Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 33 UMRÆÐAN Vönduð norsk timburhús byggð á staðnum eftir ströngustu stöðlum um heilsárs íveruhús Framúrskarandi handverk, kjörviður og frábær frágangur HÚSIN VERÐA TIL SÝNIS Í DAG KL. 12-16 Hellisvellir ehf. Uppl. í síma 893 6653 Nýtt þorp rís á Hellnum www.iceland.as Sími 555 3000 SELT SELT SELT SELT SELT SELT SELT MARKMIÐ Samfylkingarinnar á Akureyri í bæjarstjórnarkosningum í vor er að leysa núver- andi meirihluta frá völdum. Takmark flokksins er að tryggja þrjá fulltrúa í bæj- arstjórn og skapa sér sterka stöðu til nýrra áherslna í stjórn bæj- arins. Á því er full þörf og raunar nauðsyn. Núverandi meirihluti hefur ekki staðið sig í stykkinu og þess vegna kalla bæjarbúar eftir breytingum á stjórn bæjarins. Við erum tilbúin til að svara því kalli. Íbúarnir skynja þörfina á breytingum Við Samfylkingarframbjóðendur höfum í aðdraganda kosninga farið í tugi heimsókna til fyrirtækja, stofn- ana og félagasamtaka á Akureyri og hlustað eftir sjónarmiðum bæj- arbúa. Með því viljum við að rödd bæjarbúa endurspeglist í stefnuskrá okkar. Við merkjum augljósa þreytu bæjarbúa á stjórnunarháttum meiri- hluta bæjarstjórnar með bæjarstjór- ann Kristján í broddi fylkingar. Sú þreyta er skiljanleg þegar horft er til dæmalausrar umfjöllunar í Morg- unblaðinu síðastliðinn miðvikudag um skipulagsmál í miðbænum. Greinin sú er uppfull af sleggju- dómum og órökstuddum fullyrð- ingum bæjarstjórans um það fólk sem leyfir sér að vera annarrar skoðunar en hann. Með þessu móti gerir bæjarstjórinn lítið úr þeim mikla fjölda athugasemda sem bæj- arbúar gerðu nýlega við tillögu um breytingar á aðalskipulagi Akureyr- ar. Hann telur lagalegan rétt íbú- anna til athugasemda í skipulags- málum greinilega ekki mikils virði – hvað þá að ástæða sé til að taka mik- ið mark á þeim. Þetta viðmót höfum við áður séð til bæjarstjórnarmeirihlutans og sér í lagi bæjarstjórans Kristjáns Þórs. Bæjarbúar eru augsýnilega svip- aðrar skoðunar og við ef marka má nýja skoðanakönnun Gallup þar sem hátt í 70% bæjarbúa vilja nýjan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar í vor. Niðurstaða sem ekki kemur okkur Samfylkingarfólki á óvart eft- ir heimsóknirnar til bæjarbúa í vet- ur. Fyrir flesta íbúa bæjarins skiptir það mestu máli að sú þjónusta sem stofnanir bæjarins veita sé tryggð til framtíðar og sífellt leitað leiða til þess að hún sé sem best og í sam- ræmi við þarfir íbúanna. Þegar hlustað er á bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins með bæj- arstjóra í broddi fylk- ingar er ljóst að þeim flokki er ekki treyst- andi fyrir þessu verk- efni. Málflutningurinn á þeim bænum er útboð og einkarekstur og ljóst að flokkurinn sá er tilbúinn til þess að ganga mun lengra í þeim efnum en gert var á þessu kjörtímabili. Á þessi sjónarmið getum við aldrei fallist. Við skulum ekki fórna því sem vel er gert á altari úreltra kennisetninga frjálshyggju- postula Sjálfstæðisflokksins. Okkar lausn felst í því að styrkja stofnanir bæjarins og tryggja þeim forsendur til þróunar og til að veita íbúum bæj- arins góða þjónustu. Við leggjum sérstaka áherslu á að sinna vel þörf- um