Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 35

Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 35 Sunnudaginn 26. mars sl. varstofnað félag aðstandendaaldraðra, nefnt AFA. Þaðvar stofnað á 38 ára af- mælisdegi fyrsta styrktarfélags aldraðra, en það var stofnað í Hafn- arfirði 26. mars 1968. Stofnfundurinn, sem haldinn var í Hafnarfirði, var ræki- lega kynntur í fjöl- miðlum enda mættu á fundinn á þriðja hundrað manns víða að af landinu. Þar fjöl- menntu m.a. bæj- arfulltrúar í Hafn- arfirði og Reykjavík. Aðeins tvo þingmenn sá undirritaður á fundinum, Siv Frið- leifsdóttur heilbrigð- isráðherra sem flutti ávarp á fundinum og Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur. Í mars 2003 var lögð fram 120 bls. skýrsla stýrihóps um stefnumál aldraðra til ársins 2015, í október 2005 var lögð fram 83 bls. stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar á þjónustu við aldraða. Árið 2004 kom út bókin Sjálfræði og aldraðir, í út- gáfu Siðfræðistofnunar og Háskóla- útgáfunnar, en þar er fjallað um sjálfræði aldraðra og lög um mál- efni aldraðra. Frá því að undirbúningsfundur að félaginu var haldinn 15. desem- ber 2005 hafa málefni aldraðra ver- ið umtalsvert í umræðu í þjóðfélag- inu. Þannig fjölluðu bæði forseti Ís- lands og forsætisráðherra um mál- efni aldraðra í áramótaræðum sín- um. Nýr heilbrigðisráðherra tilgreindi sérstaklega málefni aldr- aðra sem verkefni sem hún myndi taka á. Samstaða er meðal bæj- arfulltrúa í Hafnarfirði um að beita sér fyrir átaki í málefnum aldraðra í samræmi við nýjar tillögur (23 bls.) frá í febrúar 2006 um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur kynnt stefnuskrá sína í mál- efnum aldraðra sem fer mjög sam- an við stefnumál AFA. Nýleg skrif fulltrúa R-listans lýsa svipuðum viðhorfum og vilja. Í Kópavogi er verið að fara af stað með verkefni er snertir hluta stefnumála AFA. Þannig virðast bæjarfulltrúar sem eru á leið í kosningar vera vel með- vitaðir um vandann. Eftir stofnfundinn 26. mars sl. hefur umfjöllun um málið verið á nær öllum útvarpsstöðvum, sjón- varpsstöðvum og í dagblöðunum, m.a. í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Athygli á umfjöllun hefur ekki skort og viljayfirlýsingar sveitarstjórnarmanna liggja fyrir. Við í undirbúningshópi um stofn- un AFA höfum sagt að nóg væri kannað, skrifað og skýrt, kominn væri tími til aðgerða. Í þjóðfélaginu væri nóg til af peningum, lífeyr- issjóðirnir ættu um 1.400 milljarða króna, bankarnir kepptust um að lána peninga og tekjur ríkis og sveitarfélaga hefðu aldrei verið meiri. Almennar íbúðir eru byggðar í þúsundatali og eftirsókn og sam- keppni um lóðir hefur aldrei verið meiri. Hvernig væri að lífeyrissjóðirnir hefðu frumkvæði að lausn þessara mála? Væri það ekki í anda hug- myndarinnar um áhyggjulaust ævikvöld í skjóli lífeyrissjóðsins? 