú raunin og reyndar lítið eitt betur þessa stundina. Með öðrum orðum: Þessi gengisveiking hefur breytt miklu fyrir útflutninginn, sjávarútveginn. Svipað segja nú talsmenn nýsköp- unarfyrirtækjanna sem óttuðust stórkostlegan flutning starfa á þeirra vegum úr landi. Fyrirtæki sem eiga allt sitt undir útflutningi hafa hert sultarólina og hagrætt í einu og öllu, eftir því sem við var komið. Gengið hefur kúvent og það ívið fyrr en margur hugði. Nú upp- skera menn væntanlega eftir því. Auðvitað fylgjast erlendir kaupend- ur með gengisþróun hér og ætlast ef til vill til þess að þeir njóti líka breytinganna. Viðmælendur mínir í Bretlandi um daginn töldu engin teikn á lofti um að slíkt gerðist. Spurn eftir íslenskum sjávarafurð- um væri einfaldlega svo mikil að verð lækkaði ekki. Því er útlit fyrir að lækkun krónunnar skili sér beint í vasa sjávarútvegsfyrir- tækjanna, sem njóta þá ríkulega ávaxtanna af hagræðingu undanfar- inna missera. Þetta skilar sér svo til starfsfólks fyrr en síðar í bætt- um kjörum og eru sjómenn á frystiskipum gott dæmi um það. Milljarða hærri tekjur Hagfræðingur LÍÚ sagði í frétt- um fyrir skemmstu, að verði gengið stöðugt á því bili sem það hefur verið síðustu daga, feli það í sér 10–12 milljarða króna hærri tekjur fyrir sjávarútveginn en ella yrðu á árinu. Það þýddi 5–6 milljarða króna í aukna framlegð og munar svo sannarlega um minna. Þetta styrkir samkeppnisstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Í desember síðastliðnum var einmitt kynnt skýrsla sem unnin hefur verið um samkeppnishæfni íslensks og norsks sjávarútvegs. Íslendingar fengu örlítið hærri einkunn í henni. Vart má þó á milli sjá, en það sem dró Íslendinga ekki hvað síst niður var gengið. Þær breytingar sem nú hafa orðið á því, auka samkeppn- isfærni Íslendinga og færa okkur væntanlega skrefi framar.“ Fiskifélagið móti stefnu í umhverfismerkingum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundir Pétur Bjarnason, formaður Fiskifélags Íslands, og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi. ÞEIR kostir, sem nú bjóðast fyr- irtækjum í sjávarútvegi í um- hverfismerkingum fiskafurða, virðast ófullnægjandi, að mati Fiskifélags Íslands. Ályktun þess efnis var samþykkt á stjórnar- fundi félagsins í gær: „Í ályktun 64. fiskiþings fyrir ári var því meðal annars fagnað að á vettvangi FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, hafi náðst sam- komulag um alþjóðlegar reglur um umhverfismerkingar sjáv- arafurða. Þar var bent á nauð- syn þess að sjávarútvegurinn sjálfur tæki þátt í að móta þá þróun, sem framundan væri, varðandi umhverfismerkingar sjávarafurða. Verkefnið fram- undan er að finna trúverðuga leið til þess að kynna almenningi í markaðslöndum okkar hvernig staðið er að veiðum nytjastofna við landið. Í samræmi við þetta hefur Fiskifélag Íslands unnið að þessu verkefni með norrænum samtökum í sjávarútvegi í nánu samstarfi við íslenzk hagsmuna- samtök. Íslenzkur sjávarútvegur er vel rekinn og nýting okkar á lifandi auðlindum sjávar þolir samanburð við hvaða aðra fisk- veiðiþjóð sem er. Það er hins vegar vandasamt að koma upp- lýsingum, sem sanna það, á framfæri. Trúverðugleiki verður að vera hafinn yfir efa og jafn- framt þarf að gæta hófs í kostn- aði þannig að hvorki framleið- endum né neytendum sé íþyngt fjárhagslega umfram nauðsyn. Þeir valkostir, sem nú bjóðast fyrirtækjum í sjávarútvegi í um- hverfismerkingum, virðast því miður hvorugu skilyrðinu full- nægja. Þörfin fyrir umhverf- ismerki eða aðrar leiðir til að fullnægja kröfum markaðarins á þessu sviði er því fyrir hendi og full ástæða til þess að koma sem fyrst með skynsamlegan valkost við þær leiðir, sem nú er boðið upp á. Íslendingar hafa leitt vinnu af þessu tagi undanfarin misseri og um það hefur ríkt samstaða meðal fyrirtækja í greininni og stjórnvalda. Ástæða er til að hvetja til áframhaldandi sam- stöðu um þetta mál innan ís- lenzks sjávarútvegs. Jafnframt ber að gjalda varhug við þeim, sem bjóða fram þjónustu á þessu sviði án þess að standa vörð um fagleg og óhlutdræg vinnu- brögð.“ Ófullnægjandi kostir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.