þeirra hópa sem mest eiga undir því starfi sem sveitarfélagið ber nú ábyrgð á. Við viljum setja málefni barna, unglinga og fjölskyldna þeirra í forgang og á sama hátt ætl- um við að gera málefni og aðbúnað aldraðra að forgangsmáli. Víða þarf að taka til hendi Samfylkingin hefur gert grein fyr- ir meginmarkmiðum og áherslum fyrir komandi kosningabaráttu. Við viljum gjörbreytt vinnubrögð af hálfu bæjarstjórnar og íbúavænni, við viljum einkavæðingartilhneig- inguna út úr Ráðhúsinu á Akureyri, við viljum markaðshugsun fyrir Akureyri á landsvísu og sömuleiðis erlendis, við viljum bjóða einstak- lingum lóðir innan bæjarmarkanna í stað þess að vísa þeim til nágranna- sveitarfélaganna. Samfylkingin ætlar bæjarfélaginu að taka höndum saman við hags- munaaðila, háskólaumhverfið og fyr- irtæki um að nýta tækifæri til at- vinnuuppbyggingar og verja hagsmuni okkar. Hjáseta bæj- arstjórnarmeirihlutans í atvinnu- málum skapar enga öryggistilfinn- ingu hjá bæjarbúum! Svo tæpt sé á nokkrum öðrum mikilvægum málum sem Samfylk- ingin mun boða í stefnuskrá sinni til íbúa er lenginga flugbrautarinnar á Akureyri og að byggingu Vaðlaheið- arganga verði ýtt úr vör sem fyrst. Dæmalausum vandræðagangi í sorpmálum skal lokið sem fyrst og í sátt við nágrannasveitarfélög Akur- eyrar. Þetta eru dæmi af fjölmörg- um áherslum okkar fyrir komandi kjörtímabil. Samfylkingin hefur kjark til að ræða stefnumál sín við kjósendur fyrir komandi kosningar. Viðhorfið sem birtist í garð bæjarbúa frá meirihlutaflokkunum segir allt sem segja þarf um nauðsyn þess að fá nýjan meirihluta í bæjarstjórnina. Þess vegna þurfa Akureyringar nýjan bæjarstjórnarmeirihluta Hermann Jón Tómasson skrifar um bæjarstjórnarmál á Akureyri ’Núverandi meirihlutihefur ekki staðið sig í stykkinu og þess vegna kalla bæjarbúar eftir breytingum á stjórn bæjarins.‘ Hermann Jón Tómasson Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Í VIKUNNI bárust fréttir af því að ein af verslunarmið- stöðvum borgarinnar hefði misst áfengisverslun til versl- unar sem höndlar með gróð- urvörur og fleira. Þetta er merkileg frétt sem sýnir betur en flest annað fáránleika einok- unarverslunar ríkisins. Þarna er ríkisvaldið að skammta verslun með vöru. Afleiðingarnar eru þær að viðkomandi versl- unarmiðstöð situr eftir með mjög skerta samkeppnisstöðu þar sem ekki er lengur hægt að ganga að þessari vöru í versl- unarmiðstöðinni. Verslunareig- endur í Mjódd geta ekkert gert í málinu. Engum er heimilt að versla með þessa vöru nema ríkiseinokunarversluninni. Ef ekki fæst náð fyrir augum stjórnenda ríkisfyrirtækisins þá er ekkert hægt að gera og Breiðholtsbúar verða að lifa með að verslunarmiðstöðin þeirra getur ekki boðið upp á sömu þjónustu og aðrar sam- bærilegir verslunarkjarnar. Í upphafi síðustu aldar setti ríkið á fót einokunarverslun á áfengi, tóbaki, viðtækjum, bíl- um, síldarsölu og eldspýtum. Það eina sem lifir enn af þess- um einokunarverslunarháttum er verslun með áfengi. Við- skiptavinir verslunarmiðstöðv- arinnar í Mjódd hafa fengið að finna fyrir því. Guðlaugur Þór Þórðarson Fréttir af tímaskekkju Höfundur er varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.