Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Undanfarin ár hefur hlaupiðmikill kraftur í útgáfu tíma-ritsins Hugar sem Félag áhugamanna um heimspeki stendur að. Útgáfan er komin á sautjánda ár og nýjasta heftið er bæði efnismikið og áhugavert. Það sem kannski hef- ur einkennt Hug síðustu ár að minnsta kosti og um leið verið hans helsti styrkur er að hann hefur leit- ast við að kynna nýja strauma og stefnur í heimspeki, bæði með frum- sömdum og þýddum greinum. Að þessu sinni er meginþemað franski heimspekingurinn Jacques Derrida sem lést árið 2004 eftir harða glímu við krabbamein, en þó að hann sé sæmilega kynntur hérlendis þá eiga Íslendingar sennilega langt í land með að taka hann í sátt. Að minnsta kosti eru orð eins og afbygging og póststrúktúralismi enn eins konar skammaryrði í íslensku. Páll Skúla- son tekst raunar á við þá útbreiddu skoðun í grein í þessu hefti að verk Derrida séu erfið eða jafnvel ómögu- leg aflestrar. Hann spyr meðal ann- ars hvort við eigum að meina okkur inngöngu í þann heim sem geymir skrif Derrida vegna þess eins að stíll hans virðist stangast á við þá hefð heimspekiskrifa sem hófst hjá Plat- oni og Aristótelesi. Svar Páls er nei. Aðrir sem skrifa um Derrida í heftinu eru Björn Þorsteinsson, Maurizio Ferraris, Geir Sigurðsson og Ralph Weber. Einnig er birt greinin „Tilurð og formgerð“ og fyrirbærafræðin“ eftir Derrida í ís- lenskri þýðingu.    Einnig er ástæða til að nefna sér-staklega þýðingu á grein þýska menningarrýnisins Walters Benjam- ins sem birtist í þessu hefti en hún nefnist „Um söguhugtakið“ og er einn af sígildum textum höfundarins. Greinina skrifaði hann undir lok ævi sinnar, í skugga nasisma og heims- styrjaldar, og í henni má finna mörg meginatriði hugsunar hans: Fullan trúnaður við byltingarhugsjónina, óvægna gagnrýni á jafnaðarstefnu jafnt sem fasisma og djúpa virðingu fyrir hinum nafnlausu og undir- okuðu. Ýmislegt fleira forvitnilegt mætti nefna úr þessu hefti, svo sem viðtal við bandaríska náttúrusiðfræðinginn Holmes Rolston III sem er áhugavert innlegg í umræðu um umhverfismál hérlendis og ritdóm um Uppruna tegundanna eftir Charles Darwin. Það sem stendur þó upp úr er sá hug- ur sem greinilega er í heimspek- ingum hérlendis að halda úti öflugu tímariti um sín fræði. Hugur í heimspekingum ’Það sem kannski hefureinkennt Hug síðustu ár að minnsta kosti og um leið verið hans helsti styrkur er að hann hefur leitast við að kynna nýja strauma og stefnur í heimspeki.‘ throstur@mbl.is AF LISTUM Þröstur Helgason TÓLF listamenn taka þátt í al- þjóðlegri samsýningu sem opnar í Nýlistasafninu í dag. Sýningin ber yfirskriftina „Our House is a Mov- ing House“ en viðfangsefni hennar snýr í megindráttum að hreyfing- unni, hvernig hún stöðugt breytir alheiminum, okkur sjálfum hið innra og umhverfinu allt í kring. Sýningarstjórinn er hin slóv- enska Nataša Petrešín og er þetta í þriðja sinn sem hún setur upp þessa sýningu en hún var opnuð fyrst í Austurríki árið 2003 og í annað sinn í Lublijana í Slóvakíu árið 2004. Vísindi og listir „Við getum aldrei fullyrt um að eitthvað sé algjörlega öruggt og stöðugt. Eðli okkar og umhverfi eru í eðli sínu óstöðug. Það er þessi óstöðugleiki, hverfulleiki og breyt- ingar sem ég vildi beina sjónum að með þessari sýningu. Listamenn- irnir nálgast síðan viðfangsefnið á ýmsa og ólíka vegu,“ segir Nataša. Nokkur verkanna tvinna saman vísindi og listir en sýningin tengist að miklu leyti þeirri vísindavakn- ingu sem átti sér stað við upphaf síðustu aldar með óvissulögmáli Heisenbergs og afstæðiskenning- unni. Eitt verkefni sýningarinnar er að kanna mörkin á milli vísinda og lista og skoða sameiginlega þætti ásamt því að skoða sköp- unargáfu vísindanna. „Í þessu er einnig tenging við búddisma en þar er talað um hvernig hlutirnir eru í stöðugri breytingu,“ segir Nataša. Alþjóðleg sýning Listamennirnir tólf sem hún valdi fyrir þessa sýningu Nataša komist í kynni við, ýmist beint eða óbeint, í gegnum ýmis verkefni sem hún hefur unnið að sem sýn- ingarstjóri víðs vegar um Evrópu. Listafólkið kemur flest frá Evr- ópulöndum og einn frá New York. Tveir listamenn