0,3–0,8% eigna lífeyr- issjóðanna dygðu til uppbyggingar hús- næðis vegna biðlist- anna. Hvers vegna heyr- um við stöðugt ótrú- legustu en sannar sög- ur af ástandi í málefnum aldraðra? Hvers vegna er 661 einstaklingur á biðlista eftir hjúkrunarými á Íslandi samkvæmt skýrslu ríkisend- urskoðunar árið 2003? Samkvæmt nýrri blaðagrein Kristins H. Gunn- arssonar þingmanns er þörfin nú um 1.300 rými! Hvar voru þingmennirnir okkar (hinir 61) þegar stofnfundurinn var haldinn á sunnudagseftirmiðdegi? Lausn þessara mála er sam- kvæmt lögum og öllum skýrslum að mestu leyti í höndum ríkisvaldsins sem hefur umboð sitt frá þingmönn- um okkar. Þeir hefðu því frekar öll- um öðrum átt að mæta á stofnfund- inn og sýna þannig a.m.k. áhuga á málefninu. Til þess að leysa vand- ann með hjúkrunarrýmið þarf lík- lega aðeins um 4–5 milljarða króna sé horft til byggingarkostnaðar nauðsynlegs rýmis. skv. skýrslu ríkisendurskoðunar en trúlega nær 10 milljörðum ef tala KHG er rétt- ari. Í skýrslu nefndar um uppbygg- ingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði kemur fram að fólk 67 ára og eldri nýtir 49,6% allra legu- daga á sjúkrahúsum landsins og hefur þetta hlutfall hækkað ár frá ári. Þetta er dýrasta vistun sem völ er á í landinu. Með markvissu átaki í byggingu hjúkrunarrýmis fyrir aldraða má þannig spara með ódýr- ari vistun eða leysa aðra brýna vist- unarþörf á sjúkrahúsum. Í könnun sem unnin var fyrir þessa nefnd kemur fram að um 60% þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými í Hafn- arfirði vildu og gætu verið lengur heima ef heimaþjónusta og heima- hjúkrun yrði bætt. Þannig má spara byggingarkostnað vegna hjúkr- unarrýma með ódýrari þjónustu ef völ er á henni. Þegar þetta er skrifað eru í gangi aðgerðir starfsfólks á öldrunar- heimilum vegna lélegra kjara. Í skýrslu ríkisendurskoðunar frá í október 2005 kemur fram að rúm- lega helmingur öldrunarstofnana sé rekinn með halla árið 2003 og að 81% heimila með hjúkrunarrými væru rekin með halla. Þar segir einnig að raunkostnaður heimilanna sé að meðaltali 10% hærri en dag- gjöldin sem þau fá frá ríkinu. Það er því augljóst að hjúkrunarheimilin þurfa atbeina ríkisvaldsins til þess að geta bætt kjör starfsfólksins og leyst þann vanda sem við blasir. Það er jafnaugljóst að ekki dugir að byggja frekara húsnæði ef ekki fæst starfsfólk til að starfa þar við þjónustu við aldraða. Þingmenn velja forgangsröðun þjónustu og framkvæmda með fjár- lögum hverju sinni. Það er spurning hvort jarðgöng eins og Héðinsfjarð- argöng sem búið er að fresta einu sinni vegna meintrar ofhitnunar í þjóðfélaginu, en á að setja af stað nú þegar allar bjöllur klingja, séu virkilega mikilvægari en sálarheill sjúkra eldri borgara þessa sam- félags? Verktakakostnaður framkvæmd- arinnar er rétt innan við 6 millj- arðar þannig að heildarkostnaður er trúlega vel á sjöunda milljarð. Hér er aðeins nefnt eitt dæmi en auðvelt er að finna fleiri. Fjöldi áhugasamra hringdi og ræddi við okkur í undirbúningsstjórninni og taldi að eina ráðið til að ná árangri væri sérframboð til alþingis og var þá jafnan vísað til nýafstaðinna kosninga í Ísrael þar sem nýstofn- aður flokkur lífeyrisþega fékk góð- an stuðning og fjölda þingmanna. Samkvæmt mannfjöldaskrá Hag- stofunnar voru 67 ára og eldri hinn 1. des. 2005 alls 31.226 manns. Eigi þeir hver um sig 2 aðstandendur eru það 62.452 að auki og