Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 21 MINNSTAÐUR ÚTSALA verslun AKUREYRI HELGI Jóhannsson hjá Kjarna- fæði á Akureyri varð kjötmeistari Íslands 2006. Úrslit í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna voru tilkynnt á sýningunni Matur 2006 um síðustu helgi. „Ég lagði mig allan fram; vann mikið í þessu,“ sagði Helgi þegar hann var spurður hvers vegna honum hefði gengið jafn vel og raun ber vitni, en hann fékk alls níu verð- laun, þar af tvenn gullverðlaun. Helgi segir að mikil vinna hafi farið í undirbúning keppninnar. Varan sem kjötiðnaðarmennirnir skili inn í keppnina sé í raun ná- kvæmlega eins og sú sem almenn- ingur kaupir í verslunum „en vegna þess að dómararnir reyna að finna öll smáatriði sem hægt er að setja út á vandar maður sig lík- lega alveg sérstaklega vel fyrir svona keppni. Þeir fara eftir svo ströngum reglum. Þetta eru allt einhver smáatriði sem venjulegt fólk myndi aldrei taka eftir.“ Helgi er 26 ára og tók nú þátt í keppninni í annað sinn. Hann hef- ur engin verðlaun fengið áður, varð í 8. sæti á fyrsta mótinu. Helgi sendi inn 10 vöruflokka og hlaut verðlaun fyrir níu þeirra. Gullið fékk hann fyrir sveitakæfu og spægipylsu. En hvað skyldi hann ánægð- astur með? „Ég er mjög ánægður með sveitakæfuna. Það tók stystan tíma að gera hana en hún tókst vel. Ég eyddi til dæmis mjög mikl- um tíma í hangikjötið; saumaði það til að halda útlitinu en mat- urinn fer allur eldaður fyrir dóm- arana. Það verður að vanda sig til þess að halda útlitinu eftir eldun.“ Helgi fékk 287 stig af 300 mögu- legum í keppninni og er alsæll. „Svona góður árangur eflir vissulega sjálfstraustið. Það er gott að sjá að vinnan skili ein- hverjum árangri og svo er þetta örugglega góð auglýsing fyrir fyr- irtækið,“ sagði Helgi. Hann lærði iðn sína í Kjarna- fæði og hefur starfað hjá fyrirtæk- inu síðan hann var 15 ára með hléum. Sigurbros Eiður Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og kjötiðnaðarmeistari, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra, Helgi Jóhannsson, kjötmeistari Íslands 2006, og Ólafur R. Ólafsson, sölustjóri og kjötiðnaðarmeistari. Gaman að sjá að vinnan skili árangri GYÐINGAR í Mið- og Vestur- Evrópu óttast mjög að andúð á gyð- ingum (anti-Semitism) breiðist út vestur um álfuna með inngöngu ýmissa landa gömlu Austur- Evrópu í Evrópu- sambandið. Þetta segir þýskur pró- fessor, dr. Wolf- gang Benz, einn helsti sérfræð- ingur heims á þessu sviði. Hann flytur fyrirlestur í dag á málþingi í Háskólanum á Akureyri um málið. Dr. Benz segir gjarnan talað um að gyðingaandúð sé að aukast í heim- inum, en hann telur svo ekki vera. „Ástandið er alveg nógu slæmt, en ég held það sé ekki að versna,“ sagði hann við Morgunblaðið í gær. Andúð í garð gyðinga er mjög mis- munandi eftir löndum, að sögn dr. Benz, en algengt sé að fólk telji að öll vandamál þess, bæði félagsleg og fjárhagsleg, séu gyðingum að kenna. Þetta eigi ekki síst við í löndum gömlu Austur-Evrópu. Hann nefnir dæmi. „Andúð í garð gyðinga er mjög hefðbundin í Pól- landi og prestar kaþólsku kirkjunnar hamra á henni. Í Póllandi eru nánast engir gyðingar, aðeins 10 til 15 þús- und, en margir landsmanna eru engu að síður sannfærðir um að gyðingar ráði öllu landinu.“ Dr. Benz segir múslima helst ala á andúð gagnvart gyðingum í Frakk- landi. „Í úthverfum stórborganna eru margir fátækir innflytjendur, sannfærðir um að gyðingar stjórni öllu og vilji m.a. koma í veg fyrir að þetta fólk geti haft það betra en hingað til.“ Í Svíþjóð er ekki hefð fyrir gyð- ingahatri en með fjölgun innflytj- enda hefur farið að bera á því og í Stokkhólmi segir hann starfandi út- varpsstöð sem sendi út áróður og hatursefni gegn gyðingum og Ísrael. „Þýskaland er auðvitað áhuga- verðasta landið hvað þetta varðar, í ljósi sögunnar. Þar er raunverulega í gildi sú pólitíska regla að ræða ekki gyðingaandúð. Enda er það ekki gert opinberlega en fólk ræðir þessi mál í einkasamtölum. Þá er því stundum haldið fram að gyðingar séu of áhrifamiklir, t.d. í fjölmiðlum og bankaheiminum.“ Hann segir Þjóðverja helst velta fyrir sér andúð á gyðingum vegna Helfararinnar, ekki þrátt fyrir hana. „Þjóðverjar hugleiða gjarnan hvort þeim verði aldrei fyrirgefið það sem þeir gerðu gyðingum í síðari heims- styrjöldinni.“ Hann segir gyðinga í Þýskalandi og Frakklandi velta því mjög mikið fyrir sér hvort stjórnvöld séu nægi- lega vakandi. Hvort þeir verði nægi- lega öruggir þegar samskipti aukist við lönd, þar sem gyðingahatur sé al- gengt. „Gyðingar í Mið- og Vestur- Evrópu bíða mjög spenntir eftir því hvernig málin þróast. Stjórn- málamenn verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að þróunin verði slæm,“ sagði Dr. Benz. Málþingið fer fram á Sólborg við Norðurslóð í stofu L201 og hefst kl. 9 árdegis í dag. Margir gyðingar óttast þróunina Dr. Wolfgang Benz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.