eru frá Íslandi, þeir Egill Sæbjörnsson og Einar Þorsteinn, en báðir eru þeir bú- settir í Berlín. Fyrir þessa sýningu vann Nataša mismikið og á ólíkan hátt með hverjum og einum lista- manni. „Ég þekkti til nokkurra verka listafólksins sem ég vildi nota í sýninguna og í sumum til- vikum bað ég sérstaklega um eitt- hvað nýtt frá þeim fyrir þessa sýn- ingu. Sem sýningarstjóri þá vill maður stundum ákveðið verk sem þegar er til en síðan er líka stund- um sem maður kýs að hafa bein áhrif á listamanninn á meðan hann vinnur að verkinu,“ segir Nataša. „Mér þótti mjög við hæfi að koma með þessa sýningu hingað til Íslands vegna þess að hin íslenska náttúra er í sjálfu sér afbragðs sýnidæmi um stöðuga breytingu. Ég hafði komist í kynni við Ísland og íslenska samtímalist í gegnum ýmsa listamenn héðan og ég tók eftir að hér er mikið unnið með landslag og náttúru og mig langaði til að fá þá hlið inn í sýninguna,“ segir Nataša að lokum. Sýningin verður opnuð sem fyrr segir í dag í Nýlistasafninu klukk- an 16. Myndlist | Alþjóðleg samsýning opnuð í Nýlistasafninu í dag Hin stöðuga hreyfing hlutanna Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Nataša Petrešin, sýningarstjóri „My Home Is a Moving Home“. „ÞORLÁKSTÍÐIR er íhugunartónlist klaustranna og þær koma úr tónlistarhandriti frá því um 1400. Þetta er nokkurskonar óður til dýrlingsins Þorláks Þórhallssonar sem var biskup í Skálholti á 12 öld. Sönghópurinn Voces Thules hefur eytt síðustu 12 árum í það að komast dýpra ofaní þetta verk, þá bæði tónlistarlega og til að skilja betur hvað liggur þarna að baki,“ segir Sverrir Guð- jónsson einn af meðlimum Voces Thules sem var að gefa út listbók, geisladiska og mynd- disk með Þorlákstíðum. „Við vorum með brot úr Þorlákstíðum á efnisskrá hjá okkur í lok árs 1993, á tónleikum í minningu 800 ára dán- arafmælis Þorláks helga, og þá kom upp sú hugmynd að skoða handritið betur og fara of- an í saumana á verkinu. Við snerum okkur að ritgerð dr. Róberts A. Ottóssonar sem hafði þá rannsakað handritið og það varð síðan lyk- illinn fyrir okkur inn í þessa tónlist, því hann hafði nóterað alla tónlistina á nútímalegan hátt sem gerði okkur auðveldara að komast inn í þennan heim sem er mjög sérstakur. Í upphafi var handrit Þorlákstíða í Kaup- mannahöfn en kom hingað til lands 1996 og þá fengum við aðgang að því sem gerði okkur líka auðveldara fyrir að vinna verkið.“ Söngurinn byggist á flæði Voces Thules flutti allt verkið á Listahátíð í Reykjavík 1998, á 800 ára dýrlingsafmæli Þorláks. Í framhaldi af því fóru þeir að hljóð- rita verkið og vinna það nákvæmlega til út- gáfu. Listbókin inniheldur allan texta Þor- lákstíða á latínu, ensku og íslensku, inn- gangsgrein bókarinnar ritar Bróðir Daniel Saulnier sem er yfir rannsóknardeild tónlist- arhandrita frá miðöldum í Solesmes- klaustrinu í Frakklandi. „Það eru líka textar á nokkrum öðrum tungumálum m.a. japönsku og við erum með kroniku yfir hvernig við unnum Þorlákstíðir á þessum tólf árum. Á mynddisknum er allt verkið saman komið og kemur latneski textinn allur á skjáinn um leið. Geisladiskarnir þrír innihalda söng okk- ar á verkinu. Fyrir utan tónlistarlega nálgun verksins liggur mikil vinna í útliti og hönnun útgáfunar, sem tekur mið af handritum mið- alda, höfundur þess er Brynja Baldursdóttir myndlistarmaður.“ Sverrir segir þennan gregoríska söng byggjast á flæði. „Þetta á að flæða þannig að þú finnur ekki beint fyrir föstum takti heldur er það innri taktur textans sem ræður ferð- inni.“ Hægt er að nálgast Þorlákstíðir Voces Thules í 12 tónum á Skólavörðustíg og er þetta hátíðarútgáfa í takmörkuðu upplagi. Í tilefni af útgáfunni verða Voces Thules með tónleika í Kristkirkju í Landakoti í dag, 8. apríl, kl. 21 þar sem fluttir verða valdir kaflar úr Þorlákstíðum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónlist | Voces Thules með útgáfutónleika Þorlákstíða í kvöld Tólf ára vinna til heiðurs Þorláki Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Jökull Voces Thules heldur útgáfutónleika Þorlákstíða í kvöld. Þorlákstíðir eftir Voces Thules.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.