Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 27
hlaupa á innan við þremur og hálfum
tíma. Maraþon á innan við fimm tím-
um og 17 mínútum. Ef þessi tíma-
mörk nást ekki er maður tekinn út.“
Mikinn og góðan undirbúning þarf
fyrir maraþon af þessari stærðar-
gráðu. „Þú ferð ekkert í últra-mara-
þon nema vel undirbúinn,“ segir
Erla. „Við stundum báðar hlaup sem
líkamsrækt. Þegar fólk svo setur sér
einhver svona markmið þarf að
undirbúa það sérstaklega. Ég t.d.
byrjaði að æfa markvisst fyrir þetta
hlaup upp úr áramótum.“ Sama gildir
um Hrönn, en stöllurnar hlaupa sex
daga vikunnar. „Maður tekur lengra
hlaup um helgar og lengst fór ég í
undirbúningnum 45 kílómetra,“ segir
Erla og Hrönn bætir við að hún hafi
lengst farið 39 kílómetra.
Aðspurðar um markmið segja þær
að það að komast í mark innan tíma-
markanna sé sigur fyrir þær. „Leiðin
er það krefjandi, ferðalagið og flugið
og svo er hitinn spurningarmerki,“
segir Erla og bætir við að þær viti
ekkert um hvernig veðrið verður.
„Ég er eiginlega á bæn um að það
verði rigning,“ segir Hrönn og skelli-
hlær. „Það er mjög mikið atriði að
fara varlega af stað,“ segir Erla og
útskýrir að farið sé yfir það í bækl-
ingnum um hlaupið. „Yfirleitt er fólki
ráðlagt að fara varlega af stað í mara-
þoni, annars getur það komið niður á
manni síðar í hlaupinu. Þarna er hins
vegar sagt að ef þú ferð ekki rólega af
stað þá deyrðu,“ segir hún með
áherslu.
Hlauparar eru
íþróttastjörnur Afríku
Tveggja hafa hlaupið er mjög hátt
skrifað í Suður-Afríku. „Í Suður-
Afríku er það þannig að á börum eru
myndir af hlaupurum en ekki fót-
boltastjörnum,“ segir Erla til marks
um vinsældir hlaupa almennt í Afríku
og þó að markmið Erlu og Hrannar
sé einfaldlega að komast í mark innan
tímamarkanna hefur vegalengdin
verið hlaupin á rúmum þremur tím-
um.
Erla verður í viku í Suður-Afríku
ásamt Stefáni, eiginmanni sínum, en
Hrönn ætlar að gefa sér tólf daga til
að skoða það sem merkilegast er í ná-
grenni Höfðaborgar.
„Hlaupið er virkileg áskorun,“ seg-
ir Hrönn og Erla bætir við: „Áskor-
unin er fólgin í lengdinni og brekk-
unum.“
„Það má eiginlega segja að það séu
nokkrar Hellisheiðar og Kambar á
leiðinni,“ klykkir Hrönn út með og á
þeim nótum lýkur samtalinu með
hlátri beggja kvennanna.
Nánari upplýsingar um hlaupið má
finna á slóðinni: http://www.two-
oceansmarathon.org.za/portal/
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 27
DAGLEGT LÍF Í APRÍL
ir fyrir þessu. Það eru yfirleitt eldri
borgarar og það kemur þeim oft
mjög á óvart að fá að koma í heim-
sókn í heimahús,“ segir Rasmus.
„Auðveldustu gestirnir eru þeir sem
tala skandinavísku, en oft getur verið
erfitt að tala við fólk sem hvorki talar
ensku né skandinavísku. Til dæmis
eru þýskir ferðamenn, sem eru yfir-
leitt frekar slæmir í ensku, en þeir
hafa alltaf leiðsögumann sem hjálpar
við samskiptin.“
Eins og svo margir færeyskir
bændur verkar Rasmus sitt eigið
skerpukjöt og langstærstur hluti
þess matar sem hann býður gestum
sínum er fenginn úr heimahagan-
um á Selatröð.
Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus.
Spurðu um KÓPAL.
Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi
Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík
Núpur byggingarvöruverslun, Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki
Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi
Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík
Erlendur Eiríksson málari:
„Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“
Þekur betur
KÓPAL Glitra
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
A
L
29
79
3
1
0/
20
05
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
SÖGUMAÐURINN Rasmus er beð-
inn um að segja gestum sínum
stutta sögu. Hann tekur því vel,
stendur beinn við borðið, ræskir
sig og hefur frásögn af sauðaþjóf-
um, sem í færeyskri sögu eru
gríðarlega illa séðir.
„Á sextándu öldinni var hér
þingstaður og hér voru sauðaþjóf-
ar hengdir úti á gálgasteini, steini
sem liggur úti í sjónum. Á milli
steinanna var lagður planki og
mönnum var kastað niður.
Einu sinni voru tveir feðgar
teknir fyrir sauðaþjófnað og þeir
dæmdir til dauða. En böðullinn
vildi ekki taka það að sér að
hengja feðga. Þá voru þeir spurðir
hvort annar hvor þeirra vildi
hengja hinn og hljóta fyrir það líf
og frelsi. Faðirinn bauð sig þá um-
svifalaust fram og hengdi son
sinn.“
Undrunarsvipur gestanna og
óskir um fleiri sögur kalla á frek-
ari sagnalist frá Rasmusi. Hann
kann eina lauflétta sögu í viðbót.
Sögu sem ber vitni hörðum heimi
fyrri tíma, þar sem lítil miskunn
var höfð uppi gegn þeim sem brutu
gegn viðkvæmu lífsviðurværi ann-
arra eyjarskeggja.
„Einu sinni var hér bóndi á
gangi á túnunum og fann húfu.
Menn héldu því fram að sauðaþjóf-
ur hlyti að hafa misst hana. Á
næsta þingi kom margt fólk á
svæðið til að hittast, sýna sig og sjá
aðra. Þá lyfti dómarinn upp húf-
unni og spurði hvort einhver kann-
aðist við húfuna. Þá sagði ungur
strákur í mannmergðinni að þetta
væri húfa föður hans. Faðirinn var
þá gripinn án tafar og hengdur.“
Þjófóttu feðgarnir og húfan dularfulla
Fréttasíminn
904 1100