væru þeir 4, 124.904 manns. Þannig gæti verið um 93.678 eða 156.130 manns eða kjósendur að ræða. Það er rúmur helmingur Íslendinga sem nú eru taldir um 300.000. Þetta afl viljum við virkja og munum gera á einn eða annan hátt. Áætlanir um mannfjöldaþróun gera ráð fyrir að fjöldi Íslendinga yfir 67 ára aldri breytist úr um 11% nú í um 19% í kringum 2030. Þessi þróun gerir augljóst að lausn vandamála aldraðra gerist ekki með því að bíða með aðgerðir eða gera fleiri rannsóknir og fleiri skýrslur. Vandinn leysist aðeins með taf- arlausum aðgerðum eins og þegar slökkvilið er kallað að brennandi húsi eða þyrla eða sjúkraflugvél að slösuðum eða sjúkum einstaklingi. Þeir öldruðu hafa ekki nægan tíma til að bíða! Það verður í of mörgum tilfellum of seint. Við hvetjum þingmenn okkar til að taka af skarið. Vilji er allt sem þarf. Vöknum og bætum aðstöðu aldr- aðra í dag! Aðstandendafélag aldraðra, AFA, hvað svo? Eftir Jóhann G. Bergþórsson Jóhann G. Bergþórsson ’Hvernig væriað lífeyrissjóð- irnir hefðu frum- kvæði að lausn þessara mála?‘ Höfundur er verkfræðingur og á sæti í varastjórn AFA. ÞAÐ rekur nú hver forystu- greinin aðra í dagblöðum 365 miðla, Fréttablaðinu og DV, þar sem frumvarpi til nýrra laga um Ríkisútvarpið er fundið flest til foráttu. Kveður svo rammt að þessu að annar leiðarahöf- undurinn er farinn að vitna í hinn og bráðum mun hinn trú- lega fara að vitna í annan – og svo báðir í sjálfan sig. Og ekki nóg með það: fréttahluti þess- ara blaða – sem raunar verður æ erfiðara fyrir lesandann að greina frá skoðanahlutanum í þessu máli – er stútfullur af hinum neikvæðari umsögnum um þetta frumvarp á meðan hinar jákvæðari liggja óbættar hjá garði. NFS, sem líka til- heyrir auðvitað 365 miðlum, stígur svo dansinn með systk- inum sínum – gerir m.a. skoð- anir ritstjóra Fréttablaðsins að sérstöku fréttaefni hjá sér og sækir viðbrögð við þeim. Og hver skyldi nú vera skýr- ingin á þessu samræmda göngu- lagi? Af hverju marséra nú allir miðlarnir í takt í fjölmiðlasam- steypunni í Skaftahlíð? Svar: Þeim þykir hagsmunum eigand- ans ógnað. Forstjóri 365 miðla, Ari Ed- wald, útskýrði þetta af fullum heiðarleika og einlægni á há- degisverðarfundi Heimdallar fyrir skömmu. Hann sagði efn- islega að ef RÚV yrði gert kleift að auka skilvirkni og hag- kvæmni í rekstri myndi það skekkja samkeppnisstöðuna á þessum markaði. Með öðrum orðum: Það er beinn hagur eig- anda 365 miðla að RÚV sé rekið með óskilvirkum og óhag- kvæmum hætti. Í því ljósi verð- ur að skoða þennan málflutning. Hagsmunir skattgreiðenda, eða almennings, skipta augljóslega minna máli í þessu samhengi. Og miðlar 365 hlýða kallinu, sem kannski er mannlegt en ekkert sérstaklega stórmann- legt – og allra síst trúverðugt. Páll Magnússon Samræmd hagsmunagæsla Höfundur er útvarpsstjóri. meðferð- a jafnhátt ns sem sé einnig á að ólöglegra t úr 18,5% lyfjafíkn ilinu auk afi stöðugt að neysla nokkuð á á örvandi mfetamín, ga amfeta- að magn rítalín og markaðn- 65% sjúk- 20–29 ára uefnafíkn. la ályktar m 640 kg af á sjúkra- húsið Vog glíma við fíkn í lyf sem ávísuð eru af læknum. Er hér um að ræða