Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Þorlákshöfn | Íþróttalífið í Þor- lákshöfn stendur í miklum blóma og aðstaðan er með því besta sem þekkist í sambærilegum sveit- arfélögum. Körfuboltalið Þórs hefur nú unnið sér rétt til að leika í úrvalsdeild næsta vetur. Hins vegur hefur enn ekki tekist að fá landsmót eða unglingalandsmót UMFÍ til Þorlákshafnar þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir. Ragnar Matthías Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Þor- lákshöfn, er einn frumkvöðla körfuboltans í Þorlákshöfn. „Jú, það er víst alveg rétt sem er um mig sagt að ég verð að kæla mig örlítið niður þegar spennan verð- ur sem mest og er þá gott að fá sér smá rúnt fyrir utan hús og koma svo inn aftur. En ég er ekki einn um það því gjaldkeri félags- ins er lítið betri, hann hefur fram að þessu þurft að fara í kælingu líka,“ sagði Ragnar. Ragnar sagði það hafa mikla þýðingu fyrir körfuboltann og íþróttalífið í Þor- lákshöfn að komast í efstu deild. „Íþróttalíf í Þorlákshöfn er í miklum blóma og aðstaða til iðk- unar með því besta sem gerist í bæjarfélögum af svipaðri stærð- argráðu. Við höfum nú upp á síð- kastið lagt mikið upp úr því að al- menningur hreyfi sig sem mest. Við höfum verið með heilsuvikur þar sem við hvetjum bæjarbúa til að huga að bættri heilsu og stunda einhverja hreyfingu. Markmiðið er að hreyfa sig á hverjum degi þessa viku, fara í sund, hjóla, skokka eða bara fara í göngutúra. Ein svona vika verður nú í lok apríl og verður þá efnt til sund- keppni og komast allir sem synda 5000 m eða meira í verðlaunapott. Frítt verður í sund þessa viku.“ Sótt um landsmót einu sinni enn „Við sóttum um að halda Lands- mót Ungmennafélaganna 2007 eða 2009 en hlutum ekki náð fyrir augum UMFÍ, einnig sóttum við um að halda Unglingalandsmót 2007 en fengum ekki. Nú höfum við sótt um að halda Unglinga- landsmót 2008 og erum þar í sam- keppni við Bláskógabyggð hér á HSK svæðinu og síðan kemur til kasta UMFÍ. Allar aðstæður til íþróttaiðkunar í Þorlákshöfn eru mjög góðar ef undan er skilin að- staða til frjálsíþrótta en á dagskrá er að byggja frjálsíþróttavöll. Við höfum átján holu golfvöll, reið- höll, sundlaug, íþróttahús og tvo knattspyrnuvelli auk gervigras- vallar og nú er verið að fullgera braut fyrir akstursíþróttir fyrir nýstofnaða akstursíþróttadeild Þórs,“ sagði Ragnar M. Sigurðs- son. Verður að fara úr húsi til að kæla sig niður Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Af lífi og sál Ragnar Matthías Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Þorlákshöfn, lifir sig inn í íþróttirnar, ekki síst á körfuboltaleikjum. Eftir Jón Hafstein Sigurmundsson Selfoss | Aðalfundur Vinafélags heimilisfólks á Ljósheimum á Sel- fossi var haldinn 26. mars síðastlið- inn í setustofu Ljósheima að við- stöddu heimilisfólki, félögum og aðstandendum. Í setustofunni var sýning á munum sem heimilisfólk hefur unnið í tómstundastarfi vetr- arins. Á fundinum var kosin stjórn, ályktað um málefni Ljósheima og Bjarni Harðarson ritstjóri flutti er- indi um fyrri tíma og viðhorf nú- tímans til aldraðra. Í umræðum um málefni Ljós- heima kom fram að nauðsynlegt væri að heilabilað aldrað fólk gæti búið við þá aðstöðu að geta farið út þegar vel viðraði, án mikillar fyrir- hafnar. Bent var á að þriðja hæðin ofan á nýbyggingu Sjúkrahúss Suð- urlands byði ekki upp á slíkt. Nauð- synlegt væri við hönnun hjúkrunar- heimila að leggja áherslu á aðgang að útisvæði og heimilislega þáttinn sem slíkar stofnanir byðu upp á ásamt því að gera fólki kleift að búa í sérbýli í persónulegu umhverfi. Á fundinum sagði Magnús Skúla- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands, frá málum tengdum nýbyggingu stofnunarinn- ar á Selfossi. Þá var að venju sungið, að þessu sinni undir stjórn Heiðmars Jónssonar, og lauk fundinum og samverunni í setustofunni með góðu heimiliskaffi þegar samþykkt hafði verið eftirfarandi ályktun: „Aðal- fundur Vinafélags heimilisfólks á Ljósheimum leggur áherslu á að fundin sé lausn á þeim vanda sem uppi er varðandi hjúkrunarrými fyr- ir aldraða á Selfossi. Nýbygging Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög þarft framtak og kemur í stað Ljósheima. Nýbyggingin leysir ekki úr þeim vanda sem uppi er. Til þess þurfa að koma til fleiri hjúkrunar- rými í nýju hjúkrunarheimili á Sel- fossi svo koma megi til móts við það fólk sem er í brýnni þörf fyrir hjúkr- unarheimili og ekki getur nýtt sér þau heimahjúkrunarúrræði sem í boði eru. Aðalfundurinn hvetur alla þá sem fara með málefni aldraðra til að finna sem allra fyrst lausn á þeirri brýnu þörf sem er fyrir hjúkrunar- heimili á Selfossi.