Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 23 MINNSTAÐUR LANDIÐ GENGUR ÞÚ SVONA UM BÆINN? Öll viljum við ganga vel um heimili okkar. Gildir ekki það sama um borgina sem við búum í? Hreinsun sorps af götum borgarinnar kostar um 23 milljónir króna árlega. Þetta samsvarar árlegu meðalútsvari rúmlega 100 Reykvíkinga. ÞAÐ MUNAR ENGU FYRIR ÞIG AÐ GANGA VEL UM ÞAÐ MUNAR ÖLLU FYRIR UMHVERFIÐ Reykjavíkurborg H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Bláskógabyggð | Bláskógabyggð hefur gert samning við björgunarsveitir og ungmenna- félög í sveitarfélaginu um fastan árlegan styrk. Hingað til hafa þessi félög þurft að sækja um rekstrarstyrki til sveitarfélagsins á hverju ári en með samningnum er vísi- tölubundin ákveðin upphæð til félaganna. Styrkurinn er kærkominn og mun efla innra starf björgunarsveitanna Ingunnar á Laugarvatni og Biskups í Biskupstungum til muna og er mikil viðurkenning á starfi þeirra til samfélagsins. Björgunarsveitirnar eru litl- ar en mjög virkar, og eru á svæði þar sem út- köllum fer fjölgandi, bæði í tengslum við aukna sumarbústaðabyggð og vetrarnotkun hennar og gríðarlega aukningu ferða á eitt vinsælasta vetrarútivistarsvæði landsmanna, þ.e.a.s. Skjaldbreið og Langjökul. Ungmenna- félögin eru tvö í Bláskógabyggð, Umf. Bisk- upstungna og Umf. Laugdæla, bæði stofnuð 1908. Félögin halda uppi þróttmiklu barna- og unglingastarfi sem sveitarfélaginu er í mun að haldist áfram. Styrkurinn tryggir rekstrar- grundvöll félaganna og tryggir þeim húsnæði til íþróttaiðkunar. Í samningnum eru einnig ákvæði um að félögin geri kröfur til þjálfara er varðar faglega færni og eftirlit gagnvart einelti. Þar er einnig ákvæði um að allir iðk- endur skuli vera tryggðir til jafns við grunn- skólanemendur. Undirritun samninganna fór fram í Ara- tungu í Reykholti að viðstöddum stjórnum fé- laganna sem hlut áttu að máli og sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Björgunarsveitir og ungmennafélög fá fasta styrki Morgunblaðið/Kári Jónsson Samið Eftir undirritun, f.v. Bjarni Daníelsson úr Ingunni, Guttormur Bjarnason, Umf. Bisk- upstungna, Valtýr Valtýsson, Helgi Guðmundsson, Biskupi, og Kári Jónsson, Umf. Laugdæla. Ísafjörður | Haldið verður svokallað „Big-Jump snjóbrettamót“ á hafnar- svæðinu á Ísafirði á föstudaginn langa. Gámum frá Eimskip verður staflað upp og byggð verður renna niður af þeim, sem snjó verður síðan mokað yfir, og af því munu snjó- brettakappar svo stökkva yfir annan gám. Mótið verður haldið að kvöldi til, klukkan 20. Hljómsveitin Noise leik- ur hátt og jafnvel munu gamalreyndir skíðakappar láta á reyna að stökkva af pallinum, segir í fréttatilkynningu frá Snjóbrettafélagi Ísafjarðar. Nánari upplýsingar eru að finna á Netinu, www.skidavikan.is. Stokkið á snjóbrettum milli gáma Heimasíða tengslanets | Heima- síða T.A.K., www.tengslanet.is, verður opnuð formlega í dag klukk- an 15. Samhliða verða kynning- arfundir með aðstoð fjarfundabún- aðar á sex stöðum á Austurlandi: Vopnafirði (grunnskóla), Neskaup- stað (Verkmenntaskóla Austur- lands), Fáskrúðsfirði (grunnskóla), Egilsstöðum (FNA-Vonarlandi), Djúpavogi (grunnskóla) og Höfn í Hornafirði (Nýheimum). T.A.K. er vettvangur samvinnu og samstöðu austfirskra kvenna. ♦♦♦    Ráðgjafi í Eyjum | Stjórn At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands hefur samþykkt að ráða Hrafn Sævaldsson sem ráðgjafa á sviði atvinnu- og byggðamála hjá sjóðnum með að- setur í Vest- mannaeyjum. Hrafn er fædd- ur í Vestmanna- eyjum árið 1977. Hann lauk B.Sc- prófi í við- skiptafræði með sérsvið í vörustjórnun frá Háskól- anum í Reykjavík 2006. Hann hefur lokið þremur stigum frá Stýri- mannaskólunum í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Hans fyrri starfs- reynsla er í sjávarútvegi. Útibú Atvinnuþróunarsjóðs Suður- lands er til húsa að Strandvegi 50, í Rannsókna- og fræðasetri Vest- mannaeyja. Hrafn Sævaldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.