róandi og örvandi ávanalyf og sterk verkjalyf og kemur fram að þetta sé mikill vandi sem kalli á við- brögð læknasamtaka og embættis- manna. Þórarinn sagði að misnotkun þessara lyfja kæmi oft í kjölfar notk- unar þeirra í læknismeðferð en bætti við að hlutdeild þessarar lyfjafíknar hefði minnkað á síðustu árum. Áfengisneysla heldur áfram að aukast og sagði Þórarinn að fjöldi dagdrykkjumanna hefði aukist og fjölgi mest í hópi einstaklinga 40 ára og eldri. Athygli vekur að á meðal 19 ára og yngri er áfengisfíkn á und- anhaldi en einungis 7% þessara ein- staklinga eru greind með áfengisfíkn en 80% eru greind með aðra fíkn. r i í hættu en ársskýrsla SÁÁ var kynnt í gær %,   ( ( /- 34567899: ;99 <99 :99 699 =99 899 399 9 345: 8999 899:3449 344:  , &  , , ', , "7  , %   /-   - /- 34567899: 82:99 82999 32:99 32999 :99 9 345: 8999 899:3449 344: $ 899:>  >36;=1<<4/   >=318? !  , >3916 "   - ni Sæberg samning ekki eins órarins n 1987 sem 82. Þór- milli ár- eigi sér r aukna yngri en m mögu- reið rið 1996 bygging á orgar- kveðin ldi ungs fólks sem var að flytjast víða að inn á Reykjavíkursvæðið með for- eldrum sínum. „Þarna virðist hafa skapast eitthvað ástand sem olli þessu en það er margt sem bendir til þess að við séum að komast yfir þetta á Reykjavíkursvæðinu þar sem ekki hefur orðið eins snörp uppbygging og áður var. En það varð gríðarleg aukning vímu- efnaneyslu frá því sem áður var.“ Ástandið 1996–1997 varð til þess í kjölfarið að hlutfall nýskráðra á Vog undir tvítugu fór yfir 5% en hefur lækkað niður í 4–5%. -árganginn tir lok grunnskóla RÚMLEGA einu tonni af kannabisefnum þarf að smygla til landsins á hverju ári til þess að fullnægja þörf- um þeirra sem nota kannabis á hverjum einasta degi. Talið er að þrjú þúsund stórnotendur á kannabis séu á Íslandi og þá eru ótaldir þeir sem nota kannabis í minna mæli. Af þessum þrjú þúsund stórnot- endum koma 600 þeirra inn á Sjúkrahúsið Vog í meðferð á hverju ári. Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi, segir unnt að meta hvað stórnotend- urnir eru margir úti í þjóð- félaginu út frá þeim fjölda sem sækir Vog og hvað þeir reykja mikið daglega. Flestir þeirra sem koma á Vog hafa verið í nálægt fimm ár í kannabisneyslu og þar er margföldunarstuðullinn fund- inn. Sambærilegt magn af amfetamíni er daglega notað af stórnotendum í þeim flokki, þ.e. 600 grömm á dag en margföldunarstuðullinn er að- eins lægri en í kannabisinu, eða 3. Það þýðir að um 1.800 manns eru stórnotendur á amfetamín úti í þjóðfélaginu og til að fullnægja þeirra þörf- um þarf að smygla ríflega hálfu tonni af amfetamíni. Þurfa tonn af hassi á ári atilkynningu frá Símanum. Aðrar opnar rpsrásir Digital Íslands og Skjásins aðgengilegar á öllum kerfunum í síðasta . júní nk. Gert er ráð fyrir að unnt verði að senda út læstar sjónvarpsrásir um öll kerf- in í síðasta lagi 15. september nk. en til þess þarf fyrst að yfirstíga ákveðin tæknileg vandamál, segir í tilkynningunni. Morgunblaðið/Júlíus arsmenn 365-miðla, Símans og SkjásEins ganga frá samkomulaginu í gær. sjónvarpsefnis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.