“ Tómstundastarf og afþreying Í ársskýrslu félagsins kemur fram að meginatriðið í starfsemi félagsins er að halda úti reglubundnu tóm- stundastarfi og andlegri afþreyingu og hreyfiþjálfun fyrir heimilisfólk á Ljósheimum. Félagið stendur straum af launum starfsmanna sem sinna þessum þáttum undir stjórn deildarstjóra hjúkrunarheimilisins sem rekið er af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Félagið var stofnað 22. febrúar 2004 í kjölfar niðurskurðar á tómstundastarfi heimilisfólks og hef- ur haldið því starfi áfram síðan. Einnig er unnið að ýmsum fleiri verkefnum í þágu heimilisfólks, m.a. aðstandendadögum og ferðum. Í stjórn Vinafélagsins voru kosin Sigurður Jónsson formaður, Guð- björg Gestsdóttir gjaldkeri, Þórey Axelsdóttir ritari, Hjördís Gunn- laugsdóttir og Ingibjörg Steindórs- dóttir meðstjórnendur. Áhersla lögð á að byggt verði nýtt hjúkrunarheimili SUÐURNES ÁRBORGARSVÆÐIÐ Innri-Njarðvík | Hafnar eru fram- kvæmdir við byggingu nýs leik- skóla Reykjanesbæjar í Tjarna- hverfi. Leikskólinn fær nafnið Akursel og það voru þau Ívar Þór Þórð- arson og Birgitta Ýr Sigurðar- dóttir, fimm ára leikskólanemar af Holti í Innri Njarðvík, sem tóku fyrstu skóflustungurnar með því að grafa niður á litla fjársjóðskistla. Akursel verður stærsti leikskóli Reykjanesbæjar. Hann þjónar nýja hverfinu, Tjarnahverfi, sem rís hratt og Dalshverfi til að byrja með og stendur skammt frá hinum nýja Akurskóla. Þar verða sex leik- skóladeildir og pláss fyrir 140 börn. Gert er ráð fyrir meira rými á hvert barn en í eldri leikskólum bæjarins. Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. sem Reykjanesbær á aðild að byggir skólann. Gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun í júlí 2007. Börnin eru dýrmætust Í kistlinum sem Ívar Þór og Birgitta Ýr fundu á byggingar- staðnum í gær var raunverulegur fjársjóður, 2006 krónur í smámynt, sem Árni Sigfússon bæjarstjóri hvatti þau til að ávaxta í bréfi sem fylgdi um leið og þeim var þökkuð aðstoðin. Fram kemur í fréttatilkynningu frá bænum að fjársjóðurinn eigi að vera táknrænt merki þess að bæj- arstjórn Reykjanesbæjar hyggist, í samstarfi við starfsfólk og foreldra, kappkosta að Akursel verði góður og þroskandi leikskóli sem haldi utan um dýrmætasta fjársjóðinn, börnin sem þar verða. Grófu niður á fjársjóð við upphaf framkvæmda Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Fjársjóður Ívar Þór Þórðarson og Birgitta Ýr Sigurðardóttir fundu fjár- sjóð þegar þau tóku fyrstu skóflustunguna að Akurseli. Grindavík | Grindavíkurstúlkur urðu Íslandsmeistar í minnibolta kvenna nú á dögunum. Mikil og jöfn keppni var í þessu síðasta fjölliðamóti ársins sem haldið var í Hveragerði. Þar spiluðu til úrslita Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Hrunamenn og Hamar/Selfoss. Grindavík- urstúlkur höfðu það að þessu sinni og var hann kampakátur þjálfari stúlknanna þegar blaða- maður náði tali af honum: „Þetta var mikill slagur hjá öll- um þessum liðum og nánast eng- inn munur á þeim. Ég var alveg að fara á límingunum þegar spennan var sem mest. Foreldr- arnir styðja vel við bakið á þess- um stelpum og til lengri tíma litið er það besta forvörnin. Nú þurfa þessar stúlkur að vera duglegar, halda áfram að æfa og þær sem ekki eru enn byrjaðar að byrja,“ sagði Ellert Sigurður Magnússon, þjálfari Grindavíkur. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Alveg að fara á límingunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.