Morgunblaðið - 08.04.2006, Page 25

Morgunblaðið - 08.04.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 25 DAGLEGT LÍF Í APRÍL Ævintýraferðir Kínaklúbbs Unnar Kínaklúbbur Unnar gengst fyrir tveimur 22 daga ferðum til Kína í ár. Fyrri ferðin verður dagana 18. maí–8. júní, og verður þá farið á nokkra staði, sem ekki eru í al- faraleið, fyrir utan þekkta staði eins og Beijing, Forboðnu borgina og Sjanghæ. Staðir utan alfaraleiðar eru eyjan Putushan, í austur Kínahafi, borgirnar Ningbo, Shangx Ningbo, Shangxing, Moganshan og þúsund ára gamla postulínsborgin Jingdezhen. Einnig verður siglt á Keisaraskurð- inum og gengið á Kínamúrnum. Þessi ferð verður 22. ferðin, sem Unnur Guðjónsdóttir skipuleggur og leiðir um Kína. Seinni ferðin, sem verður sú 23. í röðinni, verður farin dagana 7.–28. september. Hápunktur þeirrar ferðar er vikan sem eytt verður í Tíbet, en þar verða borgirnar Lhasa, Gyantse og Sigatse heimsóttar. Síðan verður farið til Xian, Guilin þar sem siglt verður á Lí fljótinu. Höfuðborgin Bej- ing og Forboðna borgin verða skoð- aðar og svo verður farið þangað sem Pekingmaðurinn (500.000 ára) fannst á síðustu öld. Farið verður einnig á Kínamúrinn. Verð á mann er það sama fyrir hvora ferð, 350 þúsund í tvíbýli. Er þá allt innifalið. Kynning á handbók ferðamannsins Um helgina verður kynning á hand- bók ferðamannsins, Made in Iceland, í Kringlunni. Á kynningarbásnum verða m.a. auglýsingar á kínversku, ljósmyndir og aðrar tungu- málaauglýsingar. Bókin inniheldur yfir 500 setningar á hverju tungumáli sem auðvelt er að þýða á milli allra tungumálanna. Tungumálunum 13 (chn-dan-eng-esp-fin-fra-ger-isl- ita-nor-pol-por-sve) er raðað í staf- rófsröð, og hefur hvert mál 19 ólíka flokka s.s. gisting, íþróttir, viðskipti eða samtöl. Þá er auðvelt að flakka á milli mála og skoða sömu setningu á mörgum tungumálum. Bókin er mjög lítil og kemst í vasa. Hú kostar 1.500 kr. og einnig er hægt að panta 20 ein- tök bókarinnar á sérstökum kjörum á vefsíðu www.madeiniceland.is. Nákvæma ferðalýsingu á Kína- ferðunum er hægt að lesa á vef- síðunni: www.simnet.is/ kinaklubbur . Eins er hægt að hringja í Unni, s. 551 2596, og fá ferðaskrána heimsenda. Netfang Kínaklúbbs Unnar er: kinaklubb- ur@simnet.is Morgunblaðið/Sverrir SÖGU Andalúsíuhraðlestarinnar má rekja til ársins 1929 en hún var í eigu bresku konungsfjölskyld- unnar. Lestin er spænskt lúxus- hótel á teinum og með dvöl þar gefst kostur á að kynnast lands- lagi Andalúsíu vel, að því er fram kemur í fréttabréfinu Spaniabulletinen. 37 herbergi eru í lestarhótelinu og rúm fyrir 74 farþega. Vistarver- urnar hafa verið gerðar upp m.t.t. upprunalega útlitsins en þar eru einnig öll nútímaþægindi. Hægt er að stilla loftræstinguna í hverjum klefa fyrir sig og sturta og salerni eru í öllum herbergjum. Í lestinni eru eldhúsvagn, tveir veit- ingavagnar, barvagn, setustofu- vagn, sjö svefnvagnar og einn vagn fyrir starfsfólk. Leiðin sem farin er er eftirfarandi: Sevilla, Gran- ada, Jerez og til baka til Sevilla. Ferðin tekur sex daga og fimm nætur. Lúxushótel á teinum  SPÁNN http://www.alandalusex- preso.com/ Fréttasíminn 904 1100 A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI FJÖLVÍTAMÍN FYRIR BÖRN APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR www.nowfoods.is w w w .is ak w in th er .c om Sumartilboð DUX 1001 Original 90x200 cm og Duxiesta yfirdýna AÐEINS 99.000 verð áður 149.370 Hjónarúm 180x200 cm (2x90x200 cm) og heil yfirdýna AÐEINS 198.000 verð áður 297.000 TAKMARKAÐ MAGN Sérfræðingur frá DUX í Svíþjóð verður í versluninni dagana 7. og